Morgunblaðið - 31.08.1967, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1967
ER nokkuð rangt við að spila upp á peninga, úr því að
lífið sjálft er hættuspil?
ÞAÐ er mannlegt að reyna að réttlæta ávana sína og
ósiði. En fjárhættuspil er einhver óskynsamlegasta
ávirðing, sem til er meðal mannanna, og fátt er eins
erfitt að afsaka. Auðvitað fylgir lífinu ýmis áhætta,
en það réttlætir ekki, að við teflum á tvísýnu að
nauðsynjalausu. Peningar lenda í tugum milljóna í
fjárhirzlum spilavítanna og í vösum kaldra karla, af
því að fjöldinn allur af fólki ver brauðpeningum sín-
um til að reyna að fá eitthvað fyrir ekkert. Fíkni
manna í fjárhættuspil bendir til þess, hversu hugur
okkar er bundinn við tímanlegan gróða og að við
virðum yfirlýsingu Drottins að vettugi: „Maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman“.
Hinar fjölsóttu veðreiðabrautir og full spilavítin
sums staðar í landi okkar eru áhrifamiklar sannanir
þess, að margir hafa gleymt orðum frelsarans eða
látið þau sem vind um eyrun þjóta: „Hvað mun það
stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn en
fyrirgjöri sálu sinni?“ Margir þeirra, sem tefla með
fé sitt, segja svo sem: „Þetta eru mínir peningar, og
ég get kastað þeim á glæ, ef mér sýnist“. En þeir hafa
gleymt, að Biblían segir: „Enginn af oss lifir sjálfum
sér“. Sóun fjármuna, sem aflað er á heiðarlegan hátt,
jafngildir því að svipta hungraða fólkið í heiminum
fæðu, sem það hefði hlotið, ef samúð með náungan-
um hefði ráðið notkun fjárins, en ekki ágirnd.
J
Fréttabréf
úr Holtum
— Erlent yfiriit
Framhald af bls. 15,
um. Mörg erfið vandamál eru
óleyst. í fyrsta lagi hafa Banda-
ríkjamenn og Rússar ekki treyst
sér til að bera fram tillögu, um
hvernig haga skuli eftirliti með
því að bannsamningur sé virtur
af ótta við andstöðu ýmissa ríkja.
Hér er aðallega um að ræða
möguleika Alþjóða kjarnorku-
málastofnunarinnar til þess að
halda uppi slíku eftirliti.
Þar að auki ríkir sterk andúð
á því, að samningurinn gerir
kjamorkuveldunum í raun og
veru kleift að tryggja sér ein-
okunaraðstöðu. Ekkert verður
gert til þess að takmarka kjarn-
orkuvopnabirgðir þeirra eða
stöðva áframhaldandi fram-
leiðslu þeirra. Einnig vekur
eftirtekt, að ekki er kveðið á
um eftirlit með kjarnorkuvopn-
um þeirra. Loks ábyrgjast þau
ekki að verja þau ríki er ekki
hafa umráð yfir kjarnorkuvopn-
um.
Risastórveldin tvö munu að
vísu leggja mjög fast að ýmsum
ríkjum að undirrita bannsamn-
ing. En hvorki Frakkar né Kín-
verjar munu skrifa undir og lönd
eins og Indland eru mjög treg
til að binda sig við samnings-
uppkast það er nú liggur fyrir
nema því aðeins að á því verði
gerðar verulegar breytingar eða
veittar öruggar tryggingar.
Verður IMígería
9önnur Kongó4?
Þegar sambandsstjórnin í
Nígeríu sendi herlið inn í austur
héruð landsins, sem sagði sig úr
lögum við sambandsríkið 30.
maí og lýsti yfir sjálfstæði, var
sagt að uppreisnin yrði fljótlega
bæld niður. Nú hafa aðgerðir
sambandsstjómarinnar gegn
austurhéraðinu, sem kallar sig
Biafralýðveldið, leiti til borgara
styrjaldar eða öllu heldur ætt-
flokkastyrjaldar. Þótt fréttir séu
mótsagnakenndar virðast her-
sveitir Biaframanan hafa sótt
talsvert langt inn i vesturhérað
Nígeríu, og nú geisa harðir bar-
dagar á svæðinu um 20 km. fyr-
ir austan Ifara.
Um leið bendir allt til þess, að
Biaframenn hafi enn yfirráðin í
Ore, sem er míkilvæg samgöngu-
leið. Ef Biaframenn sækja fram
á þessum slóðum stendur þeim
vegurinn til höfuðborgarinnar
Lagos opinn.
