Morgunblaðið - 12.02.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1967.
Páskaferðirnar ‘67
Mallorea Kanarieyjar — London
22. marz — 6. apríl
Þessi vinsœla ferð hefir verið fullskipuð morg undan-
farin ár og færri komizt en vildu. í gær voru aðeins 12
sæti laus í þessa vinsælu ferð þó góður tími sé gefinn
til stefnu.
Estoril (Lissabon) og London
23. marz — 4. apríl
Vegna fjölda áskorana efnum við nú í fyrsta sinn tíl
íslenzkrar hópferðar á hina undurfögru sólarströnd
Portugals. Estroil er baðstranda- og skemmtanahær um
20 km frá Lissabon, og tengd höfuðborginni með ný-
tízku rafmagnshraðbraut.
Við búum á tveimur beztu hótelum staðarins við
ströndina, Hotel Atlantic og Estoril Sol, sem er stærsta
og glæsilcgasta hóteli I Portugal, tveggja ára gamalt.
Estoril er víðfrægur skemmtana- og baðstrandarbær,
enda heldur þar að jafnaði til mikið af tízkugestum, svo
sem kvikniyndaleikarar og kóngafólk Evrópu. Auk hinn
ar fögru baðstrandar og nálægðar við stórborgina, Lissa
bon, hefur borgin annað frægasta spilavíti og „Casino“
skemmtistað álfunnar, þar sem dansað er fram undir
morgun alla daga. — Þar er einnig einn bezti golfvöllur
Evrópu. Farið er í stuttar skemmtiferðir um fagrar
byggðir Portugals, þá 10 daga, sem þar er dvalið, en
jafnan komið heim á hótel aftur samdægurs. Frá Lissa
bon er flogið til London og dvalið í þrjá daga, áður en
farið er heim. — íslenzk flugvél alla leið lækkar ferða
kostnaðinn stórlega.
SumarferÖirnar til Mallorca
14 dagar á Mallorca og einn
dagur í London kr. 9,800.—
Að þessu sinni efnir SUNNA til tveggja slíkra ferða í
hverjum mánaðanna, júní, júlí, ágúst og september.
Nú er óþarfi að fara til Kaupmannahafnar og ferðast með
danskra prestinum, eða Spies, því þið fáið ódýrari ferð
ir með íslenzkum flugvélum, sem SUNNA leigir beint
til Mallorca. I verði ferðar er innifalið hótel og fullt
fæði á Mallorca, gisting og morgunverður í London.
Ungt fólk getur fengið ferðirnar gegn vægum mán-
aðarlegum greiðslum ef pantað er fyrir 1. marz.
Dragið ekki lengi að panta þessar vinsælu ferðir.
Þær verða áreiðanlega uppseldar fljótt.
Kynnið ykkur hinar ódýru gæðaferðir SUNNU. Aðeins
góð hótel og skemmtilegt fólk í SUNNU-ferðum.
Ferðaskrifstofan SUNNA, Bankastræti 7.
Símar 16400 og 12070.
1 — Bonnard
Framhald af bls. 8
áhuga á lögum og oft gefið vin-
um sínum lögfræðileg ráð, sern
jafnan hafi reynzt ágætlega. En
hvernig sem á því stendur, þá
tókst Bonnard fyrir dauða sinn
að brengla erfðaskrá sinni þann-
ig, að ættingjar hans lentu í
miklum málaferlum út af arfm-
um, og ekki virðist það sanna,
að hann hafi verið afburða lög-
fræðingur.
Á myndlistarskólanum, Aca-
démie Julian, hitti Bonnard fyr-
ir unga menn, eins og Vuillard,
sem varð ævilangur vinur hans,
og Maurice Denis, Ranson og
Sérusier, sem allir urðu þekkt-
ir listamenn. Þeir félagar stofn-
uðu klíku, sem þeir kölluðu
„Nabis“ (dregið af hebreska orð
inu Nebiim, sem þýðir spá-
menn) og héldu hópinn nokkur
ár. Fyrsta einkasýning Bonnard
var haldin í París árið 1896.
Verk þessara félaga hanga nú í
sama sal á Nútímasafninu í
París.
Bonnard var, eins og áður er
sagt, mjög hlédrægur maður, og
það er líklegast einsdæmi í landi
eins og Frakklandi, að hann neit
aði að taka við Heiðursfylking-
ar-orðunni frönsku. En hann lét
sig ekki um það muna í landi,
þar sem orðusýki og lifrarveiki
virðast vera almennastir kvillar.
Hann lifði mjög einföldu og kyrr
látu lífi, hann kunni bezt við
sig úti á landsbyggðinni og um-
gekkst mjög fáa. Hann ferðað-
ist dálítið til útlanda, þar á með
al til Ameríku, en honum voru
veitt Carnegie-verðlaun fyrir
myndlist oftar en einu sinni.
