Morgunblaðið - 12.02.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.02.1967, Qupperneq 1
Sunnudagur 12. febrúar Blnb II FYRIR íslendinga er koma For- setans til fslands hliðstæð ýms- um merkum uppfinningum sem tímamót eru miðuð við á dögum iðnbyltingarinnar úti í þeim stóra heimi. Þessi fræga sigling var sigling allrar þjóðarinnar inn í nýjan heim, nýtt landnám, sem ekki er enn lokið. Þetta ár byrja íslendingar, svo að marki sé að kasta frumstæð- um og aldagömlum amboðum og árahlummum frá sér og byrja að nýta vélina. Það má ekki gleyma reynslu- ferð Árna Gíslasonar á fyrsta vélbátnum á ísafjarðarpolli haustið 1902, ekki heldur komu Coots í marzmánuði 1905. Þetta voru óumdeilanlega frumherjar, en það ekki hægt að tala um að umskipti verði í atvinnuhátt- um þjóðarinnar fyrr en 1907. Þá kemur Forsetinn og litlu síðar Marzinn og þá Snorri Sturluson og vélbátum fer þá að fjölga að ráði víða um land. Þessum vél- knúna flota fylgdi síðan véla- verkstæði og almenn notkun vélaraflsins á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Það er því að vonum, að landsmenn láti sig nokkru varða siglingu Forsetans að landinu og hvenær hann varpaði akkerum á höfninni í Reykjavík. Vélaöld hefst 1907 og Jón for- seti er táknið. 15. júní 1905 situr maður einn í Reykjavík við að skrifa syni sinum í Höfn: „......nú er annað í bruggi. Magnús Magnússon, Jón Sig- urðsson, Jón Ólafsson, Halldór og Kolbeinn Þorsteinssynir vilja allir selja skip sín, Sophie, Ragnheiði og Caroline og biðja mig nú að standa fyrir félagi, sem kaupi gam)an_ togara. Ég held ég geri það. Ég hefi trú á því. Ensku togararnir ganga vel. Vil þó ekki gamalt skip. Vil nýtt skip og hef því spurzt fyr- ir í Aberdeen, hvað muni kosta skip nægjanlega sterkt og vel út Þórffur Sigurffsson. búið í alla staði: Það á að kosta 6300 sterlingspund. Við hugsuð- um okkur fyrst að kaupa tvö skipskip á 4—5000 sterlingspund, en mér þykir nóg að kaupa eitt. Má vera að ég þurfi að selja Bráðræði, til þess að koma þessu í kring. Geri það, ef ég fæ fyr- ir það 50 þús. krónur. Þetta verð ur mikið að færast í fang, en ég hefi trú á að græða megi á þess- ari veiðiaðferð, ef rétt er stjórn- að og dálítið lán er með.“ Þegar þetta bréf er á leið út, er Cöot gamli á leið upp eftir viðgerðina í Englandi. Coot hafði komið 6. marz um veturinn. Það var ólag á spilinu og ýmislegt fleira úr lagi, svo að hann fór út til viðgerðar um vorið.. Það er þvi ekki rétt eins og stund- um hefur verið haldið fram, að hin góða reynsla sem fékkst af útgerð Coots síðar hafi ýtt Alli- ance félögunum af stað. Þeir fara að tala sig saman, áður en nokkur reynsla er fengin af þeirri útgerð, eða strax um vor- ið 1905, þó að þeir stofnuðu ekki með sér félag formlega fyrr en um haustið eða 18. október. Eins og ljóst er af ofanrituðum iín- um dags. 15. júní, er Thor Jen- sen búinn að afla sér upplýsinga um verð skips frá Aberdeen og það hefur vafalaust gerzt með bréfaskriftum og tekið all-lang- an tima. Áframhald sögunnar af þess- um skipakaupum hefur Loftur Bjarnason rakið skilmerkilega í Morgunblaðinu 22. janúar og verður það ekki gert frekar hér, heldur farið niður á Fischer- bryggju að hyggja að skips- komu. Hvergi gleður náttúra íslands augað meira en í Reykjavík, þeg ar vel liggur á henni. Vegna hins grunna en breiða Flóa er raki loftsins mikill og iitbrigði þess þar af oft furðuleg á við- um himninum yfir sjónum og fjöilin eru nægjanlega fjarri til þess, að aurskriður þeirra særa ekki augað. Ef fólk lætur ekki þessa leiðinlegu en nauðsynlegu húsakumbalda trufla sjónina, þá hlýtur því að verða ljóst, að sól- arlag og sólaruppkoma, þegar vel viðrar í Reykjavík, gefur fyrirheit um að líf sé eftir