Morgunblaðið - 20.10.1967, Page 4

Morgunblaðið - 20.10.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1967 MAGNÚSAR $kipholti21 símar21190 eftír tokun simí 40381 simi -|_44_44 mniF/m Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt ieigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e»a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundaugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARÁRSTÍG 31 SfMI 22022 Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. AU-ÐVITAÐ ALLTAF jBoripnMaMft RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA 5ÍIVII 10-100 ★ „Spilin á borðið“ Sigurður Jónsson skrifar: „Forvitinn um flugmál“ kast ar fram nokkrum spurningum til mín varðandi rekstur þotu Flugfélags íslands, Boeing 727, frá Reykjavíkurflugvelli, og spyr um lengd flugbrauta, styrkleika þeirra, háva’ðamæl- ingar og brunaliðið. Gunnar Sigui'ðsson, flug- vallarstjóri, hefur í dálkum Velvakanda þann 18. ágúst og 16. sept. svarað framangreind um spurningum, en undir hann heyra framangreind máL Aftur á móti skal ég svara því, hvaða brautarlengd B 727 þarf til flugtaks á þá staði, sem hún hefur áætlun tiL Samkvæmt flughandbók B 272, útgefinni af Boeing verk- smiðjunum og sem farið er eftir, þarf flugvélin þessa brautarlengd: í logni og 10°C, flugtaks- þungi 142.000 pund fullsetin af farpegum (108) til Glasgow 5200 feta brautarlengd. Við sömu skilyrði, flugtaksþungi 147.500 pund fullsetin af far- þegum (108) til London eða Kaupmannahafnar 5700 feta brautarlengd. Flugvélin þarf að sjálfsögðu langt um styttri brautarlengd til þess að komast á loft, en 5700 fet er sú lengd, sem hún getur staðnæmzt á, ef eitthvað kemur fyrir og hætta verður við flugtak. Flugbraut 02—20 er rúm 6000 fet. Það er alger misskilningur hjá spyrjanda, að ég hafi sagt að það opinbera ætti að leggja „spilin á borðið“, en einhvers staðar er spilaður „póker‘, og þeir, sem hann spila, þurfa auð vitað að leggja „sín spil á borðið." Sigurður Jónsson.“ ir Sambýlishættir í f jölbýlishúsum Ekki er ofsögum sagt af þvL að íslendingar kunna ekki enn að búa í fjölbýlishúsum. Kunn ingi Velvakanda, sem lengi var búsettur vestur í Banda- ríkjunum, en er nú fluttur í fjölbýlishús í Reykjavík, segir umgengni sambýlisfólks síns og hegðun minna sig einna helzt á umgengnisvenjur fólks, sem sé nýflutt úr sveitaþorpi á Puerto Rico í ibúðablokk í New York. Þar vestra sé reikn að með, að eina til tvær kyn- slóðir þurfi til þess að skapa borgarmenningu og siðmennt- aða umgeognishætti hjá slíku fólki, áður en það hættir að haga sér eins og það gerði í sveitaþorpinu sínu heima á Puerto Rico. Reynsla sín af til- litsleysi náungans og hirðu- leysi um sameign í fjölbýlis- húsinu hér sé með þeim hætti, að hann efist um að Islending ar verði fljótari en Puerto Rico-fólkið að venjast sam- býli. Ekki vill Velvakandi taka svo sterklega til orða, — en kannski hefur hann bara ver- ið óvenjulega heppinn með sambýlisfólk til þessa, ef marka má sögur ýmissa kunn- ingja hans af reynslu þeirra í fjölbýlishúsum. Hér kemur svo bréf frá hús- móður á Laugarnesvegi, sem segir frá furðulegu uppátæki í fjölbýlishúsi: ÍC Kettir í kjallaranum „Kæri Velvakandi! Við búum í blokk, og um nokkurt skeið hefur börnunum í húsinu verið leyft að hafa ketti í hjólageymslunni. Eng- inn fullorðinn virðist fyígjast með því, að köttunum sé gef- ið að borða daglega, eða geymslan sé þrifin, og þar er vond lykt. Börnin annast kettina eftir beztu getu, en það finnst mér ekki nóg; það er ábyrgðar- hlutur að hafa dýr. Hefur Dýravemdarfélagið ekkert við slíkt að athuga? Það er sorglegt, hvað borg- arböm eiga fá tækifæri til að umgangast dýr, og ég segi þetta ekki af óvild til bam- anna, heldur af samúð með köttunum. Húsmóðir." ic Flísin í auga náungans Ritstjóri blaðsins Fylkis, sem kemur út í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónsson, skrifar grein undir þessu nafni í blað sitt hinn 6. okt. sl., og tekur Velvakandi sér það bessaleyfi að birta hana hér: „íslendingar hafa löngum fengið orð fyrir að vera að- finnslusamir, og láta sig flesta hluti skipta. Slík er að vissu leyti gott innan