Morgunblaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 7
FSstudagur 6. maí 1966
MORG U N B LAÐIÐ
7
Viöreisnin er orðin að veruleika
• Stefnunni fylgt, gengið tryggt
* Gróska í sjávarútvegi
* IVIiklar framkvæmdir
Ræða Jóhanns Hafsteins, dómsmdlardðh.
Bændurnir gefast upp og jarð-
irnar fara í eyði, sagði einhver
talsmaður Framsóknar í gær-
kvöldi. Það var ekki sami böl-
móður í bóndanum af Vatnsnes-
inu, sem benti með réttu á hinar
almennu framfarir og efnahags-
þróun í sveitum Iandsins, sem
marka má af vaxandi ræktun,
fögrum húsum og bifreiðum til
heimilisþarfa. En barlóminn höf
um við mátt heyra hér í umræð-
unum frá stjórnarandstæðingum,
jafnhliða hjartnæmum lýsingum
á því, hversu innilegt dálæti rík-
isstjórnin hefði á verðbólgunni,
sem hún magnaði sí og æ, að því
er virtist með einhverjum undra
ráðum, til þess að geta jafnan
verið reiðubúin að sleppa þess-
ari ófreskju lausri á alþýðu
manna svo að þeir ríku fengju
matað krókinn á kostnað þeirra
fátæku og annarra, sem minna
mættu sín.
Slær út í fyrir stjórnar-
andstæðingum
En ekki ferst þeim öllum
eins, stjórnarandstæðingum.
Formaður Framsóknarflokks-
ins, Eysteinn Jónsson, sagði að
allsstaðar biðu framtakssamir
athafnamenn með viðfangsefni
og áform til stórræða og fram-
fara í atvinnulífi og uppbygg-
ingu. En lengra komst hann ekki,
þá • var kominn „Þrándur í
Götu“ — ríkisstjórnin, sem gerði
mönnum allt til miska, svo að
framþróunin mætti mistakast.
Hann væri að vísu alltaf að
benda mönnum á „hina leiðina",
sem mundi reynast greiðfær, en
þetta létu menn sér ekki skiljast.
Eftir að Hannibal hafði flutt
sínar hjartnæmu sumaróskir um
ýsuflökin, fræddi flokksbróðir
hans, Ragnar Arnalds, okkur á
því, að Islendingar bæru nú í
hlut þriðju hæs’tu þjóðartekjur
í Evrópu. Það hefur sjálfsagt
verið til þess að árétta enn frek-
ar vitnisburð formanns þeirra,
Lúðvíks Jósei>sssonar, í nefndar-
áliti hans um álmálið, „að aldrei
áður hafi þjóðin haft jafnmikla
og góða möguleika til mikilla
framkvæmda og framfara“, eins
og þar stendur.
Það slær út f fyrir öðrum
stjórnarandstæðingum. Þeir
segja, að viðreisnin sé rokin út
í veður og vind. Ríkisstjórnin og
hennar lið sé búið að gleyma á-
formum sínum. Samt áréttaði
hæstvirtur forsætisráðherra yfir-
lýsingu Óiafs Thors frá 20. nóv.
1959 hér á Alþingi um megin-
stefnu viðreisnarstjórnarinnar,
þegar hún var mynduð, en þar
segir svo:
,,. ... Það er meginstefna ríkis
stjórnarinnar að vinna að því,
að efnahagslíf þjóðarinnar kom-
ist á traustan og heilbrigðan
grundvöll, þannig að skilyrði
skapist fyrir sem örastri fram-
leiðsluaukningu, allir hafi áfram
stöðuga atvinnu og lífskjör þjóð-
arinnar geti í framtíðinni enn
farið batnandi".
Stefnunni fylgt
Þetta var meginstefnan orð-
rétt. Ennfremur sagði Ólafur
Thors í stefnuyfirlýsingunni fyr-
ir nærri 7 árum:
„Til þess að tryggja, að þær
héildarráðstafanir, sem gera þarf,
véiði sem réttlátastar gagnvart
öllum almenningi hefur ríkis-
stjórnin ákveðið:
I) „að hækka verulega bætur
almannatrygginganna, eink-
um fjölskyldubætur, ellilíf-
eyri og örorkulífeyri“,
Kannast háttv. þm. stjórn-
arandstöðunnar ekki við,
að svo hafi verið gert?
2) „að afla aukins lánsfjár til
íbúðabygginga almennings".
Um það vissi þó Hannibal,
sem taldi tvo liði, sem
rikisstjórnin hefði lögfest
og ykju eigin tekjur Bygg-
ingarsjóðs nú um 130
millj. kr. árlega og að með
öðrum ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar hefði verið
tryggt, að húsnæðismála-
stjórn gæti nú sinnt lán-
beiðnum með lánveitingum
eftir „hendinni“, eins og
hann orðaði það. Furðu
mikil umskipti eru það frá
því, sem áður var.
3) „að koma lánasjóðum at-
vinnuveganna á traustan
grundvöll".
Kannast nokkur við það?
Ný löggjöf um Stofnlána-
deild landbúnaðarins. Ný
löggjöf og reglugerðir um
Stofnlánadeild sjávarút-
vegsins og nú samning við
Fiskveiðasjóð. Bæði varð-
andi landbúnað og útgerð
er áður búið að breyta
lausaskuldum í föst og hag
kvæm lán. Stórefling Iðn-
lánasjóðs og ný löggjöf á
þessu þingi með fimmföld-
un árlegs ríkissjóðsfram-
lags og ráðagerðum um
nýjan hagræðingalána-
flokk. Lög frá þessu þingi
um Stofnlánasjóð verzlun-
arinnar. Lög um atvinnu-
jöfnunarsjóð, sem er sér-
stakur framkvæmdasjóður
strjálbýlisins — jafnframt
öðrum stofnlánasjóðum.
4) „að endurskoða skattakerfið
með það fyrir augum fyrst og
fremst að afnema tekjuskatt
á almennar launatekjur".
Þetta veit almenningur, að
gert hefur verið, aúk marg
háttaðra annarra endur-
bóta á sviði skattamála
ríkis og sveitarfélaga.
Svona er meginstefnan og fjór
ir liðirnir til að tryggja réttláta
framkvæmd gagnvart almenn-
ingi, sem Ólafur Thors boðaði
þjóðinni í nóvember 1959.
En það voru heitstrengingar
um að ráða niðurlögum dýrtíðar-
innar, hafa þingmenn verið að
segja — og nú er þeim gleymt.
Hvað segir þá um þetta í yfir-
lýsingu Ólafs Thors? Eftir að
meginstefnunni er lýst segir svo,
með leyfi hæstvirts forseta:
„í því sambandi leggur rík-
isstjórnin áherzlu á, að kapp-
hlaup hefjist ekki á nýjan leik
milli verðlags og kaupgjalds
og að þannig sé haldið á efna-
hagsmálum þjóðarinnar, að
ekki leiði til verðbólgu“.
Þannig hljóðaði sá boðskap
ur. Og sannarlega hafa stjórnar-
andstæðingar ekki ásakað ríkis-
stjórnina fyrir að hafa ekki hald
ið þannig á efnahagsmálum þjóð-
arinnar að þær ráðstafanir væru
ekki miðaðar við að draga úr
verðbólgu,
Gengið tryggt
Háttvirtir hlustendur hafa
heyrt í þessum umræðum og
fyrr og síðar harmakvein stjórn-
arandstæðinga um vaxtaokur,
sem þeir svo k-alla, tilbúna láns-
fjárkreppu ríkisstjórnarinnar, ef
ekki lánsfjárbann til að hamla
gegn verðþenslu. Bindingu spari-
fjár í Seðlabankanum gleyma
þeir ekki að fordæma,. En skyldi
Það hafa haft nokkur áhrif á
verðbólguvöxtinn eða kannski
dregið úr honum, að lagt hefur
verið til hliðar nokkur híuti
þeirrar sexföldunar sparifjár
þjóðarinnar, sem orðið hefur í
Jóhann Hafsteini.
tíð viðreisnarstjórnarinnar? Og
mundi það vera til meins að hafa
lagt til hliðar meira en 2000
milljónir króna í gjaldeyrisinni-
stæða erlendis?
Þá má spyrja um kapphlaupið
milli verðlags og kaupgjalds, sem
í viðreisnaryfirlýsingunni er
lögð áherzla á, að hefjist ekki.
Það hefur því miður ekki stöðv-
ast — rétt er það. En er það
ríkisstjórnin, sem þar er hinn
mikli sökudólgur?
Hvað skyldi hafa verið síðasta
viðfangsefni Ólafs Thors í for-
ustu á vettvangi stjórnmálanna
haustið 1963? Var það ekki til-
raun hans til þess að stöðva
kapphlaup með löggjöf og endaði
sú tilraun ekki með sáttarorðum
og settum griðum í bili — ef
menn gætu náð sáttum á frjáls-
um grundvelli — áður en hann
örþreyttur og farinn að heilsu
lét af stjórnarforustu?
