Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 Gjöfin sem gleður eigin- manninn, unnustann, soninn er auðvitað taflborð. Mjög glæsileg frístandandi taflborð í stofuna. Fást aðeins hjá okkur. Verzlun Kristjáns Siggeirssonar Laugavegi 13. BYLTING I handprjóni MEÐ NÝJU GRÓFPRJÓNUNUM JUMIBOPRJÓNUNUItl getið þér prjónað fullorðins peysu Á 5 TÍMUM ★ Sérstakar prjónauppskriftir komnar og fleiri vgentanlegar. ★ Hjartagarnið, tegund COMBI CREPE er notað fyrir uppskriftirnar (COMBI GO GO) sem með nýrri aðferð gefur yður óteljandi mögu. leika á litavali. ★ Kynnum 3 nýja liti í COMBI CREPEGARNINU gulan, gulbrúnan og rauðbrúnan, er sérstaklega eru samræmdir til notkunar fyrir grjófprjón (JUMBO PRJÓN). ★ Grófprjónuð peysa eða grófprjónað garn verður jólagjöf. ★ HRINGVER AUSTURSTRÆTI 4. Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR MÁRUS Á VALSHAMRI Guðmundur Gíslason Hagalín: MÁRUS Á VALSHAMRI OG MEISTARI JÓN, skáldsaga. 208 bls. Skuggsjá, 1967. MÁRUS á Valshamri og meistari Jón er skemmtileg skáldsaga, fjörlega skrifuð og hófsamlega þó; flestar persónurnar skýrar og eftirminnilegar og sumar hreint og beint frábærar, stíllinn hressilegur og kjarnmikill, einik- um það málfar, sem lagt er í munn sumum sögupersónunum; baráttu miannsins við höfuð- sikepnurnar einnegin lýst á til- komumikinn hátt. Bíðum nú við, kann einhver að segja, sem orð mín les — þessi umsögn væri góð og giid, væri hún aðeins ekki svo al- menns eðlis, að hún gæti eins átt við aðrar s>káldsögur Hagalíns, að minnsta kosti beztu sögur hans. Og það er dagsatt. >að gefur fátt sem ekkert til kynna að segja, að skáldsaga sé vel sfcrif- uð og skemmtileg. En er það þó ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, frumatriðið, fyrsta skil- yrði þess, að saga sé saga? Hagalín gerir í stuttum for- mála grein fyrir söguefni sínu. „Þetta sögukorn", segir hann, „gerði ég tilraun t.il að færa í letur sumarið 1920 nýkominn heim úr margra ára reiki um lendur erlendra tízkubók- mennta“. „Hefur söguefninu annað veif- ið skotið upp í huga mínum“, segir Hagalín ennfremur, „unz ég í fyrra þegar liðnar voru þrjár aldir frá fæðingu meistar- ans, tók á ný að færa sögukorn- ið í letur“. Að sjálfsögðu eru þessi for- málsorð höfundar fyrst og fremst almennar upplýsingar um tilefni sögunnar. En er höfundur ekki líka að færa lesandann nær efninu, sög- unni? Er hann ek'ki einnig að gefa í skyn, að efni, sem var honum hugstætt fyrir fjörutíu til fimmtíu árum, eigi — að hans dómi — enn nokkurt erindi til lesandans? Lítum þá nánar á söguefnið: Márus á Valslhamri er bóndi á góðum aldri. Hann á góða konu. Hann býr á góðri jörð. Bú hans er örlítið velferðarríki. Fyrir tilstyrk konu sinnar, auk eigin atorku, hefur hann hafið sig upp úr fátækt og telst nú í betri bænda röð. Hann nýtur tra'usts og vináttu granna sinna. Og heimafólkið líur upp til hans. Hann er smáikóngur í ríki sínu. En velgengnin stígur honum til höfuðs. Hann tekur að felæð- ast hofmannlega á mannamótum. Hann dreymir að verða hrepp- stjóri og ríkur maður. Þegar gamall og góður nágranni leit- ar til hans vegna heyþrots, sel- ur . Márus honum hey fyrir hærra verð en hann hafðd áð'ur tíðkað að selja undir slífeum kringumstæðum og fer í þeim efnum að dæmi ríkra stórbokka þar um sveitir. Márus ætlar sem sagt að feom- KVENSKÓR karlmannaskór, drengjaskór og telpnaskór, kuldaskór kvenmanna og karlmanna og margt fleira. 'fKcurtnesoe.qi ^2 ast áfram, eins og það er nú kallað. En ekki er sopið kálið, þó i ausuna sé komið. Nágranninn verður að vísu að sæta kostum Márusar í heykaupunum. En þá kemur húsfreyja til skjalanna, Guðný Reimarsdóttir Hún mót- mælir harðlega viðskiptaháttum bónda síns. Márus vill á hinn bóginn vera húsbóndi á sínu heimili og hyggst fara sínu fram, hvað sem húsfreyja segir. En þá kemur óvæntur aðili á vettvang, meistari Jón. Það er sunnudaginn í föstuinngang, að Márus bóndi les húslestur fyrir Guðm. G. Hagalín heimafólk sitt; að vanda úr Vídalínspostillu. Vill þá ekki betur til en svo, að lesturinn er eins og talaður til hans sjálfs. Meðal annars má hann, lesarinn sjálfur, sveitast undir þessum orðum: „Ég meðkenni, að góss og pen- ingar eru stór Guðs gáfa, þegar þau eru af hendi Guðs meðtek- in en ekki hrifsuð úr munni síns náunga, hins fátæfea, eikkjunnar og hinna föðurlausu. En eigi eru þau þess verð að falla á kné fyr- ir andskotanum til þess að eign- ast það, sem ekki er nema til þyngsla ... “ Og fleira í slíkum dúr. Er bónda þá nóg boðið. Hann reis „til hálfs upp af stólnum, reiddi postilluna upp yfir höfuð sér og fleygði henni tveim höndum yf- ir í súð, svo að hún féll í opið loftsgatið, lenti á þrepi í brött- um stiganum og þaðan niður á gólf“. Upp úr þessu hefst hálfgerð sálarstyrjöld í huga Márusar og taugastríð milli þeirra hjónanna. Márus reynir að sitja við sinn keip. En konan lætur ekki und- an; gerir meira að segja Leyni- samning við nágrar.nann, hey- kaupandann, á bak við mann sinn. Hún hefur meistara Jón sín megin. Ef til viil ríður það baggamuninn, þvi á endanuim lætur bóndi af fyrirætlun sinni að hagnast á náunganum og sættist við meistara Jón. Sögu- lok. Hvað hefur gerzt? Hver er meistari Jón? Samvizkan í brjósti manns, svo miðað sé til orðaiags Kants? Sá manndómur, sem sérhver maður hlýtur óspilltan í vöggugjöf, þó mis- jafnlega haldist í honum í mis- vindasömum veðrum hennar verslu? Fornar dyggðir? Allt þetta? Ég leiði hjá mér að svara, en leyfi mér að halda því fram, að sögu eins og þessa skrifi enginn nema sá, sem mótaður er af frjálshyggju þeirri og manngild- ishugsjón, sem hvarf í hafdjúp- in með heimsstyrjöldinni fyrri (Hagalín var á sextánda ári, þegar hún skall á)-. Yfirbragð þessarai sögu minn- ir að sumu leyti á Fjallkirkjuna, t.d. að því leyti, að í Márusi á Valshamri er, eins og í Fjall- kirkjunni, leitazt við að fegra harða lífsbaráttu? Lífsstríðdð verður indælt stríð. Enn ríkir í veröldinni trúin á hið góða. Samskipti manna ganga eins og í sögu. Þrætur eru jafnaðar, deilur settar niður. En þetta er, eftir á að hyggja, veröldin, eins og hún var fyrir daga harðsvíraðs kapítalisma, ofstækisfulls kommúnisma og einræns existensíalisma. Það var nú þá. Þá var enn treyst á rödd sam- vizkunnar. Fólk treysti því, að hún hrópaði í eyra okrarans og rifi á gátt augu níðingsins. Meiít ari Jón er þessi rödd í brjósti Márusar bónda á Valshamri. En hún kann að taka á sig fleiri gervi. Ég minni á piltinn Jeremías, Jerra spá, eins og fað- ir hans, Bessi skytta, kallar hann. Þegar karl tekur að kríta liðugt, ræður strákur ekki við máibeinið í sér og fleiprar út úr sér óþægilegum sannleikanum. Annars er Bessi skytta með beztu sögupersónum Hagalíns. Frásögnin af þeim karli er alveg bráðskemmtileg. Það eru maka- lausir talshættir, sem honum eru lagðir imunn. Um aðrar persónur sögunnar langar mig að segja þetta: Þórdís gamla á ValshamTi, tengdamóður Márusar, er ærið skyld Kristrúnu í Hamravík. Stundum ffinnst manni hún vera Kristrún endurborin, næstum að segja. Og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni, að höfundur hafi aldrai verið ánægður með hana, meðan sagan var að verða til, því hann skákar henni var- lega til hliðar, þegar á söguna líður. Guðný Reimarsdóttir hús- freyja er kvenskörungur, eftir- minhileg, og þó, að mínurn dómi, of „tilbúin", of mikill for- mælandi höfundar. Stundum dettur manni í hug, að Hagalín styðjist við þá foirnu regilu, að konan sku'li ráða „inn- an stokks“, þegar hann lýsir átökum þeirra hjónanna, því heima fyrir ber Guðný ægis- hjálm yfir mann sinn. Þar nýtur hann sín aldrei til fullis, allt að því heykist fyrir konu sinni og meistara Jóni. En úti við gerast ekki aðrir menn ofjariar Márusar bónda. Tvivegis er sagt frá isjóferðum hans, og eru þær forásagnir i tölu þeirra kafla bókarinnar, sem bezt eru skrifaðir. Af öðru heimafólki á Vals- hamri er miinnisstjeðastur Bjarni sauðamaður, einkum þar sem segir frá heimkomu hans, eftir að forystusauðurinn hafði drep- izt svo að segja í höndum hans. Þar fara saman harðir kögglar og meyr lund. Ég sagði, að sagan bæri með sér að vera samin af höfundi, sem mótaður væri af hugsunar- hættinum fyrir fyrra stríð. En þá má líka bæta við, að sagan ber einnig með sér sð vera færð í letur í nútímanum. Aðferð höf- undar er öðrum þræði nútíma- leg. í huldumanni eins og meist- ara Jóni er örlítið brot af fjar- stæðu (absurdité). Hefði Haga- lín fært þetta efni i sögubúning fyrir hállfum firnmta áratug, á ég að minnsta kosti bágt með að trúa, að sagan 'hefði orðið eins og hún er. En tölum ekiki meir um það. Hitt er mergurinn málsins, að Márus á Valshamri og meistari Jón er skemmtilegasta og 'íkilega einnig bezt rituð skáldsaga Hagalíns frá seinni ásrum, enda þó bjartsýnin í henni sé frá því fyrir fyrra stríð. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.