Morgunblaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1967 Murgeir Sigurjónsson stórkuupm. sextugur Neðri-deild um fram- landbúnaöarins Umræður í leiðsluráð NOKKUR orðskipti urðu á AI- þingi i gær er frumvarpið um framleiðsluráð landbúnaðarins kom til 2 .umræðu. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir að verð- lagsgrundvöllur landbúnaðaraf- urða 1967 verði aðeins látinn gilda í 1 ár, en ekki í 2 ár svo sem fyrri lög kveða á um. Bjartmar Guðmundsson mœlti fyrir nefndaráliti landbúnaðar- nefndar neðri-deiidar, sem mælti samhljóða með samþykkt frum- varpsins. Gat Bjartmar um það í upphafi ræðu sinnar, að þegar fraimleiðslunáðslögin voru sam- þykkt á síðasta þingi hefðu verið gerðar á þeiim töluverðar breytingar. Þá hefði verið ákveð- ið með iögum að við verðlagn- ingu landbúnaðarafurða ýrði vinna bónda, skyldliðls hans og hjúa lögð til grundvallar. Stofn- uð hefði verið búreikningsskrif- stofa landbúnaðarins og ætti hún að sjá um mat á vinnu við meðalbú. Skrifstofa þessi hefði aðeins starfað í hálft ár og gögn þau er hún hefði safnað væru akki talin nógu ítarleg til þess að hægt væri að byggja verð- lagsgrundvöllinn á þeim. Væri því lagt til nú, að verðlagsgrund- völlur yrði aðeins látinn giida í eitt ár. Stefán Valgeirsson (F) sagði, að afstaða sín til samþykktar á þessu frumvarpi mótaðist af því sjónarmiði, að það gæti verið hættulegt fyrir bændur að verð- lagsgrundvöliurinn væri ákveð- inn til tveggja ára í senn. Þá kvaðst Stefán vilja gagnrýna það, að ekki væri búið að áikveða verð landbúnaðarafurða. ennþá, þótt lögin kvæðu á um að því skyldi lokið fyrir 1. sept. Þá vék Stefán að því, að áður en núgildandi lög um búreikn- ingaskrifstofu landbúnaðarins Efri deild STUTTUR fundur var í Efri deild í gær. Á dagskrá voru tvö mál til annarrar umræðu, frv. um stjórnskipunarlög og frv. um breytingar á lögum um al- mannatryggingar, sem felur m.a. I sér að ríkisframfærsla verði felld niður. Jón Þorsteins- son (A) hafði framsögu fyrir nefndaráliti í báðum þessum málum. voru sett var starfandi búreikn- ingaskrifstofa á vegum Búnað- arfélags íslands, Hagstofunnar og Stéttarsambands bænda. Kæmu útreikningar þeirra skrif- sbofu mjög heim og saman við það sem nú fyrir lægi urn vinnumælingar. Væri það þvi sjáifsagt að þær niðurstöður yrðu hafðar til hliðsjónar við ákvörðun landbúnaðarverðsins nú, yrði það ekki gert mundu bændur skoða það þannig, að ríkisstjórnin hefði haft bedn af- skipti af verðlagningu landbún- aðarvaranna, — og því yrði ekki unað af þeirra hálfu. Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra, sagð að frumvarp það sem til umraeðu væri hefði verið flutt með fullu samkomu- lagi við bæði bændur og neyt- endur í 6 manna nefndinni. Rétt væri að verðlagningarmálin væru seint á ferðinni að þessu sinni, en líta bæri á að málin hefðu gengð eðlilega sína leið. Ákvæði væri í lögum um að verðið skyldi ákveðið fyrir 1. sept. ár hvert, ef ekki yrði sam- komulag um annað. Tillögur um verðið hefði ekki komið fró bændum fyrr en eftir þann tíma, og hefðu neytendur þá tekð þær til athugunar og síðan sett fram sínar tiilögur. Margir fundir hefðu síðan verið haldnir innan 6 manna nefndarinnar, en ekki náðst samstaða. Þá hefði það verið í höndurn hans í nokkurn tíma, en síðan vísað til yfir- nefndar, þegar samkomulag náði'st ekki. Fulltrúar bænda og neytenda i 6 manna nefndinmi hefðu skipað sinn fulltrúann hvor. í yfirnefndina og emnfrem- ur orðið sammála um skipun oddamannis. Hefði því ekki þurft að koma til ákvæða laganna um NÆSTU tónleikar Sinfóníuhljóm sveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói á fimmtudaginn kem ur undir stjórn Bohdans Wod- iczko. Fyrst leikur hljómsveitin hinii bráðskemmtilega forleik Rossinis að óperunni „ítalska stúlkan í Alsír“. Það var um þenna forleik, sem þekktur brezkur gagnrýnandi sagði einu sinni, að hann minnti sig á mann, að Hæstiréttur skipaði odda- mann, ef samkomulag næðist ekki um hann milli hlutaðeig- andi viðsemjenda. Ráðherra sagði að yfirnefnd- in væri skipuð valinkumnum mönnum og sagði það ósæmiiegt að vera með dylgjur i þeirra garð um að ríkisstjórnin hefði áhrif á gerðir þeirra. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) sagði að með framleiðsluráðslög unum hefði verið ákveðið að fjölga búreikningum og hraða úrvinnslu þeirra. Þegar hefði ver ið unnið töluvert að þessum mál um, en ekki hefði verið unnt að koma við vinnumælingum. á öllum sviðum búreksturs ennþá, og yrðj sennilega erfitt að koma því við. Þær upplýsingar sem fyrir lægu færu í meginatriðum saman við niðurstöður frá bú- reikningaskrifstofu Búnaðarfé- lags íslands. Æskilegt væri að síikar vinnurannsóknir væru sem nákvæmastar til að tryggja að grundvöllurinn yrði sem réttast- ur, en þar sem fullnaðarupplýs- ingar lægj-u ekki fyrir nú, mætti telja eðlilegt að verðið yrði að- eins til eins árs. Vilhjálmur sagði það samt vera skoðun sína, að við útreikning verðsins nú kæmi ekki til mála annað en að byggja á þeim upplýsingum er fyrir lægju. Þá taldi Vilhjálm- ur að nauðsyn væri að setja ákvæði inn í framleiðsluráðslög- in er tryggðu að ekki drægist svo lengi að áikveða verð land- búnaðarafurðanna. Sagði hann að til álita kæmi hvort ekki væri nauðsynlegt fyrir bændasamtök- in að taka löggjöfina til heildar- athugunar innan sinna samtaka. Umræðu um málið var ekki lokið er forseti frestaði fundi. sem læddist upp stiga að nætur- lagi og veltj þar um Borgundar- hólmsklukku á miðri leið, en héldi sarnt áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Annað verkið á efnisskránni er fiðlukonsert Beethovens. Þetta er eitt göfugasta verk, sem sam- ið hefur verið fyrir fiðlu og hljómsveit, en sú var samft tíð- in, að konsertinn var talinn ó- spilandi og ofviða venjulegu fólki að hlusta á hann. Einleikarinn í konserítinum er tékfeneski fiðlusnilliingurinn Jósef Suk. Suk er .af frægri ætt tónlistarmanna. Nægir þar að nefna langafann Antonín og af- ann, tónskáldið Josef Suk. Suk er tæplega fertugur að aldri, hann var einn nemandi, innan við tvítugt þegar Tónl.skólinn í Prag sendi hann sem fulltrúa fiðludeildar sinnar til annarra landa. Siðan hefur Jósef Suk bor ið hátt merki tékkneskrar tón- menntar um víða veröld, bæði sem einleikari og forfiðlari í Prag-kvartettinum eða Suk- tríóinu. Árið 1960 hlaut hann „Grand prix des disques“ fyrir Janácek og Debussy. Á SEXTUGSAFMÆLI Margeirs Sigurjónssonar, stórkaupmanns, verður huga mínum hvarflað aftur til sumardaga 1939, hins mikla örlagasumars sögunnar, er heimsstríðið mikla brast á. Þá dvaldi ég um hríð á heimili Mar- geirs og Laufeyjar, konu hans. Ekki var það hér á landi heldur meðal nágranna okkar, Færey- inga, en þar var Margeir þá framkvæmdastjóri útibús heild- verzlunarinnar G. Helgason & Melsted hf., en það útibú var starfrækt í tvo áratugi eða svo og rak talsvert mikil viðskipti. Mun Margeir hafa verið annar í röðinni af forstöðumönnum úti- búsins og hinn umsvifamesti, því að eftir heimkomu hans í stríðslok, dró máttinn smám sam an úr fyrirtækinu þar ytra, unz það var lagt niður. Já, víst var mér talsverð eftir- vænting í brjósti, þegar ég lagði í fyrstu utanlandssiglingu mína fyrri hluta júlímánaðar með nýjum húsbónda mínum, Páli Melsteð. En ráðinn var ég til að sinna bókhaldi og fleiru í Þórs- hafnarútibúinu, og skyldi ég búa hjá framkvæmdastjórahjónun- um, fá þar herbergi, fæði og þjónustu. En hvernig væri nú þetta ókunnuga fólk? Og hvernig væri þessi úthafseyjaklasi við- kynningar og íbúar hans? Það er skemmst af að segja, að varla mun Lyra gamla hafa verið horfin út úr höfninni í Þórshöfn á ferð sinni áfram til Björgvinjar, þegar ég var far- inn að kunna vel við mig í vina- legum bæ og meðal einstaklega viðfelldinnar fjölskyldu Mar- geirs, konu hans og tveggja dætra á barnsaldri. Dvöl mín á því heimili og í verzlunarhúsi Melsteðs þar á staðnum varð skemmri en á- formað var, þvi að í áliðnum september, er stríðið hafði stað- ið u.