Alþýðublaðið - 08.04.1930, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1930, Síða 2
2 a&h$ðbbb:a.b>ið Jarðskjálftar í dag ki. 10,15 árdegis hófust ákafir jarðskjálftar á Reykjanesi. Kom hver kippurinn eftir annan Slysið í Kellavík. Öll líkin eru nú fundin; fanst lík Skafta heitins kl. 4 í gærdag, það var slætt upp. Arinbimi Þorvarðarsyni, for- manni bátsins, sem var sá mað- urinn, sem af komst, líður vel eftir atvikum. Mörgum hefir þótt slys þetta mjög undarlegt, og þá sér í lagi að þrír syndir menn skyldu drukkna algáðir. En skýringin mun sú, að mennirnir voru lang- lúnir og syfjaðir, eftir að hafa farið í hvern róðurinn á fætur öðrum. Þeir munu fyrst hafa ætlað að fara austan viö bryggjuna, en álitið ekki fært þar og ætlað að 'fara í svonefnda Stokkavör vest- an við hana, en þá lent á flúð- inni (ekki grynningum, svo sem stendur í Morgunblaðinu, því djúpt er kringum flúðina). En flúðin er á að gizka 20 faðma fyrir vestait bryggjuna og 20—30 faðma undan landi. Alpimgi. LS®. I gær voru (i e..d.) afgreidd lög um löggildingu verzlunarstdðar í (Selárvík í Árskógshreppi í Eyja- fjarðarsýslu. Neðri deilcL Viktun sildar. i frv. stóð: Öll síld, sem seld er bræðsluverksmiðjum til vinslu, skal hér eftir vegin. — í stað þess, að ákvæðið yrði þannig skilyrðislaust, svo sem vera bar, sameinuðust Sveinn í Firði, Jó- hann úr Eyjum og ólafur Thors um þá breytingartillögu, að því að eins skuli skylt að vikta síid- ina, að seljandi óski þess. Fengu þeir tillögu þessa samþykta. Jafn- aðjarmenn knúðu þó fram þá skýringu á henni hjá einum til- lögumannanna, að þegar seljend- endur sildarinnar eru margir, — svo sem að sjómenn eiga afla- hlut í veiðinni, — þá þurfi krafa um viktun ekki að koma nema frá einurn seljendanna, og sé þá skylt að vikta síldina. Þannig breytt var frv. endur- afgreitt í gær til efri deildar. Framlenging verðtollsins. Verðtollurinn á samkvæmt lög- um að falla niður um næstu ára- mót. Nú flytja „Framsóknar"- og íhalds-menn í fjárhagsnefnd neðri á Reylianesi. og voru sumir svo snarpir að hlutir köstuðust til í húsinu. deildar í sameiningu frumvarp, sem Einar fjármálaráðherra hefir falið þeim, um framlengingu verðtollsins til ársloka 1931. Er það fært fram sem forsenda, að ekki muni vinnast tími til að af- greiða verðtollsfrv. íhalds- og- „Framsóknar", sem M. Guðm. og Halldór Stef. flytja — einnig samkvæmt ósk Einars ráðherra. Hins vegar forðast flutnings- mennirnir að minnast á frum- vörp og tillögur Haralds Guð- mundssonar um lœkkun tolla. — Framlengingarfrv. kom í gær ti) 1. umræðu. Haraldur visaði til þess, að vérðtollslögin voru upp- haflega sett í flaustri og til bráðabirgða og áttu fyrir löngu að vera úr sögunni. FratMenging- arfrv. eigi þvi engan rétt á sér, þar sem líka önnur skattamála- frv. liggja fyrir þinginu (frv. og tillögur H. G.). Samkvæmt þeim myndu tekjur rílúsins ekki rninka, en greiðslurnar kæmu þá ólíku réttlátara niður. Kvað H. G. nær að þingið tæki þær itillögur ti) yfirvegunar, heldur en að það framlengdi verðtoilinn. Framlengingin var afgreidd til 2. umræðu, samþykt með at- kvæðum allra viðstaddra „Fram- sóknar“-flokks- og íhalds-manna gegn atkvæðum jafnaðarmanna. Eínkasala á útvarpstækjum. Frv. um breytingar á útvarps- lögunum, þar á meðal heimild handa ríkisstjórninni til að á- kveða einkasölu á útvarpstækjum, var afgreitt til 3. umræðu. Á- kvæðið um einkasöluna var sam- þykt að viðhöfðu nafnakalli með atkvæðum Alþýðuflokksmanna og Framsóknarflokksmanna, nema Ben. Sv. greiddi ekki atkvæði. Ihaldið á móti, eftir að þrír eða fjórir úr þess íiði höfðu haldið svo aö segja sörnu ræðuna allir gegn frv. og sumir margsinnis. Það er nú þeirra vani þegar rök- in finnast ekki. Þá voru þessi þrjú frv. afgr. til efri deildar: Um hérað'sskóla flð Reykjum í Hrútafirði, fjárveit- ing til hafnarbóta í Vestmanna- eyjum og um skurðgröfur ríkis- ins og rekstur þeirra. Við frv. um skurðgröfurnar var bætt þeirri heimild, samkvæmt tillögu frá atvinnumálaráðherra/- að stjórnin megi auk skurðgröfu- kaupa láta gera tilraunir um smíði á skurðgröfum og um notkun þeirra. Einkemnilegt fundarhlé. Á laugardaginn hófst 2. umr. um einkasölu ú tóbaki. Gekk þá svo lengi, að íhaldsmenn mæltust einir við, og þótti öðrum þing- mönnurn ekki ástæða til að verja löngum tíma í að svara skrafi þeirra. I gærkveldi