Morgunblaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÖV. 1967
Frumskilyrðið er að leysa
útflutningsatvinnuveganna
—sagði Cuðlaugur Þorvaldsson, prófessor
á fundi Stúdentafélagsins i gœr
GUÐLAUGUR Þorvaldsson próf
esesor ræddi gengisfedlingn sterl
ingspundsins og þau vandamál
sem hún skapar, á fjölmennum
síðdegisfundi Stúdentafélags
Reykjavíkur í gær.
Hann taifaði í fyrsta lagi al-
mennt og fræðilega um eðli
gengis og gengisskráningar. Þá
rakti hann i stórum dráttum þau
atriði, sem máii skipta í sögu ís-
lenzkra gengismála. Og loks
veik hann að nokkrum þedrra
vandamála, sem fylgja í kjölfar
gengisfellingar enska pundsins,
án þess þó að koma með tillög-
ur um lausn þeirra.
Hér á eftir verða rakin nokk-
ur atriði úr ræðu prófessorsins:
Guðlaugur Þorvaldsson veik
fyrst að því, að með gengi ein-
hvers gjaldmiðils, væri almennt
átt við hið alþjóðlega verð gjald
miði'lsins. Yfireitt væri þannig
sýnt verð erlendrar myntar í
innlendri, t.d. hér á landi. Svo
væri þó ekki alls staðar, t.d.
væri því öfugt farið í Englandi.
Með gengislækkun er þannig
átt við, að gjaldeyririnn fær
lækkað alþjóðlegt verðgildi og
getur það gerzt með tvennum
ihætti, beint eða óbeint, t.d. ef
vissar tegundir eriends gjaldmið
ils hækka.
í þessu sambandi veik prófess-
OTÍnn að því, að mönnum hætti
til þess að fara óafvitandi rangt
með flutfallstölur, þegar rætt
væri um gengisbreytingar. Við
gengisbreytinguna 1960 var geng
ið t.d. lækkað um 57,2%, en er-
iendur gjaldeyrir hækkaði hins
vegar um 163,5%.
Þessu næst hugleiddi prófess-
orinn, hvaða atriði væru ráð-
andi um gengisskráninu.
Gengið getur — eins og verð
vöru — verið háð frarraboði og
eftirspurn og ákvarðast af því,
þótt einnig sé hugsanlegt að
hafa gengið fast og samræma
framboð og eftirspurn gjaldeyr-
is eftir öðrum leiðum.
Þótt gengið væri í eðli sínu
breytilegt, meðan gul'lfóturinn
var ríkjandi eða fram að fyrri
heimsstyrjöldinni, þá breyttist
það í raun og veru ekki mikið.
Þá voru seðlábankarnir einnig
skyldugir til þess að leysa til
sín gull og borga með gulli ef
þess var óskað. Gullflutningar
Jnilli landa voru einnig frjáls-
ir.
í heimsstyrjöldinni voru marg
ar þjóðir neyddar til þess að
hverfa frá gul'lfætinum og papp-
írsfótur rekinn upp.
í lok fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar kom í Ijós, að geysileg verð-
lagsröskun hafði átt sér stað og
var hún mismunandi í hinum
ýmsu löndum, sem ölli marg-
víslegu misvægi í gjaldmiðli
þjóðanna. í flestum löndum var
sá vilji ráðandi að koma gja'ld*
miðlinum aftur í sitt fyrra gull-
gildi, þótt það reyndist mörgum
erfitt. Ýmsir kostnaðarliðii
höfðu hækkað, svo sem laun og
fleira, sem ekki reyndust sveigj-
anlegir til lækkunar á ný og
strandaði viðleitnin til að hækka
afltur í verðgildi hinn hrunda
gjaldmiði'l á því, þótt reglur guU
fótarins hafi í meginatriðuni
verið ráðandi frá 1926—1931, en
þá gáfust Englendingar upp og
lækkuðu pundið.
