Morgunblaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1967. 19 í Rúmlega 100 Vestur- f slendingar ■ heimsókn SNEMMA í fyrramálið, kemur til landsins hópur V-estur-íslend- inga.félagið í Seattle á Kyrra- ha'fsströnd Bandaríkjanna sem stenidur fyrir þessari hópferð. í hópnum eru 102 manns og hefur margt þeirra komið til íslands áður. Ferðast er m.eð leiguvél | frá flugtfélaginu Pacific Western Air Lines. Lent verður á Keflavíkurflug- velli og annast Loftleiðir atf- greiðslu vélarinnar. Aígreiðsla Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli mun, gefa nánari upplýsingar um komu fólksins til Reykjavík- ur. Nöfn farþeganna, ásamt ein- t - STYRJÖLDIN Framlh. atf bls. 12 kynrt. Þessum úrslitakostum gat Nasser tæpast svarað nema á einn hátt, úr því sem komið var og gæzluliðið fór é brott. Á hjnn bóginn herma sumar heimildir, að Nasiser hafi sjálfur verið mjög undr- andi á þessum skjótu við- brögðum U Thants, sem settu bann í þá aðstöðu að standia nú augliti til auglitis við ísraelsmenn og bera sjálfur fulla ábyrgð á þróun mál- anna. Þessar sömu heismildir herrna, að Nasser hafi í raun og veru ekki kært sig um stríð við ísrael; hann hafi að- eins viljað fá frjálsar hend- ur til herflutninga, til þess að sýna ísraelsmönnum styrk sinn og benda þeim þannig á að hafa sig hæga í erjunum við Sýrland og Jórdaníu á landamærunum þeim megin. Stjórnir Sýrlands og Jórd- aníu hafa otftsinnis núið Nass- er því um nasir, að honum þyki gott að fela sig að baki Sameinuðu þjóðanna. Og Sýrlendingar, sem hatfa á síð- ustu árum snúizt æ meira til kommúnisma og tengzt Mosk- vu sterkum böndum, hafa að undanförnu keppt við Egypta um forystuhlutverk í heimi Araba. Egyptar urðu því að sýna styrk sinn. Víst er, að 1 það hefur ekki verið af hlý- hug í garð ísraelsmanna, að þeir hafa forðast bein vopna- viðskipti við þá fram til þessa, heldur hitt, að Nasser, forseti, hefur vitað, að her Israels var svo öflugur, að Arabaríkin voru tæpast und- ir það búin að mæta honum og vinna öruggan sigur. Enda benda fyrstu fregnir af gangi bardaganna til þess, að það hafi verið rétt ályktað. — En hvort ísraelsher fær til lengd- ar staðizt sókn sameinaðra Arabaherja frá sex löndum er < annað mál — hvað þá etf Sov- [ étríkin og Kína leggja Aröb- J um lið, en Vesturveldin sitja hjá aðgerðarlauis. - SKÚTU HVOLFDI Framh af bls. 32 ist hún af sjó, en reisti sig við en vallt á hina hliðina. Slóst hún þannig til og frá og urðu pilt- arnir að synda frá henni til að verja sig fyrir höggum af mastri og stögum. • Tveir menn í Kópavogi höfðu orðið vitni að þessum atburði, og reru út til þeirra á gúmbjörg unarbát. Ennfremur hafði lög- reglan í Kópavogi samband við slökkviliðið á Reykjavíkurflug- velli og fóru menn þaðan út á hraðbát. Þegar þeir komu á vett- vang hafði mönnunum á gúm- björgunarbátnum tekizt að bjarga piltunum þremur, en þeim hafði á hinn bóginn áður tekizt að losa segl skútunnar, svo að hún maraði í hálfu kafi. ! Hraðbáturinn dró fyrst gúmbjörgunarbátinn með mönn- unum í land, en náði síðan i Skútuna. Piltunum mun ekki hafa