Morgunblaðið - 24.02.1966, Page 23

Morgunblaðið - 24.02.1966, Page 23
Fimmtudagur 24. feb’rúar 1966 MORCU N BLADIÐ 23 — Jakarta Frarahald a£ bls. 1 innar, sem gerð var í október sl. Hann er einnig sakaður um að hafa látið myrða sex hefshöfðingja, og krefst ákær andinn dauðadóms. Stúdentafjöldinn safnaðist sam an í nánd við forsetahöllina, og tókst þeim að ryðjast gegnum fylkingar lögreglumanna og líf- varða áður en liðsauki barst. —• Kröfðust stúdentarnir þess að hin nýja, 100 manna ríkisstjórn, sem Sukarno skipaði fyrir tveim- ur dögum, segði af sér, og mót- mæltu brottvikningu Nasuitons. Hrópaði mannfjöldin ýmis slag- orð við forsetahöllina, svo sem: „K'rossfestum Subandrio (utan- ríkisráðherra)“, og „lengi lifi Pak Na? (Nasution hershöfð- ingi)“. En Subandrio er talinn eiga mikinn þátt í breytingunni, sem gerð var á ríkisstjórninni á mánudag. Pá var mörgum and- stæðingum Subandrios vikið úr stjórninni, en fylgismenn hans teknir í þeirra stað. Óeirðir við sendiráðið Á sama tíma og stúdentarnir gerðu aðsúg að forsetahöllinni, safnaðist fjöldi kommúnista og fylgismanna þeirra saman við bandaríska sendiráðið í Jakarta. Rifu þeir þar niður bandaríska fánann og köstuðu grjóti, inn- pökkuðu í tuskur, inn um einn gluggann. Báru kommúnistarnir kröfuspjöld með áletrunum eins og t/d.: „Farðu til Yítis, Green“ (en það áttu þeir við Marshall Green, sendiherra Bandaríkj- anna), „farið heim, Kanar“, og „Green stendur að baki þeim, sem reyna að steypa Sukarno forseta af stóli“. Green sendiherra er í Wash- lngton sem stendur til viðræðna við Johnson forseta, en forstöðu- maður sendiráðsins hefur þegar sent Indónesíustjórn mótmæli vegna óeirðanna. Segir forstöðu- maðurinn að nauðsynlegar var- úðarráðstafanir hafi ekki verið gerðar fyrr en um seinan. Ferðamenn, sem komið hafa til Singapore frá Jakarta, segja að lítið hafi frétzt frá Nasution hershöfðingja eftir að honum var vikið úr embætti á mánudag. Hann hafi ekki komið fram opin- berlega síðan, og sé ekki á heim- ili sínu í höfuðborginni. En í op- inberum heimildum er sagt að Nasution hafi sætt sig við emb- settismissinn, og sé enn trúr stj órninnL Béttarhöldin Erlendum frtétamönnum er bannaður aðgangur að réttarhöld unum yfir Untung ofursta, svo lítið fréttist af þeim. >ó er haft eftir viðstöddum að Iskander ofursti, sem er ákærandi hersins, hafi lýst því yfir við réttarhöld- in í dag að Untung væri ábyrgur fyrir morðum á sex hershöfðingj um þegar byltingartilraunin var gerð í október. Segir Iskander ,að Untung háfi átt leynifúndi með öðrum leiðtogum byltingarinnar, og að hann hafi skipulagt sveit- ir hermanna og borgara, sem áttu að tryggja sigur byltingar- manna. En í sveitum þessum voru m.a. tvö þúsund kommún- ista, segir offurstinn. Sami dómstóll, sem nú fjallar um mál Untungs, dæmdi á mánu dag annan leiðtoga byltingar- manna, kommúnistann og verka- lýðsleiðtogann Njono, til dauða. En Untung hefur beðið um viku frest til að undirbúa vörn sína. Verblaun Framhald af bls. 2 skilyrði