Prófessorinn lagði áherzlu á,
að þessi gengisfelling enska
pundsins 1931 hefði rnarkað
tímamót í sögu gengismá'la al-
mennt. Fyrir þann tíma var geng
isskráningin markmið í sjálfu
sér, en um leið og horfið ar
frá gullfætinum kom í ljós, að
hinar ýmsu fjármálalegu aðgerð
ir nægðu ekki ti'l þess að halda
gjaldmiðlinum föstum í verð-
gildi. Hið alþjóðlega fjármagn
var ekki hreyfanlegt. Þess vegna
varð að leita annarra ráða ti'l
að leysa efrnhagisvandann og var
þá gripið til innflutningsíak-
markana, beinna eða óbeinna.
Síðar veik prófessorinn að
því, að höfuðmunur millistríðs-
áranna og eftirstríð'sáranna
lægi í því, að á eftirstríðsárun-
um voru a'lþjóðlegir fjármagns-
flutningar endurreistir. Það sem
gerði kleiflt að halda genginu
þannig tiltölulega föstu 4n inn-
fllutningstakmarkana var fyrst
og fremst ti'lkoma alþjóð rbank-
ans, alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
margvíslegrar annarrar a’.þjóð-
legrar samvinnu.
Þessu næst rakti prófessorinn
sögu íslenzkra gengismála. Hann
gat þess fyrst, að gengisskrán-
ingin hefði verið í höndum Seð'la
bankans frá 1961 að fengnu sam
þykki ríkisstjórnarinnar. Áður
eða frá byrjun seinni heims-
styrjaldarinnar, var það í hönd-
um Alþingis og fyrir þann tíma
í höndum gjaldeyrisbankanna.
Fyrsta skráning íslenzku krón
unnar var 13. júlí 1922, en hún
hafði þó verið skráð óopinber-
lega frá 1920. Áður fylgdi hún
dönsku krónunni.
Ástæðurnar ti'l þess, að hér
var tekin upp séflstök sk^éning
íslenzku krónunnar, voru þær,
að önnur verðlagsþróun hafði
orðið hér á árunum efltir fyrri
heimsstyrjöldina og verðhækkan
ir meiri. Á þriðja áratugnum voru
önnur mál naumast meira rædd
hér á landi, en orsakir lággeng-
isins og margt týnt til, bæði
innlendis frá og erlendis, svo
sem minnkandi framleiðsla á
nauðsynjum erlendis. Sú sparn-
ing hlýtur að vakna, sagði
prófessorinn, hvort hægt hafi
verið að útiloka lággengið með
því að hækka gengið þegar á
stríðsárunum. Á þessum tíma
var það varla hugsanilegt, vegna
þess að gullfóturinn sem grund
völlur gengisskráningarinnar
var svo ofarlega í mönnum. í
stríðslok var það hins vegar of
seint. Launin voru þegar hækk-
uð og verðfa'll hafði orðið á
fiski, ef undan er skilið eitt ár,
1924, en þá var góðæri. Þessar
umræður, hvort rétt mundi vera
að hækka gagnvart gulli eða
ekki, féllu niður af sjálfu sér,
þegar Englendingar féllu frá
gullinnlausn sterlingspundsins
1981 og það var fellt. Við fylgd-
um Englendingum þá eiftir og
felldum íslenzku krónuna og
”oru ekki teljandi deilur um
pað, enda höfðu viðskiptin að
miklu leyti færzt yfir á Englend-
inga. Hins vegar var deilt um
það, 'hvort við ættum að fella
gengið jafn mikið og Englending
ar eða meir. Niðurstaðan varð
sú, að hin Norðurlöndin fe'lldu
gengið meir, en við ekki.
1939 var íslenzka gengið fellt
um 18%, en erlendur gjaldeyr-
ir hækkaði um 22%.
Sterlingspundið stóð höilum
fæti í stríðsbyrjun og var hætt
að miða við það hér á landi af
þeim sökum. Síðan 1940 vax því
þó haldið flöstu fram til 1949, er
það féll um rúmlega 30% og
fylgdi íslenzka krónan á eftir og
kvaðst prófessorinn ekki minn-
azt þess, að verulegar deilur
hefðu orðið um það þá frekar
en 1931.
Gengi íslenzku krónunnar var
enn lækkað 1950 um 42,6%; um
'57,2% 1960 og í ágúst 1961 var
bandarískur dollar skrásettur á
nýjan leik.
1. janúar 1966 var lögfest Vz%
álag á gjaldeyri, annan en náms
mannagjaldeyri, svo að raun-
verulegt verðgildi krónunnar
var 43,28 miðað við dollar.
Próflessorinn gat þess í þessu
sambandi, að opinbert gengi
þyrfti ekki alltaf að vera virkt,
þar sem einatt væru gerðar ráð-
stafanir, sem að einbverju leyti
hefðu sömu áhrif og gengisfell-
ing. Þannig var um bátagjald-
eyrinn, 1951—1956, þar sem um
var að ræða 26—61% skatt á
vanda
sölu erlends gjaldeyris til þess
að greiða upp íslenzkar útflutn-
ingsafurðir. 1957 var 16% yfir-
færslugjald lagt á og jafnframit
innflutningsgjald, sem var mis-
munandi á hinar ýmsu vöxu-
tegundir. í maí 1958 var lögfest
30% álag á nauðsynjar en 55%
á annað. Hið opinbera gengi
krónunnar var m.ö.o. ekki virkt
á þessum tíma.
Er prófessorinn hafði þannig
rakið þróun íslenzkra gengis-
mála, benti hann á, að við gæt-
um séð ýmislegt, sem nú er að
gerast, í spegli þessarar sögu.
Síðan ræddi hann þann vanda,
sem gengisfall enska pundsins
skapar, þótt hann segði, að þar
væri ekki um tæmandi upptaln-
ingu að ræða.
Síðan varpaði hann fram þess-
um spurningum:
Er jafn-nauðsynlegt fyrir okk-
ur og áður að fella gengi ís-
lenzku krónunnar, um leið og
enska pundið fellux?
Er nauðsynlegt að ganga
lengra en Englendingar eins og
hin Norðurlöndin gerðu 1931?
Hann sagði, að slíkum spurn-
ingum væri ekki hægt að svara
fræðilega. Svarið væri stjórn-
málalegs eðlis og ætti að vera
það, þótt hins vegar væri hægt
að tína ti'l staðreyndir, sem hj’álp
uðu til, þegar slík ákvörðún
væri tekin, Sitt persónulega mat
væri — og hann ítrekaði, að
það væri ekki byggt á fræðileg-
um grundvelli — sitt mat væri,
að ekki kæmi annað til mála en
að fylgja sterlingspundinu og
lækka krónuna, þótt hann
kvaðst hins vegar ekki reiðubú-
inn til að taka afstöðu til þess,
hve mikið ætti að lækka hana.
Þessu ti'l rökstuðnings benti
hann á, að útflutningsatvinnu-
vegirnir stæðu höllum fæti. Við
hljótum að verða að búa all-
sæmilega að þeim. Annars kem-
ur það niður á okkur sem neyt-
endum, sagði hann.
Þessu næst varpaði hann fram
þeirri spurningu: Hvernig stend
ur á vanda Breta nú? E.t.v. er
aðdragandi hans lengri, en okk-
ur grunar í fljótu bragði. Hann
lá m.a. í því, að undanfarin ár
hefur vantrú á peningakerfi Eng
lands grafið um sig og valdfð
fjárflótta úr landinu. Með því að
fella gengið nú, vilja Englend-
ingar útiloka slíka spákaup-
mennsku.
Varðandi þau vandamál, sem
þetta lækkaða gengi sterlings-
pundsins hefði á krónuna, sagði
prófessorinn, að ekki skipti máli,
hvort við fylgdum sterlings-
pundinu eða gengjum lengra,
þegar rætt væri um gengisfell-
ingu almennt hér með tilliti til
útflutningsins.
