Morgunblaðið - 27.08.1967, Side 12

Morgunblaðið - 27.08.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1967 Gísli Guimundsson•* NESIN, Mýrar og Suðursveit voru nöfn, sem mér gekk illa að muna á skólaárum mínum, og er ég leit á þetta svæði á íslandskortinu, þá fannst mér eiginlega engin ástæða til þess. Þar gaf að líta mjóa landræmu, milli jökuls og úthafs, sem virt- ist vera, nær eingöngu, sandar og jökuivötn. Og þau höguðu sér á engan hátt eins og skikk- anlegar ár, heldur breiddu úr sér í ótal kvíslum og tolldu sjaldan árinu lengur í sama far- veg. Svo var Hornafjörðurinn heldur enginn alvörufjörður, mest leirur og grynningar, ekki einu sinni skipgengur. í ferða- 'bókum las ég hrollvekjandi lýs- ingar um fátækt og umkomu- leysi fólksins, sem bjó þarna, 1 úlfakreppu eyðandi náttúruafla, hvernig vötnin voru smám sam- an að breyta býlum þess i nakta aura og hrekja það frá þeim. Og svona var ástandið þarna fram á þessa öld, einkanlega á Mýrum. En með batnandi veð- urfari tók gjörningahríðinni að slota, samtímis því sem sívax- andi velmegun og verkmenn- ing færðu þjóðinni vopn í hend- ur, til gagnsóknar. Á síðustu ára tugum hafa okkur svo verið að berast þaðan gleðifregnir sigur- fréttir, um framsókn á öllum vígstöðvum. Álagahamurinn hafði verið borinn á eld og það sást til sólar á ný. Nú var ég að leggja af stað í ferð um þess- ar sveitir, til að sjá með eigin augum þessar vígstöðvar, og folaldsárin, sem náttúran og mað urinn eru að hjálpast til að græða. Enn hafði hamingjan verið mér hliðholl, því að Þor- steinn Guðmundsson frá Reyni- völlum í Suðursveit hafði tek- ið að sér að aka með mig um sveitirnar, og leiða mig í allan sannleika. Það var dumbungsveður er við lögðum af stað frá Hafnar- lauptúni inn Nesin, _ líklegast bezt grónu sveit á fslandi. í skjóli hárra, gróðurvana fjalla, með litföróttum sandskriðum, liggur þetta fagurgræna belti og smáhallar niður að fljóti og firði. Þar, hafa vötnin löngu sorfið af þann gróður, sem þau náðu til, og skilið eftir gróna nesjafingra og eyjar. Um alla sveitina er mikið af hólum, og flestir algrónir, á stöku stað klettar með grænum kraga. Skammt sunnan við höfuðból Þorleifanna, Hóla, komum við á þjóðveginn og tókum stefnuna inn sveitina. Skálatindar voru á hægri hönd, ofan við ljósrend- ar skriður, en inn af þeim grunnur dalur, Bergárdalur, með gráum mosabreiðum. Berg- á fellur fram úr dalnum og þar er fossinn Hnígandi (Mígandi), en á bak við hann leitaði stór- bóndinn í Árnesi, Indriði, sér hælis er Jón biskup Arason sótti hann heim, árið 1547. Lax- árdalur er aðeins innar, mun meiri og dýpri. Fyrir mynni hans er stakt fell, Meðalfell, auð velt uppgömgu og góður útsýn- isstaður (afleggjari innan við Laxá að bænum Meðalfelli). Laxá rennur af dalnum, og var nú framundan. Sunnan við hana er vegur, til vinstri, niður á flug völliinn á Árnanesi. Laxárbrú er hrörlegur forngripur (elzta brú sýslunnar og á hól, innan við ána, er kirkja í sama stíl. Yfirleitt fannst mér lítið til um hýbýlaprýði þeirra Nesjamanna, utanhúss. Skóli og félagsheimili (Mánagarður) stóð sitt hvoru megin vegar, rétt innar, nýjar og vel útlítandi byggingar. Nú vorum við í Bjarnanes- torfunni, þéttbýlu svæði, sem eitt sinn var allt í landareign hins forna kirkjustaðar, Bjama- ness, á vinstri hönd. Fyrr á öldum var þetta eitt mesta höf- uðból landsins með hjáleigum allt í kring nú eru það allt sjálfstæðar jarðir. Einna mest- ur mun vegur staðarims hafa verið á dögum Teits hins ríka Gunnlaugssonar, þess er stóð í stórræðunum við Jón Gerreks- son Skálholtsbiskup. Kirkjan var flutt þaðan árið 1911 á nú- verandi stað en nú er þar ný kirkja í smíðum. Hún er í ó- venjulegum byggingarstíl, en ég held að hún verði fallegt guðshús. Þyrfti að hraða bygg- ingu hennar, meira en gert hef- ur verið