Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 1
54. árg. — 106. tbl. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fr&mboðslisti Sjálfstæðisflokksins í IMorðurlandskjördæmi vestra 1. Séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ. 2. Pálmi Jónsson, bóndi, Akri„ 3. Eyjóliur Konráð Jónsson, ritstjóri, R. 4. Óskar Levý, bóndi, Ósum. 5. Þoríinnur Bjarnason, sveiitarstj. Skagaströnd. 6. Björn Daníelsson, skóla- 7. Jóhannes Guðmundsson, 8. Andrés Hafliðason, 9. Valgarð Björnsson, læknir, 10. Bjarni Halldórsson, stjóri, Sauðárkróki. bóndi, Auðunnarstöðum. frkvstj. Siglufirði. Hofsósi. bóndi, Uppsölum. Listamannalaunum úthlutað samkvæmt nýju lögunum Bormann fundinn í S-Ameríku? Maður, sem svipar til hins fyrrverandi nazista, handtekinn í Cuatemala — 8 nýir menn í efsta uthlutunarflokki ÚTHLUTUNARNEFND íistamannalauna hefur nú úthlutaö 102 listamönnum laun. Er þetta fyrsta úthlutun samkvæmt lögunum um listamannalaun, sem Alþingi setti á síðastliðn- um vetri. Hefur flokkaskipun breytzt þannig að nú veitir nefndin aðeins samkvæmt tveimur flokkum. Nýir launþeg- ar í 60 þúsund króna flokknum eru: Haraldur Björnsson, leikari; Jakob Jóhannesson Smári, ljóðskáld; Jóhann Briem, listmálari; Jón Engilberts, listmálari; Ólafur Jóhann Sig- urðsson, rithöfundur; Sigurður Þórðarson, tónskáld; Sigur- jón Ólafsson, myndhöggvari og Snorri Hjartarson, ljóðskáld. Nefndina skipuðu Helgi Sæm- undsson ritstjóri (fonmaður), Halldór Kristjánsson bóndi (rit- ari), Andrés Björnsson lektor, Andrés Kristjánsson ritstjóri, Einar Laxness cand. mag., Hjört- ur Kristmundsson skólastjóri og Magnús Þórðarson blaðamaður. Listamannalaunin 1967 skiptast þannig: Veitt af Alþingi: 100 þúsund krónur: Gunnar Gunnarsson Halildór Laxness Jóhannes S. Kjarval Páll ísólfsson Tómas Guðmundsson Veitt aif úthlutunarnefndinni: 60 þúsund krónur: Ásnaundur Sveinsson ÍFinnur Jónsson Guðmundur Böðvarsson Guatemala, 12. maí — AP-NTB LEYNILÖGREGLUMENN í Guatemala í S-Ameríku hand- tóku í dag aldraðan mann, er þeir gruna ,að sé hinn illræmdi stríðsglæpamaður Martin Bor- mann. Maður þessi hafði að sögn Iögreglunnar útlendingslegt yfir bragð, og í ljós kom að plastísk skurðaðgerð hafði verið gerð á andliti hans. Þrátt fyrir aðgerð- ina svipaði honum mjög til Bor- manns, og er hann nú í vörzlu lögreglunnar í Guatemala. Fingraför hans hafa verið send til Þýzkalands, en ríkissaksókn- arinn í Frankfurt, Fritz Bauer, mun rannsaka þau. Bauer hefur Haraldur Björnsson Sigurður Þórðarson staðið fremst í flokki þeirra, er leitað hafa að Bormann síðustu árin. Martin Bormann var hægri hönd Hitlers á valdadögum hans og næst æðsti maður þýzka rík- isins. Var álitið að hann yrði arftaki Hitlers. Lögregluforinginn, sem sá um handtöku mannsins í Guate- mala, Garcia Gomez, sagði í dag, að hann hefði verið handtek- inn í sveitaþorpinu Mariseos 257 km. norðaustur af höfuðíborginni Guatemala. Starfaði hann á bóndabýli þar í nágrenninu. Sagði Gomez, að maðurinn væri um sjötugt, en Bormann fæddist árið 1900. Orðrómur hefur verið á kreiki um það, að Bormann færi huldu höfði í S-Ameríku, en hann hef- ur aldrei verið staðfestur. Simon Wiesenthal, sá sem ötulastur hefur verið við að grafa upp verustaði fyrrverandi nazista og stríðsglæpamenn, tjáði frétta- mönnum í Frankfurt í dag, að hann áliti, að Bretar hefðu tekið Bormann höndum í NV-(Þýzka- land, en hann hafi þá verið dul- búinn sem þýzkur borgari. Hafi hann verið í haldi í fangabúðum um skeið, en einn fyrrverandi samverkamaður hans hafi smyglað honum út úr fangabúð unum og farið með hann til ftalíu, þar sem hann hafi horfið sporlaust. Niðurstaðan í fingrafararann- sóknum Bauers saksóknara, er ekki að vænta fyrr en í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.