Annars hefur þróun styrjaldar
innar valdið báðum stríðsaðil-
um vonbrigðum. Stjórnin í Lag-
os taldi, að hermenn hennar
mundu vinna skjótan sigur á
„uppretsnarklíkunni1' í Biafra og
hrinda í framkvæmd breytingu
þeirra á fylkjaskipuninni í land-
inu, sem samþykkt var í vetur
og var ein af oröskum aðskiln-
aðarins, en samkvæmt henni átti
að skipta Biafra í þrjú fylki.
Einnig var búizt við, að ýmsir
minnihlutahópar í Biafra mundu
gera uppreisn jafnskjótt og her-
menn sambandsstjórnarinnar
sæktu fram, en fbóþjóðin er í al-
gerum meirihluta í Biafra.
Stjórn Ojukuwus ofursta í
Biafra hefur einnig orðið fyrir
vonbrigðum. Henni hefur ekki
orðið að þeirri ósk sinni, að
Yorubaættflokkurinn, sem telur
10 milljónir manna og býr í vest-
urhéraðinu, segði sig úr lögum
við sambandsstjórnina.
Lagosstjórnin setti sem sé
traust sitt á „fimmtu herdeild“
minnihlutahópa og Biaframenn
settu traust sitt á sjálfstæðisvilja
íbúanna í vestur- og miðvestur-
héraðinu. Þeim varð ekki að ósk
sinni og þess vegna halda bar-
dagarnir áfram.
Stöðugt meiri vopn berast nú
til beggja stríðsaðiianna. Sam-
bandsstjórnin mun hafa fengið
sovézkar og tékkneskar þotur,
og Bretar eru eins ákafir í að
gæta hlutleysis og í upphafi
styrjaldarinnar. Ef þessi erlendu
afskipti haida áfram dregst borg
arastyrjöldin á langinn og horf-
ur á samkomulagi dvína.
Báðir aðilar segjast reiðubúnir
til samningaviðræðna, en
stjórnin í Lagos krefst þess að
sjálfstæði Biafra verði lagt niður
áður en viðræður hefjist, og
þetta getur Ojukuwu ofursti,
leiðtogi Biaframanna, vitaskuld
ekki fallizt á. Biaframenn segja
að þvert á móti sé ekki hægt að
semja um sjálfstæði Biafra. Þró-
un mála í þessu stóra og fjöl-
menna Afríkuríki er því alvar-
leg og því er engin furða þótt
spurt sé hvort Nígería sé að
verða að annarri Kongó.
Skipulagðar
aðgerðir
Atburður sá í Peking á dög-
unum þegar kveikt var í brezka
sendiráðinu og brezku sendiráðs
fólki misþyrmt á sér varla
nokkra hliðstæðu í sögu milli-
ríkjaviðskipta. Hér var ekki um
að ræða afleiðingu múgæðis
heldur vandlega skipulagðar að-
gerðir, enda hafa kínversk yfir-
völd tekið á sig alla ábyrgðina.
Gripið var til aðgerðanna þar
sem nýlendustjórn Breta í Hong
Kong neitaði að verða við þeirri
kröfu Pekingstjórnarinnar að
aflétt yrði banni við útgáfu
tveggja kommúnistablaða. Kín-
verjar settu tveggjd sólarhringa
frest og þegar Bretar höfðu ekki
orðið við kröfunni að þeim tíma
liðnum var árásin á sendiráð
þeirra í Peking hafin.
Lengi hafði verið búizt við því
að Pekingstjórnin mundi grípa
til einhverra gagnráðstafana
vegna óeirða þeirra er lengi
hafa geisað í Hong Kong og ekki
sízt eftir aðgerðir brezku lög-
reglunnar gegn bækistöðvum
óeirðaseggja svo að árásin á
sendiráðið kom ekki með öllu á
óvart. Sendiráð flestra annarra
ríkja í Peking hafa einnig orðið
fyrir aðkasti.
Bretar hafa ákveðið að slíta
ekki stjórnmálasambandi við
Pekingstjórnina þrátt fyrir það
sem gerzt hefur og hefur brezka
stjórnin látið nægja að bera fram
harðorð mótmæli og banna ÖU-
um opinberum embættismönn-
um Kína er dvalizt hafa í Bret-
landi að fara úr landi án leyfis
yfirvaldanna.
— Byggðasafn
Framhald af bls. 12.
Að vísu má segja að þau séu
ekki ýkja gömul, en þróunin
hefur verið svo ör, að þessi tæki
eru algjörlega komin úr notkun
núna þó að við, sem erum á
miðjum aldri, munum ákaflega
vel eftir notkun þeirra. En þau
hverfa óðum úr sögunni, ryðga
niður og hrörna, þannig að nú
eru síðustu forvöð að bjarga
því, sem eftir er af þeim.
Undirtektir fólks hér í sveit-
um virðast hafa verið góðar.
Já, þær hafa verið mjög góð-
ar. Samstaða um staðarval hefur
verið ágæt. Sérstaklega má
segja, að þegar menn sjá þetta
safn svona vel uppbyggt, séu
allir sammála um, að þarna hafi
verið fundin heppileg lausn.
