Morgunblaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NOV. 1967 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR EINFOLDUN ■>. Björn Bjarman: TRÖLLIN, 129 bls. Heims- kringla. Reykjavík 1967. TRÖLLIN, heitfð á skáldsögu Björns Bjarmans, útskýrist í eft- irfarandi málsgrein í sögunni: „Sá dagur kemur, að sólin skín á Völlinn, og þið myrkrahöfð- ingjarnir fáið ofbirtu í augun eins og tröilin í þjóðsögunum“. Það er söguþulur, starfsmaður á Vellinum, sem slengir þessum orðum framan í formann varnar- nefndar í þann mund, sem hann (söguþulur) hefjir ákveðið að hætta störfum á Vellinum og hverfa þaðan fyrir fullt og allt; raunar vissi hann, að brottrekst- ur vofði yfir honum sakir meints kommúnisma. Síðast liðinn aldarfjórðung FÉLÖGIN í Landssambandi ísl. barnaverndarfélaga höfðu árlega fjáröflunar- og kynningarstarf- semi sína 1. vetrardag. Kvöldið áður flutti Þórleifur Bjarnason, rithöfundur erindi í hljóðvarp á vegum hreyfingarinnar. Var þetta frábæra erindi, Velferðar- ríkið og einstaklingurinn endur- flutt í hljóðvarpi réttum hálfum Leikfélag Patreksfjarðar sýnir ,Snjómanninn' Patreksfirði, 7. nóv. 1967. 'GAMANLEIKURINN „Snjómað- urinn“ eftir C. H. Brooke og Kay Brennerman, var sýndur í annað sinn á Patreksfirði hinn 3. þ.m. Leikstjóri var Kristján Jónsson. Aðsókn var góð. Leikendur eru allir ungir og ekki mjög sviðsvanir. Tókst þeim að gera efni þessu góð skil, og nokkrum ágætlega. Hyggst nú Leikfélag Patreks- fjarðar ferðast um Vestfirði með leikritið og verður sýnt um helg- ar á hinum ýmsu stöðum. Þá hefir leikfélagið í hyiggju að taka til æfinga leikritið Mann og konu, eftir Jón Thor- oddsen. — Trausti. Björn Þorsteins- son hrnðskák- meistari TR BJÖRN Þorsteinsson sigraði á hraðskákmóti Taflfélags Reykja- víkur sl. sunnudag. Björn hlaut 14 vinninga (af 18 mögulegum) og titilinn ,Hraðskákmeistari TR 1967“. Annar varð Guðmundur Ágústsson með 13 vinninga og þriðji Ingvi Ásmundsson með 12%. Jón Friðjónsson og Jó'hann Örn Sigurjónsson hlutu 12 vinn- iinga hvor og fjórða og fimmta sæti. Ingvar Ásmundsson vann þennan titil árið 1966. Þátttakend ur voru yfir 40 og var teflf í hinum vistlegu húsakynnum TR við Grensásveg. Aþenu,20. nóv., AP. BLAÐAÚTGEFANDINN gríski Cristos Lambrakis var færður í útlegð á eyna Folegandros í dag. Lambrakos fór huldu höfði eftir byltinguna í apríl en öryggislög- reglan fann hahn í húsi eins vinar hans í júní sl. hafa margir höfundar skrifa'ð um samskipti íslendinga og hersins. En fæstir hafa lagt heilar skáld- sögur undir það efni. Björn Bjarman gerir það ekki heldur þó megin hluti bókar hans fjalli um það. Þeir höfundar, sem skrifað hafa um samskipti Islend inga og hersins, hafa flestir, ef ekki allir, uppmálað þá spilling, sem af þeim skiptum hefur leitt, og hefur þó farið langmest fyrir frásögnum af kvennafari her- manna. Skáldsaga Björns Bjarmans nær til fleiri sviða, enda er hún að því leyti sérstæð, að talsverð- ur hluti hennar gerist á sjálfum Vellinum. Höfundur hefur skipulagt verk sitt á þann veg, að annar hver mánuði síðar. Seld var barnabók in Sólhvörf, sem Indriði Úlfsson, skólastjóri, tók