Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 4
4
MORGU NBLAÐIÐ
Föstudagur 6. maí 1966
Stdriðjuna og atvinnujöfnunarsjdð ber
hæst í miklu umbótastarfi
• Islenzk æska nvun vinna mikil afrek með
tækni, vísindi og þekkingu að vopni
Ræða Sigurðar Bjornasonar, forseta NdL
TÍMARNIR breytast og menn
irnir með. Eitt er þó óum-
breytanlegt. Það er viðleitni
einstaklinganna til þess að
skapa sér og sínum persónu-
lega farsæld og hamingju.
Á sama hátt er það ósk
allra þjóðhollra manna að
réttlátt, heilbrigt og þroska-
vænlegt stjórnarfar ríki í
landi þeirra.
En einstaklingana greinir á um
það, hvernig þessu tviþætta tak-
marki verði náð. Þess vegna
skiptast þeir í stjórnmálaflokka,
sem síðan berjast um völd og
áhrif. Þessi barátta er mannleg
og eðlileg. Hún byggist á rétti
fólksins í lýðræðisþjóðfélagi til
þess að gagnrýna, velja og
hafna.
20 ríkisstjórnir á íslandi
Þegar við íslendingar lítum yf-
ir þau tæp 50 ár, sem liðin eru
síðan fullveldi íslands og sjálf-
stæði var viðurkennt, kemur það
í ljós, að á þessu tímabili hafa
samtals 20 ríkisstjórnir farið
með völd í landinu.
Þessi sögulega staðreynd sýn-
ir, að skapleg festa hefur ríkt í
stjórnmálum íslendinga ailt frá
rví að landið öðlaðist fullveldi.
þessu sambandi má benda á,
að í Finnlandi hafa 47 ríkis-
stjórnir farið með völd á sama
tímabili.
Okkur íslendinga greinir vit-
anlega á inn matið á starfi og
stefnu ríkisstjórna okkar. Engin
ríikisstjórn er alfullkomin frem-
ur en önnur mannanna verk. En
þótt margt hafi farið verr úr
hendi en skyldi á tæplega hálfri
öld fullveldis og sjálfstæðis, hef-
ur íslenzkt þingræði og lýðræði
náð góðum þroska. Það er einnig
athyglisvert að sú rikisstjórn
sem nú fer með völd í landinu
hefur setið í tæp 7 ár, og þar
með lengur en nokkur önnur ís-
lenzk ríkisstjórn. Þessi sam-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins hefur verið ó-
venju samhent og samstarf inn-
an hennar verið með meiri heil-
indum en stundum hefur tíðkazt
innan samsteypustjórna. í síð-
ustu alþingiskosningum veittu ís-
lenzkir kjósendur ríkisstjórninni
ótvíræða traustsyfirlýsingu og
umboð til þess að stjórna áfram.
Ein stjórn hækkaði gengið
Hér gefst ekki tóm til þess að
ræða ítarlega stefnu og athafnir
hinna ýmsu ríkisstjórna. En at-
hyglisvert er það, að eina ríkis-
stjórnin sem setið hefur á ís-
landi, sem hækkað hefur gengi
íslenzkrar krónu er ríkisstjórn
Jóns Magnússonar, Jóns Þorláks-
sonar og Magnúsar Guðmunds-
sonar, sem fór með völd á ár-
unum 1924 til 1927. Enda þótt sú
ráðstöfun væri umdeild á sínum
tima má vel minnast hennar nú,
þegar umræður um efnahagsmál
hafa um alllangt skeið mótazt
verulega af afstöðunni til gengis-
skráningar krónunnar og oft
hefur orðið að grípa til gengis-
lækkana sem allir stjórnmála-
flokkar hafa átt beinan eða ó-
beinan þátt í.