væri að þau héldu áfram að helga sig skáldskapnum. Hvernig úthlutun er ákveðin, var Groth heldur ekki full kunn- ugt um, en taldi að háskólinn í Vín hefði snúið sér til háskólans í Ósló, sem síðan hefði leitað ráða hjá rithöfundum. Sjálfur verðlaunahafinn hafði lítið til málanna að leggja. En aðspurður hvernig hann ætlaði að nota upphæðina, svaraði Jen- sen: „Til að lifa eins lengi og unnt er, svo ég geti haldið áfram að skrifa bækur“. — * — Axel Jensen er 34 ára, og gaf sjálfur út fyrstu bók sína, „Dyre- temmerens Kors“ árið 1955. Sið- an hafa komið út eftir hann bæk urnar „Ikaros“ 1957, „Line“ 1959, „Joachim" 1961 og „Epp“ 1965. Allar bækurnar, nema sú fyrsta, hafa verið þýddar og gefnar út erlendis. Til dæmis hefur „Epp“ komið út í Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Þýzkalandi, Frakk- landi og Hoilandi . Hin nýju bókmenntaverðlaun Woursells eru næst hæstu verð- laun á sínu sviði á eftir bók- menntaverðlaunum Nóbels. — Ökuleyfi Framhald af bls. 24. skriflegt próf í umferðarlöggjöf. Lögréglustjóxi getur og ákveðið, að hlutaðeigandi skuli að nýju ganga undir bifreiðastjórapróf. í annarri grein frumivarpsins segir m.a. svo, að ef lögreglu- stjóri telur, að maður hafi unnið til ökuleyfissviptingar, skal hann þá svipta hann ökuleyfi til bráðabirgða. Lögreglustjóri skal tilkynna viðbomandi dómara ákvörðun sína innan viku. Aðili getur krafizt úrskurðar dómara um ákvörðun lögreglustjóra. Dómari getur og af sjálfsdáðum, ef efni standa til, fellt ábvörðun lögreglustjóra niður. Urskurð dómara um bráðabirgðasviptingu getur aðili kært til æðra dóms. Reynt að sættaj Kínver ja og Rússa Vín, 23. febr. (NTB) Miðstjórn ungverska komm únistaflokksins hefur verið boðuð til leynifundar í Buda- pest á morgun til að reyna sættir- í hugsjónadeilu Kín- verja og Russa, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimild um í Búdapest. milli Kínverja og Rússa. Árangur leynifundarins í Búdapest á morgun verður ekkert launungarmál, heidur verðu': hann birtur í málgagni flokksins á föstudag eða laug ardag. Eftir því sem næst verð ur komizt mun ungverska mið stjórnin lýsa yfir fullum stuðn Fylgir það fréttinni að hér ingi við stefnu Sovétríkjanna sé um að ræða síðustu sátta- tilraunina fyrir flokksþing sovézka kommúnistaflokksins sem hefst í Moskvu í næsta mánuði. En þá er jafnvel bú- izt við að til skarar skríði fordæma tilraunir Kínverja um friðsamlega sarnbúð, og til að spilla einingu og sam- heldni innan alþjóða kommún ismans. Loönubræðsla genpr vel hjá Klettsverksm. MBL. hafði í gær tal af Jónasi Jónssyni, framkvæmdastjóra Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar, og spurðist fyrir um vinnslu loðnunnar, sem undan- arið hefur borizt til Rvíkur. Hann kvað bræðsluna hafa geng- ið mjög vel í báðum verksmiðj- unum, bæði inni á Köllunarkletti og úti í Effersey (örfirisey). Loðnan yrði auðveldari til vinnslu við geymslu, og hefðu afköst beggja verksmiðjanna aukizt. Geymsluþrær á Kletti voru að tæmast í gær, og í