Hann málaði dálítið á Sf>áni og í
Norður-Afríku, en kærustu við-
fangsefni hans voru París og ná
grenni og Suður-Frakkland, en
þar bjó hann seinustu árin, sem
hann lifði. Hann hafði sömu fyr-
irsætuna í áratugi og bjó með
henni, þar til hún lézt nokkru á
undan honum sjálfum. Þetta var
einasta kona, sem hann felldi
ástanhug til, svo að sé vitað, og
þau giftust, rétt áður en hún and
aðist. Það merkilega við þetta
samband var, að Bonnard mál-
aði þessa konu alltaf jafn unga,
þrátt fyrir háan aldur hennar.
Bonnard var oft brugðið um
að vera allt of borgaralegur í
háttum, en sannleikurinn er sá,
að hann var hvorki borgari né
bohem. Hann var feiminn og hlé
drægur og kunni bezt við sig
heima fyrir, án þess að hafa of
marga í kringum sig. Hann var
barnlaus og elskaði að dútla við
sitt í friði og spekt. Um peninga
var hann hirðulaus og útlit sitt
einnig, Það er sagt, að hann hafi
bezt kunnað við sig illa búinn,
jafnvel í lörfum, og að hann hafi
helzt viljað kaupa notuð föt af
öðrum. Þeir, er hittu þennan
fræga mann, undruðust yfir því,
hev alúðlegur og alþýðlegur
hann var, og virtist hann alger-
lega óvitandi um frægð sína.
Hann vildi sem minnst um list
tala við ókunnuga, en hafði hins
vegar gaman að því við nánustu
vini. Það var eins og um trún-
aðarmál eða jafnvel feimnismál
væri að ræða. Einn vina hans
hefur eftir honum eftirfarandi:
Það má ekki þvinga málverkið,
það verður að fá að vaxa eins
og jurt, hægt og hægt, og því
er raunverulega aldrei lokið.
Hinn kunni listaverkasali
Pierre Loeb segir frá því í end-
urminningum sínum, að hann
hafi keypt fjögur málverk eftir
Bonnard. Hann þekkti listamann
inn ekkert, en varð mjög hrif-
inn að þessum málverkum við
nánari kynningu, svo að hann
skrifaði Bonnard og bað hann
um að koma í heimsókn við tæKi
færi. Dag nokkurn tilkynnti
vinnukonan, að það væri verka-
maður að spyrja eftir húsbónd-
Einars B. GuSmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar: 12002 - 13202 - 13602.
anum. Loeb fór til dyra, og þar
var þá Bonnard kominn í dá-
lítið óhreinum vinnufötum með
lítinn málarakassa undir hendi.
Þeir gengu til stofu og fóru að
athuga máiverkin. Loeb fann
strax, hve aðgengilegur persónu
leiki Bonnard var, og sagði hon
um í hreinskilni, að sér fyndist
eitt málverka hans ekki alveg
samræmt í litnum, hvort ekki
gæti verið, að neðst til hægri
væri liturinn of sterkur. Bonn-
ard athugaði málverkið nokkra
stund, en sagði síðan, að það
væri ekki þar, en það væri efra
hornið, sem ekki félli nógu vel
inn í heildina. Síðan opnaði
hann málarakassa sinn, tók upp
pensil og byrjaði að laga mynd-
ina. Loeb vildi ekki trufla og
fór í aðra stofu, og svo sem
eftir klukkutíma heyrði hann,
að gengið var um útidyrnar. Það
var Bonnard að læðast út. L^eb
sagði vini Bonnard frá þessu, en
vinurinn varð ekkert hissa og
fræddi Loeb um það, að það
hefði komið fyrir, að Bonnard
hefði stolizt til að mála í myndir
sínar á Luxemborgarsafninu,
þegar verðirnir tóku ekki eftir.
„Því er aldrei lokið,“ sagði hann
sjálfur.
Það væri ósvinna að fara að
telja hér upp einstaka verk á
sýningu Bonnard, en elzta mynd
in á sýningunni er frá árinu 1888,
Edwin Porter.
— Kvikmyndir
Framhald af bls. 4
sem framleiðenda og 1925
missti hann ver sitt og lét sig
hverfa af sjónarsviðinu. Hann
vann fyrir sér með ýmsum
hætti, m.a. blaðasölu, en um
síðir skutu vinir hans saman
fyrir lítilli sælgætis- og leik-
fangabúð við Gare Montparn-
asse. Þegar hann var orðinn
of aldraður til að fást við
sælgætissölu var hann gerður
að Riddara Heiðursfylkingar-
innar og leyft að eyða ævi-
kveldinu á dvalarheimili upp
gjafaleikara í Orly. Þar and-
aðist hann 24. janúar 1938 og
lifði í þeirri von síðustu ár sín
að hann yrði á ný kallaður
fram til að vinna ný afrek í
þágu kvikmyndalistarinnar.
