Morgunblaðið - 20.10.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 20.10.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1967 Utgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigu.rður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsso,n. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. SKYNSAMLEG VINNUBRÖGÐ rins og kunnugt er lýsti ^ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, því yfir þegar við fyrstu umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmál- um, að stjórnin væri fús til viðræðna við stjórnarand- stöðuna og hin ýmsu hags- munasamtök um aðrar leiðir til að leysa þann vanda, sem við íslending'ar nú stöndum frammi fyrir, en þær sem ríkisstjórnin hafði lagt til, þótt í grundvallaratriðum yrði að gera svipaðar ráð- stafanir og hún hefði boðað. Síðan hefur ráðherrann bein- línis lagt á það áherzlu, að stjórnin óskaði eftir slíkri samvinnu, enda væri svo mikið í húfi, að allir þeir, sem til ábyrgðarstarfa hefðu valizt, ættu að snúa bökum saman til lausnar hins alvar- lega vanda. Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi gerzt, að forustumenn launþegasamtakanna hafa tekið þessu boði forsætisráð- herra og æskt þess, að stjórn arvöld ræddu við umboðs- menn launþegasamtakanna, og hefur ríkisstjórnin fallizt á að veita 10 daga frest til slíkra samningaviðræðna. Vissulega vona allir vel- viljaðir menn, að árangur verði af þessum umræðum og sem víðtækust samstaða náist um heillavænlegar ráð- stafanir. Auðvitað hlýtur alltaf að orka nokkuð tvímælis, hvern- ig haga beri ráðstöfunum sem þeim, er nú er óhjákvæmi- legt að gerðar verði, og því er ekki nema gott eitt um það að segja, að sem allra flest sjónarmið komi fram og tími gefist til að íhuga þau öll í viðræðum milli mismun- andi hagsmunahópá og manna, sem hafa mismun- andi skoðanir, ef þeir geta allir gert sér grein fyrir grundvallarvandanum, þ. e. a. s. að ekki verður hjá því komizt, að landslýður allur axli þær byrðar, sem lagðar eru á þjóðina af óviðráðan- legum ástæðum. Á það er einkum bent, að jækkun niðurgreiðslanna komi þungt við barnmargar fjölskyldur. Þess vegna kunni t. d. afnám fjölskyldubóta með fyrsta barni, sem raun- verulega er enginn styrkur við barnmargar fjölskyldur heldur almenn tilfærsla fjár- magns milli allra stétta þjóð- félagsins, að vera léttbærari fyrir þá, sem erfiðast eiga uppdráttar. Þetta mál mun hafa verið rætt, en niður- staðan orðið sú að lækka nið- urgreiðslurnar svo mjög sem raun varð á á fyrsta stigi málsins, enda óhjákvæmilegt að gera slíkar ráðstafanir skyndilega til að hindra óeðli lega gróðamyndun þeirra, sem á snoðir kynnu að kom- ast um fyrirætlanirnar. Niðurgreiðslurnar má hins vegar auðveldlega auka á ný, ef aðrar leiðir til tekju- öflunar fyrir ríkissjóð verða taldar heppilegri nú, þegar umræður fara fram við um- boðsmenn launþegasamtak- anna og fleiri aðila. Þá hefur verið á það bent, að hækka mætti áfengi og tóbak meir en gert var. Hætt er þó við, að tekjuöflun rík- issjóðs mundi ekki aukazt að sama skapi og erfitt yrði að stemma stigu við auknu smygli þessara vara. Og þannig er það með flésta þætti þessa máls, að allt ork- ar nokkuð tvímælis, en ein- mitt þess vegna er ánægju- legt að sem ítarlegust athug- un fari fram á málinu og um ræður á sem víðustum grund velli, bæði opinberlega