saman. Seldist hún upp um daginn. I heild gekk fjáröflunin vel, alls söfnuðust 460 þúsund krónur, þar af 277 hjá Reykjavíkurfélaginu, yfir 50 þúsund bæði á Akureyri og ísa- firði, en yfir 20 þús. hjá flest- um félögum öðrum. Þess; ágæti árangur er að þakka vaxandi skilningi fólks á þeim valdamál um, sem bamaverndarhreyfing- in hefir bent á og vinnur að. Allur ágóði af söfnun þessari rennur til þess verkefnis, sem félögin hafa valið sér, hvert á sínum stað, td rekstur leikskóla, dagheimilis, sumardvalarfheimil. is o.s.frv., eftir því sem brýnust er þörfin. Allur hagnaður af söfnun Barnaverndarfélags Reykjavíkur rennur í Heimilis- sjóð taugaveiklaðra barna, en bygging slíks heimilis mun hefj- ast á vori komanda. I því sam- bandi má minna á, að Heimilis- sjóður 'tekur þakklátlega á móti gjöfum, smáum jafnt sem stór- um Gjaldkeri sjóðsins er séra Ing ólfur Ástmarsson, skrifstofu biskups. (Frá Barnaverndarfélagj Reykjavíkur). IMasistaf or íng i handfekinn í IVfúnchen Múnchen, 18. nóv. — AP — DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Bæjaralandi hefur úrskurðað í fangelsi fyrrverandi SS liðs- foringja, sem var yfirmaður út- rýmingarbúða nazista í Austur- ríki í stríðinu. Hér er um að ræða Anton Ganz, 68 ára gaml- an mann, og er hann sagður bera ábyrgð á pyndingum og dauða mikils fjölda fanga í fangabúðum í Weiner Neustadt og Ebensee. Maður þessi var búsettur í smábæ í Bæjaralandi og undir sínu rétta nafni. Talsmaður ráðu neytisins sagði, að yfirvöldun- um hefði lengi verið kunnugt um manninn, en langan tíima hefði tekið að safna sönnunar- gögnuim til að unnt væri að handtaka hann. Lundúnum, 19. nóv. AP. SOVÉZKUR vísindamiaður, Vladi mir F. Tereskovov, baðst á sunnu dag hælis í Bretlandi sem póli- tískur flóttamaður. Tereskovov er 34 ára gamall, haffræðingur að mennt. kafli gerist á Vellinum eða ann- ars staðar, þar sem söguþulur er staddur um þær mundir. Á milli þeirra kafla er svo skotið styttri köflum, þar sem segir frá bernskuheimili söguþular á Akur eyri, þegar „Kristján á B.S.A.“ hafði „sjömannabíla til taks“, því fjölskyldan var stór. Þessi tvískipting hefur aukið vanda höfundar, og ver’ður að segjast eins og er, að verkefni sínu veldur hann engan veginn. I fyrsta lagi er sagan allt of stutt og ágripskennd miðað við efnismagnið. Lengd hennar hefði hæft til að segja frá einum degi á Vellinum. Rithöfundur verður, um leið og hann semur, að gera sér ljóst, að vætanlegir lesendur munu lesa hraðar en hann skrifar. Það krefst nokkurs tíma og áreynslu að semja þó ekki sé nema stutt- an bókarkafla, enda þó lesandi geysist síðar yfir hann á fáeinum mínútum. Þá eru þáð persónur Tröll- anna. Þær eru með öllu óljósar og þokukenndar. En látum það vera. Ef til vill hefur ekki fyrst og fremst vakað fyrir höfundi að búa til persónur. Eflaust hef- ur honum verið ofar í hug að segja frá spillinguhni. En í þeim efnum hefur höfundur um of einfaldað hlutina fyrir sér. Bernskuheimilið, sem blasir við í baksýn, er svo fullkomin glansmynd, ekki aðeins vamm- laust, heldur beinlínis hnökra- laust, að réttara hefði verið að koma því fyrir