Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1969. Tékkarnir vðldu að leika hérlendis Neituöu Dönum um landsleiki Handknattleiksliðið sem mæta á Tékkunum á sunnudaginn hefur verið við æíingar sinar af fullum krafti. Allir vonast til þess að veikindafaraldur eða önnur óhöpp skaði liðið ekki því vissulega er ástæða til að ætla að góður árangur náist ef allt fer fram sem horfir. Heimsmeistaralið Tékka hefur nú þegar lagt upp í íslandsförina. Liðið leikur tvo landsleiki við Svía í Gautaborg og Málmey áður en það kemur hingað. Því hefur verið haldi'ð fram í dönskum blöðum að liðið sé nú veikara en þá er það vann hekns meistarakeppnina og er í þeim ummælum stuðst við umsagnir bæði tékkneskra leikmanna og Könings þjálfara liðsins. Tékkar hafa um áraraðir verið fremstir eða í fremstu röð hand- knattleikslþjóða. Leikirnir um helgina eru því einhverjir þeir stærstu sem leikmenn eða leik- endur geta óska'ð sér — og að sjálfsögðu fyllum við húsið i bæði skiptin. Engin íþrótt á ís- landi hefur fram til þessa náð jafn langt á alþjóðamælikvarða og handknattleikurinn. Danir báðu Tékka um leiki í þessari „Norðurlandaferð“ þeirra, VELJUM ÍSLENZKT Um sama leyti barst tilboð ís- lenzka handknattleikssambands- ins. Tékkarnir tóku boðinu héðan en neituðu Dönum. Þeir leika því í þessari ferð aðeins vfð Svía og íslendinga. Það er sannarlega heiður við ísl. handknattleiksmenn. Og við áhorfendur ættum ekki að láta okkar eftir liggja. Lech í Sviss. íslendingar í hópum til skíðaiðkana í Sviss Útsýn með skipulegar ferðir þangað í vetur VIÐ höfum aldrei selt eins mik- ið af skíðum og nú og skíðaáhugi fólks hér á landi er alveg ótