Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 1
MEÐ UIMGU FÓLKI Föstudagur 20. maí 1966 Birgir Isl. Gurmarsson, er skipar 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík: Byggjum fagra og þróttmikla höfuðborg FÁTT er ungu fólki meiri hvöt til framkvæmda og dáða en að iifa í umhverfi, sem fyrst og fremst einkennist af stórsti'gum framförum og hraðri þróun. Reykvísk æska býr að þessu leyti við gott veganesti. Hér hafa á fáum árum orðið stórstígari íramfarir en nokkur gat séð fyrir og Reykjavik er ekki aðeins höf- uðborg í orði kveðnu, held.ur gegnir mikilvægu forystuhlut- verki í þjóðiífinu. En hvað veldur iþessum miklu framförum? Auðvitað eiga utan- aökomandi ástæður sinn þátt í þróuninni. Tvennt ræður þó úr- siitum. Annarsvegar að hér býr dugmikið og athafnasamt fólk með mikinn framkvæimdahug. IHinsvegar að stjórnendur borg- arinnar hafa um langt skeið fylgt sömu grundvaiiarstefnunni, þ.e. að gefa einstaklingnum sem mest svigrúm til athafna, og að stjórn- endurnir hafa verið samhentir í framfaramálum borgarbúa. ★ En vilja ekki allir fiokkar mikiar framkvæmdir í Reykja- vík. Keppast þeir ekki við að yfirbjóða hvern annan í loforð- um um framkvæmdir. Víst er jþað að mörg orðin eru sö-gð og skrifuð. Á það vantar ekkert í kosningaibaráttunni. En ef skyggnzt er bak við hjúpinn sést að grundvailarsjónarmiðin eru ólik. Sá munur sést einna bezt, ef hugieidd eru þau orð, sem einn af fram'bjóðendum Fraansóknar- fiokksins viðhafði í útvarps- umræðunum á dögunum. Fram- bjóðandinn taidi það mikið undrunarefni, að margt af því, sem bezt væri gert í borginni væri gert fyrir forgöngu annarra en borgaryfirvalda. í þessum fáu orðum speglast grundvallarsjón- armið vinstri flokkanna. Þeir vilja að yfirvöld, bæði lands og borgar, sitji yfir hvers manns hlut og einstaklingarnir og fé- lagssamtök eigi að vera algjör- lega háðir yfirvöldum um allt. CJrundvaMarstefna Sjálfstæðis- manna er allt önnur. í>að er þeim ekkert undrunarefni iþótt borg- erbúar sjálfir hafi forgöngu um margt af því, sem bezt er gert 1 borginnL Þvert á móti fagna Iþeir því. Sjálfstæðismenn vilja baga stjórn borgarmálefna þann- ig, að samhæfa hina mörgiu krafta, sem leikast á í borgarlif- inu. Gefa einstaklingunum að- stöðu til að láta gott af sér leiða fyrir eigið frumkvæði í þeirri von og trú að athafnir þeirra verði til góðs fyrir samfélagið í heild. 'AFHAM Birgir ísl. Gunnarsson, skipar 8. sæti á íramboðslista Sjálfstæðís- flokksins í Reykjavík Auðvitað eiga borgaryfirvöld að hafa forgöngu um margt, einkum það er lýtur að sameiginlegri þjónustu borgarbúa. Það hefur og verið gert. Hinn styxki sam- henti meiribluti Sjálfstæðis- manna hefur hrint í framkvæmd hverju stórvirkinu á fætur öðru. 'Það sjá borgarbúar bezt sjálfir og þau hafa verið ítariega kynnt fyrir borgarbúum nú síðustu vik- umar. Það er heldur ekkert iaun- ungamál að stefna meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjóm hefur tekið nokkrum breyting- um, þó að grundvallarsjónarmið- in séu þau sömu. Þannig á það að vera. Fiokkur, sem vill fylgjast með tímanum þarf að vera síungur og hann fyrirverð- ur sig ekkert fyrir það að breyta stefnu sinni eftir því, sem að- stœður í þjóðfélaginu breytast. Þannig hefur á undanförnum árum mikil áherzla