orðið meint af volkinu, en i þeir voru alllangan tíma í sjón- um. ~ hverjum upplýsingum um þá, verða birt í blöðunum fljótlega eftir komuna. Héðan fer hópur- inn atftur vestur 3. júlí. (Frá Þjóðræknisfélaginu). Fál. Jfffniönaöarraannfc FéX. nfenntaskölakennara ‘'SveHnaíéX. ÍnSsgágna^mföa^' Ptístmannaféiag íýlanda llstarm - MISNOTKUN Framhald atf bls. 32. prentarafélag, Skúli Þórðar- son fyrir Félag Menntaskóla- kennara, Þorsteinn Sigurðs- son fyrir Samband íslenzkra barnakennara, Skapti Sigþórs son fyrir Félag íslenzkra hljómlistarmanna, — svo að dæmi séu tekin. Er hér um freklegar blekk- ingar að ræða og reynt að gefa í skyn, að félög þessi og almannasamtök gangi erinda kommúnistaflokksins. í flest- um þessara félaga eru komm- únistar þó 1 miklum minni- hluta og hatfa fyrrnefndir fulltrúar þeirra ekki fremur leyfi til að nota stéttarfélög sín í pólitískum atkvæðaveið- um kommúnista en til dæmis, ef Magnús Kjartansson skrif- aði undir fyrir hönd Blaða- mannafélags íslands. Ekki verður hjá því kom- ist að félög þau, sem þama eiga hlut að máli, taki til sinna ráða og krefjist þess atf einstökum meðlimum sínum, að þeir noti ekki félög sín í pólitískri baráttu, heldur starfsheiti eða heimilisfang. Væri raunar ekki úr vegi, að stjórnir þeirra félaga, sem hér eiga hlut að máli, lýsi því yfir, að fyrrnefndir aðilar hafi skrifað nöfn sín undir sem einstaklingar en ekki fulltrúar félaganna. Eða talar Haukur Helgason í nafni Starfsmannafélags Útvegs- banka íslands, þegar hann skrifar undir „opið bréf“ frá Kommúnistaflokki fslands? Eða Skúli Þórðarson — er hann fulltrúi Félags Mennta- skólakennara á opinberum vettvangi? Væri ekki úr vegi að sann- leikurinn kæmi í ljós, og þá sæist að með þessum undir- skriftum og misnotkun á al- mannasamtökum neyna komm únistar að hylja sig reykskýi blekkinga og falsana. - SJÁLFSÁKV. Framhald atf bls. 1. fram komu vegna hinnar nýju stefnu í efnahagsmálum. Á með- an haftastefnan var ríkjandi urðu atvinnurekendur að beita sér að því að fá leyfi hjá stjórn- arvöldunum til hvers konar framikvæmda. Kom það niður a allri þjónustu eða vilja til að auka framleiðnina, því að varan seldi sig sjálf í skjóli hatftanna. Það er hins vegar lífsnauðsyn að auka framleiðnina, svo að unnt sé að standast samkeppni bæði við innlenda og erlenda aðila. — Hvað snertir lífskjör al- mennings, þá hefur kaupmáttur launa samkvæmt útreikningi Efnahagsstofnunarinnar aukizt um tæplega þriðjung á mann. Ég tel þó raunverulega aukningu kaupmáttar hafa verið meiri, því að nú getur fólk ráðstafað tekjum sínum eftir eigin vali og á sem hagkvæmastan hátt fyrir það sjálft, í stað þess að áður voru það opinberar úthlutunai.