Morgunblaðið - 23.07.1966, Side 3
Laugardagur 23. jölf 1966
MORGU N BLAÐIÐ
3
„Munum í æ rfkari
íeita til íslands"
mæli
— varbandi fiskveibitækni
— Framkvæmdast}óri FAO staddur hér
sjórinn hefur upp á að bjóða,
er notað til manneldis og
gefur þá auga leið að mögu-
leikarnir varðandi nýtingu
sjávarafla eru gífurlegir“,
sagði dr. Sen.
förnum árum. í>ar væri nú
svo komið að fjöldi fólks
stæði á barmi hungursneyð-
ar. Sagði framkvæmdastjór-
ýin síðan að þetta tvennt
yrði að haldast í hendur, auk-
in matvælaframleiðsla og tak
mörkun fólksfjöigunai. Væri
enda svo komið að bæði í
HÉR á landi er nú staddur
indverjinn dr. Shri Binay
Ranjan Sen, yfirmaður Mat-
væla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna,
FAO. Er dr. Sen hér í tveggja
daga heimsókn í boði ríkis-
stjórnarinnar.
Dr. Sen er fæddur 1898, og
hlaut menntuh sína í háskól-
um í Calcutta og Oxford.
Hann hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir land
sitt var m.a. sendiherra Ind-
lands í Bandaríkjunum 1947
til 1950, sendiherra í Ítalíu
og Júgóslavíu 1950 til 1951 og
1953 til 1954, aftur sendiherra
í Bandaríkjunum og Mexikó
1951 til 1952, sendiherra í Jap-
an 1954 til 1956. í gær átti
dr. Sen fund með frétta-
mönnum blaða og útvarps.
Á blaðamannafundinum
sagði dr. Sen, að það sem
hefði vakið mesta athygli
hans væri sú staðreynd, að
hér á íslandi byggju aðeins
um 200 þúsund manns. Þrátt
fyrir fólksfæðina ætti ísland
sér mjög merkilega sögu sem
þekkt væri um heim allan og
sýndi þetta ljósast hvað í svo
litilli þjóð byggi. „Ég hef
hitt hér og rætt við ráðherra
íslenzku ríkisstjórnarinnar,
forseta íslands og margt fólk
annað. Mér sýnist að hér ríki
einfaldir lífshættir, enginn
virðist ríkur og enginn virðist
of fátækur. Ég hef aðeins séð
eitt land annað sem svo er
ástatt um en það er Nýja
Sjáland. Þar virðist fólk hafa
flest eða all sem það þarfn-
ast“, sagði dr. Sen.
Dr. Sen kvað íslendinga
hafa verið meðiimi i FAO frá
upphafi, en stofnunin hefði
nú starfað í tvo áratugi.
Hann sagði að það sem
sendinefnd íslands hjá FAO
hefði lagt til málanna hefði
jafnan verið vel metið, og þá
ekki siður framlög íslands til
FAO. Þannig væru ráðlegg-
ingar íslendinga varðandi
fiskimál mjög mikils virði.
Sagði framkvæmdastjórinn,
að það væri stofnuninni sér-
stök ánægja að einn meðlima
hinnar nýstofnuðu fiskimála-
nefndar FAO, sem sett var á
stofn í vor sem leið, væri
Davíð Ólafsson, fiskimála-
stjóri.
„Fiskveiðar eru ákaflega
mikilvægar í heiminum, þar
sem svo er ástatt að okkur
skortir eggjahvítu-auðuga
fæðu. Aðeins 1% af því, sem
FEROA
TRYGGINGAR
SJQ1ÍATRYGGT
ERUELTRYGGT
SIM111700
SJOVATRYGGINGARFELAGISLANDS HF.
