Morgunblaðið - 23.12.1966, Side 4

Morgunblaðið - 23.12.1966, Side 4
4 MORCUMBLAÐÍÐ Föstudagur 23. des. 1966 • • * Ornólfur Arnason skrifar um Verkefnaval leikhúsa og aðsókn FATT er eins ömurlegt og hálftómt leikhús. Jafnvel þær sýningar, sem bezt er til stofn- að, fá á sig feigðarblæ, ef áhorfendasaluxinn er ekki sæmi- lega setinn. Ef við gerum ráð fyrir að orðið „list“ tákni ein- hver illlýsanleg áhrif, sem verk eins eða fleiri manna hafa á einn eða fleiri menn, þá er það ljóst, að engin list verður til án a.m.k. eins njótanda. í>ó held ég, að í leiklist sé njótandinn miklu virkari þátttakandi en í nokurri annarri listgrein, og vil fullyrða, að hann eigi talsverðan þátt í sjálfri listsköpuninni. Bók eða mynd er jafngóð eða slæm, hvort hún finnur náð eða ekki fyrir augum þess, sem hana skoð ar, en því fer fjarri, að svo sé um leiksýningu. Allir, sem dá- lítið þekkja til leikhúss, vita, hve geysilegur munur getur ver ið á tveim sýningum sama verks með sömu túlkendum. f>egar verkið er fullæft og túlkunin því fallin í nokkuð fastar tækni legar skorður, má oftast rekja rætur þessa munar til áhorf- enda. „Er gott hús í kvöld?“ spyrja leikaramir, er þeir mæta í leik- húsinu fyrir sýningu. Þeir eiga við: „Er fullt hús í kvöld? Eng- inn leikari fer inn á sviðið, án þess að hafa nokkrar spurnir af áihorfendafjöldanum. Þeir spyrja ekki af forvitni um fjár- hagsafkomu leikhússins frá degi til dags, heldur af því að þeir gera sér grein fyrir hlut áhorf- enda í sýningu kvöldsins. Stundum heyrist talað um „góða“ og „slæma“ áhorfendur. Þessa flokkun, sem ég efast um að full alvara fylgi, gerir sumt atvinnufólk í leiklist á leikhús- gestum, að þess sögn, eftir hæfni þeirra til að njóta góðrar sýn- ingar. Mér er nær að halda, að engin slík flokkun eigi hinn minnsta rétt á sér, þegar til lengdar lætur, heldur séu „góð- ir“ áhorfendur margir áhorf- endur á sama hátt og „gott hús“ merkir fullt hús. Ef húsið er fullt, held ég að „gæði“ áhorf- enda séu í nokkurn veginn réttu hlutfalli við gæði sýningarinn- ar. Hitt er svo annað mál, að fá- ir kaupa miða í leikhús, án þess að hafa einhverja hugmynd um, hvers konar sýning sé þar, og hér á landi, eins og annars stað- ar í heiminum, velja menn helzt það, sem þeir þykjast sæmilega vissir um að veiti þeim ánægju en eru tregir til að tefla í nokkra tvísýnu. Þeir, sem sjaldan fara í leikhús, hænast fremur að auð skildustu gamanleikjum en öðr- um leikhúsverkum. Rekist þeir hins vegar inn á sýningu af ein- hverri annarri tegund, breytast hugmyndir þeirra, ef þeim fell ur hún í geð, og eru fúsari að hætta á eitthvað óþekkt næst. Þannig vaknar áhugi og dafnar, unz fólk verður fyrir vonbrigð- um, heldur bjóða upp á góðar sýningar á góðum verkum, verð- ur þar smám saman „gott“ hús á hverju kvöldi. Þetta er hægara sagt en gert. Og þótt æskilegt sé að auka aðsókn að leikhúsum, held ég að það væri bragðdauft leik- hús, sem engum ylli vonbrigð- um. En eina reglu ætti hvert leikhús að setja sér: „Að hafa aldrei leiðinlega sýningu?“ „Leik húsi getur fyrirgefizt allt ann- að en að vera leiðinlegt. Menn fælast ekki frá leikhúsi af sýn- ingum, sem þeim þykir að ýmsu leyti fáránlegar og botna lítið í, bara ef þær eru ekki leið- inlegar. Hver er ástæðan til bess. að aðsókn að atvinnuleikhúsunum tveim í Reykjavik hefur á þess um vetri verið minni en und- anfarin ár? Sumir kenna það íslenzka sjónvarpinu. Vera má, að það hafi dregið eitthvað úr aðsókn þau kvöld vikunnar, sem útsending þess er, en aðalástæð- una er áreiðanlega að finna í leikhúsunum sjálfum. Leikfélag Reykjavíkur hefur aðeins fært upp eina nýja sýningu í vetur, Þjóðleikhúsið að vísu fjórar, en enga þeirra vænlega til veru- legróir aðsóknar. Venjulegur áhorfandi spyr tveggja spurninga um leiksýn- ingu, sem hann veltir fyrir sér, hvort hann vilji sjá: „Hvers kon ar verk er þetta? „og „Hverjir leika í því?