Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 21 Örlög dönsku stjórnarinnar ákveðin í næstu viku Harðvítugar deilur inuan SF. — Eftir Cunnar Rytgaard, fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn HINN ellefu ára gamli sós íalíski þjóðarflokkur Aks- el Larsens er nú í rauninni klofinn og sundraður. Síð- an flokkurinn varð stuðn- ingsflokkur sósíaldemó- kratísku stjórnarinnar eft- ir þingkosningarnar í fyrra hefur fyrst alvarlega tekið í hnúkana. Vinstriarmur flokksins gagnrýnir harð- lega Aksel Larsen vegna þess, að hann hefur of oft og of eindregið haft sam- vinnu við stjórnina. Þessi vinstri armur er því nú mjög mótsnúinn, að höfð verði samvinna við stjórn ina um vissar ráðstafanir til að mæta verðhækkun- um eftir gengisfellingu dönsku krónunnar, og jafn vel þótt vinstri armurinn hafi minnkað niður í fimm þingmenn SF (sósíalíska þjóðarflokksins) nægir það til að ríkisstjórnin verður í minnihluta, ef allir aðrir flokkar greiða atkvæði gegn kreppufrumvarpi rík isstjórnarinnar. Vinstri armur SF, undir forustu Erik Sigsgaards, vill ekki taka frarn í fyrir dýr- tíðartemprun launiþegans. Rík isstjórnin hefur lagt frajn frumvarp um þrjár , ráðstaf- anir til að halda niðri verð- lagi eftir gengisfellinguna. Hin fyrsta, almenn verðstöðv- un, hefur þegar verið gerð með lögum. Hinar tvaer miða að því að „frysta“ verðhækk- anir nr. 2, sem koma eiga til framkvæmda á næsta ári, annaðhvort í janúar eða júM. Þetta á að vera tillegg laun- þegans til að mæta verðhækk- unum, sem koma í kjölfar gengislækkunarinnar. Rikis- stjórnin hefur í þriðja lagi stungið upp á, að lagður verði Aksel Larsen. á þá, sem ekki eru launþegar 3% aukaskattur á skattskyld- ar tekjur fyrir árið 1967—’68. En það eru afskiptin af dýr- tiðartemprun launþegans, sem vinstriarmur SF berst ske- leggast gegn. Vinstriarmurinn heldur fast við þessa afstöðu sína, þótt Landssamband fag- félaganna hafi á fulltrúaráðs- fundi samþykkt með miklum meiriihluta stuðning við frum- varp ríkisstjórnarinnar. Alls voru 417 meðlimir fulltrúa- ráðsins hlynntir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem felur í sér, að verðhækkanir nr. 2 koma ekki til framkvæmda fyrsta árið. Aðeins 21 með- limur þessa ráðs greiddu at- kvæði á móti og telja menn með hliðsjón af því, að peir fulltrúar, sem styðja SF, hafi greitt atkvæði með frumvarpi stjórnarinnar. Per Hækkerup. Sannleikurinn er þó liklega sá, að deilurnar innan SF eiga sér dýpri rætur en hvað þessu vandamáli viðvíkur. Þegsr er SF hélt sérstakt þing í júní sl. barst vinstriarmurinn mik- ið á. Þingið var haldið strax eftir að ríkisstjórnin hafði með fulltingi SF komið á verð aukaskattinum, sem margir sósíalistar telja ofstækisfulia, borgaralega löggjöf. Á þing- inu héldu tvær konur úr hópi SF-þingmanna, Pia Dam og Hanne Reintoft, mjög opin- skáar ræður og sögðu, að í flokknum væri haldið uppi sterku flokkseinrSeði. Þær sögðu, að þær hefðu greitt átkvæði með verðskattinum vegna öflugra fyrirmæla frá flokksformanninum, Aksei Larsen. Þar hefðu ráðið allt annað en lýðræð;sreglur inn- an flokksins. Síðan hefur margt gerzt. Á júni-þinginu voru kjörnir margir nýir miðstjórnarmeð- limir, þ.