Alþýðublaðið - 22.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu, Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta iagi kl, 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. og til samanburðar skal þess getið, að í júnílok í fyrra var Breiðdals- heiði næstum snjólaus og sá þá ekki snjó nerna á hæstu íjöllum, Vinnubrög’ð. Verkstjórn og verksvit. Lannajöfnnðnr. Eftir Ingólf Jónsson, cand. phil. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að vinnubrögðum manna hér á landi er oft ábóta- vant. En allajafna er það á engan hátt sök verkamannsins. Heldur hinu, að hann hefir lært að vinna verkið svona og á bágt með að breyta til, engu síður en X, — í Morgunblaðinu á bágt með að skilja það, að þó núverandi þjóð- félagsskipuiag sé eins og það er, þá er það engin sönnun þess, að það eigi að vera svona og að ekki sé hœgt að breyta þvi. Það er eins sjálfsagt að breyta vinnubrögðunum, jafnskjótt og annað betra, eða að því er virðist betra, kemur, eins og að. breyta , og laga í hendi sér þjóðfélags- skipulagið, jafnskjótt og nokkur vegur er til þess að brey'tingin verði til bóta. Þetta er svo Ijóst, að urn það þárf ekki að deila. Enginn þiódmegunarfrœdingur, sem stendur framarlega í sinni grein, neitar því nú orðið, að kerfi jafnaðarmanna sé til stórra foóta. Ura hitt er deilt, hvernig bezt megi koma því á. En á meðan sítja auðmennirnir og þeirra þý, og reynir að villa þeim, sem þekkingarsnauðir eru, sýn. Reynir að sýna þeim fram á, að þeir (auðmennirnir), séu af forsjóninni settir sem fjárhaldsmenn fjöldans, og »svoleiðis hafi það verið og verði þaðU Viturlega mælt og af góðvilja miklum til fjöldansf En ef þessu væri þannig varið, þá væru þeir háðir lögum eins og aðrir fjárhaldsmenn. Þá ætti fjöld inn að geta komið fram ábyrgð á hendur þeim og þeim bæri skylda til að sjá sómasamlega fyrir skjólstæðingum sínum. Ef þeir gerðu það ekki og færu illa með það fé, sem þeim er trúað fyrir, þá er það skylda fjöldans að taka í taumana og taka fjár- ráðin af þeim. X. er þarna annars því nær á réttri leið, að eins er það ekki rétt, að forsjónin hafi sett þessa »fjárráðamenn«; nei, ónei, þeir hafa sólsad Jjárráðin undir sig sjálfir. En það er auð- vitað sjálfsagt að slá hinu fram, þegar í óefni er komið fyrir »þeim gyltus, og »fjöldinn« er að vakna til meðvitundar um það, að illa sé farið með fé hans. Það hlýtur að koma að því að hann komist til »vits og ára« og verði sjálfur fjárráður, alveg eins og einstaklingurinn. Og sem betur fer nálgast sá tími óðum. Fjöldinn er að vitkast. Maurapokinn vaknar við það einn góðann veðurdag, að hann hefir veríð sviftur »fjárráðunum«. Verksvitið, sem svo er kallað, kemur næst vinnubrögðunum og er því náskylt. Menn eru gæddir því mjög misjafnlega, en þeir eru fáir, sem með fullu ráði eru, er ekki eiga meira og minna af því í fórum sínum. En þéir hafa ekki tækifæri til þess að þroska, það. Og því fátækari og umkomulaus- ari, sem verkamenn eru í upp- vextinum, því síður geta þeir þroskað þenna hæfileika sinn, hvað þá skapað hann. Þeir, sem korn-ungir verða að byrja á því, að þræla baki brotnu frá morgni til kvölds, eru orðnir svo slitnir og sljóir löngu fyrir aldur fram, að þeir eru líkastir hjóli í vél — vinna sjálfkrafa (mekaniskt), Þess vegna þarf verk- stjórn og verkstjóra, sem oft eru verri en ekkert, þegar þeir kunna ekki til verks síns — kunna ekki að stjórna vélinni og þekkja ekki hvert einasta hjól. Hvað skyldi X-ið f Morgunblaðinu — ég geri ráð fynr að hann sé ekki vél- stjóri — t. d.: geta stjóraað guíu- vél leagi, jafnvel þó hún hefði verið sett í gang fyrir hann. Ætli „sjórn" haas færi ekki fljótt út um þúfur, og sfeyldu hjólin í vél- inni ekki brátt neyta að hlýðs honum. Verkstjórnin og verkstjórinn,. ríða engu að síður baggamuninis' í daglegu lífi manna. Sé það hvort- tveggja í ólagi þá fer alveg eins og með gufuvélina: Vinnan verð- ur í óiagi, og mennirnir neita að vísu ekki að vinna, en þeir vita ekki hvernig þeir eiga að vinna, verða ósamtaka og óhöndugir — tennur hjólanna grípa skakt hver inn f aðra — alt verður á ringul- reið, og verkamönnunum er svc' brugðið um leti. (Framh.) Dm dagiim og veginn. Mannslát. Pálmi Pálsson yfir- kennari, er Iátinn í Khöfn. Hann fór utan á Gullfossi síðast. ásamt konu sinni. Héraðssamkoma. Á sunnudag- inn kemur verður haldin héraðs- samkoma að Þjórsártúni. Gengst íþróttasamb. Skarphéðinn fyrir henni og hefir til skemtunar, ræðu- höld, lúðrablástur, íþróttir og dans- inn ómissandi og allra meina bót£ Ekki ólíklegt að Mgbl. hvetji menn til þess að spara nokkra aura með þvf að fara þangað i „beztu" fötunum! Yillemoes kom 17. þ. m. til Amedku, þaðan fer hann beint tii Akureyrar með kol. Séra Jón Jónsson, próíastur á Stafafelli iézt á Landakotsspítala í fyrrinótt. Hann var korainn á efri ár. Samræmið er alt af hið sama í Morgunblaðinu. í gær prédikar það sparnað og vinnusemi fyrir verkamönnum, sem hvorttveggja er auðvitað gott og blessað, en síðan skýrir það frá þvf, að tveir efnamenn þessa bæjar séu að leika sér að silungsveiðum og hafi látið reisa sér tvö vönduð sumarhús upp í sveit! Það er víst sparn- aður! Finst ykkur ekki? „Spari& verkamennl Eyðið efnamennP er orðtak Morgunblaðsins. . Meinleg prentvilla stóð í grein* inni „Dýrtíðin og utanríkispólitílc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.