Morgunblaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 11
Laugardagur 23 júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Hernaðarleg staða Islands í dag Ræða E. Pollands flotaforingja á NATO ráðstefnu í Reykjavík Eftirfarandi ræðu flutti brezki flotaforinginn E. Polland á ráð- stefnu, sem samtök um vest- ræna samvinnu gengust fyrir hér í Reykjavík í þessum mán- nði. Þar sem hér er inn að ræða mjög fróðlegt erindi þykir Morg unblaðinu rétt að birta það í heild. Ég ætla að hefja mál mitt með því að ræða almennt um her- jmálastefnu með sérstöku tilliti til áhrifa tækninnar á hermál- in, þá mun ég fara nokkrum orðum um mikilvægi íslands vegna legu landsins og þar á eftir mun rætt um söguleg tengsl íslands við hermál í heiminum. Ef ekki verða allir sofnaðir þá, mun ég ljúka máli mínu með því að ræða uon stöðu íslands í dag frá hernaðarlegu sjónarmiði. Ég kýs að ræða þessi mál frá almennu sjónarmiði fyrst, því herstjórn eða herstjórnarlist er eiginlega hugtak, sem erfitt er að skilgreina og leggja menn í það mjög mismunandi merk- ingar. Þetta orð hefur vissu- lega haft mismunandi merking- ar í huga mínum á ýmsum tím- um. Þegar ég kom fyrst til ís- lands, sem sjóliðsforingjaefni, þá hefði Freud sennilega betur getað útskýrt hugmyndir mínar um hernaðarlegt mikilvægi ís- lands heldur en þeir Mahan eða von Clauswitz. Síðar meir, þeg- ar ég var yfirmaður á litlu skipi í seinni heimsstyrjöldinni komu yfirmenn mínir ævinlega í veg fyrir að ég fengi verk- efni, sem mér fundust eftirsókn- arverð, að því er mér fannst. Þeir 'höfðu að yfirvarpi, að það kæmi ekki heim og saman við áætlanir herfræðinganna. Nú er ég hins vegar kominn í þeirra aðstöðu og get með sama yfir- varpi haft hemil á óstýrilátum undirmönnum. Ykkur kann að finnast þetta létt hjal, en stað- reyndin er sú, að öll smáatriði verða að falla inn í samræmda heildaráætlun. Ef við endilega viljum skilgreina orðið her- stjórn, eða herstjórnarlist, þá mundi það vera sá þáttur hern- aðar, sem felst í skipulagningu herferða, vali þeirra aðferða, sem beita skal og hvernig beita skuli liðinu til að ná tilætluð um árangri. Þegar við ræðum um hernað- arlegt mikilvægi íslands verðum við að kanna hvernig lega þess og afstaða getur haft áhrif í hugsanlegu stríði; hver áhrif þetta hefur á valdajafnvægið. En áður en við lítum nánar á þetta, bið ég ykkur um að hafa í huga þær gífulegu breytingar, sem orðið hafa á stríðsrekstri öllum á þessari öld. Von Schli- effen greifi sagði einu sinni: „Herstjórnarlist verður að vera meðfaedd." Þetta kann að vera satt í grundvallaratriðum og vissulega var það, svo hér fyrr á tímum, áður en tæknin kom til sögunnar. Þá var allt mikið einfaldara. Þá var herstjórnar- snillingurinn oftast aðeins einn, venjulegast hershöfðinginn sjálf ur. Ef hann féll, eða var tek- inn höndum, þá gat farið svo og fór raunar oft, að leikurinn var tapaður. Nú á miðri tuttugustu öld er hernaðartækin órðin svo flók- in, að til þarf meira en lítið fífldjarfan mann til að ætla sér «ð reyna að stjórna eða skipu- leggja ákveðinn hernaðarleið- angur upp á eigin spýtur. MiUj- ón atriði gera stríðsreksturinn flókinn, og nú er varla um það lengur að