Morgunblaðið - 12.02.1967, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1967.
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
ÁVOXTUR ATHYGLINNAR
l»orsteinn Jósepsson: LANDIÐ
ÞITT. Saga og sérkenni nær
2000 einstakra bæja og staða.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
h.f. 1966.
LANDIÐ ÞITT eftir Þorstein
Jósepsson er stór bók. Og þörf
bók. Og að flestu leyti góð bók.
Það er hárrétt, sem höfundur
segir sjálfur í formála og hefur
eftir öðrum manni, að frumsmíð
af þessu tagi getur aldrei „orð-
ið annað en gallagripur“.
Verk þetta var samið af ein-
um manni. Einstaklingsvinnan
hefur sína kosti. Eðlilegra má
þó telja, að uppsláttarrit sem
þetta sé samið af mörgum mönn-
um, þar sem hver og einn hefur
af sérþekkingu að miðla. Ekki
þar fyrir — gölluð verður frum-
smíðin, hversu margir sem að
henni vinna.
En sé höfð hliðsjón af þeirri
staðreynd, að Landið þitt er sam-
ið af einum manni á skömmum
tíma, má furðu gegna, hve ritið
er í rauninni gallalítið. Frágang-
urinn er að vísu stórvitaverður;
prentvillur eins og mý á mykju-
skán, svo talið sé hið versta. En
þar mun vera við útgefanda ein-
an að sakast. Tel ég ekiki vafa á,
að sumar efnisvillur í textanum
séu í raun og veru prentvillur,
t.d. ártalavillur og aðrar tölu-
skekkjur, nafnavillur og fleira.
Þau afglöp kunna að vera fyr-
irgefin í hraðunninni frumútgáfu.
En þeim mun strangari kröfur
verða líka gerðar til fyrstu endur
útgáfu, hvenær sem hún birtist.
Hvað skal þá segja um efni
þessa staðfræðilega uppsláttar-
rits?
Fljótt á litið virðist mér höf-
undur hafa leitazt við að segja
lesendum sínum nokkurn veginn
hið sama, sem venjulegur farar-
stjóri hefur verið að segja algeng
um ferðamannahóp á undanförn
um árum. Höfundur hefur farið
eftir þeirri reglu blaðamanns að
virða óskir lesenda, komið á
framfæri því, sem hann taldi
sjálfur markvert, um leið og
hann hefur tínt til, það sem gera
mátti ráð fyrir, að lesendum
þætti forvitnilegt. Það er enda-
laust álitamál, hvað ber að
leggja áherzlu á í svona löguðu
riti. Mér — fyrir mitt leyti —
þykir fara of mikið fyrir þjóð-
sagnaefni í bókinni. En það efni
er fráleitt tilkomið vegna neinn-
ar sérvizku höfundarins. Leið-
sögumenn hafa mjög ástundað
að uppfræða ferðafólk um
drauga, skrímsli og aðrar kynja-
vættir. — Ég hef heyrt allþekkt-
an fararstjóra segja sama fólkinu
sömu draugasöguna sjö sinnum.
Og fólk lætur sér það vel lika.
Spyrja má, hvers vegna það sé
svona sólgið í draugasögur. Ætli
ástæðan sé ekki sú, að íslending-
ar, þeir sem komnir eru á miðj-
an aldur og þar yfir, séu_flestir
aldir upp í draugatrú?
Annars bendir nú margt til, að
draugarnir taki senn að þoka
fyrir öðrum áhugamáium. Þjóð-
trúin á sinn tíma eins og hvað
annað. Valt er að staðhæfa, að
þjóðsögurnar rýri gildi ritsins.
Að vísu hefði sums staðar þurft
að gera skýrari greinarmun á
sannfræði og þjóðsögu. Til dæm-
is segir svo í grein'um Svínavatn
í Austur-Húnavatnssýslu:
„Kirkjustaður í Svínadal. Sam
nefnt vatn allstórt er skammt
frá bænum. í því er veiði. Oft
hafa slys orðið í Svínavatni, eink
um með þeim hætti, að menn
hafa farið niður um veikan ís.
Meðal annars hafa nokkrir Auð-
kúluprestar drukknað í vatninu.
Hafa þeir gengið aftur og sum-
ir leitazt við að draga vegfar-
endur niður í vakir til sín“.
Hér er sagt frá afturgöngun-
um, eins og um heilagan sannleik
væri að ræða. Og svo er miklu
víðar. Til fornsagna er vitnað á
líkan hátt. Sagt er um Njál á
Bergþórshvoli, að hann hafi ver-
ið „mestur lögvitringur allra forn
manna“.
Njáll er persóna í sagnfræði-
legu skáldverki. Og víst er hann
mikill „lögvitringur" sem slíkur.
