Morgunblaðið - 12.02.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.02.1967, Qupperneq 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1967. --------------------------------1--------- — Já, við koœum reyndar með allt tilbúið upp með okkur, en það þurfti að taka hér vatn og vistir, skrá mannskap og ganga frá einu og öðru áður en haldið var út á veiðarnar. — Er öruggt að þið hafið ekki reynt hér í Flóanum fyrst? — Já, við héldum beint suður á Selvogsbanka og vorum við Vestmannaeyjar alla vertíðina. — Fannst þér vera mikið rif- rildi þessa fyrstu vertíð? — Já, við rifum mikið, eilíft rifrildi og rimpingar. Þegar við voru að fiska hér í Bugtinni, lágum við oft inni í Reykjavík í bætingu allan daginn, stundum dag eftir dag. Það var líka von, þetta var ekkert net, sem við vorum með, þrítvinningur í því öilu nema rétt í pokanum, og hann var ekki húðaður, svo að þú getur imyndað þér að það var engin furða, þó að við rifum, og svo þekktum við ekki botn- inn. — Voruð þið með trébobb- inga? — Nei, við reyndum þá, en þá versnaði rifrildið um allan helm ing. Hann nefnilega tróð það, dró ekki nóg, svo að við tókum þá af og vorum bara með vafið fótreipi, bæði á miðju og vængj- um, og svo keðju til að þyngja það niður. — Hvernig var mataræðið á Forsetanum? — Ágætt. Miklu betra en á skútunum. (Hér ber að gæta þess, að Bergur miðar við það sem var, en Þórður við hitt, sem varð). — Hvað er þér minnisstæðast af Forsetanum .Bergur? — Ég á margar miningar af Forsetanum, það held ég nú. Einu sinni misstum við stýrið, ég held það hafi verið annað árið. Við vorum á leiðinni vest- ur og fengum djöfuls mótvind og svínarí, og út af Látrabjargi hlunkast stýrið af honum. Hann kom framí hann Páll Jónsson og sagði: — Látið ykkur ekki bregða, piltar, stýrið er farið af kollunni. Jæja, það var ekkert annað en það. Snarvitlaust veður, við í röstinni og Látrabjarg gapandi á stjórnborða. Við lásuðum í for hlerann og fíruðum honum nið- ur, en hann var eins og ótamið andskotans tryppi og lamdist við skipsbúkinn og þá lásuðum við í hann afturvírnum og síðan messangírnum og hífðum hann pinnfastan þvert út af skipinu. Síðan heistum við messaninn og létum han vinna á móti hleran- um, vindurinn var orðinn á bak- borða, og þannig komumst við inn til Patreksfjarðar. Þar var rekið saman einskonar tréstýri á hann og svo kom dráttarbát- ur og fylgdi okkur suður, og þar urðum við að bíða í mánuð eftir stýri að utan. Mér er líka minnisstæð ein ferð okkar vestur f vestan-suðvestan brælu og miklum sjó. Við vor- um nærri lentir uppi á Snæfe'.ls nesinu. Við höfðum tekið stefn- una frá Garðskaga og laust fyrir Malarrif, en afdriftin varð meiri en við reiknuðum með. Það mun aði mjóu. Ég var á vakt í brúnni og allt í einu fundust mér sjóirn ir vera orðnir ískyggilega krapp ir, líkt og v_ið værum komnir á grunnsævi. Ég rýndi út í myrkr- ið og skyndilega sá ég bregða fyrir ljóstýru framundan líkt og þar væri týra í glugga, og þá þóttist ég vita, hvað væri að ske og kalla til Þórarins fiskrag- ara, sem var við stýrið: — Hart í bak, hart í tfak. Hann snarsneri og þá voru sjóirnir orðnir svo krappir að hann hafði sig ekki upp á þá, heldur stakk sér í, en hann kom upp aftur og út komumst við. Halldór kom upp í þessu, leit á kompásinn og sagði: — Nú, er það þetta sem þið stýrið núna? — Ei myndi síðar vænna, sagði ég og fór í koju, því að rnín vakt var úti. Halldór breytti ekki stefnunni heldur hélt lengi áfram að keyra út áður en hann tók stefnuna norður með aftur. — Var Halldór mikill sjómað- ur? — Já, hann var mikill sjómað- ur, en hann gat tekið uppí sig á stundum. Iðnfyrirtæki til sölu nú þegar af sérstökum ástæðum. Iðnfyrir- tæki þetta er eitt sinnar tegundar hér á landi með framtíðarmöguleika. — Vélar að miklu leyti sjálf- virkar. Tilvalið tækifæri fyrir einn eða tvo menn til að skapa sér sjálfstæðan atvinnurekstur. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Iðnaður — 8157“. Innflytjendur Ungur maður með nokkra verzlunarþekkingu og fullkomið vald á enskum bréfaskriftum óskar eftir vinnu, helzt hjá litlu innflutningsfyrirtæki. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Áhuga- samur — 8772“. Innriuínlngsfyrirtæki óskar eftir að ráða duglega stúlku hálfan daginn. Ensku og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 17. þ. m. merkt: „8595“, Lóð á Arnarnesi Af sérstökum ástæðum kemur til mála að skipta á glæsilegri sjávarlóð á Arnarnesi, og lóð í Reykja- vík eða Seltjarnarnesi, sem liggur að sjó. Upplýsingar sendist Morgunblaðinu, merkt: „8750“. Launþegaklúbbur Heimdallar Kvikmyndakvöld Launþegaklúbbur Heimdallar efnir til kvilímyndakvölds nk. þriðjudagskvöld kl. 8,30 í „HIMINBJÖRGUM“, Félagsheimili Heimdallar við Suðurgötu. Sýndar verða góðar myndir um VERZLUN OG IÐNAÐ. Ungir verzlunar- og iðnaðarmenn eru hvattir til að mæta. ÓKEYPIS AÐGANGUR. NEFNDIN. Enskir karimannaskðr frá John White Heimsþekkt merki, ódýrir, fallegir og vandaðir, ný sending í fyrramálið. Skóbúð Ausfturbæjar LAUGAVEGI 100. v ■ OMH HEFUR FEIMGIÐ EIIMKARETT —^ Á BIRTIIMGU niinni BFTIR; mLUAM MANCHESTER BÓKIN SEM JACQUEUNE KENNEDY BAÐ UM AÐ YRDI jjjjg SKRIFUÐ UM ATBURÐINN í DALLAS, AÐDRACANDA 03 AFLEIÐINGAR Fyrsti hluti bókarinnar kemur í vikunni 23. febrúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.