Morgunblaðið - 21.08.1968, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1968
- SVÍVIRÐA
Framhald af bls. 3
— Ja, finnst mér? Nú við
verðum að bjarga þeim!
— Og hvernig?
— Nú, við verðum að ráðast
á Rússana. Eins og við gerðum
við Ungverjalands-árásina forð
um, 1956. Bara ráðast á Rúss
ann og láta þá vita, hvað við
meinum!
• Fullur sársauka
KRISTJAN frá Djúpalæk
sagðist ekki hafa heyrt neitt
um atburðina í Tékkósló-
vakíu í útvarpinu, sér hefði
verið sagt þetta í morgun.
„Það fyrsta setn ég fann
við fréttina var sársauki yfir
því, að þjóðir skuli ekki fá
að ráða málum sínum sjálf-
ar. Ég er harmi lostinn yfir
því, að fólk skuli ekki fá að
vera frjálst í starfi sínu og
hugsun. Þetta er mikið áfall
fyrir þá, sem vonuðu, að
sósíalisminn væri stefna
frjálslyndis og vináttu milli
þjóða, væri húmanismi.“
„Þið líka, Un,gverjar!“
Jón Grímsson málfærslu-
maður á ísafirði, sag'ði:
„Þetta er hörmulegur at-
burðuir, en ég vona að hanm
verði byrjunin á sundurlyndi
Rússlands og kommúniismans
í heiminum. Það furðulegasta
er þó, að Ungverjar skuli
vera með í þessum ljóta leik,
ég hélt að þeir myn-du of vel
sína eigin kúgun.
Nú ættu augu manna að
opnast fyrir því, að það er
ekki út í bláinn, að Nato var
stofnað og að við skulum hafa
hervernd. Þessir atburðir hafa
sýnt, að menn ættu að hætta
áróðri gegn Atiants'hafs-
bandalaginu. Vestræn ríki
verða að standa saman og
skakka leikinn áður en komm
únisminn gleypir heiminn.
• Hreinir glæpamenn
Björn J. Blöndai, rithöfund
w í Laugarholt, sagðist hafa
verið að veiða, þegar hanm
heyrði um innrásina í Tékkó-
slóvakíu:
„Ég hef ekkert getað veitt,
eftir að ég heyrði þessar
fregnir. Þetta er versta fregn,
sem ég get heyrt. Ég hef allt-
af haldið mikið upp á Tékka,
en annars skil ég ekki þessa
pólitík, þetta eru allt meira
og minna hreinir glæpamenn.
Tékkar ættu að berjast með-
an nokkur stendur uppi og
seinast með tómum flöskum,
eins og Churchill sagði.
Ég hélt og vonaði, að Rúss-
ar væru að verða frjálslyndir
og betri, en svo er víst ekki.
Ég vona, að þeir verði það
einihvern tíma, en hvenær það
verður er víst ómögulegt að
segja um“.
• Rússar ekfcert lært
í Vonarstræti hittum við 3
ungar stúlkur á rauðum Skoda
— tékkneskum sögðu þær og
lögðu áherzlu á orðið. — Þær
heita Ragnheiður Kristjana
Þorláksdóttir, Guðrún Helga
Agnarsdóttir og Ingibjörg Jó-
hannesdóttir. Þær eru al'lar
verkstjórar í stimar í Skólagörð
um Reykjavíkur.
— Við heyrðum þessa frétt í
útvarpinu í morgun og reynd-
um síðan að fylgjast með eftir
því sem vinnan leyfði. Fréttirn
ar höfðu g ysileg áhrif á okk-
ur. Okkur gat ekki órað fyrir
því að slíkt gæti gerzt og Rúss
ar gengju svo langt. Þetta sýn
ir og sannar að Rússar hafa
ekkert lært og ekkert séð.
• Níffst á þeim veikari
Sigurffur Tómasson, bóndi á
Barkarstöðum, sagðist hafa
verið að slætti síðan klukkan
fjögur í morgun og ekkert
hafa heyrt um atburðina í
Tékkóslóvakíu. Þegar við
sögðum howum frá því, hvað
væri að gerast þar, þagði
hann smástund, en sagði svo:
„Já, — það endaði með því,
já. Ég sé ekki bebur en hér
sé verið að sýna svívirðilegt
ofbeldi, og sá sterki notar
þarna krafta sína til þess að
niðast á þeim veikari. Maður
var annars orðinn vongóður
um að Tékkar fengju að vera
í friði, en þær vonir hafa því
miður ekki rætzt“.
• Ösfciljanlegt
Finnur Th. Jónsson, bókari
í Bolungarvík, sagði, er Mbl.
hafði samband við hann í
morgun, að Bolvíkingum
hefði brugðið mjög í brún við
þessar fréttir:
„Mér varð ómotarlega við
að heyra þessar hörmulegu
fregnir i útvarpinu, ég bjóst
ekki við þessum atburðum.