En að telja hann mesta „lögvitr-
ing allra fornmanna" — það er
vægast sagt hæpið. Með sama
rétti mætti kalla Ólaf Kárason
Ljósvíking mesta alþýðuskáld á
tuttugustu öld, svo hliðstætt
dæmi sé tekið.
öðru máli gegnir um eftirfar-
andi athugasemd varðandi Giss-
ur Þorvaldsson undir uppsláttar-
orðinu Flugumýri. Þar segir:
„. . . komu óvinir hans að hon-
um óvörum að nóttu til með her
manns að Flugumýri og brenndu
bæinn og heimafólk, þar á meðal
konu Gissurar og þrjá sonu.
Sjálfur bjargaði Gissur sér með
því, að sögur segja, að hann faldi
sig í sýrukeri í búri“.
„að sögur segja“, stendur hér,
og mætti samkvæmt því ætla,
að nú væri vitnað til þjóðsagna.
En svo er vitanlega ekki. Frá-
sögnina af Flugumýrarbrennu er
að finna í íslendingasögu í
Sturlungu, sem er sagnfræðirit.
•Þessi atriði þarf að endurskoða
sem og fáein önnur, er nú verður
vikið að og ég tel, að breyta þurfi
eða leiðrétta fyrir endurútgáfu
ritsins.
Þar sem fjallað er um Bergþórs
hvol, segir meðal annars:
„Tengdasonur Njáls, Kári Söl-
mundarson, komst einn karl-
manna óséður úr eldinum . .“
í greininni um Dyrhólahverfi
er sama staðhæfing endurekin.
Þar segir: „Kári komst einn karla
lifandi úr Njálsbrennu".
Þetta er ekki rétt. Flosi leyfði,
að út væri hleypt úr brennunni
húskörlum, svo og bryta Njáls.
Vera má, að í Landið þitt sé átt
við, að Kári hafi sloppið úr eld-
inum einn þeirra karla, sem ætl
azt var til, að brynnu þar inni.
En það kemur í sama stað. Frá-
sögnin þarf engu síður að vera
skýrari, afdráttarlausari.
Um Biskupsbrekiku segir svo:
„Þar veiktist Jón biskup Vída-
lín skyndilega 30. ágúst 1720 á
vísitazíuferð til Vesturlands“.
Ekki hef ég við höndina frum
heimildir um þann atburð. En
nær er mér að halda, að biskup
hafi ekki verið á leið í neina
vísitazíuferð og vitna í því efni
til Sögu íslendinga eftir Pál
Eggert Ólason og Þorkel Jó-
hannesson, sjötta bindi. Þar seg-
ir um ferðalag biskups og dánar-
dægur:
„Þeir biskup og mágur hans,
síra Þórður Jónsson á Staðastað,
höfðu heitið því hvor öðrum, að
sá þeirra, er lengur lifði, skyldi
flytja líkræðu yfir hinum. Síra
Þórður andaðist 21. ágúst 1720, og
frétti biskup látið 24. eða 25. sama
mánaðar. Lagði hann þegar af
stað, til þess að fylgja síra Þórði
til grafar. Hafði hann verið á
sífelldum erli og ferðalögum það
sumar fram að þessu. Sama dag
kenndi hann verkjar fyrir brjóst
inu, einkum eftir að hann kom
vestur á Sleðaás, og komst með
naumindum í sæluhúsið. Versn-
aði honum svo um nóttina, að
hann treystist ekki að fara lengra
Lét hann þá taka sér blóð, og
linaði það verkinn, en við það
dró úr honum mátt. Andaðist
hann þar í sæluhúsinu aðfara-
nótt 30. ágúst“.
Biskup hefur sem sagt verið á
leið að jarðarför og veikzt 24.
eða 25. ágúst, en ekki 30. eins og
segir í Landið þitt.
f greininni um Breiðabólsstað
í Fljótshlíð er vikið að „Fjölni,
sem olli á þeim árum byltingu í
íslenzkri menningu og viðreisn“,
að þar stendur skrifað.
Þau orð tel ég eiga litla stoð i
veruleikanum. Fjölnir hratt ekki
af stað neinni byltingu, að
minnsta kosti ekki samkvæmt
venjulegri merking þess orðs.
Annað mál er, að í sjálfstæðis-
baráttunni, mörgum áratugum
síðar, tók þjóðin að rækja minn-
ing Fjölnis og hóf hann til vegs í
almennri vitund.
f greininni um Hóla í Hjalta-
dal segir, að Jón Arason hafi
verið hálshöggvinn „ásamt son-
um sínum þrem“. Það er ekki
rétt. Aðeins tveir synir Jóns,
Björn og Ari. voru með honum
höggnir.