hæfilegra tak- marka. En þegar að því kem- ur að ætla sér að fara að siða aðrar þjóðir til og kenna þeim aðra hætti en þar hafa við- gengizt, vill skörin oft fara að færast upp í bekkinn. Fyrir skömmu var sýnd kvik mynd í sjónvarpinu frá Fær- eyjum, þar sem meðal annars var sýnd slátrun sauðfjár. I mynd þessari sást meðal ann- ars það sem bannað er nú með lögum á íslandi, að lifandi fé sé látið ganga innan um það sem slátrað hefur verið. Strax daginn eftir útsend- inguna fylltust fjölmargir heil- agri vandlætingu í garð frænda vorra Færeyinga, að þeir skyldu láta slíkt viðgang- ast enn í dag, þar sem slíkt þekktist nú ekki á íslandi lengur. Enginn skyldi skilja það sem svo, að sá sem þessa grein skrifar sé á einn eða annan hátt andvígur þeim lögum, sem sett hafa verið um me’ð- ferð sláturfjár á íslandi, en hitt er annað mál, að hann er andvígur þeim, sem ætla sér að kenna öðrum þjóðum siði og venjur eftir sínu höfði. Ef Færeyingar hafa þennan hátt á og finnst allt í lagi með hann, þá þýðir ekki fyrir Is- lendinga að fetta fingur út í það, þeir hljóta að ráða sínum málum sjálfir, hvort sem þau eru æskileg eða ekki frá okk- ar sjónarhóli séð. Eitt algengt dæmi um svipa’ð efni má taka um íslendinga, sem farið hafa utan, þegar þeir hafa ætlað sér að venja útlend inga af þeim „ósið“ að þiggja þjórfé. Ég hef sjálfur orðið á- horfandi og áheyrandi að því, að Islendingur úthellti sér ær- lega yfir þjón einn, sem vænti þess að fá fé í ómakslaun fyr- ir sína þjónustu. Maður þessi lét hann óspart heyra, að þjór- fé væri óþekkt fyrirbrigði á Islandi, og þess vegna væri þetta hinn mesti ósiður, sem ekki þýddi að bjóða sér upp á. Þessi maður og fleiri hans líkar athuga ekki, að sinn er siðir í landi hverju og ekki þýðir að breyta landsháttum eftir sér heldur verður að sam ræma sínar gerðir við lands- hætti og aðlagast þeim. Og skyldi það ekki vera al- gengt meðal Islendinga að þeir sjái flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin?“ it Athugasemd um siðaskipti J. G. biður fyrir þessa at- hugasemd: „Ég þakka Jóhanni Hannes- syni, prófessor, svarið, en vil gera athugasemd við eftirfar- andi: Prófessorinn segir, að mér finnist orðið „sfðbót“ rang- nefni, en vilji taka upp orðið „siðabyltingu". Ég segi þó ekki annað en að orðið „siðabót" sé rangnefni, þar eð aðeins geti verið um einn sið að ræða, sem eigi að hafa verfð bættur; hins vegar sé orðið „siðbót“ áróðurskennt í okkar trúfrjálsa landi. Ég segi aðeins, að mér sé skapi næst að nota orðið „siðbyltingu" (ekki „siðabylt- ingu“), en geri alls ekki tillögu um að taka það upp, eins og prófessorinn segir, — heldur vil ég áfram láta nota hið hlut lausa orð „siðaskipti“, eins og skýrt kemur fram í bréfi mínu. Ég skrifa'ði auðvitað í bréfi mínu um 450 ára afmæli, en hafi prentvillupúkinn breytt því i 405, þá stafar það af því, að ég hef ekki fremur en aðr- ir vald til þess að kveða hinn gamla og arma „Druckfehler- teufel" niður — efast jafnvel um að séra Jóhann ráði við hann! Með beztu kveðjum, J. G.“ Svar til „Tóta“ .. .. Þetta er alveg löglegt, sé tilskilinna leyfa aflað með næg um fyrirvara. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa skellinöðru eða reiðhjól. Nathan & Olsen hf. Ármúla 8, sími 81234. Barnaúlpur Nýkomnar loðfóðraðar og rósóttar barnaúlpur með loðkanti 1—13 ára, einnig telpna- og drengjabuxur verð frá kr. 100.—. Ódýrar drengjahúfur, net- sokkabuxur, telpna- og drengjanáttföt, barnaúlpur 3ja—12 ára og m. fl. — Ath. niðursett verð á telpna- kjólum og ýmsum fl. vörum. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20 B, (gengið inn frá Klapparstig á móti Hamborg). 2ja herbergja íbúð Til sölu er nýleg, stór og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á hæð í húsi við Laugarnesveg. fbúðin er í ágætu standi. Gæti orðið laus fljótlega. Ágætt útsýni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. MáJflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Simi: 14314. Wesff on - ff eppi # á ber sffeingólf ofiÖ yfir allt gólfiÖ Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 13404.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.