í himnaríki sjálfu heldur en á Akureyri, og það í sjálfri kreppunni, að manni skilst. Þar eru allir algóðir og næstum alfullkomnir. Á 'þeim góða stað þekkjast varla mann- legir breyskleikar, og er þá mik- ið sagt. Sama máli gegnir um sjávar- þorpið, þangað sem söguþulur lendir, þegar hann er horfinn af Vellinum. Þar er einungis gott fólk, hreinskiptið, duglegt, ó- spillt, ágætt og prýðilegt. Þar varir hin engilhreina ást, svo söguþulur, sem ætti að vera orð- inn veraldarvanur eftir svínaríið á Vellinum og misheppnað hjóna band, verður feiminn eins og sveitadrengur, þegar hann sér stúlku, sem honum lízt vel á. En Völlurinn, oh ia la. Þar er of vægt að tala um spillingu. Þar er viðbjó'ðurinn í öllu sínu veldi, afskaplegur, óhugnanleg- ur. Og svo mikill er máttur spill- ingarinnar á Vellinum, að fyrir honum lamast allir, sem þangað koma, einnig söguþulur, meðan hann dvelst þar. Samt sekkur hann aldrei dýpra en svo, að honum býður þó, þrátt fyrir allt, við mesta ósómanum. „Þá gafst ég upp“, segir hann, þegar hann hafði horft á Kan- ann ljósmynda bera stelpu, „gat ekki meira. Út, út. Það var eins og ég væri að kafna, og ég tók andköf, þegar ég kom út undir bert loft“. Það er nú svo. Sterk eru orðin. Ekki er því að leyna. Samt eru athugasemdir af þessu tagi ein- mitt einn af veiku púntunum í sögunni. Uppspretta klígjunnar hverfur á bak við sögumann. Fjársöfnun barnaverndar- félaganna nam 450 þús. Eftir stendur söguþulur einn með sína klígju. Þa'ð er eins og höfundur hafi ekki treyst því, að frásögnin, . lýsingin talaði sínu máli, heldur lætur hann sögu- þul trana sér fram fyrir sviðið. Sálarástand hans sjálfs verður mergurinn málsins. Og sálar- ástand hans verður að sönnu aldrei stórfenglegra en hann er sjálfur. Það ásannast á þessari skáld- sögu Björns Bjarmans, að æs- andi eða átanlegt efni nægir ekki til að setja saman hugtækt skáld- verk. Til þess þarf að minnsta kosti örlítinn skáldskaparneista. Þann neista hefur Birni ekki tekizt að kveikja í Tröllum sín- um. Erlendur Jónsson. Nýbók ÞAÐ er langt síðan Guðmund- ur Frímann varð landisikunn- ugt ljóðaská'ld. Fyrsta ljóðabók has kom út árið 1922 oð nefndi hann safnið Náttsólir. Fyrsta sm'ásögiusafn hans kom 1964, heitir það Svartárdalssólir. Ég skrifaði uim þá bók, þar sem meðal sagnanna eru nokkrar aífbragðsvel samdar smásögur og yfirleitt er bókin athyglisverð. Rautt sortulyng eru átta sög- ur, nokfcuð misjafnar að gerð og gæðuim. Þar eru a.m.k. þrjár til fjórar prýðilega ritað- ar sögur en það eru Mýrar- þoka, Rautt sortulyng, Stór- þvottur á hausti og Gömul krossmessusaga. Beztar eru Mýrarþoka og Rautt sortu- lyng, aíbragðsvel sagðar sögur og ógleymanlegar að mínum dóani. Aðeins tvær sögur af þessum átta finnst mér ekki vel heppnaðar, stafar það þó ekki af því að efni þeirra sé ekki vel valið og áhrifamikið, einkum má þetta segja um Lóla með rauða hárið. Þar er efni í fyrirmyndar smásögu, á hritfamikla og eftirtektarverða, en verður úr ógeðslegur leik- ur ölvaðrar konu, sem er viti sínu fjær vegna áhrifa Bakk- usar. Höfu.ndur hefur þar, með tilstyr'ks vínguðsins — eða rétt ara