héldu um- ræðurnar áfram. Þegar þær skyldu hefjast að nýju var ólafur Thors fyrstur á mælendaskrá, en liann hafði þá alveg týnt efn- inu í ræðu þeirri, sem hann ætl- aði að flytja. Sá forsetinn þá aumur á honum og gaf honuro 10 mínútna fundarhlé, til þess að átta sig á því, hvað hann ætlaði að segja. Tímann mun Ól- afur hafa notað til þess að líta í spegi), því að þegar hann fékk málið, kom í ljós, aö honum var algerlega ofvaxið að skilja, að þeir menn geti verið til, sern vilja fórna einhverju af eigin hagsmunum vegna sannfæringar sinnar. Atkvæðagreiðsla um málið fór ekki fram í gær, en meiri hluti fjárhagsnefndar, Héðinn, Hall- dór Stefánsson og Hannes, mælir með því, að frv. verði samþykt. Efrl deild. Frv. um fræðslumálastjórn var endurafgreitt til neðri deildar. — Þessum þremur frv., er nú skal greina, var vísað til 2. umræðu: Um mat á kjöti, fór til landbún- aðarnefndar, vegalagabreytingin, til samgöngumálanefndar (bæði . síðari deild). — Einn af vegunum, sem samkvæmt vegafrv. skulu teknir í þjóðvegatölu, er skeiða- braut að Brúarhlöðum. (Leiðrétt- ing á misprentun í síðasta blaði í upphafi vegatalningarinnar.) Þá var frv. um breytingu á lögum um afstöðu foreldra til ó- skilgetinna barna, er Ingibjörg flytur að tilhlutun Mæðrastyrks- nefndarinnar. Það fer fram' á, að numið verði úr lögum það á- kvæði, að dvalarsveit óskilgetins barns beri aldrei að greiða meira en meðalmeðlag, þegar faðlrinn greiðir meðlagið ekki sjálfur. Einnig skuli, freSturinn, sem móð- ir hefir til að krefjast þess, að dvalarsveit greiði henni út barns- fararkostnaö, þegar faöirinn stendur ekki skil á honum, skuli vera 12 mánuðir,, í stað 6 nú. — Frv. var vísað til allsherjarnefnd- ar. Ffá ¥estsxaannaey|iiiii. Vestmannaeyjum, FB., 7. april. Ægir tók botnvörpung, Beverlac frá Hull, skipstjóri James M. Richardson, fyrir ólöglegan um- búnaö veiðarfæra og fiskiaðgerð innan landhelgi, fyrir vestan smáeyjar í gær. Málið afgreitt samdægurs. Skipstjóri var dæmd- ur til þess að greiða 3000 króna sekt og málskostnað. Skipstjóri áfrýjaði til hæstaréttar laust fyrir ‘kl. 9 í gærkveldi. Landlega í dag, en undanfarna daga mikill afli, hæstu bátar hafa fengið 50 þúsund áf þorski. Bátar héðan, sem stundað haf® veiðar í Sandgerði og Njarðvik- um, eru komnir. Nokkrir bátar hafa lagt í netj- um og sumir fiskað vel. Sveinbjörn Jónsson rafstöðvar- stjóri andaðist í fyrri nótt. Wegeners- lelðangnriim í ^morgun vax komið með 23 af þeim 25 hestum, ofan á hafnar- bakka, sem fara edga með Diskó, Grænlandsfarinu, sem flytur We- geners-leiðangurinn til Græn- lands. Voru 9 brúnir, 1 jarpur, 5 gráir, 2 mósóttir og 6 rauðir og á aldrinum 8—12 ára, en á þeim aldri þykja hestar • duglegastir. Flestir eru hestarnir austan úr; Rarigárvallasýslu (17 þeirra); hinir eru hérna úr Mosfellssveit- inni eða úr Reykjavík (mátti á einurn sjá að hann hafði veriö notaður sem vagnhestur í IReykjá- vík). Hestunum fylgja 5000 kg. af töðu (2 heyhestar á hvem), sem á að géfa þeim ásamt höfrum. Diskó fer með leiðangurinn norður í Greipar á vesturströnd Grænlands, og skilar honum í land í kauptúninu Holsteinsborg. (þar út af eru beztu flyðrumiðin). En Holsteinsborg er lítið eitt norðar en ísland. Fara leiðang- lursmenn þar í annað skip, því þar fyrir norðan er von á ís, en Diskó er jámskip og því illa. leggjandi í is. Fara þeir með því skipi norður á 72. breiddar- stig. Verður verkefni Vigfúsar, Guðmundar og Jóns að flytja farangurinn frá sjó og inn að jökulröndinni og upp á jökulinn. Em mörg erfið stykki í farangr- inum, þar á tneðal tveir mótor- sleðar, sem ganga fyrir loft- skrúfum eins og flugvélar, en sem ekki er hægt að nota fyr en komið er inn fyrir allar ó- jöfnur á ísnum. Það er búist við að íslending- arnir komi aftur frá Grænlandi með skipi til Kaupmannahafnar, í byrjun dezembennánaðar, en We- gener og vísindamenn hans hafa vetursetu á þrem stöðum á jökl- inum. Siðari frétt. Leiðangurinn verður látinn á land í firði ,sem er fyrir botni Umanak-flóa. Eru tveir kílómetrar frá fjarðarbotni inn að jökliuum. Fláin á jöklinum er fimm kiló- metrar og mjög brött, því jökull- inn hækkar þama upp i 950 metra, eða liðlega hæð Esjunnar. ] Insta veðurskeytastöðin verður á miðjum Grænlandsjökli. í Vestmannaeyjum er slæmt sjóveður í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.