Morgunblaðið - 12.02.1967, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRUAK 196T.
BONNARD HUNDRAÐ ÁRA
PIEBRE Bonnard er að Sllu
leyti mjög mikil andstæða við
Picasso, bæði sem listamaður og
persónuleiki. Annar spænskur,
hinn franskur. í>að er því
skemmtilegt, að það skuli vera
yfirlitssýningar á verkum þessara
frægu málara sitt hvoru megin
við Concorde torgið í París. Það
•r í Orangerie safninu, sem
Prakkar halda upp á hundrað
ira afmæli og tuttugu ára dá\i-
•rafmæli Bonnard. Þótti enda
aumum tími til kominn að fá að
*já yfirlitssýningu í heimaland-
inu á verkum eins þekktasta mál
ara Frakklands. Bretar og Ame-
ríkumenn höfðu riðið á vaðið
með stórar sýningar á verkum
Bonnard, og margir komizt að
þeirri niðurstöðu eftir þær sýn
ingar, að hann væri mesti málari
aádarinnar. Nú eru slíkar fullyrð
ingar heldur hæpnar og því vart
mark takandi á þess háttar, en
það virðist vera orðin ein af far
aóttum nútímans, að vilja endi-
lega gera einihverja Olympíu-
leika úr myndlist. Ekkert er fjar
kegara góðri list en keppni, list
ia er í eðli sínu lengi í mótan
og getur ekki tekið hlaupa-
spretti eða stór stökk, nema á
lðngum tíma. Að flýta sér um of
I listum, held ég að aldrei hafi
borgað sig til lengdar.
Ekkert var fjær Bonnard en
að flýta sér í listsköpun sinni.
Hann var svo hlédrægur í dag-
legu lífi, að vinir hans telja, áð
það hafi stundum verið óþægi-
legt að umgangast hann af þehn
aökum. Hann vann í sum verk
sín ár eftir ár, og ein fyrirsæta
hans hefur sagt frá því, að hún
hafi setið fjörutíu sinnum fyrir
hjá honum, án þess hann væri
ánægður með árangurinn.
Bonnard gerði engar formbylt-
ingar í málaralist, en samt tókst
honum með litasnilld sinni að
hafa gríðarleg áhrif á samtíð
*ína og ekki hvað minnst á unga
menn. Það er ekki ofsagt, að
hann hafi hafið málaralist sam-
tíðar sinnar á æðra stig mcð
ótrúlegri litameðferð, sem á sér
enga samstæðu á þessari öld,
Svo ótrúlega einstæður listamað
ur var Bonnard. Stíll hans var
það, sem við getum kallað síð-
impressionisma, eða eitthvað í
þá áttina, en samt er hann það
sjálfstæður listamaður, að hann
verður ekki dreginn í neinn
ákveðinn dilk. Hann er þó mjóg
tengdur franskri hefð, og til
dæmis eru elztu myndirnar á
þessari sýningu sama eðlis og
málverk Corot, og ekkert virð-
ist eðlilegra. Annars ber mjög
snemma á sjálfstæði Bonnards
og jafnvel furðulegt, hve hann
virðist fljótt hafa komizt inn á
þá hluti, er gerðu myndir hans
svo sérlega aðlaðandi og gríp-
andi. Ég veit ekki um neinn ann
an málara á þessari öld, sem virð
ist eiga að baki sér eins jafna
framleiðslu og vandaða og Bonn
ard. Ef skipta á listferli Bonn-
ard í tímabil, verður frekar grip
ið til þess að fara eftir fyrir-
myndum, en formibreytingum
eða litameðferð. Litir virðast
hafa verið Bonnard svo eðlileg-
ir, að hvergi verður vart við
sérstök átök eða erfiði hjá lista-
manninum, en það er algengt,
að hægt sé að sjá slíkt í verkum
málara. Svo er það annað, sem
er algerlega einstætt hjá málara,
það er bókstaflega ekki hægt að
finna eina einustu slæma mynd
í öllum þeim verkum, sem sýnd
eru á þessari sýningu. Það er
fyrst og fremst litasnilld Bonn-
ard, sem mest áhrif hefur haft á
list nútímans. Nú getur verið að
einhverjum þyki það undarlegt,
að maður sem alltaf var málandi
uppstillingar, landslög og fólk,
skuli vera talinn einn af máttar-
stólpum nútíma abstrakt listar,
en það er staðreynd um Bonn-
ard. Hann kunni vel þann gald-
ur að notfæra sér abstrakt mynd
byggingu í verkum sínum, og
auðvitað varð listagleði hans
meir en uppörvandi fyrir hvern
þann listamann, sem á annað
borð var sjáandi. Svo geislandi
eru þessir heitu sterku litir, sem
í sjálfum sér eru ekki minni
bylting í mólaralist en öll þau
stílbrögð, sem notuð hafa verið
á síðustu áratugum. Hér sjáum
við ekki síður en hjó Picasso, að
st'ílí hefur nauðalítið að segja,
það er kraftur litar og línu, sem
gerir út um hlutinn.
Bonnard var heldur fámáll
um list sína og málaralist yfir-
leitt. Samt er haft eftir honum,
að málverkið sé ekki eftirlíking
af neinum fyrirmyndum, heldur
lítill heimur fyrir sig, sem sé
fullkominn í sjálfum sér. Bonn-
ard hafði þann vana að gera
frummundir úti í náttúrunni, að
eins nokkur strik rissuð á papp-
írsblað, síðan málaði hann
myndir sínar í vinnustofunni og
sagði, að það truflaði hjá sér
málverkið að gera það á staðn-
um. Á öðrum stað er haft eftir
honum, að það nægi ekki að sjá
fyrirmyndina, heldur verði að
elska af öllu hjarta það, sem
maður ætli að fást við. Litirnir
verði ekki séðir, þeir verði að
koma frá hjartanu. Þessi sjónar-
mið listamannsins eru öll í sam-
ræmi við verk hans. Það er ein-
hver innileg tilfinning og ást,
sem auðkennir þau litríku verk,
sem listamaðurinn lét eftir sig.