sagt víndjöfuilsins, gert að litlu áhrifamikið söguefni. Er það ergilegt. Hin sagan sem mér líkar miður vel er Sum- arauki á Valaibjörguim, kven- semi Nóa er skiljanleg og á mörg fordæmi, en sagan hefði orðið betri og áhrifameÍTÍ ef vanlegar hefði verið með far- ið farið og kvennamálin rædd af meÍTÍ smekkvísi og kurt- eisi. Það var einnig vel not- kæft söguefni sem ekki var farið varlega með. En yfirlei'tt er þessi sögubók góð og með þeim beztu smá- sögusöfnum er komið hafa út á síðari árum. Höfundur er mjög ritfær maður, náttúrulýs- ingar hans afbragðsvel gerðar. Þeir s'em alizt hafa upp fram ti'l dala þekkja hin margbreyti legu hljóð og hij óma vatna og vinda. Það eru ógleymanlegir hljóimar og þótt Guðmundi Frí mann verði oft tíðrætt um þessi efni og allar náttúrulýs- ingar er það síður en svo galli á firásögnum hans. Það er beim línis ómetanlegir kostir. Þar fjallar hann um það, sem hann þekkir og kann að segja frá, því frásagnargáfa hans er frá- bær. Það má beita ágætt að af átta sögum eru fjórar afbragðs vei gerðar og aðeins tvær sem virðast ekki vel heppnaðar. verist er að í einni er afbragðs söguefni látið fara forgörðum, sem sé í Lólu með rauða rárið, en sögurnar Rautt sortulyng, Mýnarþoka og fflleiri áður nefnd ar lyfta sögum þessum upp í þann heiðurssess að höfundur hefur með þeian skapað góðar bókmenntir sem muinu lifa og lesast um langar aldir að mín um dómi. Þorsteinn Jóussou. FÁSTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Símar 24647 - 15221 Til sölu Við Hátún 4ra herb. íbúð á 5. hæð, vönd- uð íbúð, allt sameiginlegt frágengið, útborgun 650, sem að má skipta. Við Ljósheima 4ra herb. enda íbúð á 2. hæð, laus strax, útb. 450 þús. sem má skipta. Við Laugarnesveg, 5 herb. efri hæð, rúmgóð og falleg íbúð, hagkvæmir greiðsluskilmál- ar, sérhiti. Við Rauðalæk, 5 herb. hæð, 140 ferm. með forstofuherb. og snyrtiherb. í forstofu, bílskúr, sérhiti, laus strax. Við Digranesveg, 5—6 herb. efri hæð, allt sér, bílskúr. Einbýlishús við Hlíðargerði, 8 herb., bílskúr, góð lóð. r I smíðum Einbýlishús, parhús, raðhús, garðhús og sérhæðir með bílskúrum. Einbýlishús við Gufunes, 4ra herb., bílskúr, góð lóð, hag- kvæmir greiðsluskilmálar. Árni Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 40647. 1-68-70 Einbýlishús í sunnan- verðum Kópavogi, tvær ' hæðir og kjallari, 8—9 herb. Suðursvalir á báð- um hæðum. Skipti á ný- legri sérhæð í Reykja- vík möguleg. Parhús í sunnaverðum Kópavogi. Innbyggðar suðursvalir á efri hæð. Ræktaður, fallegur garð ur. Vandað hús. Garðhús í Árbæjar- hverfi. Tilbúið undir tréverk og vel það. Teak útihurðir. Einbýlisliús á Seltjarnar nesi. Skipti á 4ra herb. íbúð möguleg. Raðhús á Teigunum. Sér hitaveiita. Suðursvalir á efri hæð. Vönduð inn- rétting. 5 herb. neðri hæð við Safamýri. Sérhitaveita. Sérþvottaherb. á hæð- inni. 5 herb. íbúð á 1. hæð við Háaleitisbraut. Gott herb. í kjallara fylgir. Einbýllshús * smíðum við Sunmubraut í Kópa- vogi, sjávarlóð. Glæsl- leg teikning. GtJSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8, sími 11171

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.