Morgunblaðið - 31.01.1967, Page 20
J
20
rair/juuniiun oí. JAmjAn jací.
Lítt þekktur sjúk-
dómur í Vietnam
Washington, 27. jan. AP. dómsins svipar til lungna-
TILTÖLULEGA lítt þekktur bólgu, en getur einnig valdið
hitabeltissjúkdómur, sem upp þjáningum í innyflum og
nefndur er „vietnamska tíma- hjartatruflunum. Veikinni
sprengjan“ hefur orsakað veldur baktería af „pseudom-
dauða 10 bandarískra her- onas“-fjölskyldunni, sem lif-
manna í Vietnam síðan í mai ir í rökum jarðvegi einkan-
í fyrra, og valdið veikindum lega í SA-Asíu. Smitið berst
fjölmargra, samkvæmt upp- ekki frá manni til manns,
iýsingum bandarískra skurð- heldur í gegnum opin sár eða
lækna. munn. Sjúkdómurinn hefur
Smitið getur leynzt í 6 ár f þekktzt síðan 1912, en viðhlít-
mannslíkamanum og veldur andi læknislyf gegn honum
síðan heiftarlegri hitasótt, eru liltt þróuð og erfitt að kom
sem dregur fórnarlamibið þeg ast fyrir veikina.
ar til dauða. Einleennum sjúk-
..... " ---- -..............................................
Fyrir skáaunu hittu þrír guðfræðingar frá Vesturlöndum Ho Ohi Minh, forseta Norður-Víetnam,
að máli í Hanoi. Á þessum fundi sagði forsetinn, að Johnson Bandaríkjaforseti væri velkominn
til viðræðna við sig í Hanoi, um Víetnamstyrjöldina. Á myndinni eru þeir Ho Chi Minh forseti,
fyrir miðju (hvítklæddur), en frá vinstri, Abraham Feinberg, rabbí frá Toronto i Kanada, séra
A. J. Muste frá New York og Ambrose Reeves, biskup frá Suður-Afríku.
Raforkumál Austurlands
Oreinðrgerð frá raforkumálastjórninni
f TILEFNI af samþykkt fulltrúa-
fundar sambands sveitanfélaga í
Austurlandskjördæmi 2(4. þ.m.,
þar sem skorað er á raforku-
málaráðlherra að bæta tveim
fulltrúum frá Austurlandi í nefnd
þá, sem hann hafi skipað til að
rannsaka rafiorkumál Austur-
lands og Laxánsvæðisins, SKal
eftinfarandi tekið fram.
í samþykktum fulltrúafundar-
ins og í blaðafréttum um þenn-
an fund gætir nokkurs misskiln-
ings um tilhögun rafvæðingar-
rannsókna og tilefni skipunar
umræddar nefndar. Rannsóknir
á rafiorkumálum Austurlands
hafa staðið yfir um nokkurra
ára skeið og verið framkværpd-
ar af rafiorkumálastjórninni.
Fyrst í stað beindust þessar
ranntsóknir að því að afla nauð-
synlegra grundvallarupplýsinga
á virkjunarstað með mæJingura
á vatnsrennsli, landmælingum og
rannsóknum á jarðfraeði, þar á
meðal töluverðum jarðborunum
við Lagarfioss til þess að kanna
jarðvegs- og berggrunnsaðstæð-
ur, sem rækilegast. Síðusitu tvö
árin, hefur svo verið unnið að
endanlegum áætlunargerðum
um ýmsar hugsanlegar tilhagan-
ir, bæði á virkjunum og veitum.
Áætlanir hafa verið gerðar um
ýmsar mismunandi virkjumr-
stærðir í Lagarrfossi, allt frá
4.000 kw upp í 20.000 kw, og eru
í því sambandi jafnframt eldri
áætlanir endurskoðaðar í ljósi
nýrra upplýsinga. Fullvirkj un
Laganfoss er í kringum 20.000
kw að stærð, en það er miklu
stærri virkjun en Austurland
getur borið uppi nú og um all-
langa framtíð. Hins vegar eru
minni virkjanir í Lagarfössi til-
tölulega dýrari en fullvirkjun.
Áætlanir eru gerðar um mismim
andi virkjunarstærðir til þess að
kanna hvaða stærð yrði hag-
kvæmust, ef fossinn væri virkj-
aður nú fyrir Austurland ein-
göngu.
