Morgunblaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1966, Blaðsíða 13
T-.augarclagur 23. júlí 196® MORCU N BLAÐIÐ 13 Svona getur farið, þegar ekið er framhjá löghoðnum varúðar- merkingum. Varúð! Vegavinna! Akstur á Flestar stærstu umferðar- götur höfuðborgarinnar eru merktar með akreinum, sem stuðla m.a. að því, að um- ferð verði greiðari um þær og göturnar geti flutt meiri umferð. Hins vegar skapast oft hætta á þessum götum, vegna þess að ökumenn aka ekki rétt eftir þeim, t.d. skjót- ast sitt á hvað milli akreina, án þess að gefa stefnumerki og enn aðrir aka alltof mik- ið á hægri akrein, stundum á mjög hægfara ökutækjum, þannig að allur framúrakstur verður á vinstri akrein, sem er fremur óæskilegur. Ef vinstri akrein er auð, þá á fyrst og fremst að aka eftir henni, en ef mikil umferð er á vinstri akrein, skal hægri akrein notuð, þannig að ak- brautin flytji meiri umferð. Þó verða ökumenn að gæta þess, að allur hægri akstur verður ætíð að "ara eftir vinstri akrein. En hvað er akrein? Svar við þessari spurningu fæst í 2. gr. umferðarlaganna 3. málsgr. Þar segir svo: Ak- reinar: Samhliða reinar, sem skipta má akbraut í, að endi- löngu, hæfilega breiðar, hver um sig fyrir eina röð öku- tækja.“ í 45. gr. umferðar- laganna segir, að ökumenn skuli halda ökutækjum sín- um vinstra megin á akbraut eftir því, sem við verður kom ið og þörf er á, vegna annarr- ar umferðar. Samkvæmt þessu eiga öku- menn fyrst og fremst að aka A8 Vegur þrengist. Hægið ferð- ina, lítið í bakspegilinn og fylgist vel með umferðinni, því að vegurinn framundan þrengist. akreinum á vinstri akrein. Hægri ak- rein er fyrir framúrakstur og svo að sjálfsögðu eiga þeir ökumenn, sem ætla að taka hægri beygju að færa sig í tíma yfir á hægri akrein. D5 UMFERÐ Á MÓTI. Þetta merki notar umferðarlögregl- an mikið er loka þarf annarri akbrautinni á miklum um- ferðargötum til þess að gefa til kynna, að tvístefnuakstur sé á annarri akbrautinni. Öku menn skulu hafa það vel hug- fast, að aka vel vinstra meg- in við merkið, en það er venjulega staðsett á miðri göt unni. Það er því miður ekki óalgeng sjón, að sjá stórar flutningabifreiðar aka hægt yfir hægri akrein, t.d. á Skúlagötu og Hringbraut. Öll hægfara ökutæki eiga skil- yrðislaust að halda sig á vinstri akrein. Og þá má ef til vill minn- ast á enn eitt atriði, sem mjög er ábótavant í sam- bandi við akstur á akreinum og það er notkun stefnuljósa. Oft hefur verið bent á það, að stefnuljós eru nauðsynleg leiðbeiningarmerki sem skapa greiðari og öruggari umferð, séu þau rétt notuð. Á akrein- um er það mjög algengt að sjá ökumenn setja stefnuljós- in á um leið og hann skiptir um akrein. En þannig koma þau ekki að notum. STEFNU MERKI GEFUR ÖKUMAÐ- URINN TIL ÞESS AÐ SÝNA ÖÐRUM ' VEGFARENDUM HVAÐ HANN ÆTLAR AÐ GERA, enda er það laga- skylda að gefa stefnumerki, þegar breytt er um aksturs- stefnu. ÞAÐ er ill, en oft brýn nauð- syn, að loka verður götum í bæ og borg eða vegum úti á landi, vegna ýmissa fram- kvæmda. Því miður vill verða mis- brestur á, að ökumenn virði lokanir og