dag átti að taka loðnu úr flutningaskipi fyrirtækisins, Síldinni, og flytja að Kletti. í skipinu eru rúmlega 27 þúsund tunnur. í dag losnar einnig geymir í Effersey, sem tekur 16 þús. tunnur. Litlar fréttir bárust af loðnu- veiði í gær, enda liggja margir bátar inni vegna slæmra veður- skilyrða og dræmrar móttöbu, sem stafar af því, hve mikið magn hefur borizt að. Vatnsleysi háir Hreppamönnum — Fréttir úr Hreppum Vestra-Geldingaholti, Gnúp- verjahreppi, 23. febr. Hér hafa nú staðið nær stanz- lausir þurrkar í þrjá mánuði og oft mikið frost. Jörð hefur ætíð verið auð, og því mjög mikill klaki kominn í jörð, meiri en < verið hefur hér um áratuga skeið. ■ Vegna þessara sífelldu þurrka I og 'frosta hefur vatn þrotið í ENN helzt hæðin yfir Græn- landi og lægðarsvæði suður undan, og á meðan er ekki von á hlýindum, nema síður sé, því að í gær fór heldur kólnandi á Jan Mayen, en þaðan kemur loftið þessa daga. Um miðjan dag var hit- inn við frostmark og élja- gangur norðanlands. Veðurhorfur í dag: SV-mið: A- og NA-átt. Víð- ast allhvasst, en stormur suð- ur undan Vestmannaeyjum. Skýjað. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: NA-kaldi, en all- hvasst á miðunum. Léttskýj- að. Breiðafjörður og Breiðafj,- mið: NA-átt. Víða skýjað. Vestfirðir og Vestfj.-mið: Stinningskaldi eða allhvass. NA. él norðan til. N-land og miðin: NA-kaldi eða stinningskaldi. Éljagang- ur. Austfirði: NA-stinnings- kaldi Él. SA-land: NA-stinnings- kaldi. Léttskýjað. Austfjarðamið, SA-mið og Austurdjúp: AUhvöss NA- átt og él. vatnsleiðslum á mörgum bæjúm hér í Hreppum, og mun nú vera vatnslaust á þrjátíu til fjörutíu heimilum í þessum tveimur sveit um. Af þessu hafa skapazt hin- ir mestu örðugleikar og erfiði. Sumir verða að sækja á þriðja þúsund lítra af vatni daglega og oft um langan veg. Þjórsá er nú víða á traustum ís. Varð það til þess, að nokkr- ar húsfreyjur hér í sveit brugðu á leik og fóru í gönguför til nágrannanna í Landssveit. Fengu þær hinar höfðinglegustu viðtöbur, sem margur hefur öf- undað þær af og hefði gjarnan vijað vera með í förinni. Við Gnúpverjar héldum þorrablót að venju fyrsta þorra- dag. Var það fjölsótt. Skemmti- atriði þóttu takast vel undir á- gætri stjórn hins unga og á- hugasama sóknarprests okkar, séra Bernharðs Guðmundsson- ar í Skarði. Á borðum voru hin- ir þjóðlegu réttir, hangikjöt og lirmatur, og síðan skemmti fólk sér við Jöng og dans langt fram eftir nóttu. Nú fyrir skömmu gekkst séra Bernharður fyrir samkomu fyrir eldra fólkið hér í sveitinni, og þótti hún takast með ágætum. Höfðu allir ,er hana sóttu, mikla ánægju af. — • — í gær var hér vitlaiust veður, norðaustan hvassviðri og mold- rolc. f dag er vægara veður en þó nokkuð hvasst. — J. Ól. Vegir færir um landið sunnan- og vestanvert, en ófærð nyrðra og eystra f GÆR var greiðfært á Suður- [ firði, í Þingeyjarsýslum og á landsundirlendi, al'lt austur til | Austurlandi. Víkur í Mýrdal, enda tiltölulega® “ snjólétt. Austur frá Vík var stórum bílum og jeppum