Þegar kveðinn er upp dómur
um starf og stefnu ríkisstjórnar
er það fyrst og fremst tvennt,
sem veitir sönnust svör um það,
hvernig henni hafi tekizt að
stjórna. Það er í fyrsta lagi líðan
almennings og aðstaða fólksins i
lífsbaráttunni og í öðru lagi,
efnahagsástand þjóðfélagsins í
heild.
Aldrei meiri velmegun
Þegar fyrra atriðið er athugað
kemur í ljós að fslendingum hef-
ur aldrei liðið eins vel og í dag.
Það hefur aldrei ríkt hér önnur
eins velmegun til sjávar og sveit-
ar og nú. Þetta er staðreynd, sem
hver einasti einstaklingur finnur
með því að stinga hendi í eigin
barm. Aflabrestur í einstökum
verstöðvum hefur að vísu skap-
að tímabundna erfiðleika, sem
ekki breyta heildarmyndinni.
f öðru lagi blasir sú staðreynd
við að efnahagsafkoma þjóðar-
búsins er góð. íslendingar eiga
yfir tvö þúsund milljónir króna
gjaldeyrisvarasjóð, verzlun og
viðskipti færast stöðugt í frjáls-
legra horf, vöruúrval er meira í
landinu en nokkru sinni fyrr,
þjóðin veitir sér meira á öllum
sviðum en áður hefur tiðkazt, ör
þróun og uppbygging setur svip
sinn á allt lif og starf í landinu,
húsnæði batnar í sveit og borg.
Þessum staðreyndum ber að
fagna. En þær eru fyrst og
fremst afleiðing framtaks einstak
linganna og hyggilegrar stjórnar
stefnu, sem m.a. hefur tryggt
stóraukna framleiðslu og verð-
mætasköpun í þjóðfélaginu.
Ný tækni og vísindi hafa verið
tekin í þágu bjargræðisveganna.
Háttvirtir stjórnarandstæðing-
ar, þeirra á meðal Eysteinn Jóns-
son, hér í kvöld, segja að vel-
megunin sé ekki ríkisstjórninni
að þakka heldur góðum afla-
brögðum. Þeirri staðhæfingu má
svara með því að litið gagn er að
mikilli fiskigengd ef útvegsmenn
og sjómenn hafa ekki góð og full
komin tæki til þess að hagnýta
sér hana. Það er vegna þess að
sjávarútvegurinn hefur í skjóli
stjórnarstefnunnar eignazt ný og
stórvirk framleiðslutæki, sem
framleiðsla hans hefur aukizt að
miklum mun undanfarin ár.
Á það má einnig benda, að ár-
ið 1958, þegar vinstri stjórnin
gafst upp, var eitthvert mesta
aflaár sem um getur í sögu ís-
lenzkra fiskveiða. Þrátt fyrir það
var þjóðarbúið komið á gjald-
þrotabarm þegar vinstri stjórnin
sagði af sér. Þessa hefðu þeir
Eysteinn Jónsson og Hannibal
Valdemarsson mátt 'minnast bet-
ur en ræður þeirra hér í kvöld
báru vitni um.
Kjarni málsins er að Viðreisn-
arstjórnin afstýrði því hruni sem
við blasti þegar hún tók við
völdum, skapaði jafnvægi í efna-
hagslífi þjóðarinnar og skapaði
bjargræðisvegunum möguleika
til þess að endurnýja tæki sín og
taka tæknina í þjónustu sína í
stöðugt vaxandi mæli.
Þessa grundvallarstaðreynd
þekkir hver einasti sjómaður,
sem man t.d. mismuninn á sumar
síldveiðunum fyrir Norðurlandi
á gömlu skipunum og hinum
nýju og stóru skipum, búnum
margvíslegum nýtízku tækjum.
Margvislegur vandi
En þrátt fyrir hina miklu at-
vinnulífsuppbyggingu og fjöl-
þættar framkvæmdir og fram-
farir í landinu undir forustu nú-
verandi ríkisstjórnar er þó enn
við margvíslegan vanda að etja.
