Morgunblaðið - 21.08.1968, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1968
Útgefandi
Framk væmdas t j óri
Ritstjórar
Ritstj ór narí ulltr úl
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
1 lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 7.00 eintakið.
KOMMÚNISMINN SYN-
IR SITTRÉTTA ANDLIT
99
AÐGERÐI
Moskva, Berlín — AP-NTB
SOVÉZKA fréttastofan Tass birti í morgun yfirlýsingu
um innrásina í Tékkóslóvakíu, þar sem forsendur hennar
eru skýrðar og réttlættar, að mati sovézku stjórnarinn-
ar. Yfirlýsingin fer hér á eftir:
„TASS hefur verið heimilað og falið að lýsa yfir því,
að flokksleiðtogar og stjórnarleiðtogar hins tékkneska,
sósíaliska lýðveldis, hafa farið fram á að Sovétríkin og
aðrir bandamenn veiti bræðraþjóðinni aðstoð, einnig með
vopnuðum hersveitum. Beiðnin var lögð fram vegna
ógnunar, sem komið hefur upp gegn stjórnarkerfi sósíal-
ismans og stjórnarskrá Tékkóslóvakíu. Ógnunin er kom-
in frá andbyltingaröflum, sem hafa gert leynisamninga
við erlend öfl, sem eru fjandsamleg sósíalismanum.
Allur hinn frjálsi heimur
stóð sem þrumu lostinn
þegar fregnirnar um frelsis-
rán kommúnista i Tékkó-
slóvakíu bárust út sl. nótt.
Hið versta hafði gerzt. Sag-
an frá Ungverjalandi haustið
1956 hafði endurtekið sig í
Tékkóslóvakíu. Hin hugrakka
tékkneska þjóð, sem undan-
farna mánuði hefur háð ör-
væntingarfulla baráttu fyrir
rétti sínum til þess að ráða
stjórnarformi sínu, hafði ver
ið troðin niður í svaðið und-
ir járnhæl hinna kommún-
ísku innrásarherja. Samein-
uðum herjum Sovétríkjanna
og leppríkja þeira í Austur-
Evrópu var nú beitt til þess
að svipta Tékkóslóvaka því
frelsi, sem þeim hafði tekizt
að tryggja sér, eftir að hafa
búið við áþján hins alþjóð-
lega kommúnisma allt frá
stríðslokum.
★
Aðfarir kommúnista gagn-
vart Tékkóslóvakíu nú eru
nákvæmlega hinar sömu og
nazistar heittu á sínum tíma.
Á framferði kommúnista og
nazista er ekki allra minnsti
munur. Sviksemin, hræsnin
og yfirdrepskapurinn er hinn
sami. í dag eru það hinar
rauðu hersveitir kommún-
ista, sem marsera inn í Tékkó
slóvakíu. Fyrir 30 árum voru
það brúnstakkar Hitlers. Enn
einu sinni liggur þetta gamla
menningarríki í hjarta Ev-
rópu, flakandi í sárum undir
járnhælum ofbeldisseggj-
anna.
Þegar athugaður er aðdrag
andi viðhurðanna í Tékkó-
slóvakíu, verður það ljóst,
hversu svívirðilegan sjónleik
kommúnistar hafa sett þar á
svið. Fulltrúar kommúnista-
stjórna Austur-Evrópu sitja
dag eftir dag á fundum með
leiðtogum tékknesku þjóðar-
innar. Af þeim loknum eru
gefnar út yfirlýsingar um að
viðræðurnar hafi farið fram
í hinni mestu vinsemd og svo
látið líta út, sem við það-
verði unað, að Tékkar haldi
auknu frjálsræði. Nokkrum
dögum síðar byrja svo komm
únistablöðin í Sovétríkjun-
um að ráðast á Tékka og
brigsla leiðtogum þeirra um
auðvaldshyggju og endur-
skoðunarstefnu. Undirbún-
ingurinn að hinni svívirði-
legu innrás og rýtings-
stungu í bak tékknesku þjóð
arinnar er þar með hafinn.
Stórfelldum heræfingum
kommúnistaríkjanna er hald
ið uppi á landamærum Tékkó
slóvakíu, sem er svo að segja
umkringd af fjandmönnum
sínum. Loks er merki gefið
um að árás skuli hafin. Hinir
rauðu herir flæða að nætur-
lagi yfir Bæheim. Frelsinu er
enn á ný lokið, svartnætti
kúgunarinnar hefur lagzt
eins og mara yfir tékknesku
þjóðina.
★
Hvers vegna hefur þetta
gerzt?
Hinn alþjóðlegi kommún-
ismi hefur sýnt sitt rétta
andlit. Hann þoldi ekki að
tékkneska þjóðin fengi auk-
ið frelsi. Það mátti engin
glufa myndast í járntjaldið.