á.m. Pia Dam og Hanne Reintoft. Úr miðstjórn- inni voru felldir tveir traust- ir stuðningsmenn Aksel Lar- sens: próf. Morten Lange og þáverandi ritstjóri SF-blaðs- ins, Gert Petersen. Árangur- inn varð sá, að vinstriarmur- inn fékk meirihluta í mið- stjórninni, þannig að í raun- inni stóð Aksel Larsen uppi með miðstjórn, sem var hon- um fjandsamleg. Meixihluti vinstrimanna i miðstjórninni, undir forystu eiginmanns Piu Dam, Andreas Jörgensen, hóf að endurskipu- leggja SF-blaðið og breyta stefnu blaðsins. G.ert Peter- sen var rekinn og mynduð ný ritstjóm. Samtímis réðist há- prestur vinstriarmsins, Wiily Brauer, borgarstjóri, harðlega á stjórnmálastefnj Aksel Lar sens.- Larsen og fylgismenn hans fundu bráðlega, að það andaði köldu til þeirra frá vinstriarminum og strax fyrir byrjun þings í október hófu þeir myndun „deilda“ innan flokksins. Þeir stof íuðu fé- lag „í élag til úvb’eiðslu só- síalismans Hér og Nú“, og þetta félag fékk það verkefni að gefa ú’ blaðíð „Hér og Nú“ í fyrsta tölublaði þess ritaði Aksel Laræn grein þar sem nar.i, sagði, að það r ati tekið la”gan tíma að koma á sóslaibma. En á .neðan verði að fylgja raunhæfri sósíalískri stjórnmálr stefnu að svo miklu leyti s<-m auðið væn. Þegar þoóðþingið kom sam- an varð alvarlegur árekstur milli i ægri- og vinstriarms- ins. Ma-g’ bend.r til, að arm- ur Aksd Larsens hafi, til að vinna \irstri arminn á sitt band fvað snerti áframhald- andi sar.v?nn-u við stjórnina, túlkað saimvinnusamkomulag- ið við ríkisstjórnina á of bjart sýnan hátt með tilliti til þeirra litlu fríðinda, _sem SF naut hjá stjórninni. Á etnum fyrsta þingfundinum sagði þingmaður sósíaldemok'-ata, Per Hækkerup, að hann hefði fengið ,ypappírssnifsi“ frá Aksel Larsen með tilmælum um undirskrift, en hann væri ekki skuldibundinn til að gefa þess honar undirskriftir. Rætt var um skilgreiningu á sam- vinnusamkomulaginu, sem nota átti til að róa með vmstri arminn. Nú fóru deilurnar í SF fram fyrir opnum tjöldum. Vinstri- armurinn kallaði saman mið- stjórnarfund, sem Aksel Lar- sen sótti ekki með skírskotun til laga þess efnis, að það væri verkefni flobksformanns ins að kalla saman slíka fundi. Larsen sagði í útvarpi og sjónvarpi, að honum virt- ist flokkur sinn eins og barna- leikvangur með hliðsjón af hegðun vissra flokksmanna. Aðspurður sagði hann, að það yrði að koma fram að viss öfl í Danmörku og erlendis óskuðu, að SF sundraðist. Með þessum ummælum safnaði hann glóðum elds að höfði sér. Borgaraflokk- arnir spurðu ríkisstjórnina hvort hún gæti treyst sig á stuðningsflokk, sem kannske væri fjarstýrður að utan með ti'lstyrk vinstriarmsins. Og vinstriarmurinn réðist á Ak- sel Larsen fyrir að híifa þannig lagt vopnin upp í hend urnar á borgaraflokkunum. Þannig hefur þingtíminn liðið með sifelldum erjum, en þá kom gengisfellingin og krafðist nýrrar löggjafar. Arm ur Aksel Larsens var í fyrstu mótfallinn áætlunum rikis- stjórnarinnar um afskipti af dýrtíðartempruninni. En eftir að ríkisstjórnin hafði lýst sig fúsa til að ræða aðrar tillög- ur til að