Morgunblaðið - 23.07.1966, Page 1
24 síður
Leggjast launþeg-
ar gegn Wilson?
Launabinding er óvinsæl i Bretlandi
og talsmenn /ounjbego lýsa óánægju sinni
London, 22. júlí — NTB —
FORMAÐUR sambands
brezkra flutningaverka-
manna, Frank Cousins, lýsti
í gær stríði á hendur Harold
Wilson, forsætisráðherra
Bretlands, vegna ráðstafana
þeirra, sem hann, og brezka
stjórnin, hyggst nú beita sér
fyrir, og stöðva eiga verð-
bólgu í Bretlandi og tryggja
gengi sterlingspundsins.
Sagði Cousins, að allir með
limir sambands flutningaverka-
manna, 1,5 millj. talsins, muni
leggjast gegn banni við hærri
launum, en það er eitt megin-
atriða aðgerða þeirra, sem Wils
on hefur boðað.
Þá hafa önnur fjögur sam-
tök lauraþega lýst því yfir, að
þau muni ekki fallast á bann
við hærri launum.. Þessi samtök
eru að vísu mannfærri en sam-
tök flutningaverkamanna, en
stjórnmálafréttaritarar segja,
að fari svo, að önnur launþega-
Afþakka aðstoð
USA
Moskvu 22. júlí — Mongólia hef-
ur afþakkað tilboð Bandaríkj-
anna um aðstoð vegna flóð-
anna miklu sem þar urðu
nýverið, að því er TASS-
fréttastofan sovézka hefur
eftir fréttamönnum sínum í Ulan
Bator í dag. Segir stjórn Mongól-
íu að tilboð Bandaríkjanna sé
einber hræsni, eins og nú sé hátt-
að málum í Víetnam og kveðst
enga aðstoð vilja af þeim þiggja.
samtök fylgi í fótspor þeirra,
þá muni stjórn Wilsons eiga
í mjög mikium erfiðleikum á
næstunni.
Vitað er, að talsmenn laun-
þegasamtaka á Bretlandseyjum
líta alvarlegum augum fyrir-
hugaðar aðgerðir brezku stjórn-
arinnar, en þó hafa þeir enn
ekki skorið upp herör. Laun-
binding á ihins vegar eftir að
koma við hag rúmlega 8 milljóna
meðlima ýmissa verkalýðssam-
ekki skorið upp herör. Launa-
taka L Bretlandi beint eða óbeint
gá má því gera ráð fyrir, að
aukin andstaða þeirra við
brezku stjórnina kunni að verða
henni dýrkeypt.
Myndin var tekin á miðvikudag er Wilson forsætisráðherra laggði
bústaðnum að Downing Street 10 áleiðis til Neðri málstofunnar
ar sinnar í efnahagsmálum.
Kínverjar reiðubúnir að
Ijá N-Vietnam lið gegn
Bandaríkjunum
- segir Liu Shao Chi forseti Kílno
á fjölmennuiu útifundi í Peking
Peking, 22. júlí, NTB: —
LIU SHAO Chi forseti Kína,
sagði í dag á fjölmennum úti-
fundi í Peking þar sem talið er
að verið hafi milljón manna, að
Kínverjar væru reiðubúnir til
þess að Ijá N-Vietnammönnum
lið og veita Bandaríkjamönnum
öfluga mótspyrnu í Vietnam. —
„Kínverska þjóðin hefur tekið
ákvarðanir sínar og gert allar
ráðstafanir til að grípa til þeirra
aðgerða sem þörf kann að vera,
hvenær og hvar sem kínverska
og vietnamska þjóðin telja nauð
syn á“, sagði hann.
Heil herdeild frá N-Vietnam
berst nú í S-Vietnam
Loftárásum enn haldið áfram —
Nixon vill láta stjórnina í Hanoi
svama til saka sem
stríðsglæpamenn
Saigon og Chicago, 22. júlí,
AP—NTB.
TALSMENN herstjórnar Banda-
ríkjamanna í Saigon skýrðu frá
því í dag að undanfarið hefðu
bardagar staðið í fjallahéruðum
milli sunnanmanna og heillar her
deildar N-Vietnammanna 8000
til 10.000 manna alls, og er það
í fyrsta sinn sem heil herdeild
norðanmanna kemur suður fyrir
landamærin svo vitað sé með
vissu, en áður hafa smærri flokk
ar haft sig mjög í frammi ásamt
skæruliðum Viet Cong. Fyrir
herdeáld þesssaii er kunnur her-
foringi ættaður þarna úr fjöll-
unum og hefur deildin á sér orð
fyrir dirfsku og mannskæð
áhlaup.
Loftárásum var enn haldið á-
fram á N-Vietnam í dag, og
voru farnar 101 ferð og einkum
ráðist á olíustöðvar. Bandaríkja-
menn segjast hafa misst tvær
vélar í dag, en norðanmenn segj-
ast hafa skotið niður fimm. Alls
hafa Bandaríkjamenn Þá misst
að eigin sögn níu vélar þessa
viiku, en 305 það sem af er
stríðinu.
Flugmenn þeir ©r komu úr loft
árásarferðunum inn yfir N-Viet-
nam í dag sögðu að eldflaugar
hefðu verið sendar að granda
þeim víða, þar á meðal fjórar
frá bæ einum nokkuð norðan
Hanoi. Hefðu tvær þeirra sprung
ið í lofti og engan sakað, en
tvær hefðu sprungið á jörðu
skömmu eftir að þeim var skotið
á loft. Engum sögum fer af því
hver spjöll urðu af.
Bardagar standa enn víða í
S-Vietnam og er mannfall Viet
Cong sagt á sjötta hundrað, og
töluvert lið N-Vietnammanna er
sagt á leið til Laos um írumskóg-
ana. Bandarísk þyrla var skotin
niður skammt frá Saigon í gær-
kvöldi og voru þar að verki
skæruliðar Viet Cong. Fjórir
'bandarískir hermenn voru með
vélinni og fórust allir.
Nixon leggur Bandaríkja-
mönnum á ráðin.
Richard M. Nixon, fyrrum vara
forseti Bandaríkjanna, sagði í
dag á fundi með fréttamönnum
í Chicago, að allsherjar loftárás
ir á N-Vietnam væru refsing
landsmönnum einum til handa,
Framhald á bls. 8
Forsetinn staðíesti, að árás á
N-Vietnam yrði skoðuð sem árás
á Kína og varaði Bandaríkja-
menn við að leggja rangt mat á
andstæðinga sína eða halda þá
minni máttar en þeir væru í raun
og veru. „Kínverska þjóðin er
fús til að færa miklar fórnir til
þess að hjálpa vietnömsku þjóð-
inni að vinna algeran sigur í bar
áttunni gegn árásarmönnunum
bandarísku“, sagði Liu Shao
Chi.
Þá sagði hann ennfremur að
Kínverjar teldu sig ekki bundna
neinum skuldbindingum eða fynd
ust sér hömlur settar með tilliti
til aðstoðarinnar við N-Vietnam.
Bandaríkjsmenn gætu ekki búizt
við því, að þeim héldist uppi að
auka sí og æ hernaðaraðgerðirn
ar í Vietnam án þess réttlát
hefnd kæmi íyrir. „Hinar 700
milljónir Kínverja og hið mikla
og víðlenda Kína sjálft er viet-
nörnsku þjóðinni til trausts og
halds“, sagði forsetinn.
Eins og áður sagði, hélt Liu
Shao Chi þessa ræðu sína á úti-
fundi í Peking og herma fregnir
að hann hafi sótt um milljón
manna en auk þess var ræðu for
setans útvarpað. í frásögn frétta
stofunnar „Nýja Kína“ af ræðu
Liu Shao Chis sagði að Kína
teldi sig ekki lengur bundið af
skilmálum Genfarsáttmálans frá
1954 um Indó-Kína, Bandaríkja
menn hefðu haft þá að engu og
því gæti hvorki Kínastjórn né
kínverska þjóðin virt þá neins.
Útifundui þessi var haldinn til
stuðnings ákalli Ho Chi Minhs
til vietnömsku þjóðarinnar um
að berjast unz yfir lyki og sigur
ynnist á Bandnríkjamönnum. —
Hinn nýi borgarst.jóri í Peking,
Li Hsueh-Feng var fyrstur ræðu
manna. Hertónlist glumdi í gjall
arhornum og deildir úr hernum
stóðu vörð á torginu, en mann-
fjöidinn hafði uppi kröfuspjöld
er lýstu andúð á Bandaríkja-
mönnum.
af stað úr forsætisráðherra-
að tilkynna ráðstafanir stjórn
Svíinn hættur
íöstnnns
Stokkhólmi 21. júlí. NTÍB
• Svíinn ungi Sten Fransson,
sem fastað hefur úti fyrir
bandaríska sendiráðinu í
Stokkhólmi, er nú farinn að
raeyta matar á ný eftir 17
daga föstu. Hafði hann upp-
haflega ákveðið að fasta svo
lengí og var hinn ánægðasti
i dag yfir að hafa haldið út
allan tímann.
Mjög var hann þó máttfar-
inn. Læknir hefur fylgzt með
Fransson allan tímann og ótt-
ast, að hann kunni að bíða
varanlegt tjón á heilsu sinni
af þessu uppátæki, einkum
vegna þess, að hann hefur
haft þrautir af völdúm nýrna-
bólgu síðustu dagana.
Hið eina, sem Fransson
neytti meðan á föstunni stóð,
voru fimm til sex lítrar af
vatni á dag, jafnframt því
sem hann keðjureykti allan
1! tímann.
Fransson telur sig hafa náð
takmarki sínu — segist hafa
fengið fólk til að hugsa um
Vietnam-málið meira en áð-;
ur. Á kvöldin hefur jafnan
safnast saman nokkur mann-
fjöldi umhverfis hann og
nokkrum sinnum komið til
átaka milli aðkomumanna og
vina hans, sem hafa haldið
hlífiskildi yfir honum. Síðast
í gær ruddist að honum hóp-
ur unglinga, sem réðist að
höggmynd hans, sem hann
nefnir „Uncle Sam“, og spörk
uðu í hana og höfundinn, þar
sem hann lá á mottu sinni.
Vinir Franssons fengu fljóttí
hrakið unglingana á brott. í
London, 22. júlí — Kvöldblaðið
„Evening News“, sem kemur út
allajafna í 1% milljón eintaka
upplagi, var ekki falt á götum
Lundúna í gær. Var þar um að
kenna verkfalli dreifingarliðs
blaðsins, sem neitað hafði að
taka að sér stærri blöð en 16
síðna, en blaðið í gær átti að vera
18 síður. Útgefendur „Evening
News“ seeja verkfallið ólögmætt.