í blöðunum og eins á meðal stjórnmálamanna og fulltrúa hagsmunasamtakanna. Slíkar umræður geta aldrei orðið nema til góðs og þess vegna treysta menn því að farsæl lausn verði fundin. ENN UTANGÁTTA k thyglisvert er, að nú þeg- ar miklar umræður fara fram, bæði opinberlega og eins að tjaldabaki, um það hvaða leiðir séu heppilegast- ar til að leysa vanda þann, sem íslenzka þjóðin stendur frammi fyrir, hefur Fram- sóknarflokkurinn kosið sér það hlutskipti að koma hvergi nærri. Formaður Framsóknarflokksins, og raunar leiðtogar hans allir, hafa kosið að halda því fram, að engra aðgerða sé þörf; ekki komi til mála, að ein- staklingarnir í þjóðfélaginu axli byrðar þær, sem á þjóð- arheildina hafa lagzt af óvið ráðanlegum ástæðum, rétt eins og þjóðin sé eitthvað allt annað en þeir einstakling ar, sem ísland byggja. Þar með hafa þeir neitað að eiga nokkurn þátt í því að leysa aðsteðjandi vanda. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti, sem Framsókn- arflokkurinn einangrar sig í íslenzkum þjóðmálum. Allt Comet-þota Comet-flugslysin FYRIR þrettán érum fóru&t tvær fyrstu Gomet flugvél- amar, er þær hröpuðu í Mið jarðarhafið. Nú fyrir fáein- uim dögum fórst flugvél af þessari gerð, í eigu brezka félagsins BBA, er hún hrap aði í hafið undan Tyrklands sitröndum. Með henni voru 66 manns, farþegar og áhöfn og munu allir hafa látizt. Ýmsir sérfræðingar hafa unnið að rannsókn málsins og slysið hefur leitt huga manna að fyrri óförum Com- et flugvélanna. í janúar 1954 fórst Com- et 1, frá BOAC, er hún steyptist 1 hafið við Elbu og biðu 35 manns bana. Oomet vélarnar, sem voru fyrstu farþegaþoturnar í heirnin- um- voru samstundis kyrr- settar og nákvæm rannsókn fyrirsíkipuð. Tveimur mán- uðum síðar var veitit leyfi til að þær hæfu flug að nýju, en aðeins tvær vikur liðu, þá hvarf önnur BOAC vél í hafið við strendur Suður- ftaliu með 21 manni innan- bcxrðs. Rannisóknarnefnd kiomst að þeirri niðurstöðu, að tæknilegur galli í loftþrýsti- klefa hefði koimið upp vegna málmþreytu og hefði þetta orðið orsök slyssins. Nokkr- ar lí'kur voru taldar til, að sama orsök lægi að slysi tvö. Það varð ekki sannað, þar sem flakið fannst aldrei. Comet vélarnar voru nú teknar til gagngerðra endur bóta og Comet fjögur fór í fyrstu áætlunarferðina milli Bretlands og Bandaríkjanna í okitóber 1958. Sá hnekfcir sem Bretar höfðu beðið vegna fyrri flugslysa virtist gleymdur. Á árinu 1959 voru enn fraðfleygari og stærri Oomet vélar teknar í notk- un hjá BEA og fóru fljót- lega að setja alls konar met. Síðan árið 1958 hafa Com- et 4,4B og 4C fllogið rösk- lega 500 milljónir mílur. Að eins ein vél í eigu BEA fórst þar til nú. Það var árið 1961 í flugtaki við Ankara. Sjótndeildarmælirinn bilaði, ULGARIA Black Seo Istanbul ■>K, •REECEJ?~£*XWtÍ£t' Anka 'í+fDaf-danelle s OHÉNjíis h r fURK'EYi 1 J"i r»> ,í.w» * 'tivf ^ . .REJÁi' .