skapa með því bæði óhagræði fyrir vinnu- flokka og tjón fyrir verktaka og sjálfa sig. Árekstrar og umferðarslys A A9 Varúð, vegavinna. Þegar þið komið akandi að þessu merki, dragið úr hraða og sýnið sér- staka varkárni. Ef merkið LOKAÐ er fyrir neðan, þá þýðfr það, að óviðkomandi umferð sé ekki leyfð um göt- una. hafa orðið vegna þess að ekið var fram hjá lokun og ofan í skurð eða malaúbing. Einnig hefur verið misbrestur á að verktakar eða verkstjórar hafi séð um að lögboðnar var- úðarmerkingar eða lokanir hafi verið uppi á vinnustað og þar með ekki séð um, að ökumenn fengju viðvörun um, að þeir væru að aka um á vinnusvæði, en enn þann dag í dag má sjá það, hvar verkamenn eru að grafa í gangstéttar eða akbrautir og engin varúðarmerki eða girð- ingar við vinnus'taðinn, og enn skeður það, að ökumenn aka ofan í ómerktan skurð eða á ómerktan uppgröft sem er á veginum. Verkstjórum, sem þurfa að láta vinna í eða á vegi, ak- braut eða gangstíg, skal á það bent, að fyrst verða þeir með- al annars að fá leyfi lögregl- unnar til framkvæmdanna og síðan hafa samráð við iög- reglu um hvort sem um var- úðarmerkingu'er að ræða eða lokun á gangstignum eða ak- brautinni. Þegar loka verður akbraut og gangbraut, vegna t.d. götu málningár, malbikunarfram- kvæmda, hitaveitufram- kvæmda o.s.frv. hefur það í för með sér að íbúar í við- komandi götum verða fyrir talsverðu ónæði og einnig þeir sem til þeirra þurfa að komast, en flestir verkstjórn- endur gera sér grein fyrir þessu og reyna að hliðra til fyrir nauðsynlegri umferð eins og hægt er. Verkstjórnendur! Sjáið um, að allar framkvæmdir ykkar, á gangstigum og akbrautum séu vel merktar aðvörunar- merkjum og að lokunarmerki séu vel sjáanleg og rétt stað- sett. Ökumenn virðið aðvörunar- merkin og lokunarmerkin, akið varlega við vinnustaði verkamannanna. Stuðlum að bættri umferðarmenningu, gerum okkar til þess að stuðla að slysalausri umferð. Látum ekki ökuferðina enda í sjúkra húsi. Eftirtaldar bifreiðar og önnur farartæki voru viðrið- in þau 360 umferðarslysatil- felli á fólki, sem urðu árið 1D64, og komu til kasta rann- sóknarlögreglunnar í Reykja- vík, þar sem 477 manns hlut’. meiri og minni meiðsli. Leigubílar (stöðvarbílar) 33 Einkabílar 318 Rútubílar 3 Strætisvagnar 13 Vöruibílar 30 Sendiferðabílar 39 Reiðhjól 37 Bifhjól 11 Reiðhjól með hjálparvél 24 Samtals 508 Samkvæmt þessu eru bíl- arnir samtals 436. Vitað er aldur 412 þeirra bílstjóra, sem þar áttu hlut að máli og var hann sem hér segir: 17-20 ára 99 21-25 — 68 26-30 — 48 31-35 — 44 36-40 — 43 41-45 35 46-50 — 21 51-55 — 22 56-60 12 61-65 \ 11 66-70 — 6 71-75 — 3 Samtals 412 Ökuferðin endaði á ómerktum malarbing, sem náði út á miðja akbraut. Bifreiðin stórskemmd, ökumaður og farþegi slasaðir í sjúkrahúsi. Þetta er ekki tekið í malarnámi borgarinnar heldur á einni af aðal umferðaræðum Reykja- víkurborgar. Verkstjórinn sá ekki ástæðu til að koma fyrir varúðarmerkingum við malar- binginn. Afleiðingin varð al varlegt umferðarslys. Umferð og slysahættn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.