Töluverður hluti hans fer til
Bretlands eða annarra landa,
sem eru í nánum tengslum við
það, eins og Nígeríu og mörg
önnur lönd og hann nefndi einn-
Prófessor Gufflaugur Þorvalds-
son ræðir gengismálin á fundi
Stúdentafélagsins. (Ljósm. Mbl.
Ól. K. Magn).
ig Danmörk í þessu sambandi,
sem þegar hefur fylgt Englandi
og lækkað gengi'ð. Benti hann á,
að ýmsar greinar útflutningsat-
vinnuveganna væru sérstaklega
viðkvæmar fyrir sterlingspund-
inu, svo sem háttað væri mark-
aði á mjöli, lýsi, skreið og salt-
fiski, og varpaði fram þeirri
spurningu mönnum til íhugunar,
hvort þessir atvinnuvegir gætu
tekið á sig gengisfellinguna.
Þá benti hann og á, að ýmsir
samningar væru gerðir með
sterlingspund sem viðmiðun og
hefði það einnig sín áhrif.
Einnig hlytu margar spurning-
ar að vakna í sambandi vi*ð inn-
flutninginn, sagði prófessorinn.
Ef innfluttar vörur hækkuðu,
hlyti það t. d. að skapa rekstrar-
fjárskort, ef lánsfjárvelta væri
óbreytt. Þá vaknaði og spurning-
in um, hvernig ætti að haga
álagningarreglum; hvort álagn-
ingin ætti að hækka í % eða hún
yrði óbreytt í krónutölu eins og
1960. En þegar gengisbreyting
væri lögfest, væri alltaf reynt
að komast hjá því að aðrar hækk
anir færu út í verðlagið en þær,
sem eru bein afleiðing gengis-
lækkunarinnar.
Hann sag’ði, að það gæti verið
freistandi að telja upp erlendar
skuldir í þessu sambandi; hins
vegar hefði hann ekki tölur um
þær, enda skiptu upphæðir ekki
máli. Hins vegar mætti benda
á, að við ættum t. d. talsverðar
skuldir í Noregi vegna báta-
kaupa, en þar hefur gengið ekki
verið fellt og mundu þær því
hækka með lækkuðu gengi hér.
Þá skapa hin stuttu vörukaupa
lán innílytjenda mikinn vanda,
sagði prófessorinn, og hvernig
við þeim verður brugðizt. Einn-
ig hefur verið mikið framkvæmt
me'ð gengistryggðum lánum. Þar
á móti kemur hins vegar, að hér
í landinu er mikið af útflutn-
ingsbirgðum, sem munu skapa
gengisgróða. Sú spurning gæti
því vaknað, hvort hægt væri að
láta þetta tvennt mætast.
Þessu næst veik prófessorinn
að gjaldeyrisvarasjóðnum og
benti á, að hvað sem um hann
mætti segja, hefði hann að
minnsta kosti gefið okkur um-
hugsunarfrest nú, þótt ekki væri
gott að horfa upp á, að hann
rýrnaði öðfluga.
Varðandi ríkissjóð benti próf-
essorinn á, að gengisfelling nú
mundi létta byrðar hans að ýmsu
leyti, að því er snerti sjávarút-
veginn og uppbæturnar til hans,
þótt á hinn bóginn kynnu að
falla á ríkissjóð ýmsar greiðslur
vegna ábyrgðarskuldbindinga
ríkisins, sem bundnar væru er-
lendum gjaldeyri.
Að lokum sagði prófessorinn,
að sér virtust þessi mál rædd af
óvenju mikilli ábyrgðartilfinn-
ingu í dagblöðunum og benti þaTS
til þess, að menn almennt gerðu
sér grein fyrir, að hér væri fyrst
og fremst um vanda útflutnings-
atvinnuveganna að tefla. En ef
við viljum lifa sem þjóð, er
frumskilyrðið að leysa vanda út-
flutningsatvinnuveganna, sagði
hann. .*.
Séð yfir fund Stúdentafélagsins um gengismálin. A myndinni m á m.a. sjá ýmsa þekkta borgara og alþingismenn. (Ljósm.: Ol.K.M )