Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 3
Föstudagor 80. maí 1966 MEB UN6U Fóiaa 3 ið sjálfstæða afstöðu. Hér neyð- um við ekki skoðunum upp á nokkurn mann, hvort sera honum er lj'úft eða leitt, eins og tíðk- ast sums staðar erlendis. Það er hins vegar ekkert ó- eðlilegt, að spurningin um lækk- un kosningaaldursins skýtur við og við upp kollinum. Um leið og unglingurinn er talinn fær um að bera þær byrðar, sem hið op- in'bera leggur hinum fullorðnu á herðar, greiðir skatta, útsvör og önnur gjöld, finnst honum ekki ósanngjarnt, að hann öðl- ist jafhliða sömu réttindi og 'hinir fullorðnu. Réttindi og skyld ur haldast jú gjarna í hendur. Þegar öllu er á botninn hvolft, held ég samt, að fólk innan við tvítugsaldur sé varla nógu mót- að tii að bera þá ábýrgð, sem kosningaréttinum fylgir, svo að bezt sé, að hann sé áfram 1 höndum þeirra, sem nú hafa hann. — Svo aðeins eitt í samtoandi við konur, Ragnheiður. Hvers vegna kæra kynsystur ykkar í Sviss sig ekki um kosningarétt? — Annað hvort treysta þær karlmönnunum svona vel — eða þær ráða því, sem þær vilja ráða bak við tjöldin! — Annars er nú fullmikið sagt, að þær kæri sig ekki um kosningarétt. Þann rétt hafa þær í þrem frönskumælandi kantón- um, Vaud og Neuchátel frá 1859 og Genf frá 1960. Á árunum 1957—59 stóð til, að allar konur í Sviss fengju fullan kosningarétt, einnig í þjóðþingskosningum, en það felldu karlmennirnir með miklum meirihluta, sem er fá heyrð hneisa! Enginn spyr eftir hvern sólarlagið sé! UIVI þessar mundir rekur hver skólauppsögnin aðra, og nú í vik- unni voru skólaslit í Myndlista- og handíðaskólanum. Við náðum smástund tali af einum nemand- anum, Guðmundi Sigurjónssyni, sem var önnum kafinn við að setja upp sýningu ásamt skóla- systkinum sinum, er halda átti í tilefni af því, að námsárið var á enda. Þar sem við vorum ekki fjöl- fróðir um þau efni, báðum við Gúðmund um að segja okkur frá skólanum og náminu í stórum dráttum og vikum síðan að hon- um nokkrum áleitnum spurn- ingum í sambandi við iist. ■— Auk þess sem Myndlista- og handíðaskólinn er bæði dagskóli og kvöldskóli, sagði Guðmundur, skiptist hann í nokkrar deildir. Kvöldskólann sækir áhugafólk á öllum aldri, sem ver frístund- um sínum hér, en skóiinn var áð- ur einkum frístunda- og föndur- skóli, enda hét hann þá Hand- íða- og myndiistaskóiinn. Dagskólinn er ætiaður þeim, sem hyggjast leggja fyrir sig ein- hverja grein myndlistar, hvort sem um er að ræða kennslustörf eða sjálfstæ'ða listiðkun. Skóla- árin eru 4, forskóli í tvo vetur og framhaldsdeild í tvo vetur. Sjálfur var ég að ljúka við fyrri veturinn í framhaldsdeild. Guðmundur Slgurjónsson: Að- alatriðið er ekki hver gerði mynd ina, lieldur hvernig hún er. Ýmlst sækja nemendur tíma sam an eða þeir skiptast í deildir, sem helgaðar eru hinum ýmsu listgreinum. Nefna má deild fyr- ir málaralist, höggmyndalist, list vefnað, ’ deild fyrir verðandi teiknikennara, auk þess sem hægt er að leggja Stund á aug- lýsingateiknun, bókband og und- irbúningsnám fyrir arkitekta, «vo eitthvað sé nefnt. I vetur hefur svo skozkur kennari, Jam- es Uangan, haft á hendi kennslu í glermyndalist, á erlendu máli kallað stain-glaás, sem á ís- lenzkú hefur verið kailað stein- ' gler, sennilega fyrir misskiln- ing. Kennsla hefst kl. 9 fyrir há- degi og stendur fram til kl. 6 að kvöldi. Námsgreinar eru t.d. enska, en þá tíma sækjum vi'ð í Málaskólann Mími, íslenzka, listasaga, formfræði, kennslu- fræði og barnasálfræði fyrir kennaranemana, svartlist, litho- grafi, höggmyndagerð og málara- list. Auk þess á einn stærsti lið- urinn í þessu námi að vera modelteikning, en þar eigum við í höggi við úrelt almenningsálit, sem einhvern tíma hefur gefið hér út þá dagskipun, að fyrir- sætustarfið væri ósiðlegt. Þess vegna hefur ekki alltaf verið hægt að gera þessari námsgrein jafnhátt undir höfði og hún hefði átt skilið. Skólastjórinn er Kurt Zier og yfirkennari Sigurður Sigurðsson. Auk þeirra kenna