Morgunblaðið - 22.03.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1968
19
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
HBMUR fl HVOLFI
Steinar Sigurjónsson: BLAND
AÐ 1 SVARTAN DAUÐANN.
153 bls. Aimenna bókafélagið.
Reykjavík, 1967.
Steinari Sigurjónssyni hefur
veriS líkt viS GuSberg Bergs.
son og ekki aS ástæSulausu.
Hann minnir um sumt á GuS-
berg. Ef til vill stafar skyld-
leiki þeirra þó fremur af svip-
uSum uppruna og aldri heldur
en af hinu, aS þeir séu svo
eSlislíkir höfundar. Vera má, að
þeir hafi gengiS í skóla hvor
hjá öSrum eSa orSiS fyrir óbein-
um áhrifum hvor af öðrum. Stein
ar hefur að minnsta kosti lýst
yfir aðdáun sinni á Guðbergi
Annars er alltaf hyggilegra að
slá ekki neinu föstu um hugs-
anleg tengsl eða áhrif, jafnvel
þó eitthvert svipmót greinist með
verkum rithöfunda, ef þeir eru
á sama aldri og auk þess að
fást við svipuð verkefni á sama
tíma. Tveir eða fleiri samtíma-
höfundar kunna að sjá hlutina
frá sama sjónarhorni í sömu and
ránni af þeim sökum einum, að
hlutirnir eins og liggja í loft>
inu.
En sé eitt og annað líkt með
Steinari og Guðbergi, er líka
margt, sem skilur þá að. Ef síð-
asta skáldsaga Steinars. Bland-
að í svartan dauðann, er borin
saman við síðustu sögur Guð-
bergs, má t.d. fyrirvaralaust
benda á þá staðreynd, að sögum
Steinars er markað langtum
þrengra svið. Guðbergur beinir
kastljósi sínu til ýmissa átta,
þar sem Steinar safnar því saman
að einum brennidepli. Blandað
í svartan dauðann er eins og
stakur lagboði, endurtekinn með
ótal mismunandi tilbrigðum. Sen
an er þröng, en látbrögðin mörg.
Sagt er að mestur vandi sam-
ræðulistar sé að tala fagurlega
um — ekki neitt. Væri orða-
laginu snúið upp á skáldskap,
ætti það með dálitlum rétti við
þessa skáldsögu Steinars. Fjar-
stætt væri að vísu að halda því
fram, að efni hennar væri ekki
neitt. Hins vegar hvílir þungi
hennar mjög á stíltækni höfund
ar. Það er útaf fyrir sig listi-
legt, hvað honum hefur tekizt
að snúa á marga vegu hinu
litla eða — réttara sagt fá-
Ibrigðin endumýiist. En hvert er
breytta efni sögunnar.
Sú sífellda endurtekning
minnir á gamlar vísur, sem hafa
má yfir á óteljandi vegu, þann-
ig að merkingin helzt í grófum
dráttum hin sama, enda þó blæ-
þá efni sögunnar?
Fyllirí, kvennaflangs, blaður
— má ekki segja, að yrkisefni
höfundarins felist í þeim þrem
orðum? Að vísu. Fyrirvara skal
þó á hafa. Blandað í svartan
dauðann segir okkur ef til vill
ekki meira um fyllirí en t.d.
Tunglið og tíeyringur fræðir
okkur um málaralist. Drykkju-
slarkið er yfirvarp, nánast. Höf-
undur hefur séð sér þann kost
vænstan a ðhaldaper sónum sin-
um stöðugt „í kippnum“. Þannig
varð barnaskapur þeirra eðli-
legastur. Og með því móti rétt-
lættist líka hin sífellda endur-
tekning. Á þann hátt einan kom
sagan náttúrlega fyrir sjónir.
Aðalsöguhetjurnar eru sjóar-
ar, þar á meðal eiginmaður, sem
teíur sig kokkálaðan. Ennfrem-
ur kona hans, sem er í senn
hversdagsleg og þó um leið
hæfilega dularfull fyrir tor-
trygginn eiginmann.
Masið í þessu fólki er hvorki
skipulegt né spakvitringslegt.
En það kemur frá hjartanu.
Þetta óupplýsta fólk dregur lok
ur frá sínum innstu hugarfylgsn
um. Þar er vitanlega enginn hlut
ur í röð og reglu, heldur ægir
þar öllu saman. Hugsanirnar
eru tættar og tvístraðar eins
og hálfkveðnar vísur. Sumt er
gasprað berum orðum. Annað
dylgjað. Enn annað álappas*
ekki út fyrir varirnar, en gref.
ur um sig í hugskotinu.
