Morgunblaðið - 21.08.1968, Side 8

Morgunblaðið - 21.08.1968, Side 8
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 10.100 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGUST 1968 ALMENNUR MOTMÆLAFUNDUR vegna árásarinnar á Tékkóslóvakíu við Miðbæjarbarnaskólann klukkan 5,30 í dag RÆDUMEIMIM: Ellert B. Schram, »krifstofustjóri Jóhann Hjálmarsson, skáld IVIagnús Gunnarsson, stud. oecon Ragnhildur Helgadóttir, lögfrædingur FLIMDAR8TJÓRI: Birgir Isl. Gunnarsson, hrl. - REYKVÍKIMGAR ERI) HVATTIR TIL AÐ FJÖLMEMMA - Ungir Sjálfstæðismenn. „Við erum miög óttaslegnir" — segja tékknesku sendiráðsmennirnir í MORGUN hittum við að máli tvo starfsmenn tékkn- eska sendiráðsins og spurð- um þá um álit þeirra á því, sem væri að gerast í Tékkó- slóvakíu. Við ræddum við þá Cyril Kaspar og Karel Jor- dan, sendiráðsfulltrúa og rit- ara. Kaspar sagði, að einn af vinum hans hefði hringt í sig snemma í morgun og sagt honum fréttimar. Við náðum strax í blöðin og könnuðum málið og vorum felmtri slegnir yfir þvi sem skeð hefur í Prag. „Ég er sérstaklega undr- andi“, sagði Kaspar, „vegna þess að ég sjálfur og fólk héð an úr sendiráðinu var fyrir skömmu í Tékkóslóvakíu og þar ríkti mikil bjartsýni á þær breytingar sem var ver- ið að gera í laindi okkar. Ein- staklirLgar og þjóðin öll var ánægð og allir voru samtaka í að gera vel, fólkið, þinigið og forystumenn, og sérstök ánægja ríkti með Dubcek leiðtoga. Niðurstöður þeirra funda, sem tékkneskir ráðamenn hafa átt við forystumenin komm- únískra ríkja að undanfömu í Bratislava og Cierna Nad Tisou gáfu ekki ti'lefni til slíkra hryliingsaðgerða, sem nú eru framkvæmdar á tékkn esku þjóðinni. Innrásarþjóðirnar gera þessa innrás til þess að reyna að kúga heila þjóð, sem er sam- huga um vilja siinn, og inn- rásaraðilamir: Rússar, Aust- ur-Þjóðverjar, Pólverjar, Búlgarir og Ungverjar hafa stigið óhugnanlegt skref, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar". Kaspar lagði áherzlu á það að þegar hann var heima í Tékkóslóvakíu fyrir skömmu hafi ástandið í landirau verið mjög gott almenint séð og að hirns vegar hefðu niðurstöður þeirra funda, sem tékkneskir ráðamenn hafa átt við ráða- menn innrásarlandanna gefið í skyn að vilji fólksins ætti að ráða til þess að vel færi og tékkneska þjóðin er sam- huga undir forystu Dubceks leiðtoga. Jordan sagði að undanfarið Cyril Kaspar (t.v.) og Karel Jordan. (Djósm.: Mbl.) hafi mikið verið um það að almenninguT í landinu hafi gefið gul 1 sem það hafi átt, kannski nokkur grömm hver tiil þess að hjálpa við upp- byggingu landsins og gera ráðamönnum hægara um vik. Framhald á bl*. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.