Morgunblaðið - 14.11.1968, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1968
JHfflðgnnfrliiftlfc
Útgeíandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstj ómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritetjórn og afgrei'ðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald kr. 130.00
í lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson,
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aða-lstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
VIÐBRÖGD VIÐ
GENGISLÆKKUNINNI
inðbrögð manna við gengis-
" lækkuninni eru smátt og
smátt að koma í ljós. Augljóst
er, að innlendur iðnaður telur
að gengislækkunin muni
verða iðnaðinum til fram-
dráttar, bæta samkeppnisað-
stöðu hans gagnvart erlend-
um iðnaðarvarningi og örva
kaup á innlendum iðnaðarvör
um. Einstakar greinar verzl-
unarinnar verða greinilega
fyrir þungum búsifjum af
völdum gengislækkunarinnar,
sérstaklega þær, sem keypt
hafa vörur á erlendum víxl-
um, selt þær miðað við gamla
gengið en verða að greiða víx
lana á hinu nýja. Jafnframt
býr verzlunin við mjög krapp
ar álagningarreglur og bætir
það ekki úr skák. Talsmenn
sjávarútvegs og fiskiðnaðar
hafa lítið sagt til þessa um
gengisbreytinguna en hún er
sérstaklega gerð til þess að
skapa á ný rekstrargrundvöll
fyrir þessar atvinnugreinar.
Frá sjónarmiði atvinnuveg-
anna mun því gengislækkun-
in tvímælalaust verða hag-
stæð fyrir útgerð, fiski-
vinnslu og innlendan iðnað,
verði ávinningurinn ekki
strax eyðilagður með kostnað
arhækkunum.
Athyglisvert er hve helztu
leiðtogar verkalýðshreyfingar
innar hafa verið varkárir í
ummælum sínum um gengis-
lækkunina og viðbrögð verka
lýðssamtakanna við henni og
öðrum fyrirhuguðum ráðstöf-
unum í sambandi við hana.
Er greinilegur munur á við-
brögðum þessgra manna og
ýmissa helztu forsvarsmanna
stjórnarandstæðinga. Tals-
menn sjómanna hafa nánast
ekkert látið uppi enn sem
komið er. Sjómenn hafa aug-
Ijósan hag af gengislækkun-
inni en væntanlegar ráðstaf-
anir í sambandi við frádrátt
hins aukna rekstrarkostnað-
ar vegna gengislækkunarinn-
ar áður en til hlutaskipta
kemur mun líklega valda
nokkurri óánægju í þeirra
röðum, þótt þær séu óhjá-
kvæmilegar, ef bjarga á hag
útgerðarinnar.
Allir þeir aðilar, sem hing-
að til hafa fjallað um þessi
mál hafa lagt áherzlu á nauð-
syn þess að tryggja hag hinna
lakast settu. Ríkisstjórnin
hefur þegar ákveðið að beita
sér fyrir hækkun á bótum al-
mannatrygginga um 150 millj
ónir, sem sérstaklega á að
koma þeim sem verst eru
settir til góða og er einnig
reiðubúin til viðræðna við
verkalýðssamtökin um aðrar
aðgerðir í sama augnamiði.
Þegar á allt er litið geta
menn ef til vill verið hóflega
bjartsýnir um framkvæmd
gengislækkunarinnar á grund
velli fyrstu viðbragða hinna
ýmsu aðila. Þó getur að sjálf-
sögðu enginn sagt nú hvern-
ig til tekst og hvernig við-
brögð hinna ýmsu hagsmuna
samtaka verða þegar á reyn-
ir. Hitt er ljóst, að þjóðin á
geysilega mikið undir því, að
vel takist um framkvæmd
þessarar efnahagsaðgerðar.
Það sker tvímælalaust úr um
það, hvort okkur tekst að
hafa okkur upp úr þeim öldu-
dal, sem við nú erum í eða
ekki. Það er ekki aðeins und-
ir ríkisstjórninni og stuðn-
ingsmönnum hennar komið
hvernig til tekst. Það byggist
á því hvemig landsmenn all-
ir, einstök hagsmunasamtök
og forsvarsmenn þeirra
bregðast við. Ábyrgðin, sem
hvílir á þeirra herðum er
mjög þung.
Nú hefur grundvöllur verið
Iagður að nýrri uppbyggingu
atvinnuveganna og bættum
lífskjörum í framtíðinni. En
það verður tæpast undirstrik
að nægilega, að gengislækkun
in ein leysir ekki allan vanda.
Samhent átak allra þjóðfé-
lagsafla og landsmanna til
sjávar og sveita þarf til, svo
að vel fari. Vonandi ber ís-
lenzka þjóðin gæfu til að
standa saman á þessum ör-
lagatímum.
ST JÓRNARAND-
STÆÐINGAR
KLOFNIR
A ðildarumsókn íslands að
Fríverzlunarbandalagi
Evrópu var samþykkt á Al-
þingi í fyrradag með 35 at-
kvæðum gegn 14. Þessar at-
kvæðatölur eru mjög athygl-
isverðar. A.m.k. þrír þing-
menn sem kjömir vom á veg-
um Alþýðubandalagsins í síð-
ustu kosningum greiddu at-
kvæði með umsókninni og
einn að auki úr herbúðum
stjórnarandstæðinga og 10
stjórnarandstæðingar sátu
hjá eða voru fjarverandi.
Þetta er þeim mun athyglis-
verðara, sem helztu talsmenn
kommúnista og Framsóknar-
manna á Alþingi lögðu ríka á-
herzlu á að fresta bæri ákvörð
un um þessa umsókn. Greini-
legt er að helmingur þeirra
þingmanna sem tilheyra
stjórnarandstöðunni á þingi
hafa ekki verið á sama máli
og er það að sjálfsögðu mikill
Altarí Uspenski kirkjunnar í Heteinki.
Uspenski dómkirkjan
GRÍÐARSTÓR kirkja úr rauð
um múrsteini, með tólf hvolf-
þökum úr 22 karata gulli gef-
i úr miðborg Helsinki austræn-
an svip. Það er Uspenski dóm-
kirkjan, sem keisaradæmið
Rússland byggði fyrir einni
öld. Hún er nú aðalhelgistað-
ur tíu þúsund Finna, sem búa
í miðborginni.
Kirkjan, sem stendur á hæð
og gnæfir tignarlega yfir nær-
liggjandi hús, var opnuð aftur
í lok október, eftir viðgerðir
sem hafa tekið nokkur ár.
Uspenski kirkjan hefur löng-
um verið uppáhald ferða-
manna og um 40 þúsund út-
lendingar hafa árlega skoðað
fagrar skreytingar hennar.
Þriggja daga hátíðahöld í
tilefni opnunarinnar hófust
26. október, á 100 ára afmæli
, kirkjunnar og meðal gesta
voru Kekkonen, forseti, og
nokkrir háttsettir, rétttrúaðir
rússneskir prelátar.
Rússnesku prinsarnir Alex-
ey og Nikolay, horfðu á þegar
hornsteinn kirkjunnar var
lagður árið 1862, þegar Finn-
land laut yfirráðum keisara-
dæmisins. Arkitektinn var
Rússi, A. M. Gomostayev,
sem hafði orðið fyrir mikl-
um áhrifum frá rómverskum
kollegum sínum og sem bland
aði isaman gömlum rússnesk-
um byggingarstíl og 19. aldar
byggingastíl frá meginland-
inu. Meðal annarra frægra
bygginga, sem hann skapaði,
er klaustrið í Zagorsk fyrir
utan Moskvu.
Grísk kaþólski söfnuðurinn
í Helsinki hefur gefið kirkj-
unni mörg líkneski iskreytt
demöntum, og eitt þeirra er
klætt fötum úr ekta perlum.
Þarna eru því geysileg auð-
ævi samankomin, því auk
demanta og perla hafa kirkj-
unni verið gefnir margir dýr-
mætir silfurmunir.
Meðan verið var að endur-
nýja kirkjuna hefur graf-
hvelfing hennar verið notuð
til að halda sýningar á helgi-
munum og grísk kaþólskir
söfnuðir og klaustrin tvö,
sem eftir eru hafa lagt til
marga dýrgripi. Grísk ka-
þólski isöfnuðurinn í Helsinki
talaði upphaflega eingöngu
rússnesku. Opinber skoðana-
könnun frá 1830 upplýsir að
safnaðarbörnin hafi þá verið
626 og öll talað rússnesku.
í dag telur söfnuðurinn 10
þúsund sálir og 80 af hundr-
aði tala finnsku. Guðsþjón-
usturnar eru fluttar á finnsku,
slavnesku kirkjumáli, sænsku
og grísku.
Flotaaukningin svar við
6. flota Bandaríkjanna
— segir rússneskur flotaforingi
Moskvu, 12. návember, AP. —
Flotaaukningu Sovétrikjanna á
Miðjarðarhafi er ætlað að vera
beint svar við sjötta flota
Bandaríkjanna þar, sagði sov-
ézkur flotaforingi í dag. Kemur
þetta fram í herblaðinu Rauða
stjarnan, en þar ber Nikolai
Smirnov varaflotaforingi Banda-
ríkjunum það á brýn, að sl. 20
ár hafi sjötti flotinn verið not-
aður í því skyni að bæla niður
þjóðfrelsishreyfingar og að hafa
afskipti af málefnum Suður-
Evrópu.
Síðan bætir hann við: — Und-
ir þessum kringumstæðum hafa
örygigisástæðuir gert það að
knýjandi nauðsyn fyrir Sovét-
rí'kin að efla stöðu'gt varnarmétt
sinn.
—• Sovétríkin, sem vitað er,
að eru Svartahafsveldi og þar
af leiðandi Miðjarðanhafsveldi,
gátu eklki látið afskiptaliaus ráða-
brugg þeirra, sem hafa yndi af
hernaðarævintýnum, sem fram
fara í næsta nágrenni við landa-
mæri Sovétríkjanna og annarra
sósíalistísikra ríkja.
stuðningur við stefnu ríkis-
stjórnarinnar í málinu.
Umsókn íslands um aðild
að Fríverzlunarbandalaginu
mun nú verða lögð fram á
ráðherrafundi EFTA í Vínar-
borg síðar í þessum mánuði.
í kjölfar þess munu væntan-
lega hefjast samningaviðræð-
ur við Fríverzlunarbandalag-
ið og kemur þá í ljós með
hvaða kjörum ísland getur
gerzt aðili að þessu banda-
lagi. Aðild að Fríverzlunar-
bandalaginu hefur reynzt
þátttökuríkjunum mjög heilla
drjúg og eru t.d. Norðurlönd-
in mjög ánægð með þann
árangur, sem þetta samstarf
hefur borið. Þess vegna munu
íslendingar fylgjast af at-
hygli með framvindu þessara
mála.