Upp úr áramótum 1963—1964
óttuðust margir um gengi ísl.
krónunnar, eftir þær stökkbreyt-
ingar á kaupgjaldinu, sem átt
höfðu sér stað á árinu 1963 — og
verðbreytingar fylgdu að sjálf-
sögðu í kjölfarið. Menn tala ekki
nú um hættuna á gengisfalli.
Fátt hefur átt meiri þátt í því
að svo er, en júnísamkomulagið
svokallaða frá 1964 þegar for-
sætisráðherra og öðrum fulltrú-
um ríkisstjórnarinnar tókst að
sætta saman sjónarmið atvinnu-
rekenda og launþega, að sjálf-
sögðu vegna gagnkvæms skiln-
ings og ábyrgðartilfinningar
beggja aðila — en allir þeir, sem
hlut áttu að máli hafa hlotið fyr-
ir verðskuldað lof. Júlí-samkomu
lagið 1965 var spor á sömu braut,
en náði skemmra. Enginn benti
við þessar aðgerðir á „hina leið-
ina“, enda leiðsögn Framsóknar
víðs fjarri í báðum tilfellum og
þess heldur ekki vart, að hennar
væri saknað. Þingmenn þess
flokks ættu við þessar umræður
að spara sér stóryrðin um verð-
bólguvöxtinn, sem sé ríkisstjórn-
inni að kenna. Það kynnu að ber
ast að þeim sjálfum böndin og
ekki þyrfti nákvæma leit til
þess að hitta þá sjálfa eða tals-
menn þeirra fyrir í þeim tillög-
um og ráðagerðum undanfarinna
ára, sem verst hafa gefizt og
fram eru settar til þess að auka
vandræði, en ekki til þess að
miðla málum eða stuðla að jafn-
vægi og festu til hindrunar dýr-
tíð og verðbólgu.
Grózka í sjavarútvegi.
Aldrei hefur verið meiri
grózka í sjávarútvegi lands-
manna, en undanfarin ár. Fer
þar saman árgæzka, áræði og
dugnaður, samfara lánstrausti er
lendis og efling fjárfestingar-
sjóða innanlands, sem reynzt
hafa megnugir að rísa undir
hinni miklu lánsfjárþörf. Á 5 árá
tímabilinu 1954—1958 voru keypt
ir til landsins sem svarar 80
hundrað smálesta bátar. Á næsta
fimm ára tímabili 1959—-1963
sem svarar 240 hundrað smálesta
bátar. 1964 fiskiskip samtals 8
þús. smálestir — en það sam-
svarar 400 hundrað smálesta bát-
um á 5 árum. Það er ekki að
furða þó að háttv. 1. þm. Aust-
firðinga hafi í gærkvöldi verið
að lýsa því fyrir hlustendum, að
það væri eitt aðaláhugamál ríkis
stjórnarinnar að hindra menn í
að kaupa fiskiskip.
Kaupskipaflotinn hefur aukizt
um 20% á nokkrum síðustu ár-
um.
Miklar framkvæmdir
Stálskipasmíði er hafin með
myndarbrag í landinu sjálfu og
hefur ríkisstjórnin stuðlað að
því eftir föngum og mun stefna
að því að efla þegsa atvinnu-
grein. Gömlu dráttarbrautirnar
eru í endurbyggingu og þrótt-
miklar nýbyggingar.
Stórvirkar vinnuvélar leysa
mannshöndina frá stritinu og vél
væðingin heldur áfram hröðum
skrefum.
Flugflotinn hefur tvöfaldazt.
Bifreiðaeign landsmanna fer sí-
vaxandi. Sett ný vegalög og sam-
göngukerfið stórlega bætt og
aukið.
Byggðar hafa verið sildarverk-
smiðjur fyrir austan og sunnan
fyrir 200—300 millj. kr. á einum
3 árum og stórfelldar byggingar-
framkvæmdir nýrra verksmiðja
og endurbóta ráðgerðar í sumar.
Keypt síldarflutningaskip og ráð
gert að fleiri verði keypt. Verið
að byggja síldarleitarskip, haf-
rannsóknarskip og tilbúið útboð
í byggingu nýs varðskips til land
helgisgæzlu, sem kostað gæti um
80—90 millj. kr.