fært. Vesturlandsvegur var talinn sæmilegur yfirferðar fyrir Hval- fjörð og upp í Borgarfjörð, og stórir bílar komust um Bröttu- brekku vestur í Dali. Á Snæ- fellsnesi var yfirleitt greiðfært. Flestir vegir á Vestfjörðum voru ófærir, og ófært var norður til Hólmavíkur. Skafrenningur lokaði veginum yfir Holtavörðuheiði í gær. Víð- ast er ófært í Skagafirði, Eyja- Sat í bílnum heila nótt BÆ á Höfðaströnd, 23. febr. Á laugardagskvöld var starfs- maður sæðingarstöðvarinnar á leið úr Fljótum. Hann komst inn fyrir Höfða á Höfðaströnd, en varð að láta fyrirberast þar um nóttina i bílnum. Fennti bílinn í kaf. Á sunnudagsmorgun komst maðurinn heim að Vatni á Höfða strönd og er þar enn hríðtepptur. — Björn. — Op/ð bréf Framhald af bls. 14 hlaupið á tugum ef ekki hundr- uðum milljóna — eina spursmál- ið yrði þetta: Hver á að borga? Er það ameríski herinn? Utan- ríkisráðuneytið kannske? Eða yrðu það þeir sem nöfn sín rita undir áskorun um status quo i þessum málum? Prófmál yrði að skera úr um það svo vafa- söm sem réttarstaða sjónvarps- stöðvarinnar er. Á núverandi stigi málsins er þssi spurning mikilvægust: Hvaða tryggingu getið þér gefið þeim^ sem nöfn sín rita undir fyrrnefnda áskor- un? Getið þér ábyrgst það að undirskriftin yrði ekki á ein- hvern hátt skuldbindandi til greiðslu á slíkium kiföfum, sem berast kynnu eftir að áhiugamál yðar hefðu náð fram að ganga? Eða er ávarp ykkar þá ekki ann að en krafa um þjófnaðarrétt að svo komnu máli? Þetta finnst mér hver og einn eiga rétt á að vita með vissu áður en hann skrifar nafn sitt undir áskorun ykkar. Og jafnvel þó þeir sundur- leitu einkaaðilar, sem hlut eiga að máli yrðu þvingaðir til að halda áfram að gefa efni sitt á þennan rnarkað vegna yfir- þyrmandi nauðsynjar t.d. örygg- is Bandaríkjanna líkt og hlýtur að vera gert með nýstofnað sjón varp fyrir Viet-Nam þá er mál- ið samt ekki útkljáð því hæg- lega gæti farið svo, að samtök innlendra framleiðenda á þess- um sviðum vildu fá úr því skor ið hvort stætt væri á því að gefa þessa vöru á markaðinn frem- ur en aðra. Eða hvernig mundi yðiur persónulega lítast á það að t.d. Tjissar tækju að gefa hér hverjum sem hafa vildi olíur og benzín? Ætli þér munduð ekki reyna að fá vernd dómstólanna til að koma í veg fyrir slíka markaðshætti, sem vitaskuld mundu ógna fyrirtæki yðar. Þá mundi nú líklega lítið stoða Fé- lag Áhugamanna um Benzínnotk un og áskorun þess til Alþingis um frjálsa verzlun benzíns og olíu hvaðan sem sú vara kæmi. Samt er fátt augljósara en ein- mitt það, að þetta tvennt er al- gjörlega hliðstætt. Nú megið þér umfram allt ekki fara að taka þessa ábend- ingu illa upp, heldur vildi ég að þér tækjuð hana eins og hún er meint — sem svolitla við- vörun þess efnis að frelsiskröf- ur svo ágætar sem þær eru geta lika kostað peninga, ekki sízt ef þær eru nú einhvers staðar í snertingu við það sem kallað er frjáls verzlun. Með vinsemd og virðingu, Þorgeir Þorgeirsson kvikmyndagerðarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.