Söguhetjurnar eru allfrum-
ingar hver annarrar, skiptast á
skeytum, sem eru á yfirborðinu
marklaust orðagjálfur, en fela
hvarvetna í sér brodd, eitthvað
sem ætlað er að hæfa í mark.
Yfirborðið er eins og sjórinn,
úfinn og óhrjálegur. Undir því
yfirborði kvikar lífið, gráðugt
og miskunnarlaust. Þetta líf,
sem einstaklingnum finnst þó
stundum vera svo innihalds-
laust og tilgangslaust:
„Það er eins og maður sé
stundum aleinn í veröldinni og
geti hvergi vænzt hjálpar.“
Söguhetjurnar eru allfrum-
stæðar. Þær hafa ekki lært
neina lífspeki, sem þær gætu
farið eftir, aðra en þá blindu
lífspeki, sem felst í eðli þeirra
sjálfra. En það er að sönnu
upphaf og endir allrar lífspeki.
Og tilbreytingin í sögunni —
hún er ekki fólgin í andstæð-
um, heldur flöktandi tilbrigðum
sama litar, ton sur ton. Sviðið
er mikið til hið sama, grunn-
liturinn samur, að minnsta kosti
framan af sögunni.
Blandað í svartan dauðann
skiptist í þrjá hluta. Fyrsta bók,
önnur bók og viðauki heita þeir.
Fyrsti hlutinn er samfelldastur
og samkvæmastur. Hann svellur
eins og dult og magnþrungið
ljóð. Þar tekst höfundi bezt
upp í sinni „hreinu myndbygg-
ing“. Þar heldur hann sér við
efnið og blandar í þann svarta
dauða engu, sem ekki hæfir
þeirri göróttu veig.
Með annarri bók er ekki ör-
grannt, að þreytumerki greinist
á stílnum. Þar dofnar yfir blæ
brigðum endurtekningarinnar:
sú magnaða dul, sem tekizt hef-
ur að knýja fram í fyrstu bók,
fjarlægist smátt og smátt, seið-
urinn fjarar út: hlutirnir gerast
hversdagslegri: dauðinn verður
aðeins dauði. Frásögnin verður
opinskárri: spennan fellur: ljóð
ið smádofnar: við tekur meiri og
meiri prósi. Sagan er því, þegar
öllu er á botninn hvolft, helzt
til löng.
Þess sjást líka merki í seinni
hlutanum, að skotið er inn í
söguna ýmsu fyllingarefni, fjar-
skyldum þáttum, sem eiga þar
ekki meir en svo heima. Er þó
sumt af þessu efni nógu hnytti-
legt, eins og þátturinn af Heims
berg, sem sallaði niður útvarps-
tæki með haglabyssu.
Ekki þykir mér hlýða aið
segja um þann þátt, að hann sé
spaugilegur eða broslegur. Því
lík orð eru svo margútslitin, að
þau vekja ekki lengur hugrenn
ingatengsl við annað og meira
en danska brandara af reiðum
tengdamæðrum. Eigi að fara að
lýsa með þeim orðum fyndni
Steinars, hljóta þau að skiljast
sem öfugmæli eða grín um höf-
undinn og verk hans (og yrðu
iþá misheppnað grín). HálÆkæring
ur Steinars er einhvers staðar
mitt á milli hláturs og gráturs og
kaldhæðni: saltur, hrollkaldur,
en ósvikinn, óloginn.
Steinar er sterkastur, þar sem
hann er óhlutlægastur. Einlægni
fer honum ekki. Stíll hans —
þar sem hann rís hæst — fel-
ur ekki í sér beina ábending,
heldur vísbending. Hyggist
Steinar hér og þar gerast neyð-
arlegur, tekst honum það mis-
TTS S.Æ.G. Sýning Einars Hák
ÞAð FER ekki á milli mála að
málverkasýning sú, sem nú er
til húsa í Bogasal Þjóðminja-
safnsins muni koma róti í huga
margra myndlistarunnenda höf-
uðborgarinnar því hún er fyrir
ýmsa hluti óvenjuleg og það mun
taka marga nokkurn tíma að
átta sig á henni. Maðurinn sem
stendur að henni er kornungur
Reykvfkingur, liðlega 23 ára -
en þrátt fyrir ungan aldur og
þá staðreynd að hann hefur ekki
sýnt sjálfstætt áður hér heima,
þá er hann þeim er fylgjast með
myndlist hérlendis ekki með öllu
ókunnur, því hann hefur átt
myndir á samsýningum hér og
víða erlendis, vakið athygli, hlot
ið verðlaun og fengið lofsamleg
ummæli gagnrýnenda. Þá er mað
urinn enginn nýgræðingur hvað
það snertir að fást við mynd-
list því hann hefur að baki sjö
ára nám í listaskólum og þetta
nám sitt stundaði hann af alvöru
og markvissri hörku þess manns,
sem er sér þess meðvitandi að
það er undirstaða alls árangurs
í listarinnar stranga heimi. Fljót
lega verður maður þess einnig
var þegar komið er inn á þessa
sýningu Einars Hákonarsonar í
Bogasalnum, að hér er kunnáttu-
maður á ferð, sem er sér þess
meðvitandi hvers eðlis myndlist
er og um möguleika hennar og
takmörk, því að þrátt fyrir við-
leitni sína til nýjunga heldur
hann þeim í ákveðnum ströngum
ramma myndrænna lögmála.