við skólann margir þekktir listamenn eins og t.d. Bragi Ásgeirsson, Hörður Ágústsson, Benedikt Gunnarsson, Arthur Ólafsson, Jóhann Eyfells, Björn Th. Björnsson, Gísli B. Björnsson og fleiri. Skólinn veitir undirbúnings- menntun þeim, sem leggja ætla fyrir sig einhverja grein mynd- listar. Dagskólanemendurnir, sem í vetur voru um 60, mynda kjarn- ann í skólafélaginu, sem starfar af miklum krafti. Öllum nem- endum skólans er að sjálfsögðu heimil þátttaka í félagslífinu, en í vetur voru um 300 nemendur í kvölddeildunum. Kynningar- kvöld og aðrar slíkar skemmt- anir hafa verið ágætlega sóttar. Nú fyrir skömmu stóð skóiafé- lagið fyrir 5 daga ÖræfafertS, sem heppnaðist ágætlega. — Svo eru það örfáar spurn- ingar, Guðmundur. Hvernig get- maður verið viss um að abstrakt mynd hangi rétt? — Venjulega áritar listamað- urinn myndina í annað hvort neðra hornið — þá er vandinn enginn, svarar Guðmundur og kímir. Annars held ég, að þetta vefjist ekki oft fyrir mönnum. Hitt getur aftur veri'ð álitamál, hvar hengja á mynd, því góðri mynd getur hæglega verið mis- þyrmt, ef hún hangir ekki á rétt- um stað. Okkur hættir til dæmis oft til að hengja myndir allt of hátt upp á stofuvegginn, og jafn- vel sjást myndir hanga á vegg- ræmum milli glugga þannig að þær skaga út í báða glugga. Annars sagði Jón Stefánsson, að málaralist ætti ekki að vera stofuprýði, hún væri upp yfir það hafin. —1 Getur þá listamanni verið illa við, a'ó fólk hengi upp mynd- ir hans? — Það held ég varla — en það er ekki víst, að honum standi á sama um hjá hvaða fóiki þær hanga. Ég held að allir málarar finni til ánægju yfir því að vita af myndurti sínum hjá góðu fólki, sem hengir þær upp myndanna vegna, af því það kann að njóta þeirra og þykir vænt um þær. Sumir menn eru líka snillingar í að njóta mynda, eru listamenn sjálfir hvað það snertir. Þannig hefur Markús ívarsson veri'ð. Honum var lífsnauðsyn að hafa myndirnar í kringum sig. Slíkir men eru sjaldgæfir. — Hvers vegna áttu menn svona bágt með að átta sig á því, hvort rauða strikið í mynd heiðursgestsins ætti áð vera eða vera ekki? — Öllum getur yfirsézt, færum mönnum líka. — Getur mynd eftir apa verið falleg? ' — Það er hreint ekki útilokað — en ég fæ ekki séð, a'ð það skipti nokkru máli eftir hvern myndin er, heldur hvernig hún er. Öllum kemur saman um, að sólarlagið geti verið failegt, en enginn spyr eftir hvern það sé! — Þurfa listamenn að skera sig úr fjöldanum? — Nei, en það er engu líkara en fólk ætlist stundum til þess og þeir láti síðan undan. — Er það þess vegna, sem málarar safna skeggi? — Ef til vill, en það hefur engin áhrif á listina! segir Guð- mundur og grípur ósjálfrátt til hökutoppsins. — Ekki er Kjarval með skegg. — Nei, en hefurðu sé'ð hattinn hans......! — Eru listamenn hrifnæmari en aðrir? — Eflaust stundum. Einari Jónssyni myndhöggvara hefur verið mikið niðri fyrir, þegar OltlU cuv ouui, ct iiaiui staddur austur í Þjórsárdal varð að orði: „Hvílíkur íburðui — Hekla og Búrfell út um einn lítinn glugga!“ Sigrún: Laugardalshöllin tekur langt fram þeim iþróttasölum, sem ég hef séð erlendis. „Eitthvað varð ég að kreista.. “ Handknattleikur er sú iþrótt, sem einna hæst hefur borið hér á landi undanfarin ár. Hand- knattleiksmótin eru langfjöl- mennustu íþróttamót, sem haldin eru, hvað keppendur snertir, enda eru keppendur á íslands- mótinu um eða yfir 800. íslenzku liðin standa hinum beztu erlendu iiðum fyllilega á sporði, og er þess skemmst að minnast, að ís- lenzku stúlkurnar hrepptu Norð- urlandameistaratitilinn 1964 á mótinu, sem fram fór á grasvell inum í I.augardal. Þegar við spurðum Sigrúnu Ingólfsdóttur, eina af handbolta- stjömum okkar, sem þá var ný- liði í landsliðinu, hvort hún hefði gert sér vonir um sigur íslenzka liðsins þá, svaraði hún: — Nei, mig hafði aldrei órað fyrir því. Venjulega er ég svart sýn fyrir leiki, en samt hafði ég látið mig dreyma um, að við næð um 3. sæti. Fyrirfram var ,gert ráð fyrir, að baráttan stæði milli Norðmanna og Dana, og í þá baráttu myndu hinir ekki blanda sér. Svíana vonaði ég, að við gætum sigrað og svo sömuleiðis Finnana, en handbolti hefur aldrei verið mikil keppnisíþrótt í Finnlandi, og þeir því ekki staðið framarlega í þeirri grein. — Hvernig leið þér í þessari orrahríð? — Ekkert sérlega vel fyrir leikina og hræðilega, þegar allt var um garð gengið. Nóttina eft ir að mótinu lauk kom mér ekki dúr á auga fyrir taugaspenningi. — En tóku leikirnir ekki á taugarnar líka? — Jú, sérstaklega þó leikurinn milli danska og norska liðsins. Sá leikur var síðasti íeikur móts ins og réði úrslitum um það, hvort Danir eða við hrepptum titilinn. Þá fann ég svo um mun- aði, að það getur verið hálfu verra að vera áhorfandi en keppandi. Sigur eða jafntefli fyr ir Dani þýddi þeirra sigur á mót inu. Norsku stelpurnar þurftu því að vinna leikinn, til þess að við næðum fyrsta sæti. Þær stóðu sig eins og hetjur og sigr- uðu glæsilega. Meðan á leikn- um stóð var engu líkara en á- horfendur hefðu orðið Norðmerm í húð og hár, svo vel hvötbu þeir norska liðið. — Ég var útkeyrð eftir leikinn og þegjandi hás. Man ég, að ég stóð við hliðina á Sveini Þormóðssyni, ljósmynd- ara, og er dauðhrædd um, að ég hafi stórlega meitt hann, því eitthvað varð ég að kreista, og handleggurinn á honum var nær tækastur! Meðan á mótinu stóð var reynt að láta fara eins vel um okkur og hægt var. Að vísu höfð um við lítið samband við um- heiminn, því að við vorum hafð ar í nokkurs konar „stofu- fangelsi" í Valsheimilinu — en vistin var prýðileg. Við höfðum meira að segja prívat-kokk, sem matreiddi handa okkur úrvais vítamínsfæðu. — Hvaða leikur hefur þér fund ist mest spennandi af þeim, sem þú hefur sjálf leikið með í? — Það var nú ekki landsleik- ur, heldur úrslitaleikurinn í Il.-flokki á íslandsmeistaramót- inu fyrir nokkrum árum. Þá var ég fyrirliði í Breiðabliks-liðinu í Kópavogi og auðvitað þrungin ábyrgðartilfinningu þess vegna! Leikurinn fór fram á okkar heimavigstöðvum á grasvelli við annan barnaskólann. Einon kenn- arinn, sem eflaust hefur kennt okkur flestum, hljóp með okkur fram og aftur meðfram vellinum allan tímann með hvatningar- hrópum! Áhorfendur voru nær eingöngu Kópavogsbúar svo mér fannst ógurlega mikið í húfi — MEO UNGU FÓLKI Ritstjóri: Jakob Þ. Mötler. Útgefandi; Samband ungra Sjálfstæðismanna. — Fylgirit Morgunblaðsins — mmaBBBammm hefði varla getað litið framaní nokkurn mann, ef illa færi. Við spiluðum við Ármann, fslands- meistarana frá árinu áður, Tvisv ar sinnum þurfti að framlengja, svo hnífjafn var leikurinn, en svo náðum við að lokum að sigra með eins marks mun! — Og nú ertu aftur nýkrýndur ís 1 a n dsm etsta r i. — Já, síðasta árið hef ég leikið með Val, og við unmim núna. — Svo hefurðu keppt erlend- is — Já, ég hef þrisvar farið í keppnisferðir, til Danmerkur, Noregs og Austur-Þýzkalandis? — Hvernig stenzt nýja íþrótta- höllin í Laugardal samanburðinn. við þá staði, þar sem þið hafið leikið erlendis? — Það er ekki nokkur vafi, að Laugardalshöllin tekur öllum þeim stöðum langt fram, sem við höfum séð erlendis. — Framtið Fratnhald af bls. 1 þessum kosningum verður okkur kleyft að koma fram baráttu- og hagsmunamálum unga fólksins, svo sem full- komnu lánakerfi húsnæðis- mála, sem veiti húsibyggjend- um 80% lán til langs tíma. Sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum á sunnudaginn er ekki vís. Hann verður ekki tryggður nema unga fólkið í þessari borg taki höndum saman og veiti borgarstjórn- armeirihluta Sjálfstæðis- manna og Geir Hallgrímssyni borgarstjóra skýra og ótví- ræða traustsyfirlýsingu í kosn ingunum á sunnudaginn. Eng inn má sitja heima. Engimi má láta undir höfuð leggjast að kjósa. Stuðningur við D-listann á sunnudaginn kemur er stuðn- ingur við okkur sjálf. Mun- um það, að á sunnudaginn höldum við' — hinir ungu borgarar Reykjavíkur —■ framtíð borgarinnar í okkar höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.