Morgunblaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 32
Pierpont-dr Hermann Jónsson úrsmlður Lækjargötu 2. ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Leit hafin að flugvél — sem lenti siðar á Klaustri benzinlitil í GÆR var óttast um f jóra menn í lítilli flugvél á leið frá Akur- eyri til Reykjavikur. Veður var slæmt og skyggni lítið, en þeim tókst að komast til Kirkjubæjar- klausturs og lenda þar. Var elds neytisforði þeirra þá orðinu mjög lítili Þeir ætluðu að vera á Kirkjubæjarklaustri í nótt, en halda áfram ferðinni í dag. Flug maður vélarinnar er Kristján Hafþór Helgason, og hafði Morg- unblaðið símsamband við hann i gær. „Við vorum bara í ske nmti- ferð, og ætlum að halda hsnni áfram. Við lögðu-m upp frá Ak- ureyri stundarfjórðung yfir ellefu og ætluðum að fara svotil beint yfir, koma niður Borgar- fjarðarmegin. En veðrið var mjög slæmt, rok og skýjjið svo að við færðum okkur austur eftir, fylgdum skýjabakkanum. Flugbraut er ágæt á Kirkjubæj- srklaustri og þar lentum við klukkan 2.34. Flugvélin sem við erum á er Piper Tri-Pacer, ný- leg og mjög góð með um fjög- urra klukkustunda flugþol. Við vorum alls ekki í neinni hættu og vissum alltaf hvar við vorum staddir. Hinsvegar eru talstöðv- arnar í þessum litlu vélum ekki injög sterkar svo að við gátum Framhald á bls. 12. Þessi mynd var tekin af nýkjörinni miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þegar eftir að 17. Landsfundi Sjálfstæðisfiokksins hafði verið slitið si. sunnudag. Fremri röð frá v.: Magnús Jónsson, Pétur Ottesen, Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Ingóifur Jónsson. Aftari röð frá v.: Birgir Kjaran, Sigurður Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Ragnhiidur Helgadóttir Geir Hall- grimsson, Árni Grétar Finnsson og Gunnar Helgason. Stdrbruni og mil Ijdnatjdn í Eyjum Mjölskemmur Fiskmjölsverksmiðjunnar brunnu til kaldra kola SIF lók brezkan togara FLUGVÉL Landhelgisgæzl- unnar, Sif, stóð brezka togar- ann Brandur GY-111 frá Grimsby, sem er um 750 tonn 3<ð stærð, að meintum ólög- legum veiðum um 3% sjómílu innan fiskveiðitakmarkanna suðvestur af Eldey um kl. 16 í gær. Togarinn sinnti ekki beiðni flugvélarinnar um að halda til hafnar, og var flugvél á sveimi yfir honum, þar til um kl. 22 í gærkvöldi að varðskip kom að honum. Varðskipið er nú á leið til Reykjavíkur með togarann. ELDUR kom upp í mjölskemm- um Fiskmjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum í fyrrinótt og var slökkviliðið í Eyjum kvatt út kl. 03.35. Var þá mikill eldur í tveimur skemmum og urðu þær alelda á svipstundu. Sunnan kaldi var á og var vindáttin hag- stæð með tilliti til nærliggjandi húsa. Þó munaði minnstu að eld- ur kæmist í verksmiðjuhúsið, en fyrir góða framgöngu slökkvi- liðs tókst að aftra þvi að hann breiddist út. Klukkan 19 í gær- kvöldi var lokið við að slökkva síðustu glæðurnar og voru skemmurnar þá brunnar til kaldra kola. f nótt hélt slökkvi- liðið vörð við rústirnar. Mbl. náði í gær tali af Kristni Sigurðssyni, slökkviliðsstjóra í Vestmannaeyjum og sagði hann þá, þegar slökkviliðið hafi kom- ið á staðinn, en Fiskmjölsverk- smiðjan er staðsett upp af Frið- hafnarbryggjunni, sem er innsta bryggjan í bænum, hafi austur- endi annarrar skemmunnar verið orðinn alelda. Mjölskemmurnar voru sambyggðar, önnur úr timbri, en hin steinsteypt með járnklæddu timburþaki Tók slökkviliðið þegar að dæla sjó á eldinn, en ekkert vatn var að fá. Oft leit út fyrir að ekki tækist að verja verksmiðjuhúsið og í eitt skipti komst eldur í þekju þess, en hann var slökktur. Við slökkvistarfið voru notaðar 14 slöngur, sem tengdar voru venju- legum dælum, en að auki voru notaðar tvær háþrýstidælur. Yf- irleitt var öllu tjaldað, sem til var, sagði Kristinn, ennfremur hafnarbát, sem dældi sjó úr höfninni. Slökkvistarfinu lauk um kl. 19 í gærkvöldi, en þá var slökkt í síðustu glæðunum. Kristinn sagði, að mjög erfiðlega hefði gengið að slökkva í mjölinu, því að það var í pappapokum, sem staflað hafði verið í stæður og væru trégrindur á milli. Komst eldurinn því inn á milli og var illkleift að komast að við slökkvistarf. Hins vegar voru öll tæki, sem notuð voru í full- komnu lagi og reyndust mjög vel að sögn Kristins. 