tala, að herforingjar leggi tii orrustu vopnaðir hug- rekki, slægð og stríðstólum ein- um saman. Herforinginn og starfslið hans verður að vita um stjórnmála- astand þess staðar, sem í hlut a, menn verða að hafa stað- góða tækniþekkingu á þeim vopnum sem þeir nota, og kunna skil á því umhverfi sem beita skal vopnunum í. Þær hernað- aráætlanir, sem gerðar eru í dag gera ráð fyrir allslherjar stríði með öllum þeim hrylli- legu afleiðingum, sem slíku mundi fylgja. En það eru ekki aðeins hermenn og herforingj- ar, sem við þetta fást. Ríkis- stjórnir og stjórnmálamenn hugsa nú æ meira um þessi mál á friðartímum og reyna að skapa valdajafnvægi, sem ekki getur farið úr skorðum vegna slysni eða óvarkárni, af hálfu einhvers aðila. Það er í þessu samhengi, — í sambandi við valdajafnvægið, sem við verð- um að líta á þessi mál hvað ís- land snertir. Ég hef minnzt á það að eng- inn herforingi getur verið hæf- ur herstjórnarmaður nema hann hafi til að béra tækniþekkingu. Á sama hátt er ekki mögulegt að meta þýðingu lands eða þjóð- ar, nema vita hver áhrif tækni- þróunin hefur haft á hernaðar- legt mikilvægi þess. Það er rétt að vísu, að vopn eða hæfileikar vopnanna, hafa haft mikil á- hrif á gang sögunnar. Á miðöldum ollu léttvopnað riddara lið Djengis Khans og enski lang- boginn straumhvörfum, og þótt valdajafnvægið raskaðist þá, voru það bardagaaðferðirnar en ekki hernaðarlistin, sem þetta hafði mest áhrif á. Þróun á sviði fjarskipta og kjarnorkuvélar í skipum og kaf- bátum, hafa auk eyðingarvopn- anna haft mikil áhrif á allan hugs anlegan stríðsrekstur, sem og öll samskipti þjóðanna. Áður fyrr var það svo, þegar barizt var í fjarlægum löndum, að þá gátu vikur eða mánuðir li'ðið áður en viðkomandi ríkisstjórríir höfðu hugmynd um úrslit og gátu raun- ar oft næsta lítil áhrif haft á gang mála. Örlög þjóða gátu ver- ið komin undir mönnum, sem urðu að bjargast sem bezt þeir gátu án sambands við sína raun- verulegu yfirboðara. Áreiðanlegt er, að engar upp- götyanir hafa haft meiri áhrif á allan stríðsrekstur en sími og loftskeyti. Þegar beitt er í sameiningu könnunarflugi, radar og fjar- skiptum og nú síðast gerfitungl- um, þá er eiginlega gjörsam- lega óhugsandi fyrir neina þjóð að undirbúa stríð gegn annarri án þess að allur heimurinn viti af því. ísland er ekki lengur afskekkt eyland, sem getur látið sig valdadeilur Evrópuveldanna engu skipta. Hraði flugþol og burðarmagn nýtízku flugvéla og skipa og fjarskiptin hafa gert það að verkum, að hernaðar- legt mikilvægi hvers einasta þumlungs jarðar hefur aukizt. Þessi tæknibylting hefur þó ekki haft eins mikil áhrif á neitt land eins og ísland, og íslend- ingar vilja ekki, að gera sér ekki að góðu lakari lífskjör en gengur og gerist í Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Vegna samgöngutækn- innar er ísland tengt löndunum við N.