Hvernig er stjórn safnsins
skipuð?
— Kosnir hafa verið tveir
menn úr hverju sýslufélagi til
þess að annast stjórn safnsins.
Ég hefi verið formaður bygg-
ingarnefndarinnar, en hins veg-
ar hefur ekki verið kosinn for-
maður byggðasafnsnefndarinn-
ar, sem sér um rekstur safnsins.
Teijið þið ekki, Ólafur, að þið
varðveitið þarna mikla menn-
ingararfleifð?
— Jú, það verð ég að segja,
og einkum er ég mjög glaður,
sem skólastjóri hér, að safnið
skyldi vera byggt upp hér. Ég
tel að nota megi það í sam-
bandi við kennslu, sögukennslu,
átthagafræði og atvinnusögu og
því ákaflega mikils virði að fá
þetta safn einmitt hér. — HT.
Mykjunesi, 27. ágúst.
UNDANFARIÐ hefur verið hér
rigningairtíð og má segja að vart
komi nú þurr dagux. Annars var
mjög góð heyskapartíð frá því
um 10. júli og þar til breytti um,
um miðjan ágúst. Slátbur hófst
með seinasba móti, enda yfirleitt
mjög síðsprottið vegna kuld-
anna í vor og sumstaðar bar á
kaii í túnum. Víðast hvar mun
heyskapur heldur vera undir
meðallagi að vöxtum, en nýting
með afbrigðum góð. Fæstir hafa
að fullu lokið heyskap ennþá og
vantar nokkra góða daga til að
ganga frá. Háarsláttur verður
svo til enginn í þetta sinn vegna
þess hve seint var byrjað og
fyrningar voru engar í vor svo
teljandi væri. Það gefur því
auga leið að menn munu frekar
minnka búin en stækka þau í
haust og má búast við að það
komi þá að einhverju leyti niður
á kúnum, því sannleikurinn er
nú sá, að margir vilja hætta við
kýrnar, en staðhættir ráða því
víða að það er ekki hægt. Og
sannleikurinn er sá að þeir sem
framleiða mjólk til daglegrar
neyzlu fá illa borgaða sína fyrir-
höfn og kostnað við framleiðsl-
una. En sjálfsagt kemur þetta
allt betur í ljós næstu vikurnar.
Bkki er neitt hægt um það að
segja ennþá hvernig fé muni
verða í haust, nokkru getur það
bætt við sig ennþá, því jörð ér
nokkuð góð ennþá. Ennþá er féð
rólegt á fjalli og leitar lítið til
byggða, enda hefur ekki ennþá
snjóað til fjalla að heitið geti.
AUmiklar vegaframkvæmdir
standa nú yfir hér í sveit, er
verið að endurbyggja veginn hjá
Brekkum og Rauðalæk, byggja
nýja brú á lækinn. Var þetta
nauðsynleg framkvæmd því að
á þeiim vegatoafla sem af er lagð-
ur urðiu oft slys og það meira að
segja dauðaslys. Hitt er svo ann-
að mál að það er almenn skoðun
að breytingin hefði átt að vera
meiri og trúa því illa að verk-
fróðir menn hafi um málið fjall-
að, en um slíkt má sjálisagt allt-
af deila. Nokkuð var borið ofan
í vegi hér í sumar og hefur fokið
úr í þurnkum, því umferðin er
hér alltaf mikil.
Um síðustu mánaðamót gerði
hér eina til tvær frostnætur og
skemmdist þá á stöku stað gras
í kartöflugörðum, búast má þó
við allt að meðal uppskeru, ef
tíð helzt sæmilega eitthvað fram
í september.
Miklar j arðræto t u n arfr am-
kvæmdir eru í sumar hér á svæð
inu milli Þjórsár og Rangár. Ný-
rækt er víða með meira móti og
svo skurðgröftur og lokræsagerð.
— M. G.
Fjögur skíp með
620 lestir sfldar
HAGSTÆTT veður var á síldar-
miðunum SV af Svalbarða sJ.
sólarhring, og var kunnugt um
afla 4 skipa, samtals 620 lestir.
Afla þennan munu skipin eink-
um hafa fengið sólarhringinn á
undan, þar eð öll skipin, sem
úti voru, tóku þátt í leitinni að
v/s Stíganda frá Óláfsfirði.
Raufarhöfn: lestir
Hrafn Sveinbjarnarson GK 90
Ásgeir Kristján IS 200
Huginn II VE 200
Fylkir RE 130
# KARNA BÆR
TIZKIiVERZLIJN UNGA FOLKSINS - TYSGÖTU I SlIVfl 12330
SLIUARSALAIM í FLLHJM GAIMGI
STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI - ALLT AÐ 50> AFSLÁTTLR