fram að þessu, svo að hægt verði að fjarlægja hróið á hólnum. Hér framundan er mikil eyja, Skógey, segja munn- mæli að þar hafi eitt sinn verið margir bæir, en eyðst í miklu flóði. Nú var Ketillaugafjall á hægri hönd og vakti eftirtekt mína. Á miðju þess situr dökk- ur hamrakastali, ristuir djúpum geilum, en á báðar hendur lit- föróttar líparítskriður. Mest ber þó á rauðbrúnum lit nema í norðurenda fjallsins, þair sem ótal litir koma fram í gilsskorn- ingum. Neðan við fjallið er fallegt stöðuvatn með óvemju- legu nafni, heitir Þveit. Vegur- inn liggur inn brekkurnar, ofan við vatnið og nálægt norðurenda þess er ölkeldusitra utan í hól, ofan vegar. Krossbæjartindur er inn af Ketillaugarfjalli og fall- egur stuðlabergsstapi neðan við það, auðvitað álfabyggð. Kross- bæjarháls er varasöm blindhæð og er þar brýn nauðsyn á tveim akreinum, en það er einnig góð ur útsýnisstaðuir, einkanlega til innsta hluta sveitarinnar. Þar eru svipmikil fjöll og djúpir dal ir, sem skriðjöklar teygja sig niður í, ofan úr Vatnajökli. Inn- an við Krossbæ sveigir vegur- inn vestur að Hoffellsá. Austan við brúna er afleggjari til hægri inn að bænum Setbergi, framan undir Setbergsheiði, en vestan hennar annar inn að landnámsjörðinni Hoffelli, fram ar. undir HoffeUsfjalli. Svo tek- ur við upphækkaður vegur, suð ur yfir aurana, að brúnni á Homafjarðarfljóti, næst lemgstu brú landsins (225 m.) Þar var staldrað við, og litið inn til fjallanna. Hoffellsfjall er mikilúðlegt fjall með mörgum tindum og eggjum, enda furðulega sundur- skorið af djúpum giljum og gljúfrum. Það fer hækkandi. eftir því sem innar dregur, og innst ei Grasgiljatimdur (1267 m). Norður af honum liggur lamgur fjallshryggur (Goðafjall) inn á jökul og endar í tígulegri hamraborg, Goðaborg (1425 m), sem talin er vera bústaður heið- inna vætta, í Hoffellsfjalli finn ast margs konar fágætir stein- ar, þar á meðal silfurberg. Aust an við fjallið er Hoffellsdalur, djúpur og hrikalegur, því að fjöllin austan hans eru einnig há og gljúfrum skorim. Hoffells- á rennur um dalinn og er nú frekar vatnslítil eftir að hún tapaði sambandi við jökulinn. Jeppavegur er inn í dalbotn og þaðan er venjulegast gengið á Goðaborg. Vestan við Haffellsfjall er annar dalur og niður í hann gengur mikill skriðjökull. Vest- ur úr Hoffellsfjalli ganga að honum hrikalegar hamrasnasir, er nefnast Núpar. Jökullinn klofnar um Svínafellsfjall, aust urálma nefnist Hoffellsjökull en sú vestari Svínafellsjökull og undan þeim kemur Hornafjarð- arfljót í tveim kvíslum (Áust- urfljót, Suðurfljót). Jeppafært er inn með Hoffellsfjalli að jökli. Austurfljótið var lengi laust í rásinni, og hljóp stund- um austur í Hoffellsá, en nú hefur það verið hamið með fyr- írhleðslam og remnur í Suður- fljótið, ofan við brúma, Gömlu farvegirnir eru teknir að gróa upp og þar er hafin nýrækt. Allt þetta landssvæði er mjög stórbrotið og girnilegt til rann- sókna, að ég nú ekki tali um fjallagarpa, enda hafa margir Vatnajökulsleiðangrar lagt þar á jökulinn. Tel ég þetta ákjós- anlegan stað fyrir fjallahótel. Vestan við brúna á Fljótinu er akvegur eftir varnargarði, áleiðis að bænum Svínafelli undir Svínafellsfjalli en innar er verulegur farartálmi á þeirri leið, Suðurfljótið óbrúað. Svo taka Mýrarnar við, mar- flatt láglendi með klapparholt- um á stangli, Óhugnanlega ber- skjaldað fyrir vatnaflaum frá tveim stórum skriðjöklum, sem ryðjast fram um breið fjalla- skörð niður í flatneskjuna. Hjá þeim er heldur engin þröng í búi, því að birgðir sínar sækja þeir úr geysilegri hjarnbungu, Breiðubungu, inni á hájökli. Sveitim er líka hroðalega útleik- in, vesturhluti hennar nær al- gjör auðn, og um tíma var gróð urlendi austurhlutans í yfirvof- andi hættu. Frá brúnni á Hornafjarðar- fljóti liggur vegurinn euður með Viðborðsfjalli, fram hjá eyðibýl inu Viðborði. Þar stendur stærð ar steinsteypuhjallur með tóm- um, starandi gluggatóftum, líkt og skinin hauskúpa í alfaraleið. ,,Þetta hús byggði fyrsti flug- maður fslands“, sagði Þorsteinn „Hann hét Guðmundur Árnason og var frá Svínafelli. Hann fór til Ameríku, lærði þar að flljúga og var í flugsveitum Bandaríkja hers í fyrra stríði. En svo lenti hann í flugslysi og kom heim aftur. Fór að búa hérna með miklum umsvifum og komst 1 fjárþrot. Hann var víst lengst af mikill ævintýramaður.