Morgunblaðið - 14.11.1968, Side 11
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMiBER 1968
11
- RÆÐA BJARNA
Framhald af bls. 1
Sjálfstæðismanna um aðgerð
ir ríkisstjómarinnar. Hér fer
á eftir frásögn af ræðu for-
sætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, sagði að þær ráðstaf-
anir sem menn hefðu í fyrra
gert sér vonir um að mundu
nægja til þess að sigrast á erfið
leikunum, hefðu strax sl. vetur
reynzt ófullnægjandi. í því sam-
bandi kvaðst hann vilja minna
á tvær staðreyndir. Þá hefði ver
ið gert ráð fyrir, að verðlag á
útflutningsvörum þjóðarinnar
mundi heldur fara hækkandi og
aflabrögð verða skaplegri í ár
en 1967, m.a. hefði verið gert
ráð fyrir 10% hærra verði á
þorskafurðum en þetta hefði far
ið á annan veg. Verðlagsþróun-
in á freðfiski hefur í heild orðið
10% lakari í ár en 1967. Þorsk-
veiðin var að vísu sæmileg en
verðlagsþróun og aflabrögð
miklu lakari bæði á hvalveið-
um og síldveiðum. Verð á síld-
arlýsi og hvallýsi hefur verið í
algjöru lágmarki og að auki
gengu hvalveiðarnar illa og síld
veiðarnar brugðust með öllu.
Þetta hefur leitt til þess, að þjóð
artekjur á mann hafa minnkað
um 15% frá því sem var 1966.
Þjóðartekjur á mann verða svip
aðar og var 1962 og 1963. Út af
fyrir sig er þetta ekki svo slæmt
ef fallist er á að gera ekki meiri
kröfur um lífshætti en þá. Ráð-
stafanirnar nú miða að því að
lífskjör almennings verði svip-
uð og þá.
Ríkisstjórnin er ekki að efna
til þessarar kjaraskerðingar held
•ur eru það þau ytri skilyrði, sem
engin ríkisstjórn fær við ráðið,
sem henni valda. Raunverulegt
verðmæti útflutningsframleiðsl-
unnar er helmingi minna en það
var 1966. Ríkisstjórnin hefur
reynt að draga úr því að afleið-
ingarnar dyndu yfir fólk skyndi
lega og án þess að menn fengju
ráðrúm til að aðlaga lífshætti sín
að breyttum aðstæðum. Gjaldeyr
isvarasjóðurinn hefur verið not-
aður til þess að gera afleiðing-
ar þessarar þróunar léttbærari en
ella á árunum 1967 og 1968. Hér
ttnundu margir hafa búið við erfið
kjör, ef þessi varasjóður hefði
ekki verið til. Einmitt gjaldeyris
varasjóðurinn, sem nú er harm-
að að er búinn, en andstæðing-
arnir börðust gegn að yrði safn
að, hefur þegar orðið okkur að
ómetanlegu gagni. Alveg með
sama hætti og framkvæmdirnar
við Búrfell og Straumsvík hafa
forðað stórvandræðum en um
þessar framkvæmdir hefur stjórn
málabaráttan verið einna hörð-
ust.
Ríkisstjórnin hefur á þessu ári
beitt sér fyrir margháttuðum ráð
stöfunum til þess að halda uppi
atvinnulífi í landinu. Við höfum
veitt frystihúsunum meiri fyrir-
greiðslu en ráðgert var í fyrra
og ef sú fyrirgreiðsla hefði ekki
komið til hefðu frystihúsin stöðv
ast. Það hefði heldur ekki verið
lagt út í hvalveiðar né síldveið-
ar nema vegna þess að ríkis-
stjórnin tók á sig vissar skuld-
'bindingar. Við getum gert okk-
iur í hugarlund, hvernig ástatt
væri, ef ekki hefði verið reynt
'að sækja á þessi mið. Ríkisstjórn
In hefur því gert allt sem í henn
ar valdi hefur staðið til þess að
vega upp á móti þeim áföllum,
®em þjóðin hefur orðið fyrir.
En þá segja sumir að of seint
thafi verið hafizt handa. Það var
ekki fyrr en nú á síðustu vik-
um, að hægt var að sjá til hlítar
hversu alvarlegt ástandið er. í
fyrra voru engin skilyrði til ráð-
stafana, sem hefðu komið í veg
(fyrir þá þróun, sem orðið hefur
á þessu ári. Það má segja að
fyrst þegar kom fram á sumar
og sást hve óhagstæð verðlags-
iþróun bolfisksafurða varð
og hve síldveiðar gengu treg-
lega ,hafi skapazt möguleikar til
þess að átta sig á aðstæðum. Þá
var setzt á rökstóla, en dæmið
hefur stöðugt versnað síðan. Og
það tekur alltaf nokkurn tíma að
átta sig til fulls á slíkum vanda.
Það var í rauninni ekki fyrr en
nú sem ráðlegt var að taka fulln
aðarákvörðun.
En þá vaknar sú spurning hvort
þessar aðgerðir muni nægja. Ef
aflabrestur heldur áfram á síld-
veiðum, ef þorskveiðarnar bregð-
ast, ef verðlagsþróunin verður
enn óhagstæðari en verið hefur,
þá eru engar ráðstafanir i dag,
sem geta forðáð þessu, fremur
en hægt er að koma í veg fyrir
eldgos eða að hafís leggist að
landi. Þá verður að gera ráðstaf-
anir eftir því, sem atvik standa
til.
Það er nú svo liðið á árið, að
ljóst er að síldveiðamar munu
bregðast. Þáð tjáir því ekki að
búast við tekjum af þeim né
stórbreytingum til batnaðar á
næstu misserum, þótt við vonum
hið bezta. Við höfum ástæðu til
að ætla að verð á frystum fiski
a.m.k. versni ekki. Við getum
því sagt, að ástandið sé svo
slæmt, að erfitt er að sjá, að þáð
geti versnað. En það er samt sem
áður alveg víst að ekki mátti
dragast að gera ráðstafanir til
úrbóta. Ég er sannfærður um að
ekki hafa verið skilyrði til þess
gagnvart almenningsáliti að taka
afleiðingum erfiðleikanna fyrr en
allir hljóta að játa að ástandið
er eins og við blasir.
Við gerðum okkur grein fyrir
því, að vandinn yrði svo mikill
að eðlilegt væri að leita víðtækr
ar samstöðu um lausn vandans.
Samkomulag náðist ekki. Við höf
um orðið fyrir árásum Þjóðvilj-
ans og ráðamanna kommúnista
flokksins, vegna þess áð við gerð
umst svo djarfir, eftir að viðræð-
ur hófust, að iðuaðarmálaráð-
herra fór til Sviss, til þess að
semja um stækkun álbræðslunn
ar fyrr en áætlað var. Einnig höf
um við orðið fyrir árásum vegna
þess að embættismenn og ráð-
herrar fóru utan á ársfundi Al-
þjóðabankans og Alþjó'ðagjald-
eyrissjóðsins. Með þessum árás-
um var raunverulega sagt, að það
væri skilyrði fyrir samkomulagi
að hverfa frá stóriðju og hag-
nýtingu orkulinda landsins, sem
ailliir sainingj arnir menn viður-
kennia aið er eitt þáð bezta, sem
gert hefur verið á síðari ánum,
alveg eiins og lijóst er að við
komuimst ekki út úr þesisum erf-
iðleikuim nema með góðri sam-
vinniu við Alþjóðaigjaldeyriiasjóð-
ánn. Við njótum þar trausts og
viðurkenniingar á því að erfið-
leikár okkar eru ekki sjálfskiap-
arvíti. Við höfum því verið for-
dæmdir fyrir að fr-aimfylgja því
sem er Skiliyrði þetss að vamdinn
verði leystur. Þetrba sýndi þegar
að við þessa memn var ektki hægt
að ná málefnalegu saimkomulagi.
iFramsóknarmenn hafa af sinni
Ihálfu lagt á það áherzlu að
stjónniin ætti að segja af sót, og
því hefur verið haMið fram að
það hefði gjörbreytt aðlsitöðuinni
ftil þess að ná samkomulagi. Það
átiti sem sagt að bæta því ofan
á alla aðra erfiðleika, að laindið
hefði enga löglega stjóm, m.öo.,
að meirihliutaflokfkar yrðu svipt-
ir því valdi, sem þeir m.a. hafa
til þess að rjúfa þiinig. Jafnframt
var þess krafist að við höfnuð-
um þéirri frjáisræðisstefnu sem
a.m.k. fram til árváns 1966 hefur
valdið örari framþróun en nokkru
sinni fyrr í sögu þesearar þjóð-
ar. Samkomulag byggist ekki á
því að meirihhitaflokkar ofur-
selji sig kröfum miirunihiljut'a-
flokka með þessum hætti. Enda
er það svo að þær tiflllögur sem
þássir flokkar lögðu frarn gátu
engum úrslitum ráðið um vanda
þjóðarinnar. Þeir hafa t.d. hamr-
að á vaxbálækkun. Ætla má að
allir vextir útvegsins merni um
490 milljónum króna. Rótitæk
vaxbalækkun t.d. urn fjórðung
mundi nema um 190 milljónum.
Þá hefðu fjárfestingansjóðirnir
minini tekjur sem þesisu nœmi og
þeirra þyrfti að afla með álög-
um á álmenning jafnframt því
sem lækka yrði inmláinsvexti
iþannig að sparif járeigendur
yrðu enm iakar settir. Dúðvík Jós
epsson hefur sagt að það mætti
spara í ríkisrekstrinum 390 miillj
ónir. Lúðvík hefur hvohki fyrr né
síðar nefnt eiltt eipaistia ispamað-
airafriði sjálfur. Hiamn segir að
aðrir eigii að gera það. Þetta eru
auðvibað hreinar blekkimgar
tilrauinir ef menn nefinia ekkd
ákveðin dæmi sjálfir. Það hefur
komið 'areinilega fram, að það
sam fyrst og fremst skilur á
milli er það, hvort menin vilja
hér athafnafrelsi og viðskipta-
frelisi eða vaxandi höft og arukna
íhlutun rí'kisvaldsins. Það er tlal-
að um að stöðva eigi innflutn-
ing. Gengislækkuinin hlýtur að
leiða til minnkunar innflutnings.
Það getur komið til greima að
bannia alveg innflutninig ákveð-
iinma vörutegunda, ef það er 'hægt
án þess að korna á fót beinu
haftakerfi en það er ástæðulaust
að athuga um slíkt fyrr en sést,
hvort innflutningurinn dettur
ekki svo mikið niður að það sé
ástæðulaust enda jniunidi þetita
hiafa svo íitia jþýðingu, að enig-
um úrslitum réði.
Andstæðingar okkar hafa ekki
fengizt til þess að segja hvaða
meginleiðir ætti að fara. Þeir
hafa bent á ýmsar hliðarrá'ðstaf-
anir og játað að róttækar ráð-
stafanir þyrfti til viðbótar en
þeir fást ekki til þess að segja
hverjar þær ættu að vera.
Það hefur verið talað um alls-
herjar niðurfærslu og sú leið
mun hafa verið rædd í Alþýðu-
flokknum en fékk þar lítinn byr
og engan hjá okkur. Sú leið er
bæði seinvirkari og hefur óhag-
stæ'ðari áhrif á kjör almennings
og skapar meiri vandamál en
gengislækkun. Það er líka til sú
leið að leggja á skatt til upp-
bóta. Þessi leið hefur verið reynd
bæði fyrr og síðar, í ríkum mæli
af vinstri stjórninni og einnig
öðrum. Hún hefur ýmsa ann-
marka, flókið uppbótakerfi, flók-
ið skattakerfi, gífurlega ríkisí-
hlutun og mundi ekki hvetja
menn til nýrra framkvæmda. Eg
hygg að allir hafi sannfærzt um
að þessi leið var ekki fær þar
sem hér var um svo stórar upp-
hæðir að ræða að erfitt væri að
ná þeim með sköttum og jafn-
framt hlaut hún að verða iðnaðin
um til trafala nema þá með upp
bótakerfi til hans einnig og það
hefði verið nær óframkvæman-
legt.
Gengislækkun fylgja margir ó-
kostir og ég hef í lengstu lög
viljað fara aðrar leiðir en nú er
sannast sagna ekki um önnur
úrræði að ræða. Hún lýsir þeirri
kjaraskerðingu sem er komin
fram en spurningin er aðeins sú,
hvort sú kjaraskerðing á að
velta skipulagslaust yfir almenn
ing með glundroða og atvinnu-
leysi eða þannig að hún valdi
sem minnstum skaða.
Gengislækkunin kemur illa
við marga, ekki sízt verzlunar-
stéttina, sem hefur orðið fyrir
áföllum bæði í fyrra og nú. Þetta
er ill nauðsyn en þetta er
leið sem gerir það að verkum
að hægt er að komast út úr
þessum örðugleikum án stórkost.
legra ríkisafskipta. Þegar krepp-
:an mikla byrjaði og gripið var
.fil haftanna vonuðu menn að þau
mundu aðeins standa um stund-
ársakir, en þau stóðu heilan
mannsaldur. Éf við veljum nú
höftin erum.við að vekja upp
'.draug, en það er ekki búið að
kveða hann niður. Það er því um
iað gera að velja þá leið, sem
iVeitir einstaklingum og athafna-
imönnum mest svigrúm til að
njóta áræðis síns og dugnaðar.
iGengislækkunin dregur úr inn-
(flutningi og ferðalögum og skap-
lar námsmönnum erfiðleika og
(það þarf að hlaupa undir bagga
(með þeim. En hún hvetur út-
'vegsmenn og athafnamenn til
Iþess að leita nýrra möguleika,
tnýrra leiða. Ekki má heldur
igleyma því að gengislækkunin
(skapar íslenzkum iðnaði jafn-
(réttisaðstöðu á við sjávarútveg-
(inn — iðnaðinum sem veitir
(flestum atvinnu.
Hér er einnig um það að ræða,
hvort við eigum að halda áfram
þeirri einangrun, sem við höfum
verið í og smátt og smátt hefur
gert okkur ósamkeppnisfæra á
brezkum markaði og skapað okk
ur erfiðleika annars staðar, eða
hvort við eigum að kanna að-
ild að EFTA. Það hefur stórkost
lega þýðingu fyrir útvegin,
frystiiðnað, síldariðnað, hvort
við höfum frjálsan aðgang að
þeim mörkuðum sem kaupa 40%
útflutningsafurða okkar.
Vilð verðuim að læra af þessum
örðuigleiikum, gera okkur grein
fyrLr því að atvkunuvegimir
verða alð vera fjölhreyttari. Það
er vonlaust að h'aLda uppi nú-
tímaþjóðfélaigi á svo einhæfu ait-
vinnulífi, isem hér hefur verið.
Þetta höfum við Sjálflstæðiismeinn
margsaigt í mörg ár. Vi'ð yerðum
að skjóta fleiri stoðum undir at-
vinnulíf okkar. Okkar eiinia úr-
ræði er að nýta öl!l landsins
gæði og óhikaið í aamviranu við
aðra. Við eiguim einnig að nota
miainmaflia okkar til 'hlýtar tii iðn
aðar, til viin'nsíu úr afurðuim okk
ar, en það er t.d. þýðimigarlaust
að aulka vinnslu úr sj ávaraflan
uim ef við eruim útilokaðir frá
niauðsynlegum mörkuðum vegna
h'árara tolla.
Við eigum í vök að verjast.
Við höfum orðið fyrir miklu á-
falli. En við erum ekki í neinni
neyð. Það er um að gera að halda
þannig sjálf á málum að það
verði okkur ekki til tjóns. Við
megum ekki gerast okkar eigin
böðlar. Ef við leggjum okkur öll
fram, af djúpri ábyrgðartilfinn-
ingu, staðráðin í að berjast fjrrir
gó'ðum málstað mun það enn
reynast svo að mörg vopn verða
Islandi til giftu og við skulum
beita þeim þannig að björt fram-
tíð bíði þjóðarinnar á næsta leiti.
Að lokinni ræðu forsætisráð-
herra tóku þessir til máls: Ing-
ólfur Möller, Haraldur Ólafsson,
Sveinn Benediktsson, Þorkell Sig
urðsson, Sigurjón Björnsson, Ól-
afur Einarsson og Sigurður Magn
ússon.
- BRETAR
Framhald af hls. 1
herrafundinum geta ekki leitt til
þess að tollurinn verði afnum-
inn, sagði talsmaðurinn.
Norðmenn benda á í þessu sam
bandi að þegar EFTA var stofnað
árið 1959 hafi það verið ein
helzta tilslökun Breta að heim-
ila tollfrjálsan innflutning á
frystum fiski. Viðurkenna Norð-
menn að Bretar hafi þá áskilið
sér rétt til að endurskoða ákvæð
ið um tollfrjálsan innflutning, ef
árlegt heildarmagn yrði meira
en 24 þúsund tonn, en telja hins
vegar að vegna sí-aukinnar inn-
byrðis verzlunar EFTA-ríkjanna
og aukinnar fiskneyzlu sé heild-
Frá Varðarfundinum
armagnið alltof lágt ákvarðað.
f norska Stórþinginu ræddi
Káre Willoch verzlunarmálaráð
herra þetta mál í dag. Sagði
hann að undanfarna mánuði
hefðu fulltrúar Norðurlandanna
þriggja, Noregs, Dnmerkur og
Svíþjóðar, átt samningaviðræður
við fulltrúa brezku stjórnarinn-
ar. Hefðu Norðmenn í þeim við-
ræðum lýst sig fúsa til að ræða
um takmörkun á tollfrjálsum
fiskinnflutningi miðað við 24 þús
und tonn á ári, en á móti þyrftu
að koma ákvæði um álögur á
það magn, sem umfram yrði.
Willoch sagði, að einhliða á-
kvörðun Breta um að leggja nú
10% innflutningstoll á frystan
fisk frá aðildarríkjum EFTA
væri andstæð anda þeim, er lægi
bak við EFTA-samninginn. Benti
ráðherrann á að í EFTA-samn-
ingnum frá 1959 væri ákveðið
að hafnar yrðu samningaviðræð
ur ef innflutningur á frystum
fiski frá Norðurlöndunum til
Bretlands yrði meiri en 24 þús-
und tonn á ári fyrir 1. janúar
1970. Segir í samningnum að
ræða skuli hugsanlega aukningu
innflutningsins „með tilliti til
ástandsins í fiskiðnaðinum og
neyzlu-aukningar á brezka mark
aðinum." Þótt brezkir útgerðar-
menn eigi nú við margskonar
erfiðleika að stríða, hefur orðið
mikil aukning á neyzlu frysts
ifisks í Bretlandi frá stofnun
EFTA. Sú aukning hefur að sjálf
sögðu leitt til aukins innflutn-
ings, sagði Willoch, en einnig til
90% framleiðsluaukningar hjá
frystiiðnaðinum brezka.
Það er tilgangur EFTA að auka
viðskipti milli landanna, sagði
ráðherrann og kvaðst ekki geta
séð að erfiðleikar brezkra út-
gerðarmanna eigi neinar rætur
að rekja til mjög takmarkaðs
innflutnings frá Norðurlöndun-
um þremur. Benti hann einnig
á, að það lága verð, sem verið
hefur á fiskafurðum að undan-
förnu, gilti ekki eingöngu á
brezka markaðinum, heldur
væri það alheimsfyrirbæri.
- VIET CONG
Framhald af bls. 1
orðið mjög vonsvikinn þegar
Richard M. Nixon nýkjörinn for-
seti lýsti yfir samstöðu með John
son fráfarandi forseta varðandi
stefnuna í Vietnam.
Ton That Thien upplýsinga-
málaráðherra Suður-Vietnam
hefur átt tfðrætt við fréttamenn
í Saigon að undanförnu, og boð-
aði hann enn til fundar með
þeim í dag. Var tilefni fundarins
aðallega þau ummæli Cliffords
varnarmálaráðherra að Banda-
ríkjamenn ættu að hefja viðræð-
ur við fulltrúa Viet Conig og
Norður-Vietnam án tillits til
þess hvort Suður-Vietnam tæki
þátt í þeim. Sagði Thien ráð-
herra þessi ummæli hafa komfð
meðráðherrum sínum mjög á ó-
vart, og bætti þvf við að stjóm-
in í Saigon gæti aldrei viður-
kennt neina samninga um hags-
muni landsins, er gerðir væru án
vitundar hennar eða aðildár.
í frétt frá Saigon í dag segir
að enn hafi komið til árekstra
við hlutlausa beltið á mörkum
Norður- og SuðurVietnam. Hafi
stórskotalið kommúnista enn á
ný skotið á stöðvar hersveita
Bandaríkjanna og Suður-Viet-
nam sunnan markanna. 1 ræðu
sinni í gær varaði Clark Clifford
við afleiðingum, sem þessar árás
ir gætu haft, og í dag var aðvör-
un þessi ítrekuð í yfirlýsingu,
sem Nicholas Katzenbach aðstoð-
ar-utanríkisráðherra gaf út í f jar
veru Dean Rusks utanríkisráð-
1 herra.
í aðvörun Katzenbachs segir
að áframhaldandi árásir komm-
únista frá hlutlausa beltinu geti
spillt friðarviðræðunum í Paris.
Segir ráðherrann að Bandaríkja-
stjórn Iíti þessar árásir alvarleg-
um augum, og hafi fulltrúar
Bandaríkjanna í París skýrt full-
trúunum frá Norður-Vietnam frá
því. Ennfremur bendir ráðherr-
ann á að þegar Johnson forseti
j fyrirskipaði stöðvun loftárása á
Norður-Vietnam, hafi það verið
gert gegn því skilyrði að átökum
yrði hætt við hiutiausa beltið.