-- nefndir, sem sögðu til um, hvern ig fólkið mætti ráðstafa tekjum sínum. Hitt er svo annað mál, hvort lífshamingja fólks hefur aukizt að sama skapi. Nú ger- ir fólk aðrar og meiri kröfur *il lífsins, en í upphafi viðreisnar. — Framsóknarmenn tala um kreppu. Auðvitað hefur verðfall ið á útfltningsafurðunum skap- að örðugleika, sem eru algjör- lega utanaðkomandi. En eins og stjórnarandstæðingar þakka ekki ríkisstjórninni hið hag- stæða afurðaverð, sem verið hefur, þá geta þeir ekki kennt henni lækkunina nú. Sá sam- dráttur, sem verið hefur í tekj- um sjávarútvegsins virðist í bili hafa dregið nokkuð úr eftir- spurn eftir vinnuafli. Hins vegar tel ég, að engin ástæða sé til að óttast atvinnuleysi, sé rétt haldið á málum. Miklar fram- kvæmdir sanda nú yfir á vegum hins opinbera svo og hjá einka- aðilum. — Framsóknarflokkurinn seg ist muni stjórna svo sem hann hefur áður gert, en í öðru hvoru orði bera þó framsóknarmenn af sér, að þeir hafi í hyggju að hverfa aftur til haftastefnunnar, sem frá var horfið, þegar við- reisnin hófst. Ég mundi vilja taka það fram, að engum yrði í rauninni meira fagnaðarefni en mér, ef slíkt væri mælt af heil- um hug, því að tilfellið er, að í öllum nágrannalöndum okkar er ekki um það deilt, hvort beita skuli þeim hagstjórnartækjum, sem beitt hefur verið á viðreisn- artímabilinu. Hvergi vilja menn hverfa aftur til slíkrar stjórn- arstefnu, sem hér á landi rí'kti fyrir 1959. Allir flokkar, sem nokkurs fylgis njóta, hvort sem þeir eru tii hægri eða vinstri, eru sammála um að sömu tækj- um skuli beitt og hér hefur ver ið gert síðustu tvö kjörtímabil. Enginn boðar afturhvarf til haftastefnunnar á ný. — En Framsókn hefur þvi miður gert það að sínu aðalbar- áttumáli, að beita sér gegn þess- um viðurkenndu hagstjórnar- tækjum og fordæmir þau. Og þar sem hún hefur ekki bent á nein önnur úrræði, sem tryggt geti áframhald þessa frjálsræðis, sem áunnizt hefuT, verður að líta svo á, að hún hafi ekki neitt annað í huga, en afturhvarf til haftastefnunnar. — Annars verð ur að hafa í huga, að mikið af því, sem Framsóknarmenn segja, er orðaleikur. Þeir átta sig á því að almienningi þykir orðið höft Ijótt, og því hafa þeir lagt sig fram um að finna upp' ný heiti á stefnu sína, sem bet- ur gengur í augu fólksins. Eitt' af því nýjasta er að það þurfi að raða niður verk- efnunum, þannig að það skyn- samlegasta sé látið sitja í fyrir- rúmi. Þetta lætur út af fyrir sig ekki illa í eyrum, þvi að með einhverju móti verður að fram- kvæma þá niðurröðun. En það sem deilt er um 1 því etfni, er hvort fólkið eigi sjálft að ákveða hvernig það raðar nið- ur þeim þörfum sínum, sem það viU fullnægja, eða hvort það eru opinberir aðilaT, sem eiga að annast niðurröðunina. Það sem manni skilst á Framsóknar- mönnum er, að þeir muni beita sér fyrir annarri stefnu en ríkt hefur. Getur þá ekki verið um annað að ræða en, að opinberum nefndum verði á ný falin niður- röðunin — bæði hvað snertir fjárfestingu og neyzlu. — Hjákátlegt er að Tíminn skuli vera farinn að tyggja upp eftir Frjálsri þjóð, að tertu- botnakaupin margumtöluðu, séu sönnun þess, hvernig hið frjálsa neyZluval leiði til óskynsam- legrar meðferðar á fjármunum. Þetta verður ekki skilið á ann- an veg en þann, að Framsóknar- flokkurinn sé að undirbúa fólk- ið undir að horfið verði aftur til gamla skömmtunar- og hafta- kerfisins, fái hann ráðið. — Hagfræðin sem slík er hlut laus. gagnvart öllum flokkum og stjórnmálastefnum. Þann rúma aldarfjórðung, sem