Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
■Últgiefandi H.f. Ánvafeuiir, Reykjavífc,
Fnamkvaemdasfcj óri Haraildur Sveinsson.
•Ritstjórai' SigiurSur Bjarnason frá Vi'guir.
Matfchías Jdhanness'en.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Ritstj ómarfulltrúi Þorbjörn Guðtnundsson,
Frétfcaisfcjéri Björn Jóiiannsson.
Auglýsinigastjóri Áxni Garðar Krisfcinsson.
EHstjórn og afgreiðsla Aðalstræti. 6. Sími lö-lOð.
Auiglýsingaii? Aðalstræti @. Síml 2i2-4-'8ö.
Áakriftargj'ald kr, 150.00 á mánuði innanlands.
I lausasöitt kr. 10.00 eintakið.
STÓRIÐJA
í STRAÚMSVÍK
jT’ftir nokkra mánuði hefst
tilraunaframleiðsla í ál-
bræðslunni í Straumsvík og
síðar á árinu nær starfsemin
fullum afköstum. Fyrst í stað
munu 360 starfsmenn vinna
við verksmiðjuna en þegar
. hún hefur verið stækkuð mun
hún veita 500 manns atvinnu.
Þegar þessi fyrsti áfangi ál-
bræðslunnar verður kominn í
fullan gang, mun hún velta
um 1400 milljónum króna, en
eftir stækkun hennar verður
veltan um 2800 milljónir
króna.
Sérstaka athygli vekur, að
langflestir æðstu stjórnendur
álbræðslunnar verða íslend-
ingar. Svissneska álfélagið
hefur lagt í mikinn kostnað
við þjálfun íslenzkra starfs-
krafta, og hefur reynslan af
hinum íslenzku starfsmönn-
um verið svo góð, að lang-
flestir æðstu starfsmenn verk
smiðjunnar verða íslenzkir og
svo að sjálfsögðu annað starfs
lið. Er mjög ánægjulegt, að
‘íslendingarnir, sem þarna
hafa valizt til starfa, hafa til-
einkað sér svo fljótt nýja
þekkingu og nýja tækni í sam
bandi við álframleiðslu og
rekstur slíks fyrirtækis.
Auk hins beina hagnaðar,
sem við munum hafa af
rekstri álbræðslunnar og
þeirrar miklu atvinnu, sem
starfræksla hennar skapar
munum við hafa margvísleg-
an óbeinan hagnað af þessari
starfsemi. Fjölmargir aðilar í
viðskipta- og athafnalífi
munu að sjálfsögðu hafa hagn
að af viðskiptum við svo
‘stórt atvinnufyrirtæki á ís-
lenzkri grund.
Þegar samningar um ál-
bræðsluna voru gerðir, var
mikill vöxtur og uppgangur í
íslenzku þjóðlífi og atvinnu-
lífi. Sjávaraflinn hafði aldrei
verið meiri og verðlag á afurð
um okkar erlendis aldrei ver-
ið hærra. Á þeim tíma þurfti
harða baráttu til þess að fá
því framgengt, að þetta fyrir-
tæki risi á íslandi. Nú þegar
álbræðslan tekur til starfa er
ástandið á annan veg. At-
. vinnulíf þjóðarinnar hefur
orðið fyrir þungu áfalli og
verulegs atvinnuleysis gætir.
Löngu áður en álbræðslan tek
ur til starfa hafði framvinda
mála á okkar landi sannað
réttmæti þeirra röksemda,
sem færðar voru fram fyrir
því að byggja ætti þessa verk
smiðju.
Væntanlega verður reynsla
tveggja síðustu ára til þess,
að ekki þarf á ný að heyja
aðra eins baráttu fyrir at-
vinnuuppbyggingu á íslandi
eins og þurfti í sambandi við
álbræðsluna. Nú er ötullega
unnið að rannsóknum á sjó-
efnavinnslu hérlendis og
margt bendir til þess, að á því
sviði muni næsta stóriðjufyr-
irtæki á íslandi rísa. En einn-
ig hefur verið rætt um önnur
verkefni og í því sambandi er
ástæða til að minna enn á
olíuhreinsunarstöðina, sem
skapa mundi mjög mikla
möguleika í sambandi við
margvíslegan efnaiðnað hér á
landi. Er þess nú að vænta,
að hraðað verði svo sem kost-
ur er öllum undirbúningi þess
ara mála, þannig að ekki líði
á löngu þar til ný stóriðju-
fyrirtæki verða byggð við
hlið álbræðslunnar.
SKRÍPALEIKUR
f Tm áramótin var því lýst
^ yfir, að Sósíalistaflokk-
urinn hefði verið lagður nið-
ur, en nú er komið í ljós, að
Sósíalistafélag Reykjavíkur,
sem jafnan hefur verið
stærsta einingin í Sósíalista-
flokknum starfar enn. Óhjá-
kvæmilegt er því, að skýr
svör verði gefin um það,
hvort fyrirhugað er, að þetta
félag starfi áfram, en allt
bendir nú til að svo sé.
Forráðamenn Kommúnista-
flokksins lýstu því yfir
skömmu eftir landsfund
flokksins, að frá áramótum
mættu meðlimir flokksins
ekki vera í öðrum stjórnmála
samtökum, þ.á.m. Sósíalista-
félagi Reykjavíkur. Nú hafa
borizt fregnir um, að allir
helztu leiðtogar hins endur-
fædda Kommúnistaflokks séu
enn meðlimir í Sósíalistafé-
lagi Reykjavíkur, og gefur
því auga leið að þeir eru ólög-
legir meðlimir í Kommúnista
flokknum, sem skírður var í
byrjun nóv. sl.
Augljóst er, að hér er hafð-
ur í frammi hinn ómerkileg-
asti skrípaleikur og er nánasfr
ótrúlegt, hve langt kommún-
istar ganga í að ofbjóða því
fólki, sem fram til þessa hefur
veitt þeim stuðning með at-
kvæði sínu. En sú staðreynd,
að Sósíalistafélag Reykjavík-
ur starfar enn og að helztu
leiðtogar Kommúnistaflokks-
ins eru enn meðlimir þess,
bendir ótvírætt til þess, að
vantrú á hið nýjá fyrirtæki
sé mjög útbreidd og að þess-
VŒJ
UTAN ÚR HEIMI
Verður „nýr Strauss"
kanzlari ai hausti?
Bjórkönnusveiflandi Bayernbúinn befur skipf um föt
í fleiri en einum skilningi
BANDALAG Kristilegra
sósíalista í V-Þýzkalandi
(CSU), flokkur hins um-
deilda Franz-Josef Strauss,
sem einkum hefur haft
fylgi í suðurhéruðum V-
Þýzkalands, og þá sérstak-
lega Bayern, og er einskon-
ar armur kristilegra demó-
krata, hefur nú hafizt
handa um að afla sér fylg-
is um landið allt, og gæti
sú sókn leitt til þess að
hinn makalausi fjármála-
ráðherra yrði kanzlari V-
Þýzkalands í haust. Strauss
hefur þegar hafið barátt-
una fyrir málefnum sínum
og flokks síns fyrir kosn-
ingarnar sem fram eiga að
fara í september. í snemm-
búinni kosningaræðu veitt-
ist hann harðlega að öfga-
mönnum bæði til vinstri og
hægri, og mun með því
hafa haft í huga að höfða
til hinna fjölmörgu Þjóð-
verja, sem frjálslyndir eða
miðflokks teljast, og greini
lega eru orðnir þreyttir á
fálmkenndum aðgerðum
núverandi samsteypustjórn
ar landsins varðandi stúd-
entaóeirðirnar annars veg-
ar og lýðskrumi öfgamanna
til hægri hins vegar.
Strauss mælti svo fyrir á
flokksþingi Bandalags kristi-
legra sósíalista í Munchen
nýlega, að varpa fyrir róða
orðinu „íhaldssemi1' úr stefnu
skrá flokksins, en nota þess í
stað það orðalag, að „CSU sé
einnig íhaldssamt afl“. Hann
kynnti CSU sem framfara-
sinnaðan flokk á tækniöld.
í anda slagorða sinna um
að „þennan flokk varðar
ekki um hvaða augum menn
líta hann“, hvatti Strauss
flokksmenn sína til baráttu
við Sósíaldemókrata og kristi
lega Demókrata núverandi
stjórnarflokka. Þetta kom
mjög illa við Kiesinger kanzl
ara, sem mun að undanfömu
hafa mjög velt því fyrir sér
að reyna að halda núverandi
stjómarsamstarfi áfram næstu
fjögur árin.
RÉTTI TIMINN?
Sú spurning, sem nú brenn
ur á vörum allra, sem með
stjórnmálum fylgjaist í Þýzka
landi, er sú hvort Herr
Strauss teldi að nú sé rétti
tíminn til þess að reyna að
komasit í kanzlaraembættið. Ó
vinir Strauss telj a hann fjand
ann sjálfan með horn og hala,
sem rætur sínar eigi í nýlega
afstaðinni fortíð Þýzkalands.
Þeir segja að hann hafi að-
Hinn nýi Strauss — hefur
létzt um mörg kíló og klæðist
jakkafötum með íhaldssömu
sniði.
eins eifct takmark í lífinu: Að
verða kanzlari V-Þýzkalands
og leiða þjóðina síðan íanda
þjóðernisstefnu. Vinir Strauss
telja hinsvegar að hinn
þybbni leiðtogi CSU sé eini
stjórnmálamaður landsins
„með þjóðlegt hugarfar", sem
geri sér ljósa grein fyrir fram
tíðarhlutverki Þýzkalands í
Evrópu.
Sannleikans má að líkind-
um leifca þarna mitt á milli.
Það orðspor, sem af Strauss
fer sem Grýlu í þýzkum
stjórnmálum, stafar frá hlut-
verki því, sem hann gegndi
í „Spiegelmálinu" svonefnda
1962. Hann neyddist til að
segja af sér embætti varnar-
málaráðherra eftir að hafa
krafizt fangelsunar nokkurra
ritstjóra tímaritsins „Spiegel"
eftir að tímaritið hafði birt
grein þar sem viðbúnaður V-
þýzka sambandshersins og á-
stand innan hans var harð-
lega gagnrýnt.
PÓLITÍSK ENDUR-
FÆÐING
Síðan þetta gerði9t hefur
Strauss nánast endurfæðst í
þýzkum stjórnmálum. oglíkja
margir því við feril Nixons
í Bandaríkjunum. Hann dró
sig í hlé um tíma í heimaríki
sínu, Bayern, og ákvað að
bæta þar við hagfræðiþekk-
ingu sína með formle-gum lær
dómi. Á daginn kom að þetta
reyndist skynsamleg ákvörð-
un. Herr Strauss hafði varla
fyrr lokið námi sínu, er hann
var til þess kvaddur 1966 að
taka við embætti fjármálaráð
herra í stjórn Kiesingers.
Hann er talinn hafa stað-
ið sig vel í þeirri stöðu, jafn-
vel af andstæðingum hans, og
Strauss hefur umbreyfct per-
sónu sinni, ekki ósvipað Nix-
on. í stað bayersku leður-
buxnanna og bjórdrykkju-
svips, hefur hann komið sér
-'upp hornspangagleraugum,
tgengur í jakkafötum með í-
'haldssömu sniði, og hefur
Igrenn-t sig um mörg kíló.
Strauss var upphaflega
iákafur stuðningsmaður og að
dáandi Bandaríkjanna. Síðar
hreifst hann af Gaullisman-
um hugmyndum hans um eina
Evrópu frá Atlantshafi til Úr
alfjalla. Frá því að Stra-uss
tók sæti í samsteypustjórn-
inni, hefur gagnrýni hans á
franska forsetann hinsvegar
stöðugt farið harðandi. Séð
frá bæjardyrum Strauss er
lítið vit í því að Bonn leiki
á aðra fiðlu fyrir annars
flokks stórveldi á sam-a tíma
og hagsmunir Bonn eru fcengd
ir Washington órjúfandi bönd
um. Stefnubreytin-g Strauss
gagnvart Frökkum hefur flutt
Strauss skrefi framar Kies-
inger kanzlara, sem mjög hef
ur hallast að Frökkum, en
verið lítt launað fyrir það
frá París.
„EPLIÐ í ALASKA“
St j órnmálaf r amgirni
Strau9S er á allra vitorði. Fyr
ir skömmu reyndi hann að
draga fjöður yfir hana með
því að lýsa því yfir að hann
vildi „heldur rækfca epli í Al-
aska en verða kanzlari". En
honum er fullkunnugt um, að
fjöldi Þjóðverja sjá í honum
manninn, sem gæti verið svar
ið við hinni þögulu en vissu-
leg-a djúpstæðu þrá landsbúa
eftir nýrri þjóðlegri einingu.
Ýmsir þeir, sem með mál-
Framhald á bls. 18
um mönnum þyki öruggara
að hafa eitthvað annað sér til
trausts og halds en þá flokks-
ómynd, sem sagt var að hefði
verið stofnuð fyrir tveimur
mánuðum.
ÁSTÆÐA TIL
BJARTSÝNI
í viðtali við eitt dagblaðanna
* fyrir skömmu, um brun-
ann á Akureyri lýsti forstjóri
SÍS yfir því, að sérstök
ástæða hefði verið til bjart-
sýni í sambandi við rekstur
verksmiðja SÍS á Akureyri
nú, vegna þess að gengisbreyt
ingin hefði mjög greitt fyrir
framleiðslu- og sölumöguleik
um, ekki sízt í sambandi við
útflutning.
Þessi ummæli forstjóra SÍS
eru mjög eftirtektarverð og
ganga algerlega gegn þeim
sjónarmiðum, sem helztu for-
ustumenn Framsóknarflokks-
ins hafa haldið fram um, að
gengisbreytingin mundi ekki
verða atvinnuvegunum að
gagni. Er sérstök ástæða til
að ráðlegga forustumönnum
Framsóknarflokksins, sem
sumir hverjir eru valdamiklir
ráðamenn SÍS að kynna sér
þessi ummæli forstjórans og
þær staðreyndir, sem að baki
liggja.