Það er ferskur nýstárlegur
blær yfir þessari sýningu og það
er greinilegt að það er ungur
maður á bak við þessar mynd-
fr, er ræðst á verkefni
með dirfsku og bjartsýni
æskumannsins og er þá einnia
atlhyglisverðast hve mikið
vald hann hefur á tæknilegu
hliðinni og hvað það snertir gætu
margir mun eldri málarar verið
fullsæmdir af.
Einar er áhrifagjam eins og
eðlilegt er af jafn ungum manni
og í myndum hans koma fram
sterk áhrif frá heimskunnum
myndlistarmönnum og væri ann
að óeðlilegt hjá jafn ungum opn-
um og framsæknum myndlistar-
manni, en það athyglisverðasta
við myndir Einars er viðleitnin
við að beizla þessi áhrif og hag-
nýta þau í eigin þágu. Arang-
urinn af þessari viðleitni hans
kemur fram í ýmsum mynda hans
á sýningunni t.d. í mynd nr. 10
„Á sviðinu", sem er jafnframt
að mínum dómi malarískasta
myndin á sýningunni og í mynd
nr. 8 ,,Fæðing“, sem er gerð af
skemmtilegum tilþrifum bæði í
lit og byggingu. Sú fágun og
það öryggi sem einkennir þessa
mynd er óvenjuleg hjá jafnung-
um málara. Báðar þessar myndir
hafa yfir sér persónuleg ein-
kenni þó greina meigi áhrif frá
öðrum málara í þeim.
Ég vil vekja athygli á því hve
jafnlega. En ísmeygilega kemst
hann að orði, oft og víða. Það
er hans aðferð.
Láti hann formúlur fylgja
með dæmum sínum, verða þær
hálfutangátta við efnið, .saman-
ber lok sjötta kafla í viðbæti,
athugasemd um hinn viðkvæma,
sem „verður flæmdur úr hópn
um eins og hvítur hrafn með-
al svartara, því náttúran fleygir
því afbrigðilega miskunnar-
laust úr vegi sínum.“
Blandað í svartan dauðann er,
sem betur fer, engin formála-
bók. Hún er eins og líf sögu-
hetjanna, tætt og hálfvillt
í sinni blindu ofreglu. Athuga-
semdir sem þessar eiga því að
vera óþarfar. Þær verka ein-
ungis sem spekingslegar neðan-
málsskýringar.
Og fjórði kafli í viðauka, sem
er ekki nema þrjú orð, hefði
betur lent í ruslakörfunni. „ís-
lendingar eru hænsn.“ — Þann-
ig hljóðar sá kafli og endar á
upphrópunarmerki. Þessi þrjú
orð kollvarpa svo sem ekki
sögukorninu. Fáránlegt er að-
Einar samræmir ströng rúm-flat-
armálsform, fljúgandi leikandi
formum sem stuðla að því að
binda í myndflötinn loftkenndar
fígúrur, sem hann staðsetur iðu-
lega við miðbik myndflatarins.
Einhverskonar iðandi massi,
stundum í kringum óhagganleg
kuibbaform, þar sem miíkil
áherzla er lögð á rúmáð og dýpt
ina. Þetta er myndlnæn tví-
byggja, sem myndlistarmenn
glíma við í marigri myntd nú á
tímum.
Einar er mjög nákvæmur í út-
færslu mynda sinna, stundum
jafnvel nostursamur eins og í
hinni stóru mynd sinni „Aðþreng
ing“ (2), þar sem kröftug vel-
gerð fígúra í vinstra helming
myndarinnar megnar ekki að láta
áhorfandann gleyma þeirri stað-
reynd. Þar hefur hann færst
mikið i fang og í þeirri mynd
eru kostir hans og gloppur á-
þreifanlegastar. Hið óvænta við
þessa mynd er það, að þegar
maður gerir sér grein fyrir frá-
sögninni í myndinni fær hún yfir
sig meiri heild og fyllir upp það
skarð er virðist vanta í sjálfa
heildartengingu myndbyggingar
innar. í myndinni er mikil glíma
við vandamál og þrátt fyrir fram
antalið er þetta að mínum dómi
með því athyglisverðasta á sýn-
ingunni og eðli myndarinnar er
þannig að hún ætti merkilega
vel heima í Domus Medica.
