Morgunblaðið - 27.08.1967, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1967
Vísindamenn í sumorönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum
Haföi köttinn fyrir iaröskjálftamæli
Rannsóknir öskulaga hafa
mikið sögulegt gildi — Segir
dr. Sigurður Þórarinsson
DR. Siffurður Þórarinsson jarð-
fræðing þekkja allir íslendingar
orðið, sér í lagi vegna þess að
hvergi má yfirborð jarðar vera
á hreyfingu svo hann sé ekki
þangað kominn fyrstur manna,
og um langt árabil ferðaðist
hann um mestan hluta landsins.
í leit að öskulögum, og hafði
þá ekki með sér fiokk leitar-
hefði annars ekki tekizt að
fyila.
Mér virtist dr. Sigurði hálft
í hvoru falla það miður að starf
hans sem forstöðumanns jarð-
fræði- og landfræðideildar Nátt
úrufiæðistofnunar íslands færð-
ist meira í það horf að vera
starf skrifstofumanns. Hann
sagði m.a.:
Hér er gamanmynd af Sigurði og á að sýna hann við Öskju-
rannsóknir. Gamansemin hefi r jafnan átt snaran þátt í Sig-
urði og hefir hann þvi gaman af þessari mynd.
Líparítsöskulögin (Heklulögio) H3, sem eyddi Þjórsáradal
1104, H3 2800 ára gamalt og H4, 4000 ára gamalt. Lögin eru
í mógröf á Skagaströnd. Mál stokkurinn er meter á lengd..
IRQ^
'1104 .1766
1300
1341
O 50 lOOkm
i_______i--------i
1845
„ísland með slaufur", eins og Sigurður orðar það Myndin skýrir sig sjálf og sýnir öskufall
úr Heklu í gosum hennar siðan sögur hófust.
Sigurður Þórarinssn í alvarl egum hugleiðingum við skrif-
borð sitt
manna, heldur naut hjálpar og
styrktar almennings, sem hann
segir að sé ákaflega hjálplegur
við öll vísindastörf, og kannski
sé hvcrgi hægt að stunda þau
með jafnmiklum almennum
stuðningi og hér á landi. Sjálf-
boðaliðar og hinar glöggu skýr-
ingar og næma auga hinna sjálf
sköpuðu, eða almennu vísinda-
manna landsins, hafa fyllt upp
í margar þær eyður, sem fá-
mennum visiudahópi landsins
— M kill timi fer í hverskon-
ar upplýsingas'arísemi, en ís-
iandsáhugi erlendra jarðfræð-
inga og landfræðinga hefir stór-
um aukizt á síðustu árum og
ber margt til, ekki sízt lega
landsins á Miðatlanzhryggnum
og nú síðast Surtseyjargosið.
Þar með stóraukast fyrirspurn
ir um jarðfræði landsins, frá
vísindamönnum, blaðamönnum
og öðrum áhugamönnum og er
þessum fyrirspurnum oftast
beint til Náttúrufræðistofnunar-
innar. Æ fleiri jarðfræðingar og
landfræðingar sækja um leyfi til
rannsókna hér á landi og ber
mér að gefa umsögn þar um,
áður en Rannsóknarráð veitir
leyfi, svo og að hafa einhverja
umsjón með þeim.
Eins hef ég hin síðari árin
skipulagt og stjórnað erlendum
fræðsluferðum, nú í sumar ame-
rísku geimfaranna ásamt Guð-
mundi Sigvaldasyni og síðan
hálfsmánaðarferðalagi skandina-
vísra jarðfræðinga og land-
fræðinga, með Þorleif Einarsson
til aðstoðar, en hápunktux þeirr
ar ferðar var dagsdvöl á Tjörnesi
til að kynnast hinum stórm-erfcu
rannsólcnum Þorleifs þar á nes-
inu. Þessar norrænu fræðslu-
ferðir eru nú að komast í fast-
ar skorður. Árlega koma 25
manna hópar, algerlega nestað-
ir heiman frá, 10 Svíar, en 5 frá
hverju hinna landanna, Dan-
mörku, Finnlandi og Noregi.
Annað hvort ár er aðaláherzla
lögð á bergfræði og eldfjalla-
fræði, en hitt á almenna jarð-
fræði og landmótunarfræði. Er
hér að skapast einskonar vísir
sumarháskóla, þótt þetta sé ekki
á vegutn Háskólans, enda engin
háskóladeild í jarðfræði hérlend
is og er það líklega það sem
erlendu jarðfræðingun-um finnst
furðiulegast og óskiljanlegast af
öllu því furðulega, sem þeir
kynnast hér á sínum ferðum.
Þær vísindarannsóknir, sem
ég vinn nú að í ígripum er að-
allega undirbúningur íslands-
bindis ritasafnsins „Catalogue
of the sctive vulcanoes og the
world.“ Þetta ritsafn á að ná til
allra virkra eldfjalla á jörðinni
og er unnið á vegum alþjóða-
sambands eldfjallafræðinga (I.A.
V.) með styrk frá UNÉSCO. Eru
nær öll bindin komin út nema
íslandsbindið, sem dregizt hef-
ir að komi út, enda hefir mjög
skort á bergfræðilega rannsókn
á íslenzkum eldfjöllum, þar til
rannsóknir Guðmundar Sigvalda
sonar og hans manna hófust fyr
ir nokkrum árum. Vonandi verð
ur hægt að ljúka íslenzka bind-
inu á þessu ári með þeirra
hjálp, en þeir kunna miklu
meira til nýtízku vinnubragða
en ég, hins vegar kann ég, sem
hálfginldings húmanisti, betur á
þær skráðu heimildir, prentaðar
og óprentaðar, sem kanna þarf
í sambandi við þetta verk.
HekJ.urit mitt, sem kom út í
ár, var að vissu leyti einn þátt-
ur í undirbúningi þessa kata-
logs, en var var Jens Tómasson
mér til aðstoðar með bergfræð-
ina. Það sýnir bezt hvernig
hinni klassisfcu og merku eld-
fjallasögu Þorvalds Thoroddsens
er ábótavant að rannsóknir
mínar hafa fækkað Heklugosum
síðan sögur hófust um 5. Þau
eru aðeins 14 að tölu, en ættu
að vera orðin 19 skv. eldfjalla-
sögu Þorvalds. Því miðux hefir
mér ekki tekizt að gera öðrum
eldfjöllum svo sem Kötlu, sömu
skil, enda hefir yngsta eldfjall-
ið okkar, hún Surtsey, verið
talsverður tímaþjófur síðustu
árin.
Þeim rannsóknum, sem ég
hef mest sinnt um dagana
jöklarannsóknum og öskulags-
rannsóknum hef ég lítið sinnt
í sumar. Ég komst ekki á Vatna
jökul í vor og þótti leitt ekki
sizt vegna þess, að betri ferða-
félagar en Grímsvetningar Jökla
rannsóknarfélagsins gefast ekki.
Þó þótti mér sárabót að sonur-
inn, Sven komst til rannsókna
á jökulinn.
Öskulagarannsóknir, eða tefró
króno'iógiskar rannsóknir, eins
og ég skýrði þær fyrir aldar-
fjórðungi, eru nú löngu orðnar
alþjóðlegar. Nú stsrfar alþjóða-
nefnd „trefókrónológa“, eða
öskukalla í alþjóðasambandi
kvarterjarðfræðinga. Er Japam
formaður, enda áhugi mikill í
Japan á þeirri fræðigrein. ís-
Framhald á bls. 5