Morgunblaðið - 29.01.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1967. Herská húsmóðir Jassheim, Noregi, 27. jan. NTB. FERTUG húsmóðir í Jess- heim varði sig fyrir skömmu með pipar, hnífi og hnefum er tveir óþekktir árásarmenn réðust inn á heimili hennar og reyndu að nauðga henni. Árásarmennirnir, annar 25 ára, 'hinn 45 ára, brutust inn á heimili frúarinnar, er hún var úti, Þegar hún sneri heim tók hinn yngri á henni kverkatak, en hún sló til hans með þeim afleiðingum að hann missti af sér gleraugun og flúði hið snarasta. Sá eldri, sem var ölvaður, ógnaði henni með rýting, en er hann hóf að rífa utan af henni fötin náði hún í piparbauk og kastaði innihaldinu í augu mannsins, sem féll á gólfið og missti hnífinn. Frúin greip þá hnif- inn og stakk manninn í hand- legginn. Að því búnu flúði hann út úr húsinu á hæla hin- um. Konan fékk vægt tauga- áfall en jafnaði sig skjótt og er þorparanna nú leitað. V erz!unarstjóras tarf Húsbyggjendur - Húseigendur Slípum og gerum við parketgólf og allar tegundir tré og korkgólfa. Önnumst einnig lagningu á nýjum parketgólfum. Leitið upplýsinga í síma 41288. GÓLFTEPPI íslenzk RYA — 17 litir — íslenzk WILTON gólfteppi Ensk WILTON gólfteppi 20 tízkulitir. Ensk AXMINSTER gólf- teppi. Breiddir frá 70 cm—458 cm Kynnið yður verð og gæði. Gólfleppegerðin hf SKÚLAGÖTU 51 — SÍMI 23570. SKATTFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl. Sækjum um fram- talsfresti. — Viðtalstími kl. 4—7 eða eftir sam- komulagi. Ármann Jónsson og Ástvaldur Magnússon lögfræðistofa — bókhaldsskrifstofa Suðurlandsbraut 12 — Sími 31450. Stór varahlutaverzlun, óskar eftir að ráða duglegan mann helzt vanan verziunarstjórn, nú þegar eoa síöar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 3. febrúar nk. merkt: „Góð kjör — 8745“. Útsa!a á karlmannaskóm Útsa’a á kuldaskóm karimanna Karlmannaskór úr leðri, stærðir 37—46, verð frá kr. 198.00.— Kuldaskór úr leðri, lágir, stærðir 38—42, verð kr. 295,00.— Kuldaskór úr leðri, háir, kr. 598,00. — Kuldaskór úr leðri fyrir drengi og kvenfólk, stærðir 35—40, kr. 150,00. — Inniskór karl- manna, verð kr. 100,00. — Götuskór kvenna kr. 298.— Notið þetta sérstæða tækifæri. Skóbúð Austurbsejar Laugavcgi 100. Nauðungaruppboð Áður auglýstu uppboði á lausfé tilheyr- andi þrotabúi Stálskipasmiðjunnar h/f í Kópavogi verður haldið áfram í fyrrver- andi húsakynnum Stálskipasmiðjunnar h/f Kársnesbraut 96 A þriðjudaginn 31. jan. 1967 kl. 14. Selt verður meðal annars aluminium rafsuðuvél nýlega (kostnaðar verð 180 þús.), bandbeygjupressa 35 til 40 tonn (virðingaverð kr. 50 þús.). Ennfrem- ur mikill fjöldi handverkfæra stórra og smárra. Verkfæraskápar. Efnisbirgðir margs konar. 4 súrefnishylki og fleira og fleira. Uppboðsskilmálar liggja frammi hjá undirrituðum svo og skrá yfir sölu- muni. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. ERCO BBLTI og ELTAHLUTIR á allar BELTAVÉLAR Höfum fyrirliggjandi ó lager hér í Reykjavik og/e8a á leiðinni með næsta skipi. BERCO Belti og Beltahluti, svo sem Keðjur, Spyrnur, Spyrnubolta, Rúllur, Framhjól, og Drifhjól, fyrir beltavélar; og getum við ávallt afgreitt BERCO Beltahluti strax eða mjög fljótt Allar BERCO beltakeðjur eru framleiddar úr sérstöku K-stáli og er því bæði vörumerkið „BERCO“ og stálmerkið „K“ steypt í hvern einasta BERCO keðjuhlekk og vörumerkið BERCO jafnframt steypt í endann á hverri einstakri BERCO fóðringu og hverjum einstökum BERCO pinna; auk þess eru allir aðrir BERCO Beltahlutir með innsteypttf vqrumerkinu BERCO BERCO hefur sannaS ágæti sitt við islenzkar aðstæður undanfarin ár BERCO umboðið ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf Allar BERCO Beltakeðjur eru úr specialstáli K SÍMI 10199 SKIPHOLT 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.