“ Þetta sagði Þorsteinn og bak við hina stuttu frásögn skynjaði ég mikla sögu. Ofan við veginn eraragrúi af lágum klettahjöll- um, sem heita Viðborðshraun og þá bætti Þorsteinn við: „Það er hellisskúti framan í einum hjall anum. Hann Árni frá Svínafelli, faðir Guðmundar, hafðist þar við í nokkur ár og gætti sauða sinna." Ekki minnkaði þetta söguna, síðasti hellisbúinn fað- ir fyrsta flugmannsins. Til hægri handar við veginn var stæðilegur steindrangur, sem mér varð starsýnt á, og Þor- steinn fræddi mig á því að það væri farið að kalla hann Þor- berg, í höfuðið á meistaranum frá Hala. Sem sagt, rithöfundur- inn til að skrifa söguna. Ausfurhluti Mýranna var nú framundan, víðátbumikið, mar- flatt graslendi, sem klapparholt in setja töluverðan svip á. Bær- inn Viðborðssel (nafnið mun af- bakað úr Vindborð) var á hægri hönd og svo kom Djúpá. Hún var skollituð og meinleysisleg, en um tíma ógnaði hún þó þessu fagra graslendi, því að jökul- vatn úr Fláajökli braust í far- veg hennar. Hið efra bar bæinn Holtasel í hvítann jökul. Nú vor um við í þéttbýlasta hluta sveit arinnar, fyrst kom Ho'ltahverfið (þar er félagsheimilið) og svo Brunnhólsbæir, en þar er kirkju staðurinn (Brunnhólskirkja), Fláajökull blasti við okkur á hægri hönd, breiður og hroLl- vekjandi, mun þó frambrún hans aðeins vera svipur hjá sjón. Og nú var mér spum i huga. Hvað er gert af hálfu hins opinbera, til styrktar og efling- ar slíkum landvinningum, hér og annars staðar? Sjálfsagt fá þessir bændur sinn jarðræktar- styrk, en það er ekki svarið. Þeir þurfa að fá miklu raun- hæfari aðstoð, sem um leið yrði tl gagns á miklu breiðari vett- vangi. Það þarf að koima á fót, hið bráðasta, öflugri rannsókna- og tilraunastofnun, á strang- vísindxlegum grundvelli, í þágu landverndar og landgræðslu. Skógræktin hefur þegar fengið sína, hún er allra góðra gjalda verð, en þó ekki eins nauðsyn- leg, því að við ræktum ekki skóg á nöktu lamdi. f þessu sam- bandi minntist ég þessi, að úti í Noregi voru gerð líkön afl Þjórsá, og mannvirkjunum þar, þegar verið var að undirbúa Þjórsárvirkjun. Gætu ekki svip- aðar rannsóknir, á þessum jökul vötnum haft hagnýtt gildi I sambandi við byggingu varnar- garða o.þ.h. Eftir að hafa skoð- að slík mannvirki á allmörgum stöðum, og hlustað á álit heima- manna á þeim, verð ég að telja mörg þeirra heldur veigalítil, önnur illa staðsett, og því víða hætta á ferðum, þegar á kann að reyna. Við höfum þegar nokk ur dæmi um slíkt og það er ósk byggja, að halda að þessar mein vættir gangist upp við vettlinga tök. Frá Hólmsárbrú er þráðbeinn hlemmivegur vestur sandana, er vert að skjóta því inn hér að á þessum slóðum eru vegir furðu góðir, og frágangur snyrti legur. Kippkorn ofan við veg- inn sá ég stæðilega brú á þurr- um sandi, og Þorsteinn eagði mér að hún hefði verið byggð yfir Heinabergsvötn fyrir nokkr um árum. Þá var farvegur þeirra þarna en tveim árum síð ar lögðust þau vestur í Kol- grímu. Hver veit nema brúin sú arna komi að góðum notum síð- ar. „Nú erum við komnir í Suð- ursveit“ sagði Þorsteinn svo, rétt áður en við komum að Kolgrímu þar sem hún ólmaðist í þrengsl- unum undir brúnni. B laðburðarfól k óskast í Kópavog Talið við útsölumann simi 40748 3W cri^uttMat>0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.