Sigurður Bjarnason
Mun svo jafnan reynast, hvaða
flokkar sem fara með stjórn í
landinu, að ný vandamál skapast
stöðugt. Það er eitt af lögmálum
hinnar stöðugu framvindu lífs-
ins. Núverandi ríkisstjórn hefur
t.d. ekki, þrátt fyrir margvísleg-
ar ráðstafanir, tekizt að hindra
vöxt dýrtíðar og verðbólgu og
stuðningsflokka hennar sannar-
lega sízt um að saka. Verðbólga
er vandamál sem aldrei verður
læknað í eitt skipti fyrir öll. Til
þess að henni verði haldið í skefj
um þarf samræmdar aðgerðir og
umfram allt vilja þjóðarinnar
sjálfrar. En þrátt fyrir það að
allir segist vera á móti dýrtíð-
inni fer þó víðs fjarri að sá vilji
birtist allsstaðar í verki. Hátt-
virtir leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar hafa t.d. lagt höfuðkapp
á að torvelda baráttu ríkisstjórn-
arinnar gegn verðbólgunni. Hér
í umræðunum þykjast þeir hins-
vegar hata dýrtíðina eins og pest
ina og kenna óskaplega í brjósti
um blessaðar húsmæðurnar!!
Svona eru heilindi þessara herra!
Hið stöðuga kapphlaup milli
kaupgjalds og verðlags hefur
raskað því efnahagsjafnvægi,
sem öðru hverju hefur náðst.
Þetta er gömul saga og ný —
sem gerzt hefur í stjórnartíð
flestra ríkisstjórna. Of margir ís-
lendingar hafa trúað á kjarabót
hinna stóru stökka í launa- og
verðlagsmálum.
Fordæmi Svía
í þessu sambandi er athyglis-
vert að gefa gaum því, sem ger-
ist meðal frændþjóða okkar á
Norðurlöndum, þar sem víða er
samið um kaupgjald til tveggja
til þriggja ára, nú siðast í Sví-
þjóð til þriggja ára með 2% kaup
hækkun á ári að meðaltali, að
viðbættri nokkurri styttingu
vinnutíma, sem einnig er fram-
kvæmd í þremur áföngum. Eru
Svíar þó ein ríkasta og háþróað-
asta iðnaðarþjóð í Evrópu.
Ekkert er eðlilegra en að ein-
staklingarnir vilji bæta lífskjör
sín og verða þátttakendur í
þeim vaxandi arði, sem aukin
tækni og meiri framleiðsla dreg-
ur í þjóðarbúið. En þessar kröfur
verða að miðast við raunveru-
lega greiðslugetu útflutningsat-
vinnuveganna.
Því miður verður sú staðreynd
ekki sniðgengin, að þrátt fyrir
mjög aukna framleiðslu, t.d. hjá
sjávarútveginum, á fjöldi útgerð-
arfyrirtækja og fiskiðnfyrir-
tækja við mikla erfiðleika að
etja af völdum stóraukins til-
kostnaðar. Framhjá þessari stað-
reynd er ekki hægt að ganga til
lengdar. Útgerðin er í dag hyrn-
ingarsteinn íslenzks efnahagslífs
og verður það enn um langt
skcV*. Ef þjóðin vill að lífskjör
‘hennar haldi áfram að batna
verður hún að taka meira tillit
til grundvallarlögmála efnahags-
lífsins en hún hefur gert um
skeið. Þau lögmál eru ekki eins
flókin og margir vilja vera láta.
Kjarni þeirra er sá, að það er
aldrei hægt að eyða meiru en
aflast.
Athafnasamt þing
Það þing sem nú er að ljúka
störfum hefur verið mjög at-
nafnasamt. Það hefur afgreitt
fjölda stórmála og lagt grundvöll
að fjölþættum framkvæmdum og
framförum í landinu. Álverk-
smiðjuna og Atvinnujöfnunar-
sjóð ber hæst þessara stórmála.
