Morgunblaðið - 23.07.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 23.07.1966, Síða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Laugar’dagim 23. júlí 1966 BILALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per kin. SÍMI 34406 SENDUM IVIAGIMUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun sími 40381 ,IHI 3-IÍGO mjut/m Volkswagen 1965 og ’66. f—BÍlAL£IGAN rALLJR 4M RAUÐARÍRSTfG 31 SÍMI 220 22 LITLA bílaleigon Ingólfsstraeti 11. Volkswagen 1200 og J300. Sími 14970 ÍTÆL 22-1-75 LOFTUR hf. Ingólfsstra-tj 6. Fantið tima ' síma 1-47-72 PILTAR, == £F ÞlD EIOIÐ UNHUSTtiNA ÞÁ Á tO HRINOANA / B O S C H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lógmúla 9. — Sími 36820. 0 Vantar lögregluvörð við 3-sýningar á sunnudögum „Faðir“ skrifar: „Á sunnudögum klukkan þrjú eru sérstakar barnasýning- ar í öllum kvikmyndahúsum borgarinnar. >á flykkjast allir krakkar, sem vettlingi geta valdíð (og varla það) í bíó. Rétt fyrir sýningartíma eru börnin að koma hlaupandi; oft systkinahópar og lítil börn með óvita í eftirdragi. Mikil þröng verður fyrir utan húsin, og gengur þar á ýmsu. Mér finnst svo mikil slysahætta vera á göt- unum umhverfis kvikmynda- húsin á þessum tíma, að sjáif- sagt væri að hafa þar lögreglu- vörð. Lítil börn gleyma oft að líta í kringum sig, áður en þau hlaupa út á götuna, einkum ef þau eru að flýta sér, eins og í þessu tilfelli, og svo er fjar- lægðarskyn þeirra mjög slæmt; þ. e. þau kunna ekki að meta fjarlægðina milli sín og næsta bíls, 'hvað þá hraða bilsins. Við Snorrabraut stendur stórt kvik myndahús. Þar hef ég séð bíla koma akandi á fullri ferð og barnahópa skjótast á milli þeirra yfir götuna rétt fyrir sýningartima. Ég vildi vinsam- legast fá að beina þeirri áskor- un til okkar ágætu lögreglu, að vöi'ður yrði settur við kvik- myndahúsin, þegar barnasýn- ingar eru þar. — Faðir«. 0 Um lestur kvenna í útvarpi og fleira Sigurveig Guðmundsdóttir í Hafnarfirði sendir Velvakanda bréf og hefur sett á það ofan- greinda fyrirsögn. Bréfið er þannig: „Hér hafa menn velt fyrir sér nýlega, hvernig á því hafi staðið, að karlmenn lásu oftar upphátt á kvöldvökum heimila en konur hér áður fyrr. Að minnsta kosti fram yfir 1920 voru húslestrar algengir. Páll postuli sagði fyrir nær tvö þúsund árum, að konan ætti að þegja í samkundunni. Því var eðlilegt, að karlmenn önnuðust allan fíutning guðsörðs, hvort heldur sem var í kirkjunni eða á heimilum. Þeir, sem lásu hús- lestra, fengu ágæta æfirtgu í lestri. Þar sem karlmenn lásu oftast lesturinn, þá var eðli- legt, að þeir læsu líka allt ann- að efni upphátt. Konurnar urðu því sem oftar að vera án tækifæra til þess að æfa hæfi- leika sína. Þó gat náttúran stundum grip ið í taumana á heimiiunum. Illa máli farinn bóndi gat fengið kerlu sinni í hendur guðsorða- bókina, þar sem fyrir gat kom- ið, að húsfreyjan væri betur af guði gerð hvað raddfærin snerti, heldur en bóndinn. Miklu færri konur tala í út- varp heldur en karlar. Þar er því að sjálfsögðu um misstóra hópa að dæma, ef bera skal saman lestur karla og kvenna. Þá kemur hér til nokkuð, sem kalla mætti tilfinninga- mat. Mönnum virðist ótrúlega hug stætt, að „konan á að þegja í samkundunni". Þess vegna verður kvenrödd- in í heild talin óviðfelldin. Sem dæmi um tilfinningamat má segja þessa sögu: Á fyrri ár- um Ríkisútvarpsins talaði mað- ur nokkur mjög oft í útvarp. Hann var afburðavel máli far- inn, raddmikill og skýrmæltur og náði almennum vinsældum. Þessi maður var mjög póli- tískur. Andstæðingablað hans flutti nafnlausa grein um útvarpið. Þar var þessi mælskumaður nefndur og sagt, að málflutning ur hans væri blátt áfram and- styggilegur. Fleiri slík ummæli fóru að koma fram í þessu blaði um téðan ræðumann. Nú fóru menn að heyra ymprað á því meðal almenn- ings, áð mælskumaður þessi væri kannski ekkert mælskur. Og eftir nokkur ár höfðu vin- sældir hans þverrað að mun. Nú leið og beið og mælsku- maðurinn gerði sætt við and- stæðingablað sitt. Eftir það var honum hælt á hvert reipi í blaðinu, og náði hann svo að lokum sínum fyrri vinsældum, og vel það. Þetta dæmi sýnir vald blað- anna á mótun almenningsálits. Fari nú að sjást klausur í blöð- um um að allar konur séu ó- áheyrilegar í útvarpi, og þess- um klausum er