í greininni um Hraunhafnar-
tanga er nefndur Þorgeir og sagð
ur Hávarðsson. Þar er skakkt
farið með föðurnafn. Faðir Þor-
geirs hét ekki Hávarður, heldur
Hávarr.
í kauptúninu Hvolsvelli, Rang-
árvallasýslu, eru íbúar sagðir
„um 375“. Sú tala mun vera allt
of há. Hins vegar gæti talan áítt
við íbúafjölda alls hreppsins.
í greininni um Jökuldalsheiði
er getið um bæinn Rangárlón,
eins og þar setndur ritað. Man
ég ekki rétt, að hann væri jafn-
an kallaður Rangalón, enda þó
fyrrgreinda nafnið kunni að
vera upprunalegra?
í smágrein um Kúvíkur standa
þessi orð: „í Kúvíkum er Jakob
skáld Thorarensen upprunninn,
fæddur 1886“.
Þessi klausa er kelzti óskýr,
því eftir henni mætti ætla, að
Jakob væri fæddur í Kúvíkum.
Svo er ekki. Hann fæddist á
Fossi í Hrútafirði. Svipuðu máli
gegnir um það, sem sagt er um
Gest Pálsson skáld, að hann væri
upprunninn í Mýrartungu. Þar
sannast hins vegar, að ekki er
átt við fæðingarstað, því fæð-
ingarstaðar Gests er rétt getið
annars staðar í bókinni. Hér þarf
því einnig að breyta orðalagi til
greinilegri vegar.
Um Reykholt í Borgarfirði
segir meðal annars, að þar hafi
Snorri verið „myrtur“. Vafasamt
er að viðhafa slíkt orð í því sam
bandi. Snorri var veginn, en ekki
myrtur, enda þó óvinirnir fyndu
hann á felustað.
í greininni um Reykjavík seg-
ir, að „Svíar (Málmeyjarkaup-
menn)“ hafi fengið „einokunar-
aðstöðu til verzlunar árið 1602“
í Hólminum.
Villandi er að tala um Svía í
því sambandi, nema hins sé um
Þorsteinn Jósepsson.
leið getið, að Málmey var á þeim
tíma hluti af Danaveldi og Málm
eyjarkaupmenn voru þá danskir
þejjnar.
í sömu grein segir, að um
miðja nítjándu öld hafi byrjað
„starfsemi hins almenna Mennta
skóla í Reykjavík". Sú athuga-
semd er lí'ka hæpin. Skólinn hét
þá öðru nafni. Og „almennur"
var hann ekki í líkingu við það,
er síðar varð. Það var ekki fyrr
en í byrjun þessarar aldar, ef
ég kann með að fara, að tekið
var að kalla hann hinn almenna
menntaskóla". En jafnvel það
tíðkast nú ekki lengur.
Þá er í sömu grein minnzt á
„svokallaðan Hljómskálagarð“.
Garður sá heitir nú Tjarnar-
garður.
í greininni um Snæfellsjökul
segir: „Við rætur Snæfellsjökuls
að sunnan er sæluhús, sem Ferða
félag íslands á“. — Þarna skakk
ar áttum. Sæluhúsið stendur aust
an við jökulinn, og þó norðar
fremur en sunnar.
Um Holtavörðuheiði segir, að
hún liggi „milli Norðurárdals í
Mýrarsýslu og Hrútafjarðar í
Strandasýslu“.
Málsgreinin er villandi, því af
henni mætti ráða, að Stranda-
sýsla lægi að Hrútafirði öllum.
Svo er ekki. Húnavatnssýsla ligg
ur að honum austanverðum.
Þá eru fáein ártql. Davíð
Stefánsson skáld er sagður hafa
andazt 1963. Hið rétta mun vera
1964. Dánarár Guðmundar á
Sandi er talið 1940. Hið rétta er
1944. Einar H. Kvaran er sagður
fæddur 1854 og dáinn 1921. Hvor
ugt er rétt. Einar fæddist 1869
og dó 1938. Um Þjórsárbrú segir,
að hún væri „upphaflega byggð
1885“. Þar held ég skakki áratug,
því Þjórsárbrú var vígð 1895.
— ★ —
Fáum tveim mönnuin mun
koma saman um, hvað sé van-
sagt og hvað sé ofsagt í riti sem
þessu. Svari ég fyrir mig, þykir
mér íslenzkum bókmenntum gerð
þar fulllítil skil miðað við önnur
fræði. Tilfæri nokkur dæmi.
Sagt er um Odd Hjartalín, að
um hann hafi „myndazt þjóðsög-
ur“. Mátti ekki eins geta um
kvæði það, sem Bjarni Thor orti
um Odd? Sannfærður er ég um,
að fleiri kannast við það en
þjóðsögurnar. Getið er um Ás-
hildarmýrarsamþykkt. Þar hefði,
tel ég, átt að minna á kvæði
Tómasar, Að Áshildarmýri.
