Morgunblaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 25. ÁPRÍL 1967. 3 Utfðr Adenauers gerð í dag Bonn, 24. apríl AP, NTB. Á MORGUN, þriðjudag, verður gerð frá Kölnar dómkirkju útför Konrads Adenauers, fyrrum kanzl- ara Vestur-Þýzkalands, sem lézt að heimili sínu í Rhöndorf á fimmtudag sl., sumardaginn fyrsta, 91 árs að aldri. Úför Adenauers verður gerð með mikilli viðhöfn og meiri en dæmi eru til í Þýzkalandi síðan borinn var til grafar Paul forseti von Hindenburg 1934. Margt stórmenna verður viðstatt útförina þar á meðal Johnson Bandaríkjaforseti, Charles de Gaulle, Frakklandsfor- seti og Harold Wilson, forsætisráðherra Breta og hafa ekki svo margir leið- togar vestrænna ríkja kom ið saman síðan gerð var útför Johns F. Kenne- dys Bandaríkjaforseta 1963. Adenauer hefur legið á viðhafnarbörum í Palais Schaumburg síðan á laugar- dag, á skrifstofu kanzlara- enibættisins, þar sem hann starfaðí allt til þess er hann lét af störfum 1963. Lögreglu- vörður var við höllina og hermenn úr landamæralög- reglunni fluttu kistu kanzl- arans að heiman og til Schaum burg-hallar sömu leið og kanzlarinn var sjáifur vanur að fara til vir.nu sinnar áður. Síðdegis í dag mánudag, var kista kanzlarans flutt til Kölnardómkirkjunnar og stendur þar á viðhafnarbör- um til morguns. Þúsundir manna höfðu, er síðast frétt- ist, komið í dómkirkjuna að votta hinum látna leiðtoga og landsföður virðingu sína. Á morgun klukkan tvö síðdegis hefst svo útför Adenauers með messu er Jósef kardí- náli Frings flytur í Kölnar- dómkirkjunni, en að henni lokinni verður kista Aden- auers flutt á bátsfjöl og siglt með hana upp Rín til greftr- unarstaðarins í Rhöndorf- kirkjugarðinum. Þar verða aðeins viðstaddir nánustu ætt ingjar Adenauers. Um alla tilhögun útfarar Adenauers eru embættis- menn sagðir hafa haft hlið- sjón af útförum Kennedys Bandaríkjaforseta, Jóhannes- ar páfa XXIII og Sir Winstons Churchills. Bátsförin upp Rín er sögð ákveðin að fordæmi því sem sett var með jarðarför Sir Winstons og þykir vel við eiga, svo hjartfólgin sem áin Rín var kanzlaranum alla tíð. Hann bjó á Rínarbökkum lengst af ævi sinnar, talaði Rínar-mállýzku og átti manna mestan þátt í því að valin var til höfuðborgar V- Þýzkalands borgin Bonn á bökkum Rínar. » FÁNI blaktir í hálfa stöng úti fyrir dómkirkjunni í Köln þaðan sem gerð verður útför Adenauers í dag, þriðjudag. WiMiii’ÍÚ - GEIMFARIÐ Framhald af bls. 2 hann Bandaríkin og Sovétrikin til að vinna meira saman á sviði geimkönnunar. Sagði hann að Johnson væri reiðubúinn að samþykkja slíka samvinnu, sér- staklega með tilliti til þess, að hún hefði getað orðið til þess að koma í veg fyrir dauðá Koma- rovs og bandarísku geimfaranna þriggja 27. jan. sl. Webb spurði að lokum: „Gætum við hafa bjargað þessum mannslífum, ef við hefðum þekkt betur vonir, éskir og áætlanir hver ann- arra?