1 mjölskemmunum voru um 900 lestir af loðnumjöli, sem mun hafa ónýzit með öllu. Ennfremur voru í skemmunum færibanda- útbúnaður, mjölkvarnir og ýmis- legt, sem viðkemur mjölsekkjum. Húsin féllu tiltölulega fljótt, en milli þeirra var steinveggur, en hann var ekki heill, svo að eld- urinn komst á milli. Við slökkvi- starf störfuðu um 60 manns, 25—30 manna slökkvilið og starfsfólk verksmiðjunnar 30—40 manns. í nótt var vaktmaður við brunarústirnar. Mbl. náði í gær tali af Þor- steini Sigurðssyni, forstjóra Fisk- mjölsverksmiðjunnar. Þorsteinn Framh á bls. 30 Norðmenn í bótamál við Síldarútvegsnefnd? í NTB-FRÉTT i gær segir, að norsku verksmiðjurnar, sem íhugi nú, hvort höfða skuli mál gegn Síldarútvegsnefndinni, vegna afhendingar á skemmdri kryddsíld, hafi samtals keypt 10.729 tunnur af íslenzkri krydd síld til framleiðslu á gaffalbitum o.fl. 1601 tunna eru sagðar eftir á íslandi, sem verksmiðjurnar Utanríkisráðherrafundur Norður landa hefst í Reykjavík í dag Hin nýju viðhorf í Crikklandi á meðal þeirra mála, sem rœdd verða, sagði Lyng utanríkisráðherra Noregs í viðtali við Mbl. t DAG hefst í Reykjavík ut- anríkisráðherrafundur Norð- urlanda og munu taka þátt ' honum utanríkisráðherrar fjögurra Norðurlanda, þeir Ahti Karjalainen, Finnlandi, John Lyng, Noregi, Torsten Nilson Sviþjóð og Emil Jóns son, utanríkisráðherra fs- iands. Af hálfu Danmerkur sækir fundinn Hans Splvhoj, ráðherra, en Jens Otto Kragh, forsætis- og utanríkisráðherra Dana er forfallaður vegna út- farar dr. Konrads Adenauers, fyrrum kanzlara V-Þýzka- lands. Áttu hinir erlendu ráð herrar að koma til íslands ásamt fylgdarliði sínu í gær, nema Karjalainen, utanríkis- ráðherra Finnlands, sem kom á sunnudag. Tíðindamaður Morgunblaðs ins hitti Karjalainen snöggv- ast að máli í gær á heimili Jóns Kjartanssonar, forstjóra og ræðismanns Finna hér á landi. Var Karjalainen fyrst spurður að því, 'hvort hann vildi nokkuð segja um það ástand sem skapazt hefur við neitun lendingarleyfis til handa Rolls Royce-flugvélum Framh. á bls. 5 neiti að taka við. Af heildar- magninu hafa 4294 tunnur reynzt ónothæfar, og er krafizt fullra bóta fyrir um 1000 tunnur, sem henda varð. Er verðmæti þessa magns metið á um 1.5 millj ón ísl. krónur. Ennfremur er krafizt bóta fyrir þá síld, sem flokka varð og henda úr 1739 tunnum, og fyrir kostnað við flokkun og flökun. Til viðbótar þessu er krafizt riftunar á kaup- samningi fyrir áðurnefnda 1601 tunnu, sem enn liggi á íslandi. Finnland hefur keypt um 70 þús. tunnur af ísl.- kryddsíld, seg ir ennfremur í NTB-fréttinui, og þar af munu um 20—30 þús. tunnur vera af lélegum gæða* íiokki. 19 þúsund tunnur nata enn ekki verið afhentar og neita Finnar að taka við þe;m. Sænskir síldarkaupendur eiga enn um 3.500 tunnur af krvdd- sild hér á íslandi, og neita þeir að taka við þeim. Danskir sild- arkaupendur hafa heldur ekki íarið varhluta af þessari ’élígu síld, segir NTB að lokum, og einn kaupandinn þar hefur látið hafa eftir sér, að 2 þús. tunn ir séu ónothæfar. Annar síldarkaup- andi þar mun einnig hafa fengið fleiri þúsund tunnur af úldinni síld, að sögn fréttamanns Berg- ens Tidende, sem fyrst sagði frá þessari frétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.