-Atlantshaf, hrif á gang sögunnar. Á bæði efnahagslega og menning- arlega. Vísindi og tækni tuttug- ustu aldar hafa vissulega minnk að veröldina. Þegar við lítum til dæmis á sjókort virðist sem Island sé ein angrað í kulda norðursins, en sannleikurinn er hins vegar sá, að fsland er á mörkum Noregs hafs og N-Atlantshafs í næsta námunda við mestu skipaleið- ir í heimi og á flugleiðinni milli Evrópu og Norður Ameríku. fs- land er meginstoð brúarinnar yfir norðurslóðir. Sá sem ræð- ur þeirri brú; ræður yfir heim- inum. Á þrettándu öldu lögðu Mongólar undir sig Rússland undir forystu Djengis Khan og réðu þar með heiminum eins og menn þá þekktu hann. Napo- leon og Hitler, gátu ekki náð hafinu á sitt vald og neyddust því til að reyna að leggja undir sig Rússland og komast þannig á annan brúarsporðinn. Þeim tókst það ekki og þeir, sem réðu yfir brúnni unnu sigur. Nú ráða Rússar með óvefengj anlegum rétti yfir öðrum brú- arsporðinum en sú hugmynda- fræði sem stjórnarfar þeirra byggist á, stefnir að heimsyfir- ráðum. Hinn brúarsporðurinn er á valdi frjálsra samtaka E. Polland þjóða, sem aðihyllast annað hug myndkerfi. Ástandið hefur skapað ótraust an frið þar sem andstæðingarn- ir næstum horfast í augu yfir Beringssundið og við valdamörk in í Evrópu. ísland og Færeyjar eru á neð- ansjávarhryggnum, sem teygir sig frá Skotlandi til Grænlands og eru á miðri þessari brú. Þar sem ísland er aðili að Nato hef- ur bandalagið hér aðstöðu í stríði og í friði, sem gert hefur því kleift að koma upp aðvör- unar- og varnarkerfi, sem er höfuðatriði í sambandi við þetta valdajafnvægi. Ef Nato missti þessa aðstöðu mundi það hafa það í för með sér, að skipaleiðir okkar yrðu í stóraukinni hættu við mundum þurfa að stórauka flota okkar og hafa aukinn and- vra á okkur til að brúa það bil, sem þarna mundi myndast, og um leið mundi fara úr skorðum það jafnræði, sem verið hefur á í vopnabúnaði. Við skulum láta þetta duga um landafræðina, en snúa okk ur nú aðeins að sögunni. Fyrstu tengslin, sem fsland skapaði milii Evrópu og Norð- ur-Ameríku voru á níundu öld, þegar fyrstu landnámsmennirn- ir komu frá Vestur-Noregi. Og þótt þeir væru ekki í neinum sérstökum hernaðarhugleiðing- um kom það þegar í ljós með þessum ferðum, hvaða leið her- foringjar yrðu að fara, sem hyggðu á landvinninga í þessari átt. f fyrri heimsstyrjöldinni mun aði mjög litlu að 'hinn skæði kafbátahernaður Þjóðverja kæmi Bretum endanlega á kné. Kafbátarnir fóru í fyrstu um öll heimsins höf og mættu í rauninni virkri andspyrnu. Stjórnendur kafbátanna gátu því einbeitt sér að mikilvæg- ustu skipaleiðum Breta. Þróun flugvéla var þá skammt á veg komin og langflug ekki komið til sögunnar. Af þessum sökum var hernaðarlegt mikilvægi ís- lands ekki sérlega mikið í fyrri heimsstyrjöldinni að því er við vék orrustunni á Atlantshgfi, sem lífsspursmál var fyrir Breta og bandamenn að vinna sigur í. En í síðari heimsstyrjöldinni var þetta gjörbreytt. Þá voru það orrusturnar milli kafbáta og skipa og flugvéla, sem höfðu það hlútvérk að granda kafbát- um, sem reyndust forsenda þess, að Bretar biðu ekki ósig- ur. Eftir því sem flugvélarrad- artæki urðu fullkomnari urðu kafbátarnir að leita dýpra til að geta ráðizt á skip okkar. Maður þarf ekki að hafa mikla hernaðar eða siglinga- þekkingu til að bera, til að ímynda sér hve miklum öfund- araugum stjórnendur þýzka sjó- hersins hljóta að hafa horft til birgðastöðvanna og viðgerða- stöðvanna, sem fsland eitt hafði aðstöðu til að sjá fyrir, á Norð- ur-Atlantshafi. Hefðu