Nýtizkulegt sementsflutninga-
skip nýkomið til landsins og jafn
framt ráðgerðar skipulagðar stór
framkvæmdir Sementsverksmiðj
unnar í Ártúnshöfða á næstu 4
árum, þar sem byggð verður
byrgðastöð og geymsla fyrir laust
sement.
Framkvæmdir samkvæmt Vest
fjarðaáætlun eru þegar hafnar
og m.a. aflað erlends lánsfjár til
þeirra frá Viðreisnarsjóði Evr-
ópu. Norðurlandsáætlun er í und
irbúningi á vegum Efnahags-
stofnunar, en hvorttveggja er
vottur nýrra vinnubragða um al-
hliða uppbyggingu í byggðum
landsins, sem ætlað er að fram-
kvæma að yfirlögðu ráði í sam-
ræmi við áætlanagerð miðaða við
þarfir og getu og framtíðarmögu
leika landshluta og fjórðunga.
Löggjöf sett á þessu þingi til
að bæta fjárhag rafmagnsveitna
ríkisins og tryggja áframhald-
andi rafvæðingu landsins. Lögin
um Landsvirkjun afgreidd á síð-
asta þingi og nú að hefjast fram-
kvæmdir við stórvirkjun í Þjórs-
á, stærsta fallvatni landsins.
Ég hef aðeins minnt hér á nokk
ur framfara og framkvæmdamál
til áréttingar vitnisburðum stjórn
arandstæðinga þeirra, sem vitn-
uðu um velgengnina og framþró-
unina í landinu og ber að skoða
það jafnhliða málflutningi stjórn
arsinna í þessum umræðum.
Verður þá svo Ijóst sem verða
má, að viðreisnin er ekki rokin
út í veður og vind, eins og stjóm
arandstæðingar bera sér í munni.
Nei — þvert á móti: viðreisninni
er lokið.
Hin efnahagslega viðreisn, sem
lofað var, er orðin að veruleika.
Höft hafa verið afnumin — við-
skipta- og athafnafrelsi tekið við.
Vöruval almennings er sívax-
andi, tollakerfið endurbætt í
grundvallaratriðum og stefnt að
lækkun tolla. Lánstraust endur-
vakið erlendis.
Á grundvelli þessarar efnahags
viðreisnar og velmegunar ís-
lenzku þjóðarinnar er nú hægt
og verið að byggja bjartari fram-
tíð.
Stóriðja með byggingu ál-
bræðslu í Straumsvík er að verða
að veruleika — með rafmagns-
kaupum úr hinu mikla orkuveri
í Þjórsá við Búrfell og byggingu
stórskipahafnar í Straumsvík.
Kísilgúrverksmiðja verður
byggð við Mývatn. Unnin útflutn
ingsverðmæti úr botnleðjunni
með varmaorku frá Námaskarði.
Lagður nýr vegur til þungaflutn-
inga stytztu leið til Húsavikur,
sem verður afskipunarhöfn og
þar heimilisfang sölufyrirtækis á
heimsmarkaðnum.
Ný tæknikunnátta flyzt inn í
landið og verður aflgjafi nýrrar,
almennrar iðnþróunar. Járn-
bræðsla, stálbræðsla, álvinnsla,
olíuhreinsun og efnaiðnaður m.
a. úr verðmætum sjávarins og
náttúrunnar verða verkefni fram
tíðarinnar, samhliða vexti sjáv-
arútvegs ,iðnaðar, landbúnaðar,
siglinga og flutninga á landi og
í lofti og verzlunar eins og við
höfum átt að venjast og eins og
þessar atvinnugreinar munu þró-
ast við kall tímans til nýrra á-
taka til öryggis fyrir komandi
kynslóðir. Við blasir framtíð lít-
illar þjóðar, sem með áræði og
framsýni ætlar sér ekki að verða
eftirbátur neinna annarra þjóða
og kvíðir engu í skiptum við
þær, en treystir sjálfri sér, eigin
menningu og réttarvitund og er
staðráðin í að tryggja sér hverja
möguleika til aukinnar farsældar
í trú á landsins gæði.
V TRELLEBORG
V
A L
T O
N F S
5 T O
5 5 G
L L B
• • ••
O O A
N N R
G G K
U U A
R R R
Ávallt fyrirliggýindi.
^unnoi (Sfy&ehMön f>.f.
SoðwlMKfsbreot 1« - Reykj»»# * Simwlm: >Vohrer< - SM 3Ö200
larry SS>taines
LINOLEUM
Parket gólfflísar
Parket gólfdúkur
— Glæsilegir litir —
".RENSÁSVEG 22-24 HORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262