Morgunblaðið - 24.02.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1966, Blaðsíða 16
MORCU N BLADIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1966 16 Stúlka oskast til aðstoðar í brauðgerðarhúsi, nú þegar. JÓN SÍMONARSON HF. Bræðraborgarstíg 16. Tyggigúmmi framleiðandi i l\lew Vork óskar eftir sambandi við heildsala, er vildi taka að sér söluna á íslandi. Örugg sala allt árið. Tilboð merkt: „Góður hagnaður — 8658“ afh. Morgun- blaðinu, sem fyrst. Kvensokkabuxur krepnælon. Litir: svart og brúnt. Verð aðeins kr. 98.00. Miklatorgi — Lækjargötu 4 Akureyri. IJtgerðarmenn — Skipstjorar Höfum fyrirliggjandi netastein 3 og 4 kg. Hellusteypan sími 52050 eftir kl. 7:00 á kvöldin sími 51551. BJÁLPARSETT TVRIR TISKISKIP Fyrirliggjandi núna með 11 hestafla loftkældri Diesel-vél, 4 kílówatta, 32 v., rafal, loftþjöppu og sjódælu. STURLAUGUR JÓNSSON & CO., Sími 11754. Svefnbekkir Krónur 4.200,06. 2ja manna svefnsófar kr. 8.500,00. SÓFASETT Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðssonar Grettisgötu 13. (Stofnsett 1918). Sími 14099. Umboðsmaður — Notaðir traktorar Óskum eftir umboðsmanni til að selja standsetta, notaða tiaktora. Mikið úrval. Lágt verð. Myndalisti fylgir. Frenderup Maskinfabrik Grevinge St., Danmark. flúseigendafélag Reykjavíkur Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga, uema laugardaga. Seljum og sýnum næstu daga eftirtalda notaða bíla, sem umboðin hafa tekið upp í nýja bíla: Rambler Ambassador '59 Glæsilegur einkabíll með V8-vél, sjálfskiptingu, — power-bremsum o.g stýri. Verð kr. 140.000. Chrysler New Yorker 1956 árgerð. Fallegur einka- bíll. Verð kr. 65.000,00. Rambler Classic 1963 Nokkrir bílar. Verð frá kr. 190.000,00. Simca Ariane 1963 Vel með farinn leigubíU. Verð ca. kr. 125.000,00. Willys Jeppi 1964 Verð ca. kr. 170.000,00 með útvarpi, driflokum, læstu mismunadrifi og „orginaT- miðstöð. Ford Fairline 1963 Vel með farinn einkabill. Verð ca. kr. 240.000,00. Rambler American „330" 1964 árgerð, sem nýr og lítið ekinn einkabíll. Verð ca. kr. 245.000,00. Fleiri bílar vaentanlegir. Verð- in eru miðuð við lán á allt að helmingi kaupverðsins í eitt ár með mánaðarlegum greiðslum. Chrysler-umboðið Vökull hf. Rambler-umboðið Jón Loftsson ht. Hringbraut 121 — Sími 10600 Runólfur Elíus Run- ólfsson — Minning F. 2. marz 1893. D. 14. feb. 1966. | MIG Setti hljóða, þegar mér var , sagt að Elli væri dáinn. Sorg og söknuður fyllti huga minn, við fráfall fjölskylduföður og góðs vinar. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan hann talaði við mig, og virtist þá hress, og kátur var hann að vanda. Við vissum að hann átti við vanheilsu að stríða, en að dauð- inn væri svo nálægur, áttum við ekki von á. Hann andaðist eftir stutta legu á Landakotsspítala. Ekki kann ég að rekja ætt Ella, það verða ef til vill aðrir mér kunnugri til þess. Elli giftist 15. janúar 1924, Jónínu Gísadóttur frá ísafirði og bjuggu þau fynstu búskaparár sín í Garðslhorni á fsafirði og eignuðust þar 5 börn. Dóu tvö þeirra á unga aldri, en hin eru á lífi og eru þau Ólöf, sem er gift Árna Sigursteinssyni, eiga þau 2 syni, Anna Margrét, gift Jóni Björgvinssyni, eiga þau 2 syni og er fjölskyddan búsett í Banda- ríkjunum ,og yngsta dóttirin, Dagbjört er gift Sigmundi Lúð- víkssyni og eiga þau 5 börn. Ég veit að barnabörnin voru augasteinar afa síns. Hann hafði yndi af börnum og talaði oft um barnabörnin. Elli stundaði sjóinn á fsafirði og yar matsveinn á bátum þar. Ég man þegar Elli var að koma heim af sjónum, og dætur hans hlupu fagnandi á móti hon- um, þá fór ég oft með þeim, og alltaf sýndi 'hann mér vinsemd og var mér góður, enda var hann ljúfmenni og bauð af sér góðan þokka, og alltaf var gaman að koma í Garðshorn, og leika sér við lætur þeirra Jónu og Ella. Árið 1938 fluttust þau Jóna og Elli til Reykjavíkur frá ísafirði og bjuggu mörg ár í sama húsi og móðir mín og ég. Við mæðgumar minnumst hinna mörgu ánægjustunda frá þeim tíma. Oft leitaði ég ráða og aðstoðar hjá Jónu og Ela, eft- ir að móðir mín dvaldist er- lendis, vegna starfa sinna. EUi var með afbrigðum vinnuglaður maður. Hann vann við höfnina hér í Reykjavík um fjölda ára skeið. Hvernig sem viðraði var hann í vinnunni, oft í kalsaveðri og rigningu. Man ég að honum leiddust allir frídagar, vildi helzt ávallt vera að vinna. Það tók hann sárt, þegar að því kom, að heilsa hans leyfði ekki frekari útivinnu, en þá út- vegaði hann sér vinnu innan- húss, hann vildi ek’ki gefast upp, en loks kom þó að því, að hann varð að hætta störfum. Þau hjónin voru ákaflega samhent í öllu. Þau voru búin að byggja sér indælt heimili, að Stigahlíð 8, hér í borg. Nú ríkir sorg og söknuður á litla vistlega heimilinu hjá Jónu, og tómlegt er þar og autt skarð eftir góðan og ástríkan föru- naut. Börnin og barnabörnin sakna hans og aðrir ástvinir. Megi Guð vera þeim öllum stoð og huggun og dreifa sorgar skýjunum. Mér kemur í huga upþhaf af ljóði, sem móðir mín söng áð- ur fyrr og jjefst á þessum orð- um: „Ljóma veit ég land, laust við sorg og strið.“ Við vitum að þar er okkur staður búinn og þar er Elli núna. Vertu svo kært kvaddur, Elli minn og þakka þér fyrir allt, ' Blessuð sé minning þín. Þórey Þorsteinsdóttir. S. Helgason hf. Súðarvogi 20. — Sími 36177. Mavinna — Sölustarf Richard Company Inc. í New York vantar nú þegar nokkra unga menn til sölustarfa í Reykjavík og nágrenni. Tilvonandi sölumenn þurfa að hafa nokkra þekkingu á ensku og verða þeir þjálfaðir sérstaklega næstu daga fyrir þetta nýja starf. Vinnutíminn frjáls. Hér er um að ræða vel borgaða vinnu fyrir rétta menn. Allar upplýsingar veittar hjá umboði Richard Company Inc. á íslandi. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma. Richard Company Inc. á fslandi Austurstræti 9, önnur hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.