Morgunblaðið - 14.11.1968, Side 20

Morgunblaðið - 14.11.1968, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. N' EMBER 1968 IrnmlKmKmmi númerið kaffihússins, sem ég bý uppi yfir. Ef svo skyldi vilja til, að þér þyrftuð að ná í mig, þurfið þér ekkert að óttast að ég fari að afklæða mig. Núorðið er ég kyrr í fötunum, að öllu sjálf- ráðu. Það var ofurlítil beizkja í mál rómnum, en þó ekki mjög Eftir andartak var hún farin að hæð- ast að sjálfri sér: — Og það er víst betra fyrir alla hlutaðeigandi. Maigret fann ekki sjálfur fyrr en hann hafði lokað dyrunum á eftir henni, að hann hafði tekið í höndina sem hún rétti honum. Broddflugan var enn að sveima undir loftinu, eins og hún væri að reyna að komast út, og ám þess að taka eftir galopnum gluggunum. Frú Maigret hafði látið þess getið um morguninn, að hún mundi koma á blómatorg- ið og spurt, hvort hann væri laus á hádegi, og gæti hitt hana þar. Nú var komið hádegi. Hann stanzaði, eins og í vafa. og hall- aði sér út um gluggann, þaðan Svo andvarpaði hann og greip s mann. sem sjá mátti niður á árbakk- ann. — Biðjið hann Boissier að líta lnn til mín. Sautján ár voru liðin síðan þessi hjákátlegi atburður gerðist í Tunglstræti, og nú var Mai- gret orðinn háttsettur embættis- maður í morðdei'ldinni. Skrítin hugdetta greip hann — næstum barnaleg löngun. Hann greip aft ur símann. — Dauphine-krána! Um leið og dymar opnuðust og Boissier kom inn, sagði hann í símann: — Sendið mér einn Pernod En er hann leit á liðþjálfann, sem var með stóra svita-hálf- mána á skyrtunni, í handarkrik- unum, bætti hann við: — Hafið þá tvo! Tvo Pernod, þakka yð- ur fyrir. Blásvart yfirskeggið á Boissi- er sem var ættaður frá Provence titraði af ánægju, og hann settist úti við gluggann og þurrkaði svitann af enninu. 2. kafli. Eftir að hafa skedlt í sig gúl- sopa af Pernod, varð Maigret að koma sér að efninu. — Segðu mér, Boissier hvað veiztu um Alfred Jussiaume? — Hann Dapra Frissa? — Sá er maðurinn. Og næstum samstundis færðist skuggi yfir andlit liðþjálfans, hann leit áhyggjufullum aug- um á Maigret og spurði með breyttri rödd og gleymdi að smakka á uppáhaldsdrykknum sínum: — Hefur hann nú verið að verki? Þessi liðþjálfi var alltaf eins, vissi Maigret. Hann vissi líka hversvegna hann var svona, og að það var fyrir einhverja sér- staka lagni, að hann sjálfur var eini fulltrúinn, sem Boissier leit réttu auga. Hefði rétturinn skeð, hefði hann sjálfur átt að vera orðinn fulltrúi og hefði líka verið orð- inn fyrir löngu, hefði hann kunnað nokkuð í réttritun og skrifað öðruvísi en barna- skólakrakki. Af þessu leiddi, að hann hafði aldrei staðizt ein- földustu próf. En samt höfðu nú máttarvöld- in — aldrei þessu vant — farið skakkt að. Þau höfðu sett yfir deild hans Peuchet yfirfulltrúa, gamlan jaxl sem alltaf var hálf- sofandi, og þannig var það Boiss ier, sem vann allt verkið, að skýrslugerð undantekinni, og stjórnaði samverkamönnunum. En sú deild hafði ekki morð- mál til meðferðar, eins og deild Maigrets. Og heldur ekki fékkst hún við viðvaninga svo sem búð armenn, sem stungu af með kass- ann eða neitt þessháttar 6 Viðskiptavinirnir, sem Boissier hafði til meðferðar, voru at- vinnuþjófar allra tegunda, allt frá gimsteinaþjófum, sem settust að í stóru gistihúsunum við Champs Élysées, niður í banka ræningja og innbrotsþjófa, sem höfðust við í lakari hverfunum, eins og Jussiaume. Þess vegna 'litu þeir hlutina allt öðrum augum en mennirnir í Sérdeildinni. Hjá Boissier voru kunnáttumenn í báðum liðum. Þar börðust æfðir menn báðum megin. Það var ekki svo mjög spurt um sálfræðikunnáttu held ur náin kynni af sérkennum og sérvizku allra, sem í hilut áttu. Það var alls ekkert óalgengt NÝ VERZLUN Að Grensásvegi 12 hefur verið opnuð verzlun með sælgæti, tóbak, pylsur og ýmislegt fleira. Þar munum vér kappkosta að að verða við öllum óskum tilvonandi viðskiptavina. POLARBAR. tilUaimifU, Jólamnrkaður Austursfræti 17 — LÍKAST ÆVINTÝRI UM AÐ LITAST — Það var bara áskorun um að kasta ekki pappír á gangstétt- ina. að sjá liðþjálfann sitja i gang- stéttarkaffihúsi hjá innbrotsþjóf í mestu rólegheitum, og hvað Ma igret snerti, þá hefði hann tæp- ast getað hugsað sér að sitja þannig í hrókaræðum við morð- ingja. — Það er langt síðan þú hefur hafzt nokkuð að, Julot. — Rétt segið þér, liðþjálfi. — Hvenær stakk ég yður inn síðast? — Það hlýtur að vera farið að nálgast hálft án — Er ekki farið að lækka í buddunni? Ég skal bölva mér uppá, að nú ertu eitthvað að brugga. Það að Dapri Frissi hefði hafzt eitthvað við, án vitundar Boissiers fór í taugarnar á síð- arnefnda. — Ég veit nú ekkert, hvort hann hefur gert eitthvað ný- lega, en Lengjan er rétt nýfar- in frá mér. Þetta nægði til að huggá lið- þjálfann. — Hún veit ekkert í sinn haus fullyrti hann. A'lfred er ekki sá maður að hann fari að blaðra um atvinnumál við kvenmann, jafnvel þótt kona hans sé. Og sú mynd af Jussiaume, sem Boissier nú tók að draga upp, var alls ekki ólík þeirri sem Ernestine hafði teiknað, enda þótt hann legði meiri áherzlu á sjálfa atvinnumennskuna. — Ég er orðinn hundieiður á að vera að nappa svona náunga og senda hann í Steininn Síðast þegar þeir gáfu" honum fimm ár, var ég rétt farin að skamma talsmanninn hans, fyrir vankunn áttu. Enda er þessi lögfræðing- ur sannkallaður óviti. Það lé ekki beint fyrir, hvað Boissier átti við með vankunn- áttu, en skoðun hans varð ekki dregin í efa. — Það er enginn í allri París- arborg, sem jafnast á við Al- fred í því að brjótast inn í hús, fullt af fólki, án þess að gefa hljóð frá sér, svo að hann vek ur ekki einusinni köttinn.Fag- lega séð er hann listamaður. Og sem meira er: hann þarf ekki neinn til að gefa sér bendingar eða standa á verði eða neitt þess- háttar. Hann vinnur einn síns liðs, án þess að hrökkva nokkurn- tíma við. Hann drekkur ekki, kjaftar ekki frá, og gerir ekki uppistand á knæpunum. Með sinni gáfu ætti hann að geta lif- að kóngalífi. Hann kann utan- bókar hvar hann getur fundið hundruð peningaskápa, sem hann hefur komið fyrir sjálfur. og lás ana á þeim þekkir hann til full- 14. NÓVEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Gættu hófs í orði og verki. Reyndu að fylgja ekki straumnum um of. Nautið 20. apríl — 20. maí Reyndu að beita þér fyrir málamiðlun, en vera hægfara. Tvíburarnir 21. mai — 20. júní Óhóf í skemmtun er engum til gleði til lengdar. Reyndu að spara við þig. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Reyndu að bíða átekta, það er þér sjálfum hollast. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Vertu ekki að festa fé í neinu, því að það veldur öðrum eingöngu vonbrigðum og áhyggjum. Hagræðingar á heimilinu verður gagnleg. Meyjan 23. ágúst — 22. september Þú hefur mikinn lifskraft, og ert því líklegur til að bjóðast til að vinna fleira en þúe rtmaður til að framkvæma. Vogin 23. september — 22. október Það góðgerðarfélag, sem þér er kærast þarfnast þín. Hafðu fjárframtölin í lagi, því allt annað kann að verða þér dýrkeypt. Astamálin eru nærtæk. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Haltu fast við fyrri áæltanir, því að það er dýrt að breyta til á elleftu stundu. Notaðu daginnveltil að kynna þér aðal áhugamál þín. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Haltu nú skapstillingu þinni. Betra er að gera svolítið minna en að taka til við áður óþekkta hagræðingu málanna. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Taugaóstyrkur og álag kunna að leiða þig til umframútgjalda Ráðgastu heldur við vini þína og farðu að þeirra ráðum, en segðu engum frá því. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Notaðu almenna skynsemi i öllu. Vertu hreinskilinn og láttu aðra um að vinza úr, það sem þeir vilja. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Ekki hagstæður tími til fjárfestingar. Sökktu þér niður í skyldu störfin, og farðu snemma í rúmið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.