ég er búinn að kenna stúdentum, hefur ávallt verið fullkomlega gagn- kvæmur skilningur milli mín og þeirra, sem ég hefi kennt um þetta atriði. Aldrei hefur komið til neinna árekstra á þeim vett- vangi, þótt sjórnmálaskoðanir hafi oft verið ólíkar. Hitt er ann að mál og það hefur verið mín skoðun, sem mótað hefur afstöðu mína til stjórnmála, að fólkið verði þeim mun hamingjusam- ara, eftir því sem það nýtur meira frj'álsræðis. Hér á ég ekki eingöngu við frjálsræði til að miynda sér stjórnmálaskoðun heldur einnig til að velja sér störf við sitt hæfi og síðast en ekki sízt til að fá að ráðstafa aflafé sínu í samræmi við eig- in óskir. — Auðvitað hefur hið opin- bera mikilvægu hlutverki að gegna í svo iltlu þjóðfélagi sem okkar. Það heimtir skatta, sem standa verða straum atf kostn- aði opinberra aðila og þeirrar þjónustu, sem það veitir borg- urunum. — Ég vil taka það fram, að sú afstaða mín, að frjálsræðið sé bæði einstaklingum og þjóð- félaginu fyrir beztu, er trúar- játning, en ekki byggð á hag- fræðilegum eða vísindalegum röksemdum, en mér finnst að að reynsta síðustu 7—8 ára hafi staðfest það skýlaust, að fólkinu líður nú allmiklu betur eftir að frjálsræðið komst á. — Að lokum vil ég segja þetta. — Þeir sem óska eftir því, að komið sé á fót á ný opin- berum nefndum, sem raði niður fyrir fólkið, hvernig það eigi að nota fjármuni sína til innkaupa fyrir heimiHn — þeir skulu raða atkvæðum sínum á þá fjóra flokka, sem slíka stefnu boða. Skiptir ekki máli hvernig sú niðurröðun verður, en hinir, sem sjálfir viljá ráða neyzlu sinni og fjárfestingu — þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem alltaf verður höfuðmerkisberi þessarar frjálsræðisstefru, sagði Ólafur Björnsson, prófessor, að lokum. - SUEZ-STRÍÐIÐ Framhald af opnu skipaferðum um skurðinn og binda enda á hafnbann Egypta á ísrael. Ekkert var um það sagt, hve- nœr aðgerðir þessar skyldij het; ast, en ljóst var, að Frakkar vildu að látið yrði til skarar skxíða sem fyrst. Ekki var held- ur fullyrt, að fsraelsmenn hefðu fal'lizt á að taka þátt í hern- aðaraðgerðunum, en ljóst var, að þeir biðu eftir áliti Breta, Eden lét enga skoðun í ljós, en átti erfitt með að leyna ákafa sínum og kvaðst mundu skýra Mollet frá ákvörðun sinni, þeg- ar hann hefði ráðfærzt við sam- ráðherra sína. Þessi fundur varð til þess, að ágreiningum Edens og Nuttings varð ó brúanlegur. Nutting vildi skjóta öllu á frest, en Eden lagð ist gegn öllum töfum, og Nutting varð ljóst, að þótt hann reyndi að fá starfsmenn utanrikisráðu- neytisins í lið með sér, mundi Eden ekki láta segjast. Nutting samdi ítarlega greinargerð um afstöðu sína, en allt kom fyrir ekki. ★ LLOYD A BÁÐUM ÁTTUM Nutting varð ljóst, að eina von hans til að hafa áhrif væri sú. að fá Lloyd utanríkisráðherra, á sitt band. í fyrstu var utanríkis- ráðherrann mótfallinn áætlua Frakka, en enginn vafi lék á þvi, að Eden hafði þegar ákveðið afí fallazt á áætlunina, hvað svx* sem utanríkisráðherrann segði. Lloyd neitaði að hlusta á rök- semdir Nuttings og féllst á frönsku áætlunina, þótt honum væri