verið lögð á féiagsmál ýmiskonar og stofn- setningu stofnana, sem okkar þjóðfélag í dag krefst í ríkara mæli en áður tíðkaðist. Má sem dæmi nefna stofnanir fyrir a'ldr- að fólk, vistheimili fyrir böm og dagheimili og ieikskóia. í þeim kosningum, sem nú fara í hönd, ræður unga fólkið úrslit-„ um. Hátt á fimmta þúsund kjós- endur ganga nú í fyrsta skipti að kjörborðinu. Þær stórstigu framkvæmdir, sem verið hafa í Reykjavík á undanförnum árum og hin stórhuga stefnuskrá Sjálf- stæðismanna í borgarmálum er vissulega ungu fólki að skapL Það, sem þó hlýtur að ráða úr- slitum í huga unga fólksins er sú grundvallarstefna, sem borg- arfulltrúar meirihlutans hafa byggt á, og eru dýpstu rætur framfaranna í Reykjavik. Það er stefna, sem treystir á einstakling- inn í þjóðfélginu. Stefna, sem setur manngildi ofar öðru og vill í samstarfi og góðri samvinnu við borgarana byggja upp fagra, þróttmikla og athafnasama höf- uðborg. Styrmir Gunnarsson sem skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik: Framtíð Reykjavíkur er í ÞÍNUM höndum í BORGARSTJ ÓRNAR- KOSNINGUNUM á sunnu- daginn kemur ráða atkvæði unga fólksins úrslitum. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa gert sér grein fyrir þessu og leita því mjög eftir atkvæð- um nýju kjósendanna. Kommúnistar leita eftir at- kvæðum unga fólksins að því er virðist aðallega á þeim grundvelli „að Alþýðubanda- iagið er yngra en þið“. Vænt- anlega telja ungir kjósendur sig þurfa frekari ástæðu til þess að kjósa kommúnista en þessa eina. Alþýðuflokkurinn hefur höfðað til nýrra kjósenda á þeim grundvelli, að fram- boðslisti hans sé skipaður ungu fólki. Það er hins vegar óhrekjanleg staðreynd, að á lista Alþýðuflokksins er eng- inn ungur maður eða kona í öruggu sæti eða vonarsæti. Af þeim sö'ku.m er því eng- in ástæða fyrir ungt fólk að kjósa Alþýðuflokkinn. Eysteinn Jónsson hefur undanfarna mánuði „boðið út“ ungu fólki á vegum Fram sóknarflokksins til ýmissa hluta og að því er virðist höfðar Framsóknarflokkur- inn til ungra kjósenda á þess- um grundvelli. Þetta „útboð“ Eysteins hlýtur þó að koma ungu fólki einkennilega fyrir sjónir, eftir að hann hefur á þessu ári barizt af heift gegn mestu framfaramálum ís- lenzkrar þjóðar, málum sem eru í fullkomnu samræmi við bjartsýni og stórhug unga fólks- ins. Það er því ekki ástæða fyrir nýja kjósendur að taka tillit til hinna dyggu fulltrúa Eysteins í þessum kosning- um. Sjöunda, áttunda, níunda og tíunda sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni eru öll skipuð ungum mönnum. — Borg- arstjórinn sjálfur hefur ný- lega náð fertugs aldri og stjórn hans á Reykjavíkur- borg hefur einkennzt af djörf ung og dugnaði þeirrar kyn- slóðar sem nú kveður sér hljóðs í íslenzkum stjórnmál- um. Stvrmlr Gunn- arsson, skipar 9. sæti á fram- boöslista Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hvet ur því unga fólkið, nýju kjós- endurna, til þess að kjósa sína eigin fulltrúa í borgarstjórn, jafnaldra sína og félaga, sem af eðlilegum ástæðum skilja betur kröfur og þarfir unga fólksins en hinir eldri. Við hvetjum nýja kjósend- ur til þess að veita D-listan- um stuðnmg vegna þess, að einungis með öfiugri trausts- yfirlýsingu unga fólksins í Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.