-Ij '*>u: r.ri S}** t ■*;< ,t »ífríi. CYBkUS, •/í : ic> ; ■ ■ •tVlan. S y.S.eo, Krossinn sýnir slysstaðinn flugmaðurinn hækkaði flug ið of skyndilega og leiddi það til þess að vélin hrap- aði. Dr. F. B. Waiiker, fyrrum forstöðumaður byggingar- deildar konungilegu flug- málaBtafnunarimnar breZku, lót hafa eftir sér, er fregn- ir bárust af þessu síðasta flugslysi: „Comet vélar eiga að vera öruggustu flugvéJar, sem hingað tii hafa verið smíðað ar“. Dr. Walker, sem var for- maður rannsóknarnefndar þeirrar- er kannaði orsakir að fyrsta Comet 1 sJysinu, bætti því við, að eftir fyrri slysi, hefðu farið fram aJls- herjar athugU'n á hverri ein ustu vél þessarar tegundar. Sérfræðingar voru á einu máli um það, að efltir þær endurbætur hefði Comet ver ið orðin mjög kröftug flug- vél — en umfram alJf örugg. Ýmsar skoðanir voru uppi um orsakir þessa síðasta slyss og tilgátur margar. Ein var sú, að tæknileg biJ- un hefði orðið í loftþrýsti- klefa — sams konar getgát- ur og upp komu við fyrsta slysið. önnur tilgáta var sú, að vélin hefði orðið fyrir eldingu. Opinberir aðilar neituðu að varpa fram á- Framhald á bls. 14 frá því, að Viðreisnarstjórnin var mynduð hefur geðvonzka Framsóknarleiðtoganna leitt þá út í neikvæða afstöðu í hverju einasta máli, þannig að enginn tekur tillit til orða þeirra eða gerða. Þeir eru utangátta og áhrifalausir í íslenzku þjóðlífi. Víst er það hryggilegt, að annar stærsti stjórnmála- flokkur þjóðarinnar, og sá sem ætti að vera aðal stjórn- arandstöðuflokkurinn og benda á úrræði er vandi steðjar að, skuli hafa valið sér hlutskipti hins neikvæða nöldrara, en um það þýðir ekki að fást, Framsóknarfor- ingjarnir eru augsýnilega staðráðnir í að halda upp- teknum hætti. GANGBRAUTAR- SLYSIN ¥¥in óhugnanlegu gangbraut arslys eru nú orðin svo tíð, að óhjákvæmilegt er, að reglur þær, sem um gang- brautir gilda, verði teknar til umræðu á opinberum vett vangi. Eins og kunnugt er gerði lögreglan víðtækar ráðstaf- anir til þess að fá ökumenn til að hlýta þeim fyrirmælum að stöðva bifreið sína við gangbrautir til að hleypa fólki yfir götu, en gangbraut- arslysin verða yfirleitt þann ig, að einn ökumaður stöðvar, en annar kemur á akbraut með tveim akreinum og ekur á þann, sem fyrri ökumaður hafði gefið bendingu um að ganga yfir götuna. Er vissu- lega ástæða til að aðvara öku menn um að benda fólki ekki að halda út á gangbrautir, þegar ekki er öruggt, að hættulaust sé að ganga alla leið yfir götuna. Nú færizt vetur í hönd, og þegar snjór er á götum, sjá auðvitað ökumenn ekki hinar merktu brautir; þesS vegna er líklegt að hættan aukist enn. Af þessum ástæðum er óhjákvæmilegt, að lögreglan geri víðtækar ráðstafanir til þess að aðvara fótgangandi, og á sama hátt sýnist Morg- unblaðinu einsýnt, að ekki eigi að hvetja ökumenn til að stöðva, nema fótgangandi fólk sé þegar komið út á gangbrautir og hafi sjálft gert sér grein fyrir því, að óhætt væri að fara yfir göt- una, en treysti ekki í því efni einhverjum ökumanni, sem sýnir vafasama kurteisi. Raunar er Morgunblaðinu kunnugt um það, að umferð- aryfirvöld hafa mál þetta til rækilegrar athugunar, og skilur vel þann vanda, sem við er að etja, enda allra manna mál, að lögreglan í Reykjavík sé nú margfallt betri en hún var fyrir aðeins tiltölulega fáum árum. Eitt af því, sem lögreglan hefur á prjónunum, er að koma upp Ijósum við gang- brautir. Er vissulega þörf á að koma þeim upp strax, ef það gæti orðið til bóta. Þá mun lögreglan einnig athuga yandlega staðsetningu gang- brauta. Er þetta mjög þýðing armikið, vegna hinna alvar- legu slysa, þótt hins sé að gæta, að umferðarslysum utan gangbrauta hefur fækk- að, enda umferð gangandi fólks beint að gangbrautun- um, og því verða slysin þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.