“ Johnson Bandaríkjaforseti, *em viðstaddur er útför Aden- auers í Köln, sendi í dag sam- úðarskeyti til Nikolaj Podgorny, forseta Sovétríkjanna. Segir hann í skeytinu, að allar þjóðir heims tækju þátt í harmi rúss- nesku þjóðarinnar. Hinn reyndi og hæfileikaríki geimfari hefði látið lífið í þágu vísindanna og mannlegrar fróðleiksfýsnar eins og bandarísku geimfararnir þrír. Lýsti forsetinn samúð bandarísku þjóðarinnar vegna þessa atburðar. Brezki geimferðasérfræðing- urinn Kenneth Gatland lét í dag svo ummælt, að slysið virtist tæknigalla að kenna. Sagði hann, að þetta væri mjög dapur dagur fyrir geimrannsóknir, og fjölskylda geimfara og vísinda- manna í austri og vestri liti á lát Komarovs sem sameiginleg- an missi. Einkalíf Komarovs Vladimir Komarov lætur eftir sig konu og tvö börn, 9 ára gamla telpu og 15 ára son. 1 viðtali sem Pravda birtir í dag við eig- inkonu hans, Valentinu Jakov- levnu, segir hún, að hún sé áhyggjufull vegna manns síns, sem fór þessa geimferð án þess að skýra fjölskyldu sinni frá hvað ti'l stæði. Hafði hann það fyrir reglu, að ræða aldrei um það heima fyrir hvenær hann færi í geimferðir. Útgáfa Pravda með viðtalinu við Valen- tinu var seld á strætunum, þeg- ar fregnin um slysið barst. Á þessari síðustu ferð sinni um geiminn bað Komarov fyrir kveðjur til þjóðarinnar í Viet- nam sem gerðist gegn banda- rískri heimsvaldastefnu. Hann bað einnig fyrir kveðju til íbúa Ástralíu, sem hann kvað dug- lega þjóð og harðfegna. Með Komarov er ef til vill fallinn gáfaðasti geimfari Sovét- ríkjanna. Honum var ' lýst sem vísindalegri alfræðiorðábók inn- an sinnar sérgreinar — flug- vélaverkfræði og geimkönnunar. Hann var fertugur að aldri, flugvélaverkfræðingur að mennt og offursti í rússneska hernum. í tómstundum sínum las hann bókmenntir og orti ljóð. Vinir hans sögðu, að hann væri gam- ansamur maður, sem hefði yndi af að spila á gítar, syngja þjóð- lög og segja sögur. Um tíma stóð til að láta hann hætta þjálfun fyrir geimferðir, vegna hjarta- sjúkdóms, en Komarov neitaði og gekkst undir ítarlega læknis- rannsókn. Að henni lokinni var hann úrskurðaður hæfur til geim ferða. Af hálfu sovézkra stjórnvalda er áherzla lögð á að slysið hafi að engu leyti verið sök Komarovs, heldur hafi um tæknibilun í geimfarinu verið að ræða. Sérfræðingar á Vesturlöndum álíta að marg- ar misheppnaðar tilraunir hafi verið gerðar til að lagfæra tæknigallann, allar án árangurs. Ekki er enn vitað hvar geim- farið kom niður, en kunnugt er að það kom niður á landi. Segja sérfræðingarnir, að engu hefði breytt um örlög Komarovs þótt geimfarið hefði lent á sjó eða í vatni. Leonid Brezhnev aðalritar so- vézka kommúnistaflokksins hef- ur sent ekkjunni og börnum hennar samúðskeyti og segir þar, að milljónir manna um all- an heim taki þátt í barmi henn- ar. Sagði Brezhnev að nafn Komarovs mundi lifa • meðan geimrannsóknir yrðu stundaðar og hans minnzt sem hetju, er hefði látið líf sitt í þeirra þágu. Þá hafa hinir 47 geimfarar Banda ríkjanna vottað henni hluttekn- ingu sína. Moskvubúar lesa fregn ir um lát Komarovs í siðdcgisú tgáfu Izvestia (AP-mynd). Stúlka fyrir bíl KLUKKAN 14.25 siðastliðinn laugardag var ekið á stúlku á Austurvegi á Selfossi. Gerðist þetta á móts við húsið nr. 8. Stúlkan fékk höfuðhögg, marðist og skrámaðist, en er óbrotin og ekki talin hættulega slösuð. i STAKSTtlMAR Framapotarinn Það er harla fróðlegt og lýíH^ ir manninum