þetta líf og eins það, að ólíklegt sé að svo fagur heimur farist. Hitt er áreiðanlega jafn satt, að hvergi á jarðkringlunni geti verið ömurlegra en í þessum stað, þegar útsynningurinn og svart skammdegismyrkrið leggst yfir bæinn, og þá hlýtur afturá- móti sú spurning að vakna, hvað það fólk hafi gert á hluta drott- ljóst að þessi skipskoma skipti sköpum í lífi þess og það sé fyrst i rniklum flota, sem valdi því, að bærinn verði raflýstur, gang- stéttir lagðar, hús steypt og göt- ur malbikaðar. Eftirvæntingin er blandin á- Togarinn Jón forseti. KEMUR AF HAFI hyggjum hjá sumum þeim, sem norpa niður við Fischers- bryggju. 153 þús. krónur er stjarnfræðileg tala í augum ís- lendings, þegar álögð útsvör í Reykjavík náðu ekki 50 þús- undum. Það er óvíst um komutíma skipsins. Það er vitað um farar- dag þess frá Englandi og það átti að koma þennan dag, en veðrið er vont og það gat hafa tafizt í Bergur Pálsson hafi, þó að ekki væri gert ráð fyrir öðru verra. Loks sjá þeir, sem skarpasta hafa sjóaina, að það móar fyrir skipi, sem er að læðast fyrir Ör- firiseyjaroddann og fer hægt, því að þar er ekki ratarinn um borð og ekki dýptarmælirinn en litlu síðar berst lágt eimpípuvæl inn yfir bæinn. EFTIR ASGEIR JAKOBSSON ins, sem hann setur niður á því- liku annesi umvafið roki og rign ingu og svörtu myrkri og verður því ekki svarað nema með því sem að ofan er sagt. Hann hell- ir yfir okkur myrkrinu og út- synningnum til þess að við get- um betur notið sólaruppkom- unnar og lognkyrrðar vordag- anna. Og er nú mál að hverfa frá drottni og leita heldur uppi togarann, sem átti að skrifa um. Það er kolsvartur þorradagur, þegar myrkrið er svartast og mannlifið daprast, útsynnings- slyddan lemur bárujárnskumb- aldana, öklaleðja á gangstígum og bæjarómyndin öll, lifandi og dauð, kúrir í vonleysi með úfið hraunið að baki en brjálað haf- ið framundan. Það er von á skipi af hafi. Nokkrar hræður, sem eiga erindi við skipið, hama sig undir húsvegg niður við höfnina. Annars eru fáir á ferli. Hvernig á almenningi að vera Jón forseti er kominn af hafi með hinn nýja tíma. Forsetin hélt frá Glasgow síðla þann 18. janúar 1907. Hann fékk rumpuveður á leiðinni, en liðug- an vind, suðvestan, sem heldur flýtti ferðinni, því að alltaf var haldin full ferð. Það var ekki ónýtt að fá þennan rudda á heimleið til að finna, hvernig dallurinn færi í sjó og hvað mætti bjóða honum á hinni hættulegustu siglingu allrar sigl- ingar í vondu, en það er, þegar hann stendur á hornið aftan til. Það var varpað akkerum á Reykjavíkurhöfn að kvöldi dags þann 22. janúarmánaðar. Thor Jensen hefur bókfært hjá sér, bæði farardag frá Glas- gow 18. janúar og komudag til Reykjavíkur 22. janúar og birt- ir báðar þessar dagsetningar í bókinni Minningar II, Fram- kvæmdaár. Mönnum hefur ein- hvern veginn sézt yfir þessa frumheimild um komudaginn við nýafstaðin afmælisskrif, og talið komudaginn 23. janúar. — Óljós og ósamhljóða ummæli blaðanna á þessum tíma um komudaginn er ekki sambærileg heimild, enda villa þeirra auð- sæ við nánari athugun. Þegar menn fóru að rifja upp heimsiglingu Forsetans kom á daginn, að enn voru á lífi tveir menn af fyrstu skipshöfn hans. Annar þeirra, Bergur Pálsson, kom upp með honum og var áfram á honum, en hinn, Þórð- ur Sigurðsson, fór strax í fyrstu veiðiförina. Þessir menn hafa frá mörgu að segja og verður það ekki allt rakið hér, en þeim bar saman um flest, sem laut að Forsetanum, og þeim bar sam- an um fleira. Til dæmis spurði ég þá báða, hvernig hefði verið um bjargræði við land fyrir sjó- menn á þessum tíma, og þá fórst þeim báðum svipað; þeir misstu gersamlega minnið, þessir ágætu öldungar. — Konur? Nei, nei, nei .... Og þeir störðu