mæta áhrifum geng- isfellingarinnar, m.a. tillögur um minnkun útgjalda til hern aðar, breyttist hljóðið í strokknum. Nú var þvi aftur haldið fram, að ef SF greiddi ekki atkvæði með tillögum stjórnarinnar mundi hinn ný- fengni meirihluti molna nið- ur. Með hliðsjón af þessu tókst að stækka „hægri arminn“, þannig að nú hafa 15 þing- menn flokksins boðað, að þeit muni greiða atkvæði með frumvarpi stjórnarinnar. En 5 eru ennþá á móti. Og á þeim veltur raunverulega hvort stjórnin heldur velli. Borgaralegu flokkarnir hafa allir boðað, að þeir muni ekki greiða atkvæði með tillögun- um. Hinir 5 þingmenn vinstri armsins hafa gefið greinilega í skyn, að þeir muni ekki gera það heldur. Per Hækker- up hefur hvað eftir annað sagt, að með því taki peir á sig gíifurlega ábyrgð. Nú fylgj ast menn af spenningi með því hvort þeir muni þola tauga þennskma. Eftir fyrstu umræðu í þess- ari viku kemur frumvarp stjórnarinnar til annarrar og þriðju umræðu og atkvæði verða greidd í næstu vibu. Þá verður endanlega gert út um þetta mál. Menn ræða nú um bosningar í janúar, ef stjórn- in fær ekki nægilegan stuðn- ing. Rytgaard. ,í meistarans höndum' bók til styrktar starfsemi „Sjálfsbjargar" Mótmæla frumvarpi um loðdýrurækt „í MEISTARANS höndum“ nefn isit nýútkomin bók — satfn þýð- inga og endursagna. Má þar finna dæmisögur, ljóðrænan skáldskap. einstakar setningar og sögukafla, sem líkt og kasta milli sín Ijósbrotum og varpa þannig ólíkum l'ium á meginvið- fangsefni allra tíma — Mf manns ins og ieyndardóma þess. „Viðburðir sjálfs lífsins hafa aldrei rúmazt í formi sögu, Ijóðs eða nokkurri annarri. umgerð Vitund þín er hið eina form, sem þú þarfnast. Hið eina nauð- synlega, sem þú þartft að gera, er að iitfa það, sem þú ert.“ Þannig kemst WilHam Sanoy- an að orði í sögunni „Kaldur dag ur“. Meðal annarra höfunda má nefna Carel Capek, Kihlil Gibr- an, Rainer Maria Rilke, Oscar Wilde, Leo Tolstoj, Turgenev, Joan Grant o.fl. Þýðendur eru margir og hafa allir getfið þýð- ingar sínar í þessa bók. — Náungi þinn er alkur, sem skrýðir vonir þínar grænum klæðum vorsins: hann er vetur löngunar þinnar, sem dreymir hvítar hæðir í tungiskini. Náungi þinn er spegill, se.m fegrar andlit þitt þeirri gleði, sem þú þekktir ekki áður, og mildar drætti þess þeirri sorg, er þú hefur enn ekki kennt. Þannig talar meistarinn eitt sinn til Péturs í sögu eftir Kahlil Gibran. Og þá er komið að kjarna þessa máls: Stundum er náungi okkar maður, sem lam- aður og örkumla biður þess að öðlast viðhlítandi aðstöðu til end urhæfingar eða annarra læknis- isaðgerða, ef til vill erlendis, að- gerða sem til hjálpar mega verða. Ennfremur bíður þetta fólk dreift um land allt við all- sendis ófullnægjandi aðstæður efir sameiginlegu vinnu- og dvalarheiimili, þar ®em það loiks ins mun hljóta aðstöðu til náms og starfs eftir getiu hvers ein- staks auk endurhæfingar, hús- rými og húsbúnað við hæfi — já, þar sern jafnvei það getur orðið nýtir þegnar þjóðfélags- irvs. Þetta langþráða dvalarheim ili, þar sem það loksins mun hljóta aðstöðu till náms og starfs eftir getu hvens einstaks auk endurhæfingar, húsrými