Alþýðublaðið - 27.03.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1930, Blaðsíða 3
AfcÞÝÐUBHAЮ 3 ingar, móðnr Maríu Antoinette Frakklandsdrpttningar, sem háls- höggvin var i stjórnarbyltingunni taiklu í Frakklandi. Margir merkir snillingar og tönskáld hafa leikið á jþessa fiðlu, en frægastur allra [>eirra, sem hafa notað hana, er þó Mozart. Hann lék á hana við hirðina, en þangað var hann oft kallaður frá því að hann var barn, til að leika fyrir drottning- una og keisarann. Nú er fiðlan eins og getur, eign frakkneska meistarans Henri Marteau og mun álmenningur bráðlega eiga kost á að heyra og sjá þenna dýrgrip, sem sjálfur Mozart heillaði áheyr- endur sína með. Bann gegn bókaláni. i fyrra kom út bók eftir danska norðurfarann Peter Freucen, og var prentað framan á hana bann gegn því að hún væri höfð til Jútláns í bókasöfnum. Urðu þegar miklar umræðux um þetta í dönskum blöðum og var mjög dregið i efa, hvort. rithöfundar hefðu rétt til þess að banna þetta. En það, sem kom höfundi þess- um til þess að leggja á bannið, er sú skoðun margra rithöfunda, að ekkert seljist af bókum þeirra, af því almenningur bíði eftir að koanast að að lesa þær fyrir lítið eða ekkert á bókasöfnum. Hins vegar halda aðrir þvi fram, að bókasöfnin, t d. í Danmörku, séu svo mörg að þau geri fært að gefa út bækur, sem annars ekki mundi vera hægt að gefa út nema af því að bókaútgefendur vita, að þeir eigi vísa sölu fyrirfram að bókum til allra safnanna. Bann Freuchens var ekki hald- > ið, og kom málið fyrir dómstól- ' ana og nú hefir fallið hæstarétt- ardómur í því. Hljóðar hann á þá leið, að höfundar hafi fullan rétt til þess að setja þau skilyrði, að eigi megi lána út af söfnum bækur þeirra. Er búist við að þetta geti haft mjög slæmar af- leiðingar fyrir bókasöfnin og bókalestur almennings, og margir álíta, að þetta muni ekki koma að neinu hald til þess að bæta kjör rithöfunda. Hafnarfjðrður. Leiðrélting. Fréttimar um línu- hátana í gær áttu að vera þannig: Sæbjörg með 156 skpd. Andey með 100 skpd. og Papey með 120 skpd. Togararnir. í dag er von á 2 togurum, Venus og Sviða. Línuveiðararnir. Eljan kom inn í gærkveldi með 100 skpd. Péturs- iey í nótt, líka með 100 skpd. og Málmey með 90 skpd. Skip þessi höfðu að eins lagt 4 sinnurn. Enn freanur köm Sæfarim frá Eski- firði með ógætan afla. Vökur mjög miklar á skipum þessum. Göðiir atvinnuvegur fyrir nokkra menn gæti það verið að leggja fyrÍT sig gluggafágun íhér í bænum. — í öllum borgum erlendis eru margir, sem stuncía slika atvinnu, en hér er ekki siður þörf á gluggafágun vegna mold- ryksins, sem að jafnaði festist á gluggana að utan, auk þess sem einnig þarf að fága glerið að inn- an með jöfnu millibili. Áreiðan- lega myndu menn fljótt komast upp á það að nota gluggafágara ef þeir væru til, því að það eykur ekki lítið á hýbýlaprýði að glerið í gluggarúöunum sé vel fágað. — Eiginlega ættum við að taka upp sama siðinn og Hollendingar, að þvo húsin jafnt utan sem inn- an. Aðal inngöngudyrnar verða að minsta kosti alt af að vera ve'i hreinar ef húsið á að líta hrein- lega út. E. 50 aura. 50 aura. Elephant-ciqarettur. Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. f heildsðlu hjá Tébaksvezlm tslands h. f. Leikfélag Reykjavikqr. / Sími 191. Hreysikottnrinn. í kvöld kl. 8 siðd. í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. Veðrið. , Kyrstæð lægð sunnan við Reykjanes, og önnur lægö suð- vestur í hafi á hreyfingu austur eftir. Veðurútlit í dag og nótt: Frá Dyrhólaey til Snæfellsness: Allhvöss austan og suðaustan átt. Dálítil snjókoma. Annars staðar á landinu austan og norðaustan átt, sums staðar allhvöss og með snjókomu. H.f. ReykjavifciiraiináH 1930. Tí tnpr jónar. j Leikið i Iðnó fðstndag 28. marz”kl. 8. e. h. Sigvaldi Indriðason: EftÍFhermur o. fl. Engin verðhækkun. Aðgöngumiðar í Iðnó í dag kl. 4—7 og á morgun 10—12 og eftir 2. — Pantanir utan sölutima i síma 491, en i söiutíma 191. . i \j '-<«íc.2tí8* itír' . " - - - - I I I I I I I I Vorvðrurnar eru nú famar að koma og bætist við með hverju skipi NýkoHnið: Kjólatau, ullar og bómullar, einlit og mislit, feikna úival. FATATAU karla, falleg og ódýr. VerzInQin Bjðrn Srlstjtaon. Jón Bjðrnsson & Co. T i E 1 I E 1 E Hvað er að frétta? Armenningar, allir þeir, sem æft hafa fimleika í II. fl. í vetur, eru vinsamlega beðnir að fjöl- menna á næstu æfingar, sem Verða á fimtudag kl. 9—10 síðd. og föstudag kl. 8—9 síðdegis í bamaskólanmn. III. fl. mæti á laugardag kl. 7—8 í Mientaskólan- um. Munið að sækja æfingar vel fyrir Þingvallasýninguna. Sjúkmsamlag Reykjavíkur held- ur aðalfund sinn annaö kvöld kl. 8 í Goodtemplarahúsinu við Templarasund. Áriðandi að fé- lagsmenn fjölmenni. Ungbarmvernd Liknar, .Báru- götu, er opin hvern föstudag frá 3—4. Títuprjónar verða leiknir ann- að kvöld. Þeir, sem höfðu pantað aðgöngumiða að miðvikudagssýn- ingunni, sem fórst fyrir, en geta ekki farið annað'kvöld, eru beðn- ir að afturkalla pantanir sínar í sima 91. Porgeir goði, vélbátur úr Vest- mannaeyjum, kom með mikinn afla, Ráðlegglngarstöð fyrir barns- hafandi konur, Bárugötu 2, er op- in fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði frá 3—4 Togararnir. Verið er að afgreiða Gulltopp, sem hafði 70 tn., Þór- óif (120 tn.) og Hilmir (90 tn.). Línuveiðararnir Bjarki, Fáfnir, Gunnar ólafsson, Atli, Ármann, Óskar, Ólafur Bjarnason og Fróði hafa komið inn allir með góðan afla. Krishnamarti. „Arbejderbladet“ (Osló) frá 5. marz flytur mynd af spámannin- um Krishnamurti, sem á marga vini hér á Islandi, og þá fregn með, að hann sé hættur við guð- spekina, og sé búinn að ráða sig til kvikmyndafélags í Hollywood cg ætli að gerast kvikmyndaleik- ari. Alþbl. hefir verið að spyrjast fyrir hér um þetta, en ekki getaö fengið neina vissu um hvort þetta sé rétt. Eii máske geta ein- hverjir hér upplýst hið sanna í þessu máli. Um dagino og veginn. Næturlæknir er i nótt Valtýr Albertsson, Atisturstræti 7 uppi, sími 751. Afann tók út af Barðanum um daginn, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.