Þessi yfirlitssýning á verkum
Bonnard er þýzkt/franskt sam-
starf, og var byrjað á að sýna
hana í Haus der Kunst í
Múnehen. Eins og áður er sagt.
er hún nú opin í Orangerie
sáfninu 1 París og stendur til 15.
apríl næstkomandi. Á sýning-
unni eru 183 olíumálverk, ásamt
svartlist, teikningum, auglýsinga
spjöldum og vatnslitamyndum,
eða 272 verk alls. Þessum verk-
um er miklu betur fyrir komið
en verkunum á sýningu Picasso
og því miklu betra að kynnast
við hvert verk fyrir sig. Þarna
var mikið af fólki, þegar ég var
þar, en hvergi nærri svo mikill
sægur sem hjá Picasso. Það er
ekki gott að spá um aðsókn að
þessari sýningu, en ég gæti trú-
að, að hún yr'ði mjög mikil.
Bonnard. er ástsæll listamaður
meðal Frakka og dáður um víða
veröld. Myndir hans hanga í
listasöfnum, sem eitthvað kveð-
ur að, um allan heim, og allir,
sem eittJhvað vita um listir, álíta
hann einstakan listamann í sinm
röð.
Þó nokkuð hefur verið skrifað
af bókum um Bonnard, og sum-
ar myndir hans hafa verið kynnt
ar í eftirprentunum. Ekki hefur
verið sett saman listasaga síð-
ustu áratuga, svo að hans sé þar
ekki getið sem eins af þeim
stóru á þessu timabili. Þessi sýn
ing Bonnard er I stuttu máli al-
veg stórkostleg, og svo eru verk-
in jöfn að gæðum, að vart verð-
ur eitt tekið öðru fram. Ber og
öllum saman um, að það sé alveg
sérstakt, hve jafnt lífsstarf þessa
meistara sé. Hann hefur sannað
það áþreifanlega, að hægt er
að mála fígúratívt enn þann dag
í dag, ef það er gert á réttan
hátt. Nú má ekki rugla list
Bonnard saman við leiðinlega
kerfisbundna akademíska list,
sem er löngu dauð úr öllum æð-
um. Þá má heldur ekki rugla
henni við náttúrustælingar.
Ekkert er fjær Bonnard. Hann
hefur sjálfur sagt: Engin list
án náttúrunnar. Þar á hann ekki
við náttúrustælingu, heldur að-
eins að listamaðurinn eigi að
láta náttúruna verka skapandi á
hug sinn. Þetta tókst honum i
ríkum mæli og þannig skapaði
hann meistaraverk á léreftinu,
sem hann gæddi glóandi, iðandi
lífi. Það er einnig einkennandi
fyrir teikningar hans, hvernig
hann notar fyrirmyndirnar að-
eins til að tjá sínar innri tilfinn-
ingar og einfaldleika. Þar er
hann meistari, dálítið sér á parti
en sérstaklega lifandi. Og þar
sér maður greinilega, hvernig
hann stundum leikur sér að því,
sem hann er að teikna. Allt virð
ist áreynslulaust hjá Bonnard,
jafnvel tilviljunarkennt. Margir
óvaningar í listum, láta stund-
um blekkjast á list Bonnard og
álíta, að hann sé undanrenna
Impressionistanna, en það er
mikill misskilningur, sem getur
ekki orðið til nema af hreinni
vanþekkingu.
Um tíma var ungum lista-
mönnum ekki meir en svo vel
við Bonnard, vegna þess að þeim
þótti hann heldur íhaldssamur í
list sinni. Var það aðallega á ár
unum milli heimsstyrjaldanna,
sem Bonnard féll í dálítinn
skugga fyrir til dæmis Kúbist-
unum. En það leið ekki á löngu,
þar til hann var aftur kominn
í brennidepilinn. Hann var ein-
faldlega of góðui málari til að
hægt væri að sniðganga hann.
Og ekki man ég eftir að hafa
nokkru sinni hitt svo uppskrúf-
aðan ungan listamann, að hann
viðurkenndi ekki Bonnard. Þann
ig er það ævilega með góða,
sanna myndlist. Hún verður ekki
sniðgengin, hún getur ekki ann-
að en sigrað, hvernig svo sem
fyrstu móttökur eru.
Bonnard var ekkert undra-
barn eins og Picasso, og hann
var heldur ekki kominn af lista-
fólki. Faðir hans var ráðuneytis-
stjóri í hermálaráðuneyti Frakk-
lands og lét son sinn nema lög.
Bonnard er fæddur í einni út-
borg Parísar, og það er ekki fyrr
en að laganámi loknu, að hann
fer á myndlistarskóla. Það má
til gamans geta þess, að Henry
Matisse, sá mikli málari, var
l'íka lögfræðingur að menntun,
og ég held, að þeir hafi útskvif-
ast sama ár, Bonnard og hann,
en ekki frá sama skóla. Einn af
vinum Bonnard segir svo frá, að
Bonnard hafi alla ævi haít
Framhald á bls. 14
Bonnard: „Nakin kona íyrir framan spegil“ (1919).
Bonnard í vinnustofu sinnL