og hús- búnað við hæfi — já„ þar sem jafnivel það getur orðið nýtir þegnar þjóðfélagains. Þetta lang- þráða dvalarheimili er enn að- eins steypt og óinnréttuð hæð. Til beinnar styrktar þessu fólki í baráttu þesis, hetfur Bóka- útgáfa Guðjóns Ó. Guðjónsson- ar kostað útgáfu bókar, þessarar sem fieiri aðilar hafa einnig lagt si/tt lið. „Allur ágóði atf bók þess ari rennur til Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra" eins og auglýst er aftan á kápu. Þessi bók ætti að minna okk- ur á það, að örlög heimsins eru í mannsins höndum — já, ör- lög náunga okkar geta verið í okkar höndum, hver svo sem okkar meistarahughjón annars er. Er það ekki ábyrgð okkar og fnelisi um leið — þróunar- möguieikar lífsins hér á jörðu? (Fréttatillkynning). -------4-------- Símamenn mótmæla Mbl. hefur borizt eftirfarandi samþykkt: „Fundur í félagsráði Félags islenzkra símamanna, haldinn 5. des. 1967, mótmælir harðlega ó- réttmætum dómi Kjaradóms, 30. nóv. 1967. Fundurinn telur rétt viðbrögð vi'ð slíkum dómi síharðnandi bar- átta opinberra starf^manna fyr- ir fullum samningsrétti. Fundurinn heitir samtökum opinberra starfsmanna fullum stuðningi í áframhaldandi bar- áttu fyrir þeim rétti.“ Náttúruverndarnefnd Hins ís- .enzka náttúrufræðifélags skor- ar á Alþingi að samþykkja ekki fnumvarp það til laga um lcð- dýrarækt, sem nú Uggur fyrir þinginu, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að minkaeldi verði leyft í <andinu. í því sambandi vill nefndin benda á eftirfarandi at- riði: 1. Náttúrufræðingar, sem fjall að hafa um þetta mál, eru sam- mála um að ekki beri að leyfa minkarækt á íslandi. Ef farið hefði verið að þeirra ráðum, væri enginn villiminkur í land- inu nú. 2. Reynslan hefur sýnt, að eng- inn getur ábyrgzt, að minkar ekki sleppi úr haldi. Minkabúr geta t.d. skemmzt af völdum veðurs eða dýrin komizt út á annan hátt. Þetta hefur ekki aðeins gerzt hér á landi, heldur einnig í öðrum löndum, svo sem Ðan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Bretlandi, þrátt fyrir ýtrustu varúðarráðstafanir. 3. f frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að leyfa minkaeldi í Vestmannaeyjum, en þar er minkur ekki fyrir. Nefndin vill benda á hver hásk. væri búinn fuglalífinu þar, ef að slíku yrði horfið. 4. Nefndin dregur í efa, að shil yrði til minkaræktar hér á landi séu eins hagstæð og flutnings- menn vilja vera láta eða íslenzk veðrátta heppileg fyrir fram- leiðslu minkaskinna. 5. Nefndin vill minna á það tjón, sem hlotizt hefur af inn- flutningi dýra, sem borið hafa ýmsa illkynjaða sjúkdóma til landsins, og varar við þeirri hættu sem af því getur statfað. 6- Nefndin telur hættu á að draga mundi úr áhuga á að halda villiminknum í skefjum, ef minkarækt yrði leyfð, þar sem alltaf mætti gera ráð fyrir, að dýr slyppu úr haldi. 7. Um leið og nefndin mói- mælir eindregið innflutningi minka og minkarækt, skorar hún á Alþingi að beita öllum tiltæk- um ráðum til eyðingar og útrým ingar villiminkum í landinu. Frá Náttúruverndarnefnd Hins íslenzka náttúrufræði félags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.