Með álverksmiðjunni er grund-
völlur lagður að stóriðju í land-
inu og þar með gerður að veru-
leika draumur margra fram-
snýna hugsjónamanna fyrr og
síðar. Við Sjálfstæðismenn telj-
um að vísu, að æskilegra hefði
verið að þetta glæsilega atvinnu-
fyrirtæki ’hefði verið byggt utan
hins ört vaxandi þéttbýlis hér
við Faxaflóa, þar sem við teljum
að brýna nauðsyn beri til sköp-
unar aukins jafnvægis í byggða-
þróun í landinu. En þegar þess
reyndist ekki kostur hikuðum
við ekki við að semja um ál-
verksmiðju við Straumsvík, sem
tryggir stórum hluta þjóðarinn-
ar mun ódýrari raforku en ella
hefði verið mögulegt. En það er
skoðun okkar að hin nýja stór-
iðja muni renna nýjum stoðum
undir atvinnulíf og afkomu þjóð-
arinnar í heild, enda þótt fyrsta
stóriðjufyrirtækið verði staðsett
hér í mesta þéttbýlinu.
Það sýnir ótrúlega þröngsýni
og afturhald háttvirtra stjórnar-
andstæðinga að þeir skuli hafa
einbeitt kröftum sínum í barátt-
unni gegn þessu mikla þjóðnytja
máli, Framsóknarmenn að vísu
klofnir.
Atvinnujöfnunarsjóður
Atvinnujöfnunarsjóðurinn sem
lögfestur var hér á háttvirtu
Alþingi síðastliðinn föstudag
markar tvímælalaust stærsta
sporið sem stigið hefur verið til
uppbyggingar og framfara vítt
og breitt í byggðum landsins.
Hann er stofnaður af meiri stór-
hug og raunsæi en íslendingar
hafa átt að venjast þegar um
hefur verið að ræða ráðstafanir
til framkvæmda og uppbygging-
ar í strjálbýlinu. Stofnfé þessa
nýja sjóðs er 364 milljónir króna
og ráðstöfunarfé hans á þessu ári
mun verða um 44 milljónir
króna. Á næsta ári mun það
verða um 50 milljónir króna, en
mun á skömmum tíma aukast
upp í 112 milljónir króna á ári.
Til viðbótar stofnfé Atvinnu-
bótasjóðs er honum í lögunum
tryggðar stórar lánsheimildir.
Sjóðnum er heimilt að taka lán
hjá Framkvæmdasjóði ríkisins,
ef eigið fé sjóðsins nægir eigi,
til viðbótar lánveitingum ann-
arra stofnsjóða, til þess að
stuðla að framgangi fram-
kvæmdaáætlana í hinum ýmsu
landshlutum. Jafnframt er At-
vinnujöfnunarsjóði heimilað í
þessu skyni að taka erlend lán
allt að 300 milljóniun króna,
hvort heldur er beint eða fyrir
milligöngu Framkvæmdasjóðs
ríkisins.
Spyrja mætti Eystein Jónsson
að því, hversvegna hann og
vinstri stjórnin stofnuðu enga
atvinnujöfnunarsjóð, eða stofn-
aði hún slíkan sjóð? Svar óskast!
Engum blandast hugur um það
að hinn nýi Atvinnujöfnunarsjóð
ur verður mjög öflug lánsstofn-
un, sem hefur mikla mögulefka
til þess að stuðla að margvísleg-
um umbótum og framkvæmdum
í hinum ýmsu landshlutum. Ber
og til þess brýna nauðsyn að
markvíst verði unnið að því að
þróttmikil og blómleg byggð
haldist í öðrum landshlutum,
þar sem skilyrði eru góð til fram
leiðslu og fólkið vill una. Það er
'hiklaust skoðun okkar Sjálfstæð-
ismanna að auðlindir til lands og
sjávar verði því aðeins hagnýtt-
ar að jafnvægi ríki í byggðaþró-
uninni og að fólkið hafi sem
jafnasta aðstöðu, hvar sem það
býr á landinu. En því miður
brestur mikið á það enn að svo
sé.