Méliés var aðeins einn
hinna fyrstu, sem fékk áþreif
anlega að kynnast því, að
innan kvikmyndalistarinnar
er meira hugsað um framtíð
en fortíð.
Arftaki George Méliés hét
Edwin Porter. Hann starfaði
hjá Edison og að fengnu
samþykki hans árið 1902 gerði
Porter myndina „Líf banda-
rísks slökkviliðsmanns", sem
vakti feikna athygli. f henni
mun vera fyrsta „close up“
eða nærmynd kvikmyndasög-
unnar, (af hringjandi bruna-
boða).
Fram til þess tíma hafði
Méliés sagt sögur sínar og
skipt atriðum eins og í leik-
húsi, en Edwin Porter kom
fyrstur fram með hið „sinema
tíska“ frásagnarform.
Fyrsta atriði myndarinnar
sýnir slökkvistjórann á vinnu
stað, þar sem hann dreymir
um konu sína, (mynd 1). Ann
að atriði sýnir fyrstu nær-
mynd sögunnar: Brunaboða
á götuhorni og næst hönd,
og sú yngsta var fullgerð nokkr
um dögum, áður en Bonnard
lézt, 1947. Þetta málverk var
klárað þannig, að Bonnard var
orðinn rúmfastur, en fékic
frænda sinn til að mála seinustu
pensilförin eftir sinni fyrirsögn,
og heitir málverkið „Möndlutré
í blóma". Dálítið skemmtilegt
nafn á síðasta verki Pierre
Bonnard, sem sagði, að málverk
ið yrði að fá að vaxa eins og
jurt, hægt og hægt.
Það var orðið áliðið dags, þeg
ar ég hafði lokið við að skoða
sýningu Bonnard. Þegar ég kom
út, var umferðin á Concorde-
torginu komin í algleyming, og
það féllu nokkrir dropar úr mild
um janúarhimni. Hinum megin
við torgið blasti Stóra höllin við,
og þar var Picasso. En þær and-
stæður Picasso oð Bonnard, þess
ir jöfrar hvor á sínu sviði, en þó
með sama takmark. Það flaug 1
gegnum heila minn einkenni'.ega
snögg hugmynd. Frakkland er
Bonnard, Bonnard var Frakk-
land. Orðaleikur, hugsa ég með
sjálfum mér, hneppti frskkan-
um að mér og muldra í barm
mér, eins og goðum hitiveitu
fslending sæmir. Þetta er stór-
kostlegt, stórkostlegra en sjálf
París. Enginn hefur sett eins
mikla fegurð á eins lítinn fiöt
og Pierre Bonnard.
Valtýr Pétursson.
sem setur hann af stað, (mynd
2 og 3). Þvi næst er fjærmynd
af slökkviliðsmönnum, sem
stökkva úr rúmum sínum og
renna sér niður járnstöng á
slökkvistöðinni og leggja síð-
an af stað til brunastaðarins,
(myndir 4, 5 og 6). Síðustu
myndirnar sýna konu og
barni bjargað úr brennandi
húsi).
Með þessari stuttu kvik-
mynd kóm til sögunnar
„cross-cutting“ eða yfir-
klipping, sem gerir leikistjór-
um kleift að segja sögu sína
án þess að vera háðir tíma og
rúmi.
Árið 1903 gerði Porter þá
mynd sína, sem hefur orðið
einna frægust: „Lestaránið
mikla“. í henni birtust fyrst
þeir tveir þættir, sem alla tíð
síðan hafa tröllriðið amerísk-
um kvikmyndum, þ.e.a.s.
„villta vestrið“ og eltingaleik
Luis Bunuel,
urinn. Hún hefst og/eða end-
ar á nærmynd af manni, sem
dregur upp skammbyssu og
hleypir af beint framan í
áhorfendur. Þetta atriði er i
engu samhengi við atburðarás
myndarinnar, en vakti ei að
síður geysilega hrifningu
áhorfenda, en við þeirri hrifn
ingu höfðu kvikmyndafram-
leiðendur ekki búizt, því að
þeir reiknuðu með því, að
áhorfendur teldu sig svikna
á því að sjá aðeins efri hlut.a
mannsins í stað þess að sjá
hann allan.
Árið 1915 hafði Porter
græðzt mikið fé og hann dró
sig í hlé frá kvikmyndagerð,
en í kreppunni 1929 missti
hann aleigu sína og fram-
fleytti sér upp frá því sem
minniháttar starfsmaður hjá
fyrirtæki nokkru.
(Helztu heimildir við sam-
antekt þessarar greinar eru:
The Movies eftir Richard
Griffith og Artíhur Mayer,
The silent cinema eftir Liam
O’Leary og The Film Till
Now eftir Paul Rotha.).