Morgunblaðið - 21.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1968 „Ég er sleginn yfir þessum atburöum” — sagði Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra EMIL Jónsson, utanríkis- ráðherra, lét í ljós álit sitt á atburðum í Tékkóslóva- kíu í viðtali við blaða- mann Morgunblaðsins á skrifstofu utanríkisráðherr ans í morgun. Emil Jóns- son sagði: „Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir U'ggja fiunst mér þetta voðalegt og ég er sleg- mn yfir þessum atburðum. Ég held að fáir hafi búizt við þessu eftir þær viðræðux, sem fram hafa farið, og það er ómögulegt að segja hvað gerast muni“. i morgun — Verða gerðar sérstakar ráðstafanir vegna Islendinga, sem staddir eru í Tékkósló- vakíu? — Það hefur ekki komið til ennþá, hvort það verður talið nauðsynlegt, en um leið og við fáum þær upplýsin.g- ar í hendur, sem við bíðum eftir verður tekin ákvörðun um það. Ríkisstjómin kom saman til stutts fundar í morgun og allir ráðherramir létu í ljós vombrigði sín, undrun og hryggð yfir þessari þróun mála. Við erum við Því bún- ir að koma saman aftuir strax Emil Jónsson og við höfum frekairi upplýs- ingaT undir höndum, sagði Emil Jónsson, utanríkisráð- herra að lokum. Áskorun frá Kaup- mannasamtökunum KAUPMANNASAMTÖK íslands hvetja með- limi sína til að loka verzlunum í dag kl. 17.15 vegna mótmælafundar vegna atburðanna í Tékkóslóvakíu, sem hefst í Lækjargötu við Miðbæjarskólann kl. 17.30. Orðrómur um Kosygins og Crechkos „Þetta eru Ijótar fregnir" Osló og Moskvu, 21. ágúst — NTB-AP — NORSKA útvarpið sagði frá því í morgun, að útvarpið í Pilsen í Tékkóslóvakíu hefði skýrt frá því, að Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Andrei Grechko, varnarmálaráð- herra, hefðu sagt af sér í mót mælaskyni við innrásina í Tékkóslóvakíu. Utanríkisráðuneyti Sovét- ríkjanna mótmælti þessari fregn kröftuglega og kvað hana uppspuna frá rótum. Skömmu eftir hádegið var útvarpsstöðin í Pilsen enn í gangi, að sögn norska útvarps ins, og endurtók hún fréttina um afsögn ráðherranna, þrátt fyrir mótmælin í Moskvu. Útvarpið í Pilsen útvarp- aði til hernámssveitanna á tungumálum þeirra og skor- aði á hermennina að faira að dæmi leiðtoganna og segja af en er ekki það sama og Lngverjaland 1956 sagði Einar Olgeirsson í símtali við Mbl. frá Búkaresf \ morgun MBL. náði sambandi við Einar Olgeirsson, formann Sósíalistaflokksins, þar sem hann var staddur i Búkarest í morgun, og Ieitaði álits hans á atburðunum í Tékkó- slóvakíu. Einar sagði: — Þetta eru mjög ljótar fréttir, þetta er hörmulegt. Hér í Rúmeníu er geysistór — Ungverjaland var allt aen- að. Kommúnistaflokkuiriarm í Ungverjalandi missti algjörlega stjórn á hreyfingurani. Þar kom fram gagnrýni á forustu komm- únistaflokksins sem var að ýmsu leyti réttmæt, en komm- únistaflokkurinn þar í landi hafði engan kraft eða skilnmg til þess að geta tekið nýja og jákvæða forustu. í Tékkósló- vakíu hafði Kommúnistafllokk- uirinn skilning á því sem gera þu'rfti og skapaði sér nýia stjórn, sem vaT að byrja með nýja. pólitík, sem var ákaflega þýðingarmikil fyrir alla sósíal- ista í V-Evrópu“. Einar Olgeirsson fundur