vel, að athuga of- urlítið með hverjum hætti fyrsta manni á framboðslista kommún- ista í Reykjavík tókst að tryggja ( sér það sæti, en svo sem kunn- ugt er hafa mikil átök staðið yfir um margra ára skeið, ekkl einungis i Alþýðubandalaginu milli Sósíalistaflokksins og Hannibalista, heldur einnig inn- an Sósíalistaflokksins sjálfs, og þá fyrst og fremst Sósíalistafé- lags Reykjavíkur. Af þeim ástæS um þurfti engan að undra, þótt erfiðlega gengi að ná samstöðu innan Sósíalistaflokksins um skipan efsta sætisins, en sá sem hnossið hlaut hefur lengi að því stefnt og hagað sér í samræml við það. 1 öllum þeim átökum, sem fram hafa farið innan Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins hefur hann vand- lega gætt þess að hafa aldrel neinar skoðanir um þau ágrein- ingsefni, sem þar hefur verið um * að ræða. Hann hefur einnig gætt þess að mæta aldrei t.d. á þeim fundum Sósíalistafélags Reykja- víkur, þar sem búast mátti vi9» miklum átökum til þess að þurfa ekki að taka opinberlega afstöða í þessum ágreiningsefnum. Þannig hefur hann siglt hrað- byri upp á við, skoðanalaus, og þar af leiðandi hefur hann ekkt kallað yfir sig neina mótspyrnu svo orð sé á gerandi, eða and- stæðinga. Menn sem engar skoð- anir hafa mæta yfirleitt hvorkl _ meðbyr né mótbyr einfaldlega vegna þess, að þeir eru ekkl taldir þess virði. Þannig er hér um dæmigerðan framapotara a® ræða, ímynd þeirra skoðana- lausu atvinnumanna í pólitik, sem hann sjálfur hefur hneyksl- azt manna mest á. Enn ráðast þeir á Jón Tíminn heldur enn áfram að r vekja athygli á skömm Jóna Skaftasonar vegna lágkúrulegra ummæla hans um Ólaf Thors, og fer ekki á milli mála, að þeir sem Tímanum ráða hafa illan bif ur á þessum Framsóknarþing- manni, því að blaðið hefur ekkl lagt jafnmikla áherzlu á nokkurt mál í lengri tíma og að gera skömmu Jóns sem mesta í þessu máli. Er þetta einkar glöggt dæmi um samkomulagið innan Framsóknarflokksins og bendir til þess, að það sé jafnvel enu verra en menn hafa ætlað fram til þessa. Ungt fólk á landsfundi Það vakti sérstaka athygli á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins,'' sem lauk sl. sunnudag, að þar var mikill fjöldi ungra manna og kvenna hvaðanæva af land- inu, og var þessi hópur æskufólka stærri en nokkru sinni fyrr og setti sterkan svip á störf lands- fundarins og stefnuyfirlýsingru hans. Æskan hefur jafnan verið ein af meginstoðum Sjálfstæðis- flokksins, enda hefur unga kyn- slóðin jafnan fundið þar mestan skilning á þörfum hennar, hug- sjónum og draumum um framtíð íslands. Það kom og glöggt frant á Sambandsráðsfundi ungra Sjálfstæðismanna, sem haldinn var á sumardaginin fyrsta og sóttur var af trúnaðarmönnum ungra Sjálfstæðismanna víðs f vega að af landinu, að samtök ungra Sjálfstæðismanna eru nú í mikilli sókn um land allt, fé- lagsstarfsemi hefur verið stór- efld og félagatala fer vaxandi. Meðal annars má vekja athygll á, að nær fjögur hundruð nýir félagar hafa gengið í Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna f Reykjavík, frá 1. nóv. sl. og e* það mjög mikil aukning á ekkl lengri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.