Hins vegar álít ég meira en
óþarft að geta um Kristin nokk-
urn Stefánsson skáld, fæddan á
Egilsá í Skagafirði, „sem síðar
íluttist alfarinn til Vesturheims“.
Hundruð slíkra hefðu með sama
rétti mátt standa í bókinni.
í greininni um Kirkjuból I
Mýrarsýslu er ekki aðeins getið
um Guðmund Böðvarsson, held-
ur einnig um Böðvar skáld, son
hans. Það er vel. Verra er hins
vegar, að hann er næstum eina
skáldið undir miðjum aldri, sem
inni hefur fengið í ritinu.
Um Skinnalón í Norður-Þing-
eyjarsýslu segir, að „þar bjuggu
foreldrar Magnúsar Eiríkssonar
guðfræðings (1806-1881). Lagði
hann sig mjög eftir trúarefnum
og gaf á því sviði út fjölda rita,
flest á dönsku. Hann hafði um
tíma áhuga á dönskum stjórn-
málum og bauð sig þar fram til
þings. Bjó lengst af ævinnar i
Kaupmannahöfn".
Magnúsi þessum má að skað-
lausu sleppa. Hann er stein-
gleymdur.
Um Elliðavatn við Reykjavík
er rituð allýtarleg grein, meðal
annars getið um veru Benedifcts
Sveinssonar þar og sagt frá því,
að Ólafur Haukur, sonur hans,
hafi drukknað í vatninu, en —
aðalatriðið hefur gleymzt: að á
þeim stað fæddist Einar Ben.
sjálfur.
í sumum greinum þyrfti að
auka við atriðum, þó ekki væri
vegna annars en samræmis.
Dæmi: Þess er getið um flest
stórfljót landsins, hve löng þau
séu frú upptökum til ósa. Um
einhver — en fæst þó — er einnig
tekið fram, hversu mikið sé vatns
magn þeirra samkvæmt meðal-
rennsli. En sá fróðleikur þyrfti
að vera tiltækur varðandi allar
stórór, sem nefndar eru í bók-
inni. Að vita um vatnsmagn ár
kann í sumum tilfellum að vera
nauðsynlegra en kunna skil á
vegalengd þeirri, sem hún streym
ir frá upptökum til ósa.
í ritinu eru margar myndir,
teknar af höfundi bókarinnar.
Daufar eru þær flestar. Höfundur
var svo mikill ljósmyndari, að
manni hlýtur að koma í hug, að
þessar myndir hans hafi hlotið
misjafna meðferð á einhverjum
•'áföngum áleiðis til prentunar.
Sitthvað fleira mætti að riti
þessu finna, ef allt væri týnt tiL
En um leið verður að táka skýrt
fram, að jafnvel margar rétt-
mætar aðfinnslur gefa harla lítið
til kynna um svona mikla bók.
Það er létt verk og löðurmann-
legt að benda á fáeina, smávægi
lega ágalla. En það er mikið af-
rek að semja svona lagað rit og
ekki á mannlegu valdi að ganga
svo frá því við fyrstu gerð, að
ein og ein missögn slæðist ekki
með þeim aragrúa atriða, sem
hárrétt eru og skipulega fram
talin.
Þorsteinn Jósepsson var mikill
blaðamaður og ágætur rithöf-
undur. Hann samdi Landið þitt
á undraskömmum tíma, og mun
þó hvergi hafa gengið heill til
skógar, meðan hann vann það
verk. Því síður mun nokkrum,
sem les ritið, blandast hugur um,
að það hlýtur að vera árangur
mikils ævistarfs. Þeirri þekking,
sem höfundur skrifaði saman á
bók á fáeinum mánuðum, hefur
hann verið búinn að viða að sér
á mörgum áratugum. Landið
þitt er og verður hans opus
magnum.
Heyrt hef ég, að bókin hafi
selzt svo vel fyrir jólin, að upp-
lag hennar sé nálega þrotið. Gleði
legt er til þess að vita, því þarna
er á ferðinni rit, sem er í senn
skemmtilegt og gagnlegt.
Sjálfsagt líður ekki á löngiu,
þar til ritið verður gefið út á ný.
Þá yrði minning hins látna höf-
undar verðugast heiðruð, ef það
yrði gert svo vel úr garði, sem
því bezt má hæfa.
Erlendur Jónsson.
ENSKUSKÓLI
LEO MUNRO
Baldursgötu 39. Símar 19456.
Nýtt námskeið fyrir fullorðna hefst
20. febrúar
Aðeins W í flokki
Innritun í síma
79456
alla virka daga frá
fiff. 7 til 4 eh.