Jafnframt hefur svo veriS
gerð áætlun um línu frá Laxár-
virkjun í Þingeyjarsýslu með
þann hugsanlega möguleika fyr-
ir augum, að orka verði í fjrrstu
fengin frá Laxárvirkjuninni
handa Austurlandi, meðan Laxár
virkj-unin getur annað báðum
orkuveitusvæðunum. En áður en
svo er komið, að Laxárvirkjun er
ekki lengur aflögufær fyrir
Austurland verði lokið virkjun
í Lagarfiossi, sem þá má gera
miklu stærri en nú væri hægt
fyrir Austurland eitt. Hún er þá
gerð til að anna viðbótarorku-
þörfum bæði Austurlands og
Norðurlands og fullvirkjun Lag-
arfoss kemur þá fyllilega til
greina. Meðan sú virkjun svo end
ist báðum er hægt að fresta
virkjun á Laxársvæðinu um
skeið, en gera hana stærri og til-
tölulega ódýrari en ella, þegar
að henni kemur.
Af því, sem að framan er
greint, er sýnt að um allmarga
kosti getur verið að velja í raf-
onkumálum Austurlands. En of-
an á þetta bætist, að óvissan f
áætlun um rafiorkuþörf í fram-
tíðinni er töluvert meiri í þess-
um landsfjórðungi en annars
staðar á landirru. Raforkunotkun
Skattaframtal
Veitum framtalsaðstoð og sækjum um fresti.
Viðtalsbeiðnir í síma 18833.
Bragi Sigurðsson, hdl.
Jón P. Emiis, hdl. — Laugavegi 11.
LEIPZIG
Allt frá því árið 1165 tengir KAUPSTEFNAN í LEIPZIG þjóðir og heimsálfur viðskiptahöndum og
eflir þar með friðsamlega samvinnu landa í milli. Leipzig er í fyilstu meiKÍngu oiósins orbin einn
helzti mótsstaður alþjóðlegra viðskipta. Leipzig er þannig ótvirætt oröin nuostöð viðskipta milli
austurs og vesturs. — í Leipzig býðst tækifæri til þess að
bera saman
verð og gæði vara í hinum mörgu greinilega niður röðuðu vöruflokkum, en boðnar eru yfir ein milljón
mismunandi vörueiningar frá 70 löndum heims. — í Leipzig er seljenuum og kaupendum gefinn kost-
ur á að
r æ ð a u m
viðskiptin, en þar liggja frammi tilboð frá meira en 10 000 framleiðendum úr víðri veröld. — Leipzig
er ekki aðeins vettvangur til þess að
temja u m
stór og lítil viðskipti, heldur eru þar einnig gerðar áætlanir og samið um stórframkvæmdir fram í
tímann, á grundveili verkaskiptingar og samvinnu.
Kaupstefnuskírteini svo og allar upp-
lýsingar um Kaupstefnuna i Leipzig
og ferðir þangað, veitirr umboð henn-
ar hér:
KAUPSTEFNAN-REYKJÁVÍK,
Símar 11576 og 24794.
Kaupstefnuskírteini má einnig fá á
landamærnm Þýzka Alþýðulýðveldis-
ins.
LEIPZIGER MESSE
Iðnaðar- og neyzluvörur.
5.—14. marz 1967.
Deutsche Demokratische
Republik.
m hefur þar eystra meir en
fimmfaldast á 10 árum en víðast
hvar annars staðar varla tvöfald
ast á sama tíma. Þessi mikla
aukning byggist fyrst og fremst
á síldveiðinni, og meira en helm-
ingur raforkunnar er framleidd-
ur hennar vegna, beint og
óbeint. Nú er síldveiðin i eðli
sínu, eins og fslendingum er
vel kunnugt, all ótryggur at-
vinnuvegur og skapar þetta æði
mikla óvissu um það, hve mik-
illi raforkusölu eða raforkunotk
un megi rsékna með á Austur-
landi næstu 10-20 árin. Hefur
því þótt óhjákvæmilegt, að at-
huga fleiri en einn möguleika í
þessum efnum, bæði áframhald-
andi öra aukningu í raforku-
þörf, ef síldveiði heldur enn
lengi áfram að aukast, og svo til
muna hægari vöxt, ef veiði eykst
lítið úr þessu og jafnvel dregst
saman að nokkrum tima liðn-
um.
Austurlandsathugunin hefur
af þessum sökum reynzt um-
fangsmikil og orðið nauðsynlegt
að rannsaka áhrif mjög margra
atriða á niðurstöðurnar og þar
með á kostnað raforkunnar. Til
þess að gera slíkt mögulegt hef-
ur raforkumálastjórnin þróað
sérstakar rannsóknaraðferðir og
tekið í notkun nýja reiknitækni,
sem beitt er í fyrsta skipti hér
á landi við svona verkefni. Að
þessu hefur unnið sérstakur
vinnuhópur starfsmanna hjá
raforkumálastjóminni, er skip-
aður var til að ganga frá endan-
legri álitsgerð um hagkvæmustu
leið til öflunar raforku fyrir
Austurland. Hefur hópurinn not-
að við þetta rafreikni Háskóla ís-
lands. Leyfa þessar aðferðir
mun nákvæmari og ítarlegri at-
huganlr og fyllri hagkvæmnis-
útreikninga, en unnt hefur verið
að viðhafa áður um þessar nýju,
hraðvirku aðferðir verða til-
tækar.