þ.b. 3 vikur, barst símskeyti frá Reykjavík, eitthvað á þessa leið: „Baldur komi Drottning- unni; vantar bókhaldara hér heima“. Þá var Drottningin væntanleg til Þórshafnar á næsta degi, svo að ég varð af skynd- Júsef Suk Lokaverk tónleikanna er Kon- sert fyrir hljómsveit eftir pólska tónsfeáldið WiJlhold Lutoslawski. Konserítinn var saminn á árún- um 1950-54 undir sterkum áhrif- um frá þjóðlegri pólskri músik og tónlist Bartóks, og þykir eitt glæsilegasta verk sinnar tegund- ar. Lutoslawski er eitt virtasta tónskáld okkar tíma, um það vitna margskonar heiðursvottar, verðlauin og medalí'ur, greinar og bækur, skrifaðar um hann, beiðni um kaup nýrra verka, frá mörg- um löndum (Frá ríkisútvarpinu) ingu að kveðja þetta afbragðs góða islenzka heimili í Þórshöfn, sem hafði verið mér bezta at- hvarf um 9—10 vikna skeið. Nokkrum árum seinna urðum við samstarfsmenn að nýju í aðalstöðvum fyrirtækisins hér heima, er Margeir gerðist þar aðalfulltrúi. En þó aðeins um skamma hríð, því að ég hvarf þá senn yfir á annan vettvang. Urðu því samskipti okkar Mar- geirs ekki langvarandi og miklu skammvinnari en vera máttu, því að öll kynni mín af honum voru ánægjuleg. Margeir Sigurjónsson er mað- ur hreinskiptinn og heiðarlegur. Minnist ég gerla, hve mér féll veí við það strax í upphafi við- kynningar við hann, hvað hann var hreinn og beinn og frábitinn því að draga óþarfa dul á hitt og þetta. Fannst mér þá strax sem ungum manni, að vert væri að taka slíkt til eftirbreytni, og tel ég mig standa í þakkarskuld við Margeir fyrir vikið, að svo miklu leyti sem ég hef náð að tileinka mér slíkt viðhorf. Og það er ég viss um að marg- ur maðurinn telur sig í þakkar- skuld við Margeir fyrir lipurð hans og vinsemd. Þann hóp fylla ekki sízt Færeyingar, sem nutu margháttaðrar greiðvikni af hans hálfu, ekki einungis á við- skiptasviðinu heldur og í ýms- um samskiptum við ísland og íslendinga. Ég er reyndar viss um að jafn göfuglyndir menn og Færeyingar eru hafa oft tjáð Margeiri þakkarhug sinn, og verða éreiðanlega margir þeirra til að senda honum góðar kveðj- ur enn í dag. Margeir Sigurjónsson hefur nú rekið eigið innflutnings- og út- flutningsfyrirtæki um árabil, og þykist ég viss um að hann hafi aflað því góðs álits innan lands og utan. Rólyndi, íhygli, útsjón- arsemi og heiðarleiki eru traust- ir hornsteinar kaupsýslunnar, og víst er um það, að Margeir á góðan þátt í að treysta þá hyrn- ingarsteina íslenzks viðskipta- lífs. Þessara eðliskosta hans gætir einnig, þegar hann sezt við skákborðið, enda hefur hann lengi verið í hópi þekktari skák- manna hér í Reykjavík, einkum fyrir strið, en einnig eftir það. Þótt ég yrði að kveðja Mar- geir með litlum fyrirvara haust- ið 1939, var ég svo viti borinn að festa hjá honum kaup á enskri ferðaritvél, sem hann hafði um- boð fyrir. Þessa vél, sem kostaði 250 kr., var ég hálft ár að greiða með mánaðarlegum afborgunum, því að launin voru aðeins 175 kr. um mánuðinn. Vélin var líklega þó nokkuð dýr á markaðsvísu þess tíma, en hún er svo vönduð, að mér finnst hún eiginlega enn sem ný, nú þegar ég er að hamra á hana þennan greinarstúf. Og þetta hygg ég vera táknrænt um Margeir Sigurjónsson. Hann sel- ur ekki svikna vöru, því að hann er með vissu vandaður öðlings- maður. Honum heill, konu hans, börn- um og fjölskyldufólki. Baldur Pálmason. Lokað vegna jarðarfarar kl. 10 — 12. HERRABÚÐIN, AÐALBÚÐIN, ELGUR H/F. Ódýrar vörur til jólagjafa Burstasett í miklu úrvali, snyrtisett, raksett. Leikföng í miklu úrvali. Skrautmunir, mikið úrval. Barnakerrur, brúðuvagnar og margt fleira. Gjörið svo vel, lítið inn og kynnið yður verð og vöruúrval hjá okkur. — Póstsendum. ÁSBORG, Baldursgötu 39. Sími 21942. Ungan mann verzlunarskólagenginn, vantar aukastarf eftir kl. 6 á kvöldin. Margt kemur til greina. Uppl. milli kl. 6—7 í síma 38972. Frægur tékkneskur iiðluleiknri leikur með Sinióníuhljómsveitinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.