Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. Alþjó&asjéstangaveiði- mótið í Eyjum 73. - 75. maí Um Hvítasunnuna, dagana 13. til 15. maí n.k. efnir Sjóstanga- veiðifélag Reykjavíkur til Al- þjóða-sjóstangaveiðimóts í Vest- mannaeyjum Tilhögun mótsins verður í stór- um dráttum á þessa leið. Flogið verður með Flugfélagi íslands frá Reykjavík laugardag fyrir hvítasunnu kl. 16,30 til Vestmannaeyja. í Vestmannaeyj- um verður búið á Hótel H.B. Á Hvítasunnudag verður lagt frá landi kl. 9.00 f. h. og fiskað til kl. 18.00 e. h. en á 2. í hvíta- sunnu verður fiskað frá kl. 9.00 til 17.00í Að kvöldi þess dags verður svo lokahóf í „Akoges“ veitingahúsinu. Þar verða úrslit tilkynnt og verðlaun afhent. Gert er ráð fyrir að halda frá Vest- mannaeyjum laust fyrir mið- naettið og þá aftur flogið með Flugfélagi fslands til Reykjavík- ur. Nú þegar hafa um 70 manns tilkynnt þátttöku í mótinu, en vegna takmarkaðs húsrýmis mun verða erfitt að taka við fleiri þátttakendum. Sjóstangaveiði á vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi, sem í öðrum löndum. Má segja að ísland hafi í þessu sambandi nokkra sérstöðu, vegna sinna fengsælu fiskimiða. íslendingar hafa nokkrum sinnum tekið þátt í Sjóstangaveiðimótum erlendis, og er þess skemmst að minnast, að sl. sumar voru nokkrir fé- Skipstjórar - Utgerðarmenn Alheims fiskiðnaðarsýningin 1-7 júni 1967 Nú gefst íslenzkum skipstjórum og útgerðarmönnum einstakt tækifæri til að kynna sér tæknilegar nýjungar við fiskveiðar. Þann l.—7. júní næstkomandi verður haldin í London alþjóð- leg fiskiðnsýning á OLYMPIA sýningarsvæðinu. Um 100 fram- leiðendur fiskiskipa, veiðitækja og fiskveiðiútbúnaðar munu sýna tæknlegar nýjungar á sviði fiskveiða. Fiskdæluframleiðendur munu verða fjölmennir á sýningu þess- ari, svo og nótaframleiðendur. Forstöðumenn fiskiðnfyrirtækja fettu ekki að sleppa þessu einstæða tækifæri til að kynna sér á einum stað og einni viku allar nýjungar er sýning þessi hefur upp á að bjóða. Lönd & Leiðir munu efna til hópferðar á sýninguna ef næg þátttaka fæst. Hefst ferðin þann 31. maí og er flogið með Flugfélagi íslands. Dvalið verður á Hótel Mandeville. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR i SÍMA 24314 LÖND & LEIÐIR - ADALSTRÆTI 8 cur,. ,mn: lagar úr Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur staddir á Spáni um það leyti, sem þar fór fram Evrópumeistaramót í þessari íþrótt. í móti þessu tók þátt fjöldi veiðimanna frá flestum löndum Evrópu og víðar að. Þessir áðurnefndu landar rott- uðu sig saman og ákváðu að taka þátt í þessu móti. Stóðu þei sig með miklum ágætum, komu þeir heim með eina 17 verðlaunagripi frá mótinu. SýJH þetta, hve landinn er slyngur þessari íþrótt, enda kannske ekki að furða, þar sem fiskveið- ar eru aðalatvinnuvegur þjóð- arinnar, og munu flestir geta rakið ættir sínar til sjósóknara. í sambandi við þetta mót má geta þess, að þar verður keppt um margskonar fagra verðlauna- gripi. Eru sumir þeirra farand- gripir, en aðrir vinnast til eign- ar. Verðlaun eru margskpnar. Bæðí fyrir fengsælustu fjögra manna sveit — karla og kvenna. Fyrir fengsælasta einsí'a'klihg, karl og konu o. s. frv. Á sl. ári var mótið haldið á Akureyri og urðu heimamenn mjög sigursælir og sópuðu til sín megninu af verðlaunum móts- ins. Akureyringar fjölmenna á mótið að þessu sinni, og hafa vafalaust fullan hug á að bera ekki skarðan hlut frá borði. Reykvíkingar munu að þessu sinni senda a. m. k. 7 sveitir til keppninnar. Þá munu og Akur- nesingar hugsa sér gott til glóð- arinnar, en þeir hafa tilkynnt karla og kvennasveit til keppn- nar. Keflvíkingar senda sömu- lelðis sveit. Má af þessu sjá, að foúast má við „hörku“ keppni. Siitetangaveiðimenn stunda þó ki íþrótt sína vegna verð- launanna. Þau eru aukaatriði og meira til gamans. Hinsvegar er það áhugamál Sjóstangaveiðifé- laganna í landinu, að vekja at- hygli og áhuga fólks á þess- ari hollu og skemmtilegu íþrótt. Islendingum er það í blóð bor- ið, að hafa ánægju af því að draga fisk úr sjó. Fyrir fjölda landsmanna er þetta atvinna. Margir aðrir — við landkrabb- , amir, sem í mörgum tilfellum sitjum við skrifborðin okkar 6 daga vikunnar — höfum upp- götvað hvílíkur unaður það er, að sigla út á okkar fengsælu mið á frídögum okkar og renna færi í sjó. Þetta er holl og heil- næm íþrótt — og þar að auki ekki kostnaðarsöm — eins og sumar veiðar eru nú orðnar á íslandi í dag. Framhald á bls. 14. OPEL KADETT 3 nýj'ar "L” geröír 2 dyra, 4 dyra og station MeS öilu þessu án aukagreiðslu: Bakkljési — rafmagnsklukku — vindiakveikjara snyrtispegli — veltispegli — læstu hanzkahólfi læstu benzínloki — vélarhússhún inni hjólhringum — upplýstu vélarhúsi upplýstri kistu — teppi að framan og aftan og 17 önnur atriði til öryggis, þæginda og prýði. Armúla 3 Sími 38900 Unga fólkið fær 25% afslátt allt árið! Flugfélagið boðar nýjung í fargjöldum: 25% afslátt af venjulegum fargjöld- um á Evrópuleiðum fyrir ungmenni á aldrinum 12—22 ára. Afslátturinn gildir allt árið frá l.apríl 1967. Allar frekari upplýsingar og fyrir- greiðsla hjá lATA-ferðaskrifstofun^ um og Flugfélagi íslands. ISIú þarf enginn að sitja heimal Fljúgið ódýrt með Flugfélaginu — áætlunarflug með Boeing 727 þotu hefst l.júlí. FLUGFÉLAG ÍSLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.