Þjóðverjar komið slík- um stöðvum á fót hér á landi hefðu valdahlutföllin í þessum hildarleik breytzt verulega og þar með sagan. Þetta sáu Bret- ar fram á, og það var því hrein- lega lífsspursmál fyrir þá að komá upp stöðvum á íslandi eft- ir að Þjóðverjar höfðu gert inn- rás í Danmörku. Það var aug- ljóst í þessu stríði, eins og það er í dag hverja kosti það hefur í för með sér að hafa hér að- stöðu og hver áhrif það hefur á valdajafnvægið. Veraldarsagan síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar hef- ur á ný sýnt okkur hvaða að- ferðum ofbeldissinnar beita til að útbreiða kenningar sínar. Arið 1947 bættu Sovétríkin Ungverjalandi, Búlgaríu, Rú- meníu og Póllandi við áihrifa- svæði sitt. 1948 kom svo röðin að Tékkóslóvakíu, þar með var meginhluti Austur-Evrópu kom inn bak við járntjaldið. 1 júní 1948 lokuðu Rússar leið um til Berlínar og reyndu hvað þeir gátu til að fá Nato-löndin til að falla frá samningsbundn- um rétti. Síðan hefur styrkur og eining Atlantshafsbandalags- ins aukizt svo, að engar breyt- ingar hafa átt sér stað á valda- hlutföllunum í Evrópu og frið- ur hefur ríkt þar allan þennan tíma. En Norður-Atlantshafið er mik ilvægt svæði. Sá friður sem styrkur Nato hefur skapað er jafnháður árvekni á hafinu eins og á meginlandi Evrópu. ísland er langmikilvægasti staðurinn fyrir bækistöðvar í sambandi við varnir Norður-Atlantshafsins. Vesturveldin ráða yfir kjarna vopnum og herafla, sem er reiðu búinn að mæta allskyns árás- um, nema algjöru eyðingarstríði. — Á höfunum verða Nato-lönd- in að vera á varðebegi, ef við ekki höfum á okkur advara, bjóðum við hættunum heim. Yfirmaður sjóhers Nato á At- lantshafi, sem er yfirmaður minn, leggur á ráðin um her- málastefnuna á þessu svæði. Það er hans að hafa sveitir og skip reiðubúin til að mæta ár- ásum af öllu tagi og gera nauð- synlegar áætlanir í því sam- bandi. Hann verður að geta ráð- ið yfir mikilvægustu hafsvæð- unum, verndað skip banda- manna og stutt hernaðaraðgerð ir í landi. ísland og hernaðar- mikilvægi legu þess skiptir höf uðmáli og er forsenda þess að þetta megi takast. Ég kem nú að hernaðrlegri þýðingu íslands í dag 2. júlí 1966. Ég hef sagt, að menn líti mismunandi augum á „hernaðar lega þýðingu," en fyrir flestum er aðallega átt við staðreyndir það sem unnt er að gera, en síður við fyrirætlanir, — þær eru á sviði stjórnmálanna. Það hefur lítil áhrif á mig sem her- mann, þótt mér sé sagt, að þjóð sem stendur með alvæpni, hafi ekki í hygju að ráðast á mig. Slík yfirlýsing mundi ekki hvetja mig til að sofna á verðinum. Hið eina, sem vit er í, er af- vopnun stig af stigi — eða föst skref í þá átt. Sem flotafor- ingi og starfsmaður Atlantshafs- banöalagsins verð ég að líta á staðreyndir. Hin mikilvægasta þeirra er, að Sovétríkin ráða yfir miklu vopnahaldi á sjó, landi og í lofti, og þau sýna stöðugt þetta vald og auka það. Ég sé enga ástæðu til að af- skrifa þá ógnun, sem þessi vopn eru við öryggi okkar, og ég hef ekki fyrirhitt stjórnmálamann sem kalla má því nafni er mundi leggja framtíð sína að veði fyr- ir því, að Sovétríkin hverfi frá yfirlýstri stefnu Kominform og sæki í alvöru um aðild að At- lantshafsbandalaginu. Við