Milljóna þjóð
íslenzku þjóðinni fjölgar nú
ört. Um næstu aldamót verða ís-
lendingar um 400 þúsund manns
og að 100 árum liðnum má gera
ráð fyrir að hér búi milljónir
manna. Þessum mannfjölda þarf
ekki aðeins að sjá fyrir öruggri
atvinnu og afkomu heldur að-
stöðu til þess að lifa hollu og
þroskavænlegu menningarlífi,
hvar sem er á landinu. Þess
vegna er undirbúningur að nýj-
um menntaskólum, héraðsskól-
um og bættri aðstöðu til þess að
framkvæma fræðsluskylduna i
strjálbýlinu hinn mikilvægastL
Að þessum undirbúningi hefur
verið unnið af þrótti og víðsýni
undir forustu núverandi ríkis-
stjórnar.
Stórfyrirtæki í öllum
landshlutum
Þegar litið er til framtíðarinn-
ar blasir fjöldi verkefna við I
þessu stóra og strjálbýla landi,
þar sem tæplega 2 íbúar byggja
að meðaltali hvern ferkílómetra
lands. Landrýmið á íslandi er
hinn mikli varasjóður framtíðar-
innar. Landshlutaáætlanir þær,
sem núverandi ríkisstjórn vinnur
nú að, og sumar er byrjað að
framkvæma, um kerfisbundna
uppbyggingu í einstökum lands-
hlutum, eru því mjög þýðingar-
miklar. Á þessu þingi hefur ver-
ið lagður grundvöllur að fyrsta
stóriðjufyrirtækinu hér við Faxa
flóa og Kísilgúrverksmiðju 1
Þingeyjarsýslu. f framtíðinni ber
að stefna að því að slík stórfyrir-
tæki rísi í ö'llum landshlutum. f
skjóli vatnsafls og jarðhita munu
ný iðnfyrirtæki rísa. Það verður
t.d. að teljast líklegt að önnur
álverksmiðja verði í framtíðinni
byggð við Eyjafjörð eða annars
staðar á Norðurlandi. Á Vest-
fjörðum eru góð skilyrði fyrir
fullkomnar fiskiðnaðarverk-
smiðjur, svipaðar þeim sem sölu-
samtök hraðfrystiiðnaðarins hafa
reist erlendis. Við Breiðafjörð
eru skilyrði talin góð til bygg-
ingar þangmjölsverksmiðju, og í
Vestmannaeyjum og víðar á
fiskiðnaður í ennþá stærri stíl en
nú örugga framtíð. Nýjar rækju-
verksmiðjur þarf að byggja við
nýfundin rækjumið í Húnaflóa
og fyrr en varir geta kræklingur
og kúfiskur orðið verðmæti út-
flutningsvara eins og humar og
rækja eru nú. Margs konar efna-
iðnaður kemur mjög til greina
í hinum ýmsu landshlutum,
ekki sízt ef hér yrði innan
skamms byggð afkastamikil olíu
hreinsunarstöð. Innlendar stál-
skipasmíðar hljóta einnig að
færast mjög í aukana með það
fyrir augum að landsmenn byggi
í framtíðinni öll sín fiskiskip
sjálfir.
Fiskirækt í f jörðum
Hér er ekki um neinar skýja-
borgir að ræða. Þetta er það sem
gerzt hefur í öðrum löndum og
þetta mun gerast á íslandi. Auk
þess má nefna ýmis konar fiski-
rækt í fjörðum landsins, sem
raunar er aðkallandi nauðsynja-
mál í sambandi við vernd fiski-
miða landgrunnsins. Bætt hafnar
skilyrði verða einnig að teljast
meðal aðkallandi verkefna. Ber