Hjartaflutningurinn í Höfða-
borg virðist hafa komið róti í
huga hins unga manns, því þar
finnur hann sér kærkomið yrkis
efni, sem hann vinnur að í mörg-
um tilbrigðum, bæði í smáu og
stóru formi, og eftirtektarvert
er hvernig hann útfærir frásögn
ina, því maður skynjar hana frek
ar en sér,
Sú kórvilla er að fjarlægjast
unga ísl. myndlistamenn að álíta
fyrirmyndina þjóðlega um leið
og hún treður buxnaskálmunum
í sokkana, því að ungir menn
vilja vera með i mótun síns tíma
eins, að undir þau skuli eytt
heilli síðu og kaflafyrirsögn að
auk. Svona nokkuð er tilgangs-
laus þjónusta við sérvizkuna.
Steinar ætti ekki heldur að láta
undan öðrum fjarstæðum hug-
dettum sínum, svo sem ofnotk-
un alóþarfra greinarmerkja.
Hann þarf þess ekki.
Og svo er hann í tilbót með
afbrigðum óbóklegur rithöfund-
ur og mætti af þeim sökum
spara greinarmerki fremur en
vsóa þeim.
Söguhetjurnar í Blandað í
svartan dauðann eru hver ann-
arri bóklausari. Bréfið frá Láru,
það sem hún skrifar Kidda sín-
um, er það ekki tilskrif mann-
eskju, sem er rétt á takmörk-
unum að vera læs og skrifandi?
Stafsetning herfileg. Setningar
forklúðraðar. Og samt er þessi
dómadags klaufaskapur með því
ísmeygilegasta í sögunni. Eigin-
lega er hann alveg dásamlegt
klúður. Mönnum hugkvæmist
ekki slíkur samsetningur, nema
andinn hafi komið yfir þá.
Erlendur Jónsson
og þeir þreifa frekar á púlsi
samtíðarinnar en að hrófla við
kumli hins liðna, nema þá til
að tengja það nútíðinni. Ekki
eru allar myndirnar á sýning-
unni jafn listilega útfærðar né
sannfæra áhorfandann í sama
mæli, því það er eins og vanti
herzlumuninn í sumar þeirra, en
þó get ég ekki bent á lélegt
verk á sýningunni, enda ermjög
vandað til hennar á allan hátt,
upphengingin til fyrirmyndar og
að því stefnt að hver myndnjóti
sín sem bezt, enda eru aðeins 15
myndir á sýningunni, og er þó
nóg forvitnilegt til skoðunar fyr
ir sýningargesti og væri það af-
leit vanræksla af myndlistar-
unnendum höfuðborgarinnar að
láta þessa sýningu fara fram
hjá sér, því hún boðar ýmislegt
nýtt hér heima og staðfestir ný
viðhorf til málverksins, sem
löngu hafa rutt sér rúms, en of
lítill gaumur hefur verið gefinn
hér á landi.
Segja má um vinnubrögð Ein-
ars Hákonarsonar að þau séu
frekar klassísk en byltingar-
kennd, því hér er ekki um neitt
óstýrlæti að ræða, ekki neitt
hnefahögg í andlit áhorfandans
— allar nýjungar eru kyrfilega
skorðaðar innan klassískra
traustra vinnubragða og í því
felst e.t.v. mesta nýjungin.
Einar Hákonarson er sterkur
í list sinni, til hans verða einnig
gerðar meiri kröfur í framtíð-
inni en annara á hans reki og
því verður forvitnilegt að fylgj-
ast með ferli hans á komandi
árum.
Ég þakka svo Einari fyrir sýn
inguna og hvet sem flesta til að
leggja leið sína í Bogasalinn
næstu daga. Þessi maður lét ekki
verkföll né slæmt útlit aftra sér
frá að sýna og nú þegar ró er
kominn í hugi manna og frétta-
þjónustan að komast í lag, er
stutt til loka sýningarinnar en
henni lýkur á sunnudagskvöld.
Bragi Ásgcirsson.
Hálf liúseign
efri liæð m. m. við Freyjugötu 45, er til sölu.
Laus strax til íbúðar.
Allar nánari uplýsingar gefnar á skrifsitofu
EINARS SIGURÐSSONAR, HDL.,
Ingólfsstræti 4, sími 16767
Kvöidsími 35993.
Sýning Einars Hákonarsonar