Þrælabúðir kommúnismans
urðu að vera harðlæstar.
Allir frjálshuga menn um
heim allan harma þessa voða
atburði. Lýðræðissinnað fólk
um víða veröld var farið að
vona að eitthvað væri farið
að rofa til í sambúðinni milli
austurs og vesturs. Þær von-
ir hafa nú bfugðizt.
Enginn veit í dag, hvaða
afleiðingar atburðirnir í
Tékkóslóvakíu muni hafa.
En þær munu verða víðtæk-
ar. Evrópa stendur enn einu
sinni frammi fyrir kaldrifj-
uðum ofbeldis og einræðis-
öflum, sem einskis svífast.
Kommúnistar þola ekki birtu
frelsisins. Þess vegna endur-
tekur ungverski harmleik-
urinn sig nú í Tékkóslóvakíu.
Atburðirnir í Tékkóslóvak-
íu hafa hvað eftir annað orðið
tilefni þeiss, að leiðtogar þess-
ara sósíaliskiu bræðraþjóða
hafa skipzt á skoðunum, oig hafa
leiðtogar Tékkóslóvakíu einnig
tekið þátt í þeim. Bræðraþjóð-
irnar eiru sammála um, að sam-
s'taða og gagnkvæmur stuðning
ur, svo og verndun hagsmuna
sósialiskra þjóða sé sameigin-
leg og heilög skylda þessara
þjóða allra. Þetta sjónarmið
hafi verið birt í Bratislava yf-
irlýsingunni. Öfugþróun mála í
Tékkóslóvakíu snertir grund-
vailarhagsmuni Sovétríkjanna
og annarra bræðraþjóða, þessi
þróun snertir öryggi þeirra
landa, sem temgd eru bræðra-
böndum sósialismans.
Sovézka stjómin, og stjórnir
bræðralagsþjóðanna, búlgarska
alþýðulýðveldisins, austur-
þýzka alþýðulýðveldisins, ung-
verska alþýðulýðveldisins og
pólska alþýðulýðveldisins,
byggja á meginreglum um ó-
rjúfandi vináttu og samvinnu
og mieð til'liti til þess og sam-
eiginlegra skuldbindinga, hafa
þau tekið þá ákvörðun að
verða við ofangreihdri beiðni
um að veita tékkóslóvakísku
bræðraþjóðinni nauðsynlega að-
stoð.
Þessi ákvörðun er í samræmi
við rétt ríkjanna til eigin og
sameiginlegrar sjálfsvarnar,
sem gert er ráð fyrir í bræðra-
samningum milli þjóðanna.
Ákvörðunin er sömuleiðis í
samræmi við grundvallarhags-
muni þjóða okkar, þegar í húfi
er að tryggja friðimn í Evrópu
gegn hiernaðarlegum öflum, of-
beldisöflum og endurskoðunar-
öflum, sem oftar en einu sinni
hafa att þjóðum Evrópu út I
styrjaldir.
Sovézkt herlið fór ásamt her
deildum frá fyrrgreindum
bandalagsþjóðum, yfir landa-
mæri Tékkóslóvakíu þann 21.
ágúst. Herliðið verður kvatt á
brott frá tékkneska lýðveld-
inu jafnskjótt og ógnuninni við
hagsmuni sósialismans í lamd-
inu hefur verið eytt, ógnuninni
við öryggi sósialiskra þjóða hef
ur verið ú'trýmt og lögleg stjóm
arvöld telja okki frekari dvöl
hersveitanna nauðsynlega.
Aðgerðir þær, sem hafnar
eru, beinast ekki gegn neinu
ríki og brjóta ekki á neinn
hátt í bága við hagsmuni nokk-
urs lands. Þær eru gerðar í
þágu friðar og eru ákveðnar
vegna umhyggju fyrir sam-
stöðu og velferð bræðra-
þjóðanna.
Staðfastlega og ákvféðið munu
bræðraþjóðirnar leggja allt
kapp á að halda órjúfandi sam-
stöðu gegn hvers konar ógnun
u'tanað komandi afla. Engum
mun leyfast að rjúfa einstak-
an hlekk úr samfélagi hinna sóa
íalisku ríkja.“
Alexander Dubeek hefur jafnan verið bjartsýnn og baráttuglaður, þegar hann hefur komið
fram opinberlega. Nú vieit eng inn hvar hann er niðurkominn.
IVIeðan á fundarhöldum í Cierna og síðan í Bratislava stóð fylgdust borgarar af miklum álhuga
með framvindu mála. Dagblöðin voru rifin út glóðvolg úr pressunni.