skul- um því líta andartak á hernað- arlegan styrk Sovétríkjanna, og minnast þess, að yfirráð á haf- inu eru lífsnauðsyn til að tryggja framtíð ríkjanna við Norður- Atlantshaf. Sú ógh, sem Atlantshafsibanda laginu stafaði af Sovétríkjun- um 1949 var fyrst og fremst af risavöxnum land'her, sem studd- ur var af öflugum en þó þýð- ingarminni flota og flugher. Hlut verk hersins var byggt á hefð- bundnum, rússneskum hug- myndum um ófrið á meginland- inu, voldugur her, reiðubúinn og fær um að leggja undir sig ná- grannalönd, en floti aðeins byggð ur til varnar. í síðari heimsófriðnum skild- ist Rússum þýðing kafbátanna, sem Þýzkaland beitti, svo og áhrif flugvélamóðuskipa banda manna. Áætlanir þeirra um her skipasmíðar eftir stríðslok beind ust því að framleiðslu í stór- um stíl. Smíðaður var mikill fjöldi kafbáta, tundurspilla og fylgdarskipa af tiltölulega ein- faldri gerð, sem framleiða mátti með færisbandsaðferð í stórum stíL Eftir að bæði kafbátar og önn- ur skip hafa fengið aflvélar knúnar kjarnorku, og framfarir hafa orðið í notkun flugskeyta hefur komið í ljós önnur breyt- ing á langtímastefnu Sovétríkj- anna í flotamálum. Kafbátarnir, sem smíðaðir voru fyrst eftir ófriðinn, hafa vikið fyrir kafbátum með eld- flaugar, sumum með eldri gerð aflvéla, en öðrum kjarnorkun- knúnum. Á sama hátt hefur fjöldafram leiðsla annarra skipa vikið fyrir þróun fárra, en mjög nýtízku- legra og öflugra tundurspilla, en vopnastyrkur þeirra fer árlega vaxandi. Sovézki flotinn hefur í dag á að skipa myndarlegúm fjölda skipa, allt frá eldflauga-tundur- spillum, fylgdarskipum og vel búnum kafbátabönum til hrað- skreiðra strandgæzluskipa, sem hafa tvær eða fjórar eldflaugar fyrir styttri skotvegalengdir. Á síðari árum hefur það orð- ið ljóst, að foringjar Sovétríkj- anna hafa fjarlægzt hina gömlu stefnu að nota flotann til að styðja landhernað, enda eiga Sovétríkin nú nútíma herskip. Gorshkov flotaaðmíráll hefur opinberlega lýst yfir, að Sovét- ríkin ætli að hagnýta sér heims- höfin til að þjálfa sovétflotann. Við höfum því séð rússnesk her skip í fyrsta sinn í mörgum 'heimshornum. Á sviði vopnabúnaðar og skot tækni hafa Rússar framleitt langdrægar eldflaugar, sem flutt geta margra megalesta kajrn- orkusprengjur og hitt skot- mörk af mikilli nákvæmni. Auk þess hafa þeir framleitt mik- inn fjölda af undraverðum smærri vopnum. Her þeirra og fulgher hafa verið færðir í nú- tíma horf að miklu leyti á sama hátt og flotinn. Af öllu þessu má auðveld- lega ráða, að hernaðarleg ógn- un Sovétríkjanna við Atlants- hafsbandalagið hefur á engan hátt minnkað, enda þótt hún hafi breytzt verulega siðan 1949. Þetta eru staðreyndir, svo og það, að Sovétríkin geta ráðizt á lönd NATO-þjóða og lagt þau í rúst. Þessari árásargetu verð- ur að halda í skefjum með því að koma upp fullkomnu aðvör- unarkerfi, sem er ávallt til taks að veita okkur aðvörun, ef stöðv unarstefna okkar, pólitískar að- gerðir eða heilbrigð skynsemi bregðast. Aðvörunarkerfi NATO nær frá Bretlandi, um Færeyj- ar og ísland til Norður Kanada. Þýðing þess fyrir hernaðaráæti- anir okkar er augljós. Ef kerfi Fiamhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.