Á fyrstu fjórum mánuðum
ársins 1966 átti raforkumála-
stjóri og samstarfsmenn hans, er
að þessum rannsóknum unnu
marga fundi með þingmönnum
Austurlandskjördæmis. í ágúst-
mánuði sl. sat raforkumálastjóri
fund á Egilsstöðum með þing-
mönnum kjördæmisins og framá
mönnum sýslu- og sveitarfélaga
austanlands. Hvort tveggja var
þetta í því skyni gert að tryggja
að heimamenn c|; fultrúar þeirra
gætu fylgzt með þessari rann-
sókn.
Að því sem að framan er
sagt má og sjá, að raforkumál
Austurlands hafa verið rann-
sökuð mjög ítarlega og ræki-
lega og má fullyrða að eigi hafi
raforkumál annarra landshluta
hlotið ítarlegri athugun en Aust-
lands nú hafa hlotið.
Hinn 18. apríl 1986 sneri stjórn
Laxárvirkjunar sér til ríkis-
stjórnarinnar með beiðni um
fyrirgreiðslu um lánsútvegun til
nýrrar virkjunar í Laxá. En með
því að Austurlandsathugunin
hafði þegar sýnt að tenging Aust
urlands og Laxársvæðisins og
sameiginleg virkjun gat verið
báðum til hagsbóta og ljóst var,
að tenging Austurlands við Laxá,
ef af yrði, hlaut að hafa nokkur
áhrif á tilhögun nývirkjunar í
Laxá, þótti ekki fært að af-
greiða málaleitun Laxárvirkjun-
ar án þess að taka þann mögu-
leika mgð í reikninginn. Var því
skipuð sérstök nefnd af þessu
^ tilefni til að taka málaleitan
' Laxárvirkjunar til athugunar i
ljósi þessara nýju viðhorfa; rarrn
saka tæknilegar- og fjárhagsleg-
ar áætlanir um nývirkjun í Laxá,
og þá sérstaklega hvaða áhrif
það hefði á slíka virkjun ef
henni væri ætlað að sjá Norður-
landi vestra og Austurlandi fyrir
raforku, auk Laxársvæðisins.
Samtímis tók Seðlabankinn að
sér að athuga sérstaklega, hverj-
ir fjáröflunarmöguleikar væru
fyrir hendi til virkjunarfram-
kvæmda af því tagi, sem Laxár-
virkjunin er. í nefnd þessa voru
skipaðir raforkumálastjóri, raf-
1 magnsveitustjóri ríkisins, tveir
' sérfræðingar frá Efnahags-
stofnuninni og Seðlabankanum,
og tveir fulltrúar Laxárvirkjun-
arinnar (f.ess fyrirtækis) er
hafði lagt fram þá málaleitan er
varð tilefni nefndarskipunarinn-
ar. Þar eð starfssvið nefndar-
innar varðaði fyrst og fremst
tæknilega- og fjárhagslega at-
hugun á ætlunum um viðbótar-
virkjun í Laxá og áhrif af stækk
un orkuveitusvæðisins á virkjun-
ina var sjálfsagt mál að full-
: trúar frá Laxárvirkjun ættu
sæti í nefndinni, en á hinn bóg-
inn ekki tilefni til að fulltrúar
i héraða eða landshluta ættu þar
1 sæti. Þetta er ástæðan til að
hvorki fulltrúar AustfirSinga né
1 fulltrúar frá Norðurlandi vestra,
sem svipað er ástatt um og Aust-
urland í þessu sambandi voru
skipaðir ’ í nefndina. Hér hefur
I engin mismunum milli lands-
I hluta átt sér stað.
Sem fyrr segir hafa rann-
sóknirnir á raforkumálum Aust-
urlands verið í höndum raforku-
! málastjórnarinnar, en fulltrúum
I Austfirðinga, bæði á Alþingi og
heima fyrir verið gefinn kostur
á að fylgjast með þeim, svo sem
að framan er rakið. Þegar jafn-
framt er athugað, hversu ræki-
, legar og nákvæmar þessar rann-
sóknir eru, er f jarstæða að halda
því fram, að hagsmunir Austur-
lands hafi í þessum efnum verið
fyrir borð bornir.
Saigon, 28. janúar — AP
BANDARÍSKAR B-52 sprengju-
flugvélar vörpuðu i dag miklu
magni magnesium-sprengja yfir
frumskógunum á hernaðarsvæði
„C“, um 50 km. norðaustan Tay
Ninh, þar sem Viet Cong menn
hafa haft fast aðsetur til þessa.
Urðu af miklir eldar og er frum
skógurinn sviðinn á stóru flæmi.
Þetta er önnur ferðin sem farin
er gagngert til þess að brenna
ofan af Viet Cong á þessum slóð-
um.