látfð ósvarað, þá verður afleiðingin sú, að fá- ar eða nær engar konur þora að láta á sér kræla til útvarps- flutnings. — Nema leikkonurnar. Eng- inn mun þora að koma fram með tillögu um að ýta konum út úr leikritunum og láta karla eina leika. Sama á við um söng- konur. Konur hafa misgóðar lestrarraddir, eins og karl- menn. Hér þarf að koma til meiri sjálfsgagnrýni, og það engu síð- ur hjá körlum. Hafi maður ekki góða rödd, þá á að láta karl- og kvenþul lesa. Útvarpið gæti kannski leiðbeint fólki meira, og sagt mönnum hreinskilnis- lega, ef röddin er illhæf í út- varp. Vinsælasta manneskja til langframa, sem í útvarpið hef- ur komfð, var fyrsti kvenþulur- inn, Sigrún Ögmundsdóttir. í vitund almennings varð hún að eins konar heimilisvini, sem fólki fannst það þekkja per- sónulega. Sigrún átti allra manna mest- an þátt í að sætta almenning við þá róttæku nýjung, sem út- varpið var í upphafi. Vonandi tekst útvarpinu að finna jafnágæta konu og Sigrún var, sem síðan eigi eftir að gera . sjónvarpið íslenzka að ámóta heimilisvini og útvarpið hefur orðið. Undanfarið hefur mikið ver- ið jagazt um hæfni kvenna til að aka bíl. Vandinn virðist vera sá, áð konur yfirleitt hafa miklu minni tækifæri til þess að æfa sig í akstri. En þessi önugu viðbrögð við þátttöku kvenna á öllum svið- . um þjóðlífsins eru ofur eðlileg. Karlmönnunum virðist sem hér sé einhver ný stétt að skjóta upp kollinum, og þeir virðast hálfsmeykir um, hvar þetta allt ætli að lenda. Æskan er þó ekki svona tor- tryggin. Síðhærðir bítlar og síð buxnastúlkur sýna rækilega þá tilhneigingu aldarandans að jafna sem mest mismuninn, sem hefur verið á hegðun karla og kvenna. Þetta er jákvæð þróun, og mætti styðja hana méð því að gefa piltbörnunum brúður og stúlkum smíðatól, eftir því sem verkast vill. Þjóðfélaginu er hollast, að allir borgarar þess komi að sem mestu gagni á sem flestum sviðum, hvort heldur eiga í hlut karlar eða konur. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði“. 0 Á annarri skoðun Aftan við bréf Sigurveigar er bezt að hnýta öðru bréfi, þar sem mjög kveður við annan tón (í niðurlaginu): „Mig langar til að biðja Vel- vakanda að gera svo vel a'ð skila kærri kveðju og þakkiæti frá gömlum manni til Björns Þorsteinssonar, en þættir hans eru að mínum dómi með því bezta, sem ég heyri hjá útvarp- inu, og væri þó ósanngjarnt að neita því, að flest talað og lesið mál hjá því er vandað, bæði að efni og orðfæri. Ég vil þó nota tækifærið og taka undir aðfinnslur með aðal- þul útvarpsins. Hún virðist alls ekki kunna íslenzku, ef fram- burður málsins er talinn ein- hvers virði, þegar dæmt er um málsme'ðferð. Er ekki hægt að ráða læsa menn að útvarpinu? Með sama hætti og tíðkazt hefur hjá þess- ari stofnun, allt frá Sigrúnu og fram á þennan dag, verða allir íslendingar búnir að glata einu helzta einkenni tungunnar, á- herzlunum, innan fárra ára“. — Hart er nú kveðið að orði, og væri synd að segja, að hér væri verið að klípa utan af hlut unum. 0 Svar til B. K. Þér skuluð reyna að skrifa til „Aftenposten“, Oslo, Norge, eða til „Sunnm0rsposten“, Ále- sund, Norge. 0 Ekki hægt að hengja Hagbarð! „Þess sér vissulega stað, að skógrækt hefur verið stunduð af trúarlegu offorsi hérlendis f hálfa öld eða meira. í Mbl. 1 gær er myndskreytt frásögn um töku kvikmyndarinnar um Signýju og Hagbarð. Þar er fram tekið, að flytja hafi orðið inn tréð, sem hengja á Hagbarð i, og birt mynd af því. Talið er, að kvikmyndatökumenn hafi sannreynt, að „nytjaskógurinn væni“ sé ekki þannig vaxinn, að hann héldi Hagbarði, hvað þá þyngri mönnum. — En reyna hefði mátt að kæfa Hagbarð f Aldamótaskóginum við Rauða- vatn. Tom Dooley“. arry ■S>taines linoleum Parket gólfflísar Parket gólfdúkur — Glæsilegir litir - GRENSÁSVEG 22-24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SlMAR 30280 & 32262 Stúlka öskast til vinnu á lögfræðiskrifstofu. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð er greini aldur og menntun legg ist inn á afgr. Mbl. fyrir 28. f). m., merkt: „6223“. Atvinna Fyrirtæki í miðbænum óskar eftir að ráða stúlku eða eldri konu til afgreiðslustarfa hálfan daginn, fyrir hádegi (8—12). — Tilboð, merkt: „Samvizku- söm — 6222“ sendist afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.