Dr. Sen á fundi með blaðamönnum í gær. (Ljósm. Mtol. Ól.K.M)
Þá sagði framkvæmdastjór-
að hann vildi nota þetía tæki
færi til þess að þakka æsku-
íslands fyrir hönd „Herferð-
ar gegn hungri", en sú her-
ferð hefur verið hafin að til-
hlutan FAO. Dr. Sen kvað
nefnd þá sem með yfirstjórn
herferðarinnar hefur að gera,
hafa staðið fyrir ýmsum
merkilegum framkvæmdum í
þróunarlöndunum, einkum í
Afríku. Kvað hann peninga
þá sem frá ísiandi eru komn-
ir vera notaða þar, einkum í
Madagaskar.
Framkvæmdastjórinn var
að því spurður hvort hann
teldi líklegra til árangurs að
þróunarlöndin hjáip'uðu sér
sjálf til þess að verða sjálf-
um sér nóg um matvæli eil-
egar utanaðkomandi hjálp.
Hann svaraði því til að lausn-
ina á þessu vandamáli væri
fyrst og fremst að finna í lönd
unum sjálfum. Hinsvegar
væri vandamálið stórt og færi
vaxandi, Þess vegna yrði utan
aðkomandi hjálp einnig að
koma til. í þessum efnum
kvað Framkvæmdastjórinn
kunnáttu og visindi gegna
stóru hiutverki. Hann benti
m.a. á það að Bandaríkin ættu
velgengni sína að þakka að
verulegu leyti þeirri stað-
reynd að þangað hefði flutzt
þekking og fjármagn frá
Evrópu á sínum tima. Þjóðir
þær sem byggðu þróunarlönd-
in, yrðu að verulegu leyti að
treysta á eigið framtak.
Dr. Sen var að því spurður
hvort takmörkun fólksfjölg-
unar mundi ekki hafa mikið
að segja varðandi lausn á mat
vælaskorti heimsins. Hann
sagði að ef heiminn byggðu
nú jafn margt fólk og fyrir
tuttugu árum mundi vanda-
málið vera auðveldara við-
fangs. Vissulega væri fólks-
fjölgunin alvarlegt vandamál.
Sem dæmi nefndi fram-
kvæmdastjórinn að fram-
leiðsla matvæla í heimalandi
hans, Indlandi ykist um 3%
á ári, en hinsvegar hefði fólk-
inu fjölgað um 8% á undan-
Indlandi og Pakistan, þar sem
byggju 600 milljónir manna
eða næst 1/6 af heimsbyggð-
inni, væri takmörkun fólks-
fjölgunar opinber stefna rikis
stjórnanna.
Þá var framkvæmdastjór-
inn að því spurður á hvarn
hátt íslendingar gætu aðsíoð-
að FAO í viðleitni stofnunar
innar til þess að leysa matvæla
skort heimsins. Hann svar.iði
því til að fiskveiðar íslend-
inga stæðu á mjög háu sr.igi.
„Við höfum þegar fengið til
okkar sérfræðinga í fiskveið-
um frá Islandi t.d. sjómenn
sem hafa starfað í índlandi,
Filippseyjum og víðar. Við
munum í auknum mæli leita
til íslands eftir fiskveiðikunn
áttu.“
Framkvæmdastjórinn var
einnig að því spurður hvort
ekki væri unnið að þvi á
vegum FAO að reyna að bæta
fiskmjöl þannig að það yrði
hæft til manneldis. í þessu
sambandi kom það fram að
um 30% af sjávarafla 'heims-
ins er nýttur til skepnufóð-
urs. Framkvæmdastjórinn
sagði að mjög væri unnið að
þesum málum. Hinsvegar
væri sums staðar við ramm-
an reip að draga því þjóðir
sem byggðu eyðimerkursvæði
og hina þurrari hluta jarðar
hefðu margar hverjar djúp-
stæða óbeit á fis'ki. Þetta
væru í mörgum tilvikum þær
þjóðir sem mest skorti eggja
hvítuefni. FAO renydi eftir
megni að vinna gegn sértrú-
arlegri óbeit á ýmsum mat-
vælategundum. Fiskur væri
ekkert einsdæmi varðandi
þetta. Þannig væri t.d. í Ind-
landi um 300 milljónir naut-
gripa, en vegna rótgróinnar
óbeitar á nautakjötsáti, sem
ekki væri nema að hluta runn
in af trúarlegum ástæðum og
væri aðeins hægt að nýta um
40%. af hæfu nautakjöti í
Indlandi. Dr. Sen sagði að
erfitt væri að vinna gegn
kreddum sem þessum, en
FAO ynni markvisst að því
að reyna að útrýma þeim.