með guðræknis svip út í bláinn. Hér verður tínt saman úr sam- tölum við þessa heiðursmenn, það sem beinlínis snertir For- setann, og rakin saga þeirra stuttlega við sjó, einum Þórð- ar, því að frá Bergi hefur víð- ar verið sagt. ÞaS er gefið teekifæri aS taka þa6 hér fram, vegna siendurtekinna um- mæla hér »g þar, að þa6 er mein- ingariaust a8 tala um „sjómanna- mái“. Sjómenn tala islenzku eins og aðrir landsmenn, hitt er ré-tt a8 það bregSur fyrir orðum hjá þeirri stétt sem öðrum stéttum, einskonar fag- orðum, sem ekki eru öðru fólki til- tæk, og þeir taka stundum dýpra í árinni í tali sínu en almennt gerist, en að það réttlæti, aS talað sé um ,,sjómannamál“, nær engri átt. Það er einnig meiningarleysa að tala um ..sjómannabækur", fremur en þá iðn- aðarmannabækur, verkamannabækur eða verzlunarmannabækur: bækur um sjómenn eru bækur um fófk, lif þess og baráttu að vísu við sérstakar- aðstæður, en það gefur varla tilefni til að einkenna þær á ofannefndan hátt. Það er rétt að segja, að bók fjalli að efni til um sjómann, en það jafngildir ekki orðinu .sjómanna- bók", og burt með þessi tvö orð .sjómannamál', og ,sjómannabók‘. Þórður Sigurðsson er fæddur að Meiðastaðakoti í Garði 23. október 1885 og því 81 árs að aldri. Hann bendir mér á mynd, sem hangir á veggnum hjá hon- um i Hrafnistu. Á henni eru bræðurnir sex, ásamt föður sín- um. Þetta eru karlmannlegir menn og allir voru þeir sjó- menn utan einn. — Nú er ég einn á lífi minna systkina, segir Þórður og horfir um stund á myndiná. Jón var elztur þeirra bræðra. Hann átti kútterana fsabellu og Ragnheiði með Magnúsi Magnús- syni og var einn af stofnendum Alliance. Þegar Jón var með ísa bellu voru þeir bræður allir með honum og þótti það óhæfa og „fengum við tiltal", segir Þtirð- ur og kom það ekki fyrir oftar, að þeir væru allir samt á einu skipi. Jón tók Forsetann næstur HaH dóri Kr., þegar hann fór á Skúla fógeta og var með hann frá 1910 til 1914 og var mikill af'.a- maður. Þorvaldur, næst elztur bræðranna, fórst á Skúla fógeta eldra, þegar hann rakst á tund- urduflið i ágúst 1914, en Sigurð- ur sá fjórði bræðranna að aldri, fórst á Skúla fógeta hinum yngra, þegar hann strandaði í Grindavík 1926. Þórður fór til sjós fermingar árið sitt og þá sem kokkur á lítinn kopp, 12 tonn, sem Stig- andi hét og átti hann Helgi Helgason, sem kunnur er nú helzt sem tónskáld, en var þekkt ari sem mikill athafnamaður af samtíma sinum. Af Stíganda fór Þórður á Sigríði með EHert Schram, svo á ísabellu með Jóni bróður sínum, þá á Ragnheiði og síðan á Forsetann veturinn 1907 strax í fyrstu veiðiferðina og var han skráður 4. febrúar 1907. — Mannstu eftir komu Forset ans? — Já, það var suðvestan rok. — Fjölmenntu Reykvíkingar við komuna? — Ekki minnist ég þess, enda var kolvitlaust veður. — Hélduð þið beint suður á banka? — Já, við vorum þar alla fynstu vertíðina. — Manstu hvernig gekk að koma út trollinu í fyrsta kast- inu? — Það gekl? ágætlega. Þarna voru þaulvanir menn, búnir að vera í Englandi, eins og Berg- ur Pálsson, Páll Jónsson, Sigurð ur Hanson og síðan þeir bræð- urnir Halldór og Kolbeinn. Við hinir stóðum bara og horfðum á, en það gerðum við ekki nema í fyrsta kastinu. — Hvernig öfluðuð þið i fyrsta halinu? — Það man ég ekki. Það hef- ur sjálfsagt verið lítið. Mig minn ir við fengjum lítið þennan fyrsta túr og færum inn eftir fáeina daga. Það var eilíft rifr- ildL — Var yfirleitt mikið um rifr- ildi? — Já, menn þekktu ekki botn inn og renndu blint í sjóinn. Ég man sérstaklega eitt dæmi. Það var á Eldeyjarbankanum. Við höfðum legið alla nóttina við að slá undir nýju neti, og köstuðum eitthvað um =ex ieytið um morg Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.