fyrir framan flokks- höllina og eru þar um 100 þúsund manns. Kommúnista- flokkurinn hér og ríkisstjórn- in hafa tekið mjög ákveðna afstöðu gegn því, sem er að gerast í Tékkóslóvakíu og enginn efi er á því að komm- únistaflokkamir í Evrópu munu einnig taka mjög ákveðna afstöðu til málsins. Eftir fuind Varsjárbandalags- rikjanTia tók Þjóðviiljinn akveðna afstöðu til málsins og ég neikna með, að hann taki svipaða afstöðu nú svo og Sósí- alistaflokkurinn. Þessir atburðir eru á móti öllum sósíaliskum prinsippum og ég vona að þess- ir menn átti sig á því hve gífur- teg mistök þeir hafa gert. — Teljið þér þetta jafnast á við innrásma í Ungverjaland 1956? Mótmæltu inn- rcsinni við sendiráðið RÉTT fyrir hádegi í dag söfn- uðust nm 20 félagar úr Æsku- lýðsfvlkingunni saman framan við rússneska sendiráffið í Garffa stræti 33. Báru þeir kröfuspjöld, sem á vorn rituff mótmæli gegn hernaðaríhlutun Rússa og ann- arra Varsjárbandalagsþjóffa í Tékkóslóvakíu. Báru mótmælend ur einníg rauffan fána. Ragnar Stefánsson for- maður Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík, gekk síðan að and- dyri hússins og hringdi dyra bjöllu. Erindi hans var að af- henda svokallaða skyndisam þykkt hreyfingarinnar. Þar er mótmælt „innrás herja Varsjár- bandalagsins undir forystu Kommúnistaflokks Ráðstjórnar ríkjanna í Tékkóslóvakíu“. Ragnar hringdi vel og lengi, en enginn svaraði. Tók hann þá til bragðs að setja samþykkt- ina inn um bréfarifu, en að því loknu gekk hópurinn á brott nið ur Túngötu syngjandi: „Fram þjáðir menn í þúsund löndurn". Er mótmælendurnir voru á brott, birtist einn af starfsmönn um sendiráðsins og hélt á brott í bifreið. í rússneska sendráffinu viff Garffastræti. — Enginn viff, því miffur, segir starfsmaður sendi- ráðsins við fréttamann blaffsins. Mynd af Podgomy, forseta Sovétríkjanna í baksýn. Allir rússneskir diplomatar í Reykjavík í fríi — utan einn — Og í hann náðist ekki Ragnar Stefánsson hringir árang- urslaust dyrabjöllu rússneska sendiráffsins MBL. reyndi í morgun aff ná tali af rússneskum sendiráffs- mönnum, en var sagt, aff allir rússneskir diplómatar á íslandi væm í fríi og ekki í landinn, nema V. T. Shikalov, sem veit- ir sendiráðinu forstöðu meffan sendiherrann er í Moskvu, en hann var farinn út. Fréttamaður hrintgdi dyra- bjöll-u í Sovétsendiráðmu í Garðarstræti 33, og spurði um hr. Shikalov. Var fréttamanni visað kurteislega inn í stofu, þar sem hanga uppi stórar myndir af forustumönnium Sovétríkj- anma, Kosygin og Brezhnev. Að vörmu spori kom uingur maður, Sifeanin að nafni, oig er beiðnin um að fá að tala við Shikalov var endurtekin, hvarf hann um stund og kom svo aftur og sagði að Shikalov væri því miður ný- farinin. Ekki gæti harnn sagt um hvenær næðist í hann. — En má ég þá tala við 2. sendiráðsritara eða 3. sendiráðs- ritara, spurði blaðamaðurnn. — Því miður, allir diplómatar í sendiráðinu eru í fríi nema Shikalov. — Hvar eru þeir, Er hægt að ná í þá? — Þeir eru allir erlendis. Ekki vildi þessi starfemaður neitt frekar um málin segja, og hann og fréttamaður kvöddust kurteislega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.