“ Hann velur og hafnar eftir smekk sínum og reynslu. Ef þeir, sem hafa mest- an hug á að sjá einhverja sér- staka tegund leikrita, verða yf- irleitt aldrei fyrir vonbrigðum á sýningum slíkra verka í til- teknu leikhúsi, hef ég fulla trú á því, að þeir sæki ekki aðeins flestöll verk af því tagi, heldur taki einnig að líta á aðrar sýn- ingar í því leikhúsi og öðrum. Ef sá, sem mjög sjaldan fer í leikhús, hittir á leiðinlega sýn- ingu, getur liðið feiknalangur tími, þar til hann hættir sér þangað aftur. Jafnvel örfáar leiðinlegar sýningar geta unn- ið þeim málstað, að hæna menn að leikhúsi, ótrúlega varanlegt tjón. Þess vegna meðal annars er efnisval eitt erfiðasta og á- byrgðamesta hlutverk í stjórn- un leikhúss. Segja má, að leikhúsin í Reykjavík hafi haft á efnis- skrám sínum talsvert fjölskrúð- ugt safn leikrita á undanföm- um árum. Leikfélag Reykjavík- ur hefur sýnt 4-5 ný leikrit á vetri og Þjóðleikhúsið 10 leik- rit í fyrra, auk óperu, gesta- sýninga o.fl. LR. hefur á síð- ustu árum staðið sig mjög vel í verkefnavali og tel ég það eina höfuðástæðu þess, hve aðsókn að Iðnó hefur verið góð og oft hús- fyllir á hverri sýningu vikum saman, þ.e.a.s. þar til nú í vet- ur. Þjóðleikhúsinu hafa hins vegar verið mislagðar hendur, nokkur vindhögg slegin og stund um boðið upp á beinlínis leiðin- legar sýningar. Fleira þarf vitaskuld að hafa í huga en gæði verkanna sjálfra, þegar valin eru leikrit til sýn- ingar. Það hefur margoft sann- azt, er merkustu verk hafa orðið að leiðinlegum sýningum eins og skeði t.d. í fyrravetur um „Mutt er Courage" og „Síðasta seg- ulband Krapps“ fyrstu verkefni Þjóðleikhússins eftir Brecht og Beckett. Þeir, sem verkefnin velja, þurfa (auk þess að hafa staðgóða þekkingu á leikbók- menntum, næman smekk og að fylgjast vel með öllu því helzta sem fram kemur í leikhúsum erlendis) að vera hæfir til að meta það, hvort völ sé á fólki til að túlka verkin. Ef svo er ekki, væru þau betur ósýnd. Með því að ráða útlendan-leik- stjóra, sem alls ekki var starfi sínu vaxinn, og taka ónothæfa þýðingu „Mutter Courage" hef- ur Þjóðleikhúsið t.d. það á síun- vizkunni, að fjöldi fólks hefur eðlilega fengið þá hugmynd, að Brecht sé leiðinlegur. Sem bet- ur fer sáu fáir „Síðasta segul- band Krapps“, svo að kannski er mögulegt að Beckett eigi sér uppreisnar von. Hverjum er það að kenna, ef fólk það, sem þessar sýningar sér, kýs heldur að sitja við sjónvarpið sitt en að sækja leiksýningar? Höfuðástæða bess. að margt fólk er hrætt um, að sýningar annarra leikrita en hreinrækt- aðra gamanleikja séu leiðinleg- ar, er sú, að það hefur einhvern- tíma komið í leikhús að hrifast (kannski vegna yfirlýs- inga forráðamanna leikhússins um „merkan leiklistarviðburð“), en séð heimsfræg leikhúsverk í þunglamalegum sviðsetningum vankunnandi og hugmynda- snauðra leikstjóra með óhæfum leikurum í mörgum hlutverk- anna. Slíkum viðburðum lýstu Rómverjar svo: „Fjöllin taka léttasótt, — og lítil mús fæð- ist.