það þvert um geð. Nutting sá að vonlaust var að fá Eden til að skipta um skoðun og ákvað að segja af sér. 22. október ræddi Nutting við Lloyd, sem hafði veikzt af slæmu kvefi. Lloyd sagði, að allar likur bentu til þess, að áætlun Frakka mundi fara út um þúfur vegna óánægju fsraels- manna með hana .Ben Gurion vildi fá tryggingu fyrir því, að flugher Egypta yrði útrýmt um leið og fsraelsmenn hæfu árás- ina, því að ella yrði ísraelskum borgum ógnað, en þar sem hlut- verk Breta og Frakka átti að vera í því fólgið að skerast ekki í leikinn fyrr eftir að Egyptar neituðu að flytja burtu herlið sitt vestur yfir Súez-skurð, gætu Bretar ekki útrýmt flugher Nassers um leið og Ísraelsmenn réðust inn í Sinai-skaga. Vei’a yrði Egyptum frest til að svara úrslitakostum Breta. fsraels- menn voru ekki sannfærðir um stuðning Breta og vildu ekki verða peð á taflborði þeirra. Þeir voru tregir til að flækjast inn í deiluna um Súez-skurðinn, en vildu óðir uppvægir binda enda á hermdarverk Egypta og hafnbann Egypta á Akabaflóa. Lloyd, utanríkisráðherra, var enn á báðum áttum og sagði Nutting, að hann vissi ekki hvað hann ætti að ráðleggja stjórn- inni að gera. Nutting varð svo .hissa, að hann sagði að hann hefði aldrei trúað því, að hann ætti eftir að lifa það, að brezk- ur utanríkisráðh. léti slíkt frá sér fara þegar hann ætti að taka ákvörðun. Tveimur dögum síðar hafði Frökkum tekizt að róa ísraelsmenn, og Eden var enn staðráðnari en fyrr að áætlun Frakka yrði hrint í framkvæmd. Lloyd vildi ekki eða gat ekki beitt . áhrifum sínum til að stuðla að friðsamlegri lausn deilunnar. ★ ÚRSLITA- ÁKVÖRÐUN 24. október hélt brezka stjórn in fund um málið, en engin ákvörðun var tekin. Þó sendi brezka utanríkisráðuneytið orð- sendingu til frönsku stjórnarinn ar, þar sem hún var beðin að koma þeim skilaboðum áleiðis til fsraelsstjórnar, að Bretar væru staðráðnir í að hrinda áætlun Frakka í framkvæmd og mundu verða við kröfum fsra- elsmanna um loftárásir á egypzka flugvelli. Þessi fullviss- un réði úrslitum. ísraelsmenn féllust á að taka þátt í Súez- stríðinu. Brezka stjórnin kom saman til fundar og henni var skýrt frá því að ísraelsmenn mundu hefja árás á Sinaiskaga 29. október og brezka stjórnin mundi senda Egyptum úrslita- kostL Nutting gekk á fund Lloyds og sagði honum að hann gæti ekki haldið áfram störfum I stjórninni. Lloyd sagði honum, að Eden hefði lagt til að hann fengi annað embætti í stjórn- inni, en Nutting hafnaði boð- inu. Hann sagðist þó mundu halda áfram störfum meðan á deilunni stæði. Eftir að hafa rætt við Sir Walter Monckton, samráðherra og gamlan vin, sem einnig var andvígur stefnu Edens, var Nutting enn staðráðn ari en áður að segja af sér. Nutting segir, að hann hefði ekki getað varið stefhu stjórn- arinnar á þingi eða á öðrum vett vangi. Aðgerðirnar brytu í bága við stofnskrá S.Þ. og þrívelda- yfirlýsinguna sem hann hafði sjálfur undirritað. Og síðast en ekki sízt væri hér um að ræða samsæri með ísraelsmönnum, sem væri gegnsætt og hlyti að koma í ljós. . ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.