Þetta eru meixi andskotarws
bandíttarnir, sem þama eru
að verki. Það er i rsun og
veru ekkert hægt að segja, ó-
skiljanlegt, að hægt skuli
vera að haga sér svona".
frasögnum um Tékkó
slóvakíu hafði Morgun-
blaðið farið hörðum orð-
um um tilraunir hernaðar
bandalags til að hlutast til
um innanlandsmál smárík
is, talið heræfingar stór-
veldis í landi smáríkis eða
við landamæri þess jafn-
gilda hótunum um ofbeldi
og litið á það sem alvar-
legustu fréttir að stór-
veldi hefði hug á að koma
upp herstöðvum innan
landamæra smáríkis“.
MAGNÚS Kjartansson,
ritstjóri „Þjóðviljans“ rit-
ar í blað sitt í morgun:
,,Það skal fúslega viður-
kennt, að með þessari
leiðréttingu, fær Morgun-
blaðið á sig kunnuglegri
svip. Hins vegar staðfestir
hún einnig þá ályktun,
sem birt var hér í blaðinu
fyrir skömmu, að mikið
mega Tékkóslóvakar
fagna því að hafa engan
„Sjálfstæðisflokk“ í landi
sínu. — Og ekkert Morg-
unblað“.
Ennfremur segir í þess-
ari grein:
Vitið þér enn eða hvað?
Magnús Kjartansson
,Eins og þruma úr heiöskíru íofti1
Hér fara á eftir viðbrögð þriggja kcmn: únistaleiðtoga, sem
Morgunblaðið hafði samband við í morgun vegna atburð-
anna í Tékkóslóvakíu
ic Eins og þruma úr
heiðskiru lofti
Morgunblaðið ræddj við
Brynjólf Bjarnason, einin
helzta leiðtoga kommúnista-
flokksinis hér á landi, um há-
degisbiliff í morgun. Brynjólf-
ux sagði, aðspurffuir um álit
sitt á atburðunum í Tékkósló-
vakíu:
„Þetta kemur yfir mig eins
og þruma úr heiffskíru loftL
Þetta kemur mér alveg á ó-
vart. Annars hef ég hvorki
lesið blöð né hlustað á út-
varp, svo að ég get lítið um
þetta sagt“.
— Teljið þér framferði
kommúniistaríkjianin'a verj-
andi?
— Nei, mér virðist það
ekki verjandL
it Fordæmanlegt meff öllu
Guðmundur Hjartarson,
formaffur framkvæmdastjóm-
ar Alþýffubandalagsins og
jafnframt einn af helztu for-
ustumönnum Sósíalistaflokks-
ine. sagði:
„Það er fljótsagt, að maffur
er furðu lostinn og ég tel
þetta fordæmanlegt með
öllu“.
— Teljið þér þetta jafnast
á við innrás Sovétríkjanna í
U ngver jaland 1956?
— Það er erfitt að skil-
greina þetta í fljótu bragði en
þetta er fyrirbæri, sem ekki
er hægt annað en að fordæma
þegar vilji þjóðar er brotinn
niffur.
—Má búast við ályktun frá
Alþýðubandalaginu um mál-
ið?
— Það er öruggt.
Lizt jafn furffulega
á þetta allt
Lúðvík Jósepsson sat á
viðskiptasamningafundi með
fulltrúum Rússa í Þórshamri,
þegar fréttamaffur Mbl. náði
snöggvast tali af honum, og
skýrði howum frá fréttum um
að Kosygin. forsætisráffherra
Sovétríkjanna, og A. Grechko
landvamaráðherra, hefffu far-
ið frá. Lúðvík varð mjög hugs
aindi og virtist sleginn. Hann
svaraði spurningunni um
hvernig honum litizt á:
— Mér lízt jafn furðulega
á þetta allt samanl
Og um fréttimax frá Tékkc-
slóvakíu, sagði hann:
— Ég er undrandi yfir þess
tim fréttum, sem nú hafa box-
izt um hertöku Varsjárbanda-
lagsins á Tékkóslóvakíu og
lýsl fullkominni andstöðu við
þessa atburði. Ég tel að það
hafi komið ótvírætt fram í
fréttum undanfarna daga, að
forustumenn í Tékkóslóvakíu
hafi haft þjóðina fullkomlega
að baki sér í þeim breytingum
sem þeir hafa verið að koma
á. Og ég tel að ekkert ríki
hafi leyfi til að blanda sér í
innanríkismál annars sjálf-
stæðs rikis og að forustu-
menn kommúnistaflokks
Tékkóslóvakíu eigi að hafa
fullkomið frelsi til a-ð vinna
að framgangi kommúnisma
þar í landi, eins og þeir telja
réttast og mest í samræmi við
vilja þjóðarinnair.