“ Mönnum leiðist á þessum sýningum og koma síður aftur í leikhús, hverja af eftirtöld- um ástæðum, sem þeir telja vera fyrir vonbrigðum sínum, að verkið sé leiðinlegt, leikhúsið leiðinlegt, eða þeir sjádfir sneyddir hæfileikum til að skilja og meta góða leiklist. Nú er alltaf auðveldara að setja út á ýmsa starfsemi en að benda á réttar leiðir, og auðvitað er erfitt að segja ná- kvæmlega, hvaða verk á að taka til sýningar í leikhúsunum, til þess að auka þeim vinsældir. Þó er hægt að þrengja mjög þann hring, sem velja þarf úr, með því að útiloka alveg þau verk, sem ekki standa í fremstu röð leikrita af tiltekinni gerð eða leikhúsið hefur fólk til að setja á svið og leika. Af því, sem þá er eftir, ætti síðan að velja beztu verk eftir beztu höfunda í einhverju ákveðnu hlutfalli milli landa, tímabila og þeirra stefna, sem mest ber á í leik- listarheiminum á hverjum tíma. Einu undantekningarnar, sem ég mundi fallast á, eru um sýn- ingar nýrra, íslenzkra leikrita. Mér finnst, að leikhúsin geti tékið þau, án þess að um af- burðaverk sé að ræða, þó að því tilskildu, að þau séu að ein- hverju leyti nýstárleg og aldrei leiðinleg. Þetta ætti að vera 'sjálfsagður grundvöllur verkefnavals í borg, þar sem aðeins 12—15 leikrit eru tekin til sýningar árlega. í Þjóð leikfhúsiniu skjóta samt alltaf öðru hverju upp kollinum leik- rit, sem ekkert erindi eiga á svið þess, og á annan hátt er stofnað til sýninga með undar- legum hætti, líkt því að leikrit dynji þar yfir eins og einhvers konar óumflýjanleg ógæfa, sem reyna verði að gera það bezta úr, enda þótt ekki séu til leik- arar nema í fá hlutverkanna. Fúslega skal viðurkennt, að það skeður æ sjaldnar, að Þjóð- leikhúsið velji slæm leikrit. Hins vegar virðist mati þeirra, sem þessu ráða, á getu starfsliðs leita hússins til að takaat á við hin ýmsu verkefni, ekkert fara fram. Dæmi um það á síðastliðnum vetri eru nefnd hér að ofan, en þá voru samt engin leikrit á ferðinni, sem að öðru leyti var misráðið að sýna. Geysilegur munur er t.d. á efnisskrá þesa vetrar og leikársins 1962—1963, þegar aðeins tvö bitastæð leik- rit „Pétur Gautur“ og „Andorra“ voru sýnd, ásamt leikritunum „Hún frænka mín“ (sem að vísu 'hlaut góða aðsókn, 29 sýningar — 10.879 manns), „Sautjánda brúðan“ (17 sýn. — 3.880), „Á undanhaldi" (10 sýn. — 2.178) og „Dimmuborgir" (11 sýn. — 2.3'91). Af öðrum leikritum að undanförnu, sem ekki hefði átt að sýna, má nefna „Flónið“ og „Læðurnar“, 1963—1964, „Krafta verkið“ og „Sannleikur í gifsi“ 1964—1965, og loks „Kæri lyg- ari“ nú í vetur. Undanfarin 3—4 ár hefur mjög lítið verið út á efnisval Leikfélags Reykjavíkur að setja. Hér áður fyrr tíðkuðust öðru hverjiu sýningar á borð við „Taugastríð tengdamömmu“, „Astarhringinn" og „Brunna koí skóga“ en það tilheyrir vonandi fortíðinni. Þessvegna hefur það valdið öllum miklum vonbrigð- um, hvílík deyfð hefur ríkt yfir starfsemi Leikfélagsins á þessum vetri Aðeins eitt nýtt verkefni hefur verið tekið til sýningar, „Tveggja þjónn“. Sýning þessi er ekki óskemmtileg, en mjög Þetfa var bezta gjöfín ... Hafið þér hugsað út í hvað eiginmaður yðar eða vinur segir eftir jólin. Hátíðin var á margan hátt ánægjuleg, það var gaman að gleðjast með börn- unum og taka þátt í gleði þeirra. Og auovitað fékk hann líka margar gjafir, leðurhanzka, penna, golfkylfur. En hvað fannst honum sjálfum bezta gjöfin? Víst var gott að fá hanzkana í vetrarkuldanum ,— en bezt af öllu var gjöfin yðar, eintak af bókinnl — f FÓTSPOR FEHRANNA eftir ÞORSTEIN THORARENSEN. Með fjörlegri og heillandi frásögn sinni gaf hún honum beztu ánægjustund jólanna. Þann- ig verður þessi bók honum kær, og hann mun varðveita hana á bezta stað í bókaskáp sínum. Gefið vini yðar góða gjöf, sem veitir honum ánægjustundir. BÓKAÚTGÁFAN FJÖLVI |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.