Morgunblaðið - 03.07.1966, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.07.1966, Qupperneq 30
XJKJ irai/nuvivnkM^ii/ öunnuaagur ó. juii iyö6 / Hljómsveitin verður að hætta að „improvisera" og fara að fylgja fastari starfsáætlun... — Bodhan Wodiczko, hljómsveiíarstjóri, ræðir framtibarstarf Sinfóniuhljómsveitar Islands ... Bodhan Wodiczko hljómsveitarstjóri, og- hinn heimsfrægi píanóleikari A. Rubinstein ásamt syni sínum. Myndin var tekin er þeir Wodiczko og Rubinstein unnu saman í Varsjá. Hugsanlegt er, að Rubinsteinkomi til fsiands áður en mjög iangt um líður. I»EIR, sem fjallað hafa um starfsemi Sinfóníuhljómsveit- ar íslands sl. vetur, virðast á einu máli um, að hljóm- sveitin hafi tekið miklum framförum undir stjórn hins pólska hljómsveitarstjóra, Bodhans Wodiczko — og hef- ur verið ákveðið að hann stjórni hljómsveitinn áfram a.m.k. næsta vetur. Wcdiczko, sem hér hefur dvalizt ásamt konu sinni og tveggja ára syni, ér nú far- inn til Frakklands og Sviss — en hann verður kominn aft ur í september til æfinga með hljómsveitinni. í stuttu samtali, sem blaða maður Morgunblaðsins átti við Wodiczko, rétt áður en hann fór, sagði hann, að nú væri kominn tími til þess, að framtíðarstarfsemi Sinfóníu- hljómsveitarinnar yrði skipu- lögð og kæmist í fastar skorð ur, eða eins og hann komst að orði „nú verður hljóm- sveitin að hætta að improvi- sera og fara að vinna sam- kvæmt föstu skipulagi og fastri stefnu". Aðspurður um álit sitt á starfsemi sveitarinnar í vet- ur, sagði Wodiczko: „Það er að sjálfsögðu ekki mitt að segja til um það hvernig hljómsveitin hefur staðið sig, — enda betra að dæma um það úr áheyrendasa] en af stjórnpalli. En ég heyri þá skoðun úr öllum áttum að hljómsveitin hafi tekið mikl- um framförum og það gleð- ur mig mjög“. „Enginn vafi er á því, hélt hann áfram, að öll vinna hljómsveitarmanna á sl. vetri hefur verið betur innt af hendi en nokkru sinni fyrr og undirbúningur hljómleika batnað. — Hefur æfingum fjölgað? — Æfingar hafa fyrst og fremst aukizt að því leyti, að hljómsveitarmenn æfa sig nú miklu meira heima en þeir áður gerðu. Það er ákaflega mismunandi hversu margar samæfingar þarf fyrir hljóm leika, eftir því hvaða verk eru flutt — en því betur, sem hljómsveitarmennirnir æfa sig heima, því betur standa þeir að vígi á hljómsveitar- pallinum og komast þá af með færri samæíingar. Þessi breyting á starfsháttum gefur fyrirheit um að hægt verði að ráðast í stærri og erfið- ari verkefni á næstunni. Með auknum þroska getur hljóm- sveitin færzt meira í fang. — í sambandi við þroska hljómsveitarinnar er þó eitt atriði, sem ég vildi leggja sér staka áherzlu á, sagði Wodiczko, — og það er að fastráðnum hljóðfæraleikur- um verði fjölgað um a.m.k. þrjá til fjóra á ári hverju. Það yrði sveitinni mikill styrkur og skapaði atvinnu- möguleika fyrir unga menn sem Ijúka námi, ýmist hér á landi eða erlendis. Þyrftj að halda áfram þessari fjölgun, þar til hljómsveitin hefur á að skipa a.m.k. 65 -mönnum. Nú eru fastráðnir hljómsveit- armenn aðeins um 45 talsins og 11 menn, sem hægt er að grípa til eftir því hvernig hljóðfæraskipun þarf að vera hverju sinni. • TÍMAMÓT — Segja ma með nokkrum sanni, hélt Wodiczko áfram, að komið sé að einskonar timamótum í starfi hljóm- sveitarinnar, því að hún á framundan mikil og stór verk efni, sem hún ætti vel að geta ráðið við, sé vel að unnið. Mér virðist, að nú verði hljóm sveitin að hætta að „impróvi sera“ og fara að vinna sam- kvæmt skipulagðri starfskrá og-stefnu. Það hefur að sjálf sögðu í för með sér mikla vinnu og fjármuni að skipu- leggja starf hennar, en þá vil ég leggja á það áherzlu, að það fé, sem lagt er í menn- ingu, skilar sér alltaf aftur — ekki sizt það fé, sem fer til menningarlegs uppeldis ungs fólks. Menning er dýr, en það er betra að gera henni góð skil, heldur en hætta á að þjóðfélagið verði menningar- snautt og að æskan alizt upp við lélegan listsmekk. Þrosk- aður listrænn smekkur er heiður og sómi hvers þjóð- félags. — Eitt af því, sem okkur liggur nú á hjarta er hvernig við eigum að svara kröfum þeirra áheyrenda, sem fylla húsið á hljómleikum, — því ef við látum hér staðar num- ið og teljum okkur trú um, að hljómsveitin sé komin endanlega á legg, dvínar á- huginn smám saman. Sinfó- niuhljómsveitin verður að halda uppi reglulegum tón- leikum fyrir mismunandi áheyrendahópa. Til dæmis væri æskilegt, að efna iil tvenns konar tónleika- flokka fyrir æskuna ann- ars vegar fyrir skólabóm innan við fermingu, hins vegar fyrir unglinga á fram- haldsskólaaldri. Á þessum hljómleikum þyrfti að gefa yfirlit yfir sögu klassískrar tónlistar og kynna hinar ýmsu stíltegundir. Markmið þessara tónleika ættu ekki einungis að vera að fá börn- in og unglingana undir þak, ef svo mætti segja, heldur að veita þeim fræðslu í þeirri von að einhver þeirra fái áhuga á sígildri tónlist. Mér virðist ekki fyrir hendi nægi legur skilningur á því, að tökum við ekki einhverja ákveðna stefnu í þessa átt, er hætta á því, að hljómsveit in leiki einn góðan veðurdag fyrir tómu húsi. — Þá væri gaman að geta haft tónleika á sunnudögum, eftir hádegið, þar sem leikin yrði vinsæl tónlist með góð- um einsöngvurum. Mætti þannið heyja samkeppni við bítlatónlistina og slagara. • KAMMERÓPERA Wodiczko minnti á, að Sin- fóníuhljómsveitin starfaði ekki aðeins að hljómleika- haldi, heldur einnig fyrir Ríkisútvarpið og Þjóðleikhús ið. Hann kvað leikhús í Reykjavik standa á háu stigi, verkefnaskrá leikhúsanna yf- irleitt bæði góða og fjöl- breytta og vel til vinnu vand að. Einnig væri mikils virði, að Þjóðleikhúsið flytti óper- ur — „en ef við eigum að hugsa til framtíðarinnar, virð ist mér næsta verkefni Þjóð leikhússins, að stofna kamm- eróperu. Allir kraftar eru hér fyrir hendi, ágæt kammer- hljómsveit, lítill en góður kór, og einsöngvarar ágætir. Kammerópera krefst ekki svo ýkja mikilla fjárútláta við búninga og svíðsetningar og með föstu starfsliði væri hægt að hafa 3—4 frumsýn- ingar árlega. Mætti velja verk efni bæði úr gömlum klass- iskum óperum og nútímaverk um. — En hvað um flutning á kantötum, ýmiss konar, væri hugsanlegt að auka hann? — Ja, til þessa hefur nú m.a. skort þau hljóðfæri, sem þarf til að flytja kantötur, segjum cembalo, en nú mun ætlunin að bæta úr því von bráðar. Og á næsta starfsári er einmitt hugmyndin að fjölga kórverkum. Verður þá leitað til kóranna hérna, Fil- harmoniukórsins Polýfónkórs ins, Þjóðleikhússkórsins og karlakóranna — og væntan- lega flutt verk eins og Deutsches Requiem, eftir Brahms, Stabat Mater eftir Szymanowsky og Missa Sol- emnis eftir Beethoven — og óperukórinn verður með í ýmsum vinsælum verkum. Annars vehður dagskráin fyr ir næsta vetur endanlega ákveðin á ráðstefnu hjá Rík- isútvarpinu í september nk. og þá nánar frá henni skýrt. — Menn hafa stundum gagnrýnt efnisskrá tónleika sl. vetur, mörgum fundizt sem þar ægði saman ólíkum og óskyldum verkum, og stundum verið full mikið létt meti innan um. — Þessu vil ég svara þann- ig, sagði Wodiczko, — í í'yrsta lagi er ekkert til sem loeitir létt músík og þung, aðeins góð eða slæm og vel eða ilia flutt músik. Það sem fyfst og fremst bera að leggja til grundvallar við val verka á efnisskrá er, að þau veki um- ræður. Það er engin synd að setja á efnisskrá andstæður, segjum Bach og Stravinsky, og umfram allt verður að varast að velja verkin eft- ir einhverjum gömlum og dauðum prinsippum. Þess þarf einnig að gæta að mat manna á músik er afar mis- munandi og afstaðan breytist með breyttum tímum. — Gætu gagnrýnendur gert hljómsveitinni gagn með því til dæmis að kynna verk- efni hljómsveitarinnar fyrir hverja hljómleika á fræði- legri grundvelli en til þessa hefur verið gert á bltaða- mannafundum? — Víst gæti það verið til góðs, væri rétt með farið. Æskilegast er þó, að gagn- rýnendur fylgist fyrst og fremst með þroska hljómsveit arinnar, gagnrýni hana, þeg- ar þeim finnst þess þurfa en veiti henni einnig viðurkenn- ingu, þegar hún hefur til hennar unnið. Þá væri ekki amalegt að gagnrýnendur legðu hljómsveitinni lið t.d. með því að benda á, þegar of fáar fiðlur hafa komið í veg fyrir að hægt væri að gera einnhverju verki góð skil. Það er ekki nóg, að ég segi það, einhverjir aðrir þyrftu að taka undir . Loks mætti geta þess, að víðast hvar rík ir sú venja, að gagnrýnendur eða einhverjir aðrir aðilar, skrifi yfirlit yfir starf sin- fóníuhljómsveitar á hverju starfsári. Er þá gerð grein fyrir stöðu hljómsveitárinnar og þroska. Slíkt mætti gjarna taka upp hér og gæti orðið til mikils gagns. — Annars vil ég taka það fram, að ég er mjög þakk- látur og ánægður með þær viðtökur sem hljómsveitin hefur fengið í vetur undir minni stjórn. Það leggur mer á herðar þær skyldur að gera ennþá betur og á því hef ég mikinn áhuga. Eg hlakka til starfsins næsta haust og til þess að hitta aft- ur íslenzka áneyrendur 23. september. — 4. júli Framhald af bls. 3. manna, er orðið höfðu fyrir áhrifum bæði af fordæmi I Breta og Frakka. Pólverjinn Kosciusko, sem barizt hafði undir stjórn Washingtons fyr- ■ ir vestan reyndi síðar að efna til byltingar í föðurlandi sínu 1794 en hún var brotin á bak aftur. Frá Evrópu barst bylting- arandinn til Suður-Ameríku. , Jeíferson ritaði í sjáifsævi- sögu sinni: „Frakkland var fyrsta Evrópulandið, sem stofnaði til mannréttindahreyf ingar eins og þeirrar sem upp kom í Bandaríkjunum og það- an breiddist hún út til suð- lægra landa“. Með Frakkland og Bandaríkin sem fordæmi risu þjóðernissinnar í S- Ameríku eggn hinum spænsku og portúgölsku drottnurum sínum og um 1824 voru aðeins eftir fáeinar dreifðar nýlend- ur undir evrópskum yfirráð- um. Hin mikla frelsishetja Suður-Ameriku, Simon Boliv- ar, dáðist mjög að Bandaríkj- unum en taldi að stjórnarskrá þeirra gæti ek'ki komið nema að takmörkcrðu gagni í S- Ameríku, svo ólíkar sem að- stæður væru þar. Engq að síður fór svo að mörg fyrstu S-Ameríkuríkin tóku suma meginkaflana í stjórnarskrá Bandaríkjanna sér til fyrir- myndar er þau sniðq þegnum sínum stjórnarskrá í fyrsta sinni. ★ Sjálfstæðisyfirlýsing Banda rikjanna var máttugt afl í fortíðinni og verður það áfram í hugum manna, en þó hvergi öflugra afl og lífrænna en í landi því sem hlauó frelsi og sjálfstæði með sam.þykkt hennar 4. júlí 1776. John F. Kennedy sagði u m Sjálfstæðisyfirlýsinguna að lestur hennar væri „sem að heyra lúðra gjalla" og Lyndon B. Johnson kallaði yfirlýsinguna „lífsanda öll- 'im mannlegum v e r u m Kanadískur fræðimaður, William Nelson, sagði fyrir réttu ári að andi Sjálfstæóis- yfirlýsingarinnar lifði enn góðu lífi í Bandaríkjunuríi. „Þeir sem undirrituðu sjálf- stæðisyfirlýsinguna, s a g ð i Nelson, „hafa einhvern veginn aldrei leyft afkomendum sin- um að gleyma því að bylting- arþjóðfélag lifir samkvæmt grundvallarlögmálum sínum og því hvernig þeim er vísvit- andi haldið á loít kynslóð fram af kynslóð".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.