Morgunblaðið - 14.11.1968, Síða 24
ALLT MEÐ
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1968
ALVARLEGT
BIFREIÐASLYS
- 4 LICCJA í SJÚKRAHÚSI
ALVARLEGT bifreiðaslys varð
á Hafnarfjarðarvegi við Hrauns-
holtslæk um kl. 18,30 í gær er
bifreið lenti þar á brúarhandriði.
í bifreiðinni, sem var Skodabif-
treið voru 3 konur ogr einn karl-
maður, sem ók, bifreiðin og fólk-
ið var frá Hafnarfirði.
Allir sem í bifreiðinni voru
Islösuðust og voru futtir í Slysa-
'varðstofuna. Allir munu hafa
slasazt töluvert mikið. Ekki
'var búið að kanna meiðsli fólks-
íns þegar blaðið fór í prentun í
'nótt, en um var að ræða grófa
höfuðáverka, brjóstáverka og
(beinbrot. Einnig mun fólkið hafa
skorizt og marizt nokkuð.
Allt fólkið var lagt inn í Borg-
arspítalann eftir rannsókn á
'Slysavarðstofunni.
Ágreiningurinn um kostnnð
vegnu tilkynningnrskyldu bntn
til Reykjavíkur, heldur sé nægi-
legt að senda þær loftskeyta-
stöðinni á ísafirði.
Búast má yið að bátaeigendur
haldi áfram að láta báta sína til-
kynna sig, en mótmæli greiðslu-
kvöð.
Isafirði 13. nóvember.
Kominn er upp ágreiningur hér
vestra út af tilkynningarskyldu
fiskiskipa. Skipunum er gert að
tilkynna um staðarákvörðun
sína þrisvar á sólarhring og eru
þessar tilkynningar síðan sendar
til Slysavarnafélagsins í Reykja-
vík. Er ætlast til að bátaeigendur
greiði kostnað vegna skeytasend
inga á þessum tilkynningum frá
ísafirði til Reykjavíkur og nem-
ur hann hálfu skeytagjaldi, eða
samtals 43,50 kr. á sólarhring.
Líta bátaeigendur svo á að hér
sé verið í fyrsta lagi, að baka
þeim óvænt útgjöld, sem geti
numið um 10.000 kr. á bát á ári.
í ö'ðru lagi, að hér eigi að vera
um opinbera þjónustu að ræða
og í þriðja lagi, að engin þörf sé
á að senda þessar tilkynningar
Kynningarkvöld
Heimdallar
Kynningarkvöld verður í kvöld
að Himinbjörgum, Valhöll við
Suðurgötu.
Steinar Berg Björnsson for-
maður Heimdallar F.U.S. ræðir
um starf Heimdallar. Eldri og
yngri félagar eru hvattir til að
fjölmenna.
Séð út yfir Eiðaþinghá frá Lagarfljótsbrú. Þarna er nú flóð yfir tugum hektara lands og sjá má
trjátoppa og rafmagnslínustaura risa upp úr vatnsflaumnum. Ljósm.: Mbl. Hákon Aðalsteinsson.
Gifurlegt vatnsveður á Austurlandi:
Stdrfldö vegaskem mdir og skriðuföll
Tjónið nemur milljónum króna — Veðrinu var að slota i
gærkvöldi, en \já var viða simasambandslaust
GfFURLEGT vatnsveður hefur
verið á Austurlandi síðustu daga
og hefur þar orðið milljóna tjón
á vegum og ræktuðu landi vegna
vatns og skriðufalla. Skemmdir
eru ekki nærri kannaðar ennþá,
en viðgerðir eru hafnar þar, sem
þeim var við komið vegna flóða.
Ekkj var hægt að hafa samband
við alla staði vegna sambands-
leysis. í byrjun vikunnar hafði
mikið snjóað í fjöll á Austur-
landi og aðfaranótt mánudags
gerði þar stórrigningu og hljóp
þá vöxtur í læki og ár og varð
mun meiri vegna snjóanna á fjöll
1
Minkur drop
13 hænur
Egilsstöðum 13. nóvember.
f NÓTT komst minkur i
hænsnahús á Eiríksstöðum á
Jökuldal. Drap hann þar 13
hænur og raðaði þeim sniyrti
lega í 2 hauga. Minkur er nú
að ná bólfestu á Jökuldal og
er þegar búinn að gera nokk
urn usla þar. — Hákon.
Brezki togarinn Boston Phatom:
Skipstjórinn neitar
staöarákvöröun
— dómur kveðinn upp i dag
ísafirði, 13. nóvember.
í GÆRKVÖLDI hófst í saka-
dómi ísafjarðar rannsókn í máli
Williams Rawcliffe, skipstjóra á
brezka togaranum Boston Phant-
om frá Fleetwood, sem varðskip
Minningarsjóður um
Ármann Sveinsson
VINIR Ármanns Sveinssonar
hafa ákveðið að stofna sjóð til
minningar um hann. Til sjóðsins
er stofnað með leyfi Helgu Kjar-
an, ekkju Ármanns Sveinssonar.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja
unga efnilega menn eða konur
til rannsóknarstarfa og ritgerð-
arskrifa um einstök þjóðmálavið
fangsefni, hvort heldur er lýtur
að stjórnmálum, íslenzku at-
vinnulífi eða öðru er snertir heill
íslenzku þjóðarinnar. >á mun
sjóðurinn hlutast til um að ýmiss
skrif og verk Ármanng Sveins-
sonar yerði gefin út.
Tekið verður á móti stofnfram
lögum í dag og næstu daga í
Bókaverzlun ísafoldar, Austur-
stræti, Bókaverzlun Lárusar
Blöndal, Vesturveri og Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundsson,
Austurstræti. Undirbúningsnefnd
mun einnig taka á móti stofn-
framlögum. Nefndina skipa:
Hilmar Knudsen, Ólafur B.
Thors. Pétur Sveinbjarnarson,
Guðmundur Þorgeirsson og Ragn
ar Kjartansson.
Auk þess gefst mönnum kost-
ur á að gerast styrktarmenn
sjóðsins, en styrktarmönnum er
ætlað að greiða árlegt framlag
til sjóðsins og kjósa sjóðnum
istjórn.
Væntanlegir styrktarmenn eru
beðnir að hafa samband við und
irbúningsnefnd.
ið Albert tók að veiðum innan
fiskveiðimarkana út af Arnar-
firði í fyrrakvöld.
Réttarhöldum var haldið
áfram í ailan dag og lauk rann-
sókn málsins kl. 19.30 í kvöld
og hefur það verið tekið til
dóms. Mun dómur væntanlega
verða kveðinn upp í fyrramálið.
Skipstjórinn mótmælti alveg
staðarákvörðunum varðskips-
manna, viðurkenndi að hafa ver
ið að veiðum, en neitaði að hafa
verið innan fiskveiðimarkanna.
Dómari í málinu er Björgvin
Bjarnason bæjarfógeti og með-
dómendur hans eru Guðmundur
Ouðmundsson og Símon Helgason.
Verjandi skipstjórans er Bene
dikt Blöndal, hrl., en fulltrúi
saksóknara ríkisins er Jónatan
Sveinsson.
í réttarhöldunum hefur ekk-
ert komið fram um það að um-
ræddur togari átti að fá að reyna
veiðar innan íslenzku fiskveiði-
markanna til þess að gera til-
raunir með nýtt afísingartæki.
Mun skýringin sú að leyfi fyrir
slíkum veiðum hafa enn ekki
verið veitt. — H.T.
um.
Strax í fyrradag varS ófært á
milli Reyðarfjarðar og Eskifjarð
ar við Sómastaði og eins í Norð-
firði í Skuggahlíðarbrekkum. Þá
var Suðurfjarðarvegur einnig
ófær í Reyðarfirði.
Rigningarnar héldu áfram í
fyrrinótt og í gær komu í ljós
mun meiri skemmdir.
Ef byrjað er syðst á Austfjörð-
um eru mestar skemmdir á eftir
töldum stöðum: Við Hamarsá við
Hamarsfjörð var byggð ný brú
í sumar og vamargarðar í sam-
bandi við það, en í gær hafði
áin rofið stórt skarð í veginn og
varnargarðinn.
Eins hafði Geithellnaá farið
yfir veginn utan við brúna og
sömu sögu er að segja um Fossá
í Berufirði.
Skriðuvatn í Skriðdal hefur
hækkað svo mikið að flætt hefur
yfir veginn, sem liggur yfir
Breiðdalsheiði.
Gífurlegar skemmdir hafa orð
ið á vegum, brúm og ræsum á
Frambald á bls. 23
Ný verðlngs-
ókvæði í dog
VERÐLAGSSTJÓRI skýrði Morg
unblaðinu frá því í gær að ný
verðlagsákvæði í samræmi við
lög um bráðabirgðarráðstafanir
vegna gengisbreytingar liggi
væntanlega fyrir síðdegis í dag.
Aðspurður um hækkun á olíu
og benzíni sl. mánudag sagði
verðlagsstjóri, að hækkunin hafi
átt sér stað sökum þess að birgð
ir af benzíni og olíum í landinu
hafi verið ógreiddar erlendis.
Timinn
styttist —
kaupið miða —
gerið skil
ÓÐUM styttist nú tíminn þar
til dregið verður í Lands-
happdrætti Sjálfstæðisflokks-
ins, eða átta dagar. Vinningar
eru tvær glæsilegar Mereedes
Benz-fólksbifreiðar, af nýjustu
árgerð, og er verðmæti þeirra
samtals um ein milljón.
Miðar eru seldir í happ-
drættisbifreiðunum, sem
standa við Austurstræti, og
kostar hver miði aðeins 100
krónur. Þá eru miðar einnig
seldir á skrifstofu happdrætt-
isins í Sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll, og þar er einnig
tekið á móti skilum. Eru
menn, sem enn hafa ekki gert
skil á þeim miðum, sem þeir
fengu senda, beðnir um að
gera það hið fyrsta.