Að lokum sagði dr. Sen að
Framhald á bls. 8
SMSTEINAR
Taugaóstyrkur
FBAMSÓKNARMENN fá me»
nokkuð reglulegu millibili
hræðslukast um pólitiska fram-
tíð sína og flokks síns, og þá
hefur Xíminn jafnan mikii
skrif um það, að ríkisstjómin
eigi að að fara frá, hún njóti
ekki lengur stuðnings þjóðar-
innar. Þetta hræðslukast Fram-
sóknarmanna stendur nú yfir,
og bendir til þess, að úrsflit
sveitarstjórnarkosninganna í
maí síðastliðnum hafi ekki orð-
ið þeim eins uppörvandi og þeir
vilja vera láta, og að þeir sjái nú
fram á þann möguleika, að nú-
verandi stjórnarflokkar verði
enn við völd að þingkosningun-
um að ári loknu. Þessi hræðsla
Framsóknarmanna er ákaflega
eðlileg og ekki einkennilegt,
þótt taugaóstyrks gæti í þeim
herbúðum, að sjá nú fram á
þann möguleika að enn i fjög-
ur ár verði Framsóknarflokkur-
inn utan stjórnar. Sérstaklega
mun þessi hugsun sækja mjög
fast að formanni flokksins, sem
um áratugi hafði vanizt því að
sitja í ríkisstjórn og sitja þar
yfir hlut fólksins í landinu.
Hann kann því illa að vera svo
lengi utan stjórnar, og sá mögu-
leiki að honum takizt ekki að
leiða Framsóknarflokkinn inn i
ríkisstjórn í næstu kosningum
og að hann endi stjórnmálaferil
sinn þannig, veldur honum og
flokki hans af eðlilegum ástæð-
um hræðslu og taugaspennu.
Mega sjálfum sér
um kenna
En Framsóknarmenn mega
sjálfum sér um kenna. Þeir hafa
á þeim árum, sem þeir hafa
verið í stjórnarandstöðu gert
allt, sem í þeirra valdi hefur
staðið, til þess að bregða fæti
fyrir þær miklu framfarir og
umbætur á öllum sviðum þjóð-
lifsins sem núverandi ríkisstjórn
hefur beitt sér fyrir. Þeir hafa
í engu málið komið fram með
málefnalega gagnrýnf á stefnu
ríkisstjórnarinnar, og því síður
hafa þeir boðið kjósendum upp
á aðra stefnu, svo að almenning-
ur ætti um eitthvað a»
velja. Skrjf Xímans dag eftir
dag um það að rikisstjórnin eigi
að fara frá völdum vekja litla
athygli, en meiri kátínu fólks,
sem gerir sér fyllilega grein fyr-
ir þeirri staðreynd, að frjáls-
ræðisstefna núverandi ríkis-
stjórnar og stjórnarflokka hefur
fært því meiri velmegun en
nokkru sinni áður, og að við þá
stefnu vill það búa áfram. Ey-
steinskan hefur sungið sitt síð-
asta, nýir tímar eru gengnir í
garð og Framsóknarflokkurinn
undir forustu Eysteins Jónsson-
ar hefur misst af strætisvagnin-
um. Hann hefur ekki fylgzt með
■ nýjum tímum og breyttum að-
stæðum, hann situr eftir með
sárt ennið i gömlum hugar-
heimi og gerir sér ekki grein
fyrir þeim breytingum, sem orð-
ið hafa í hinu islenzka þjóð-
félagi í tíð núverandi ríkisstjórn
ar. En meðan svo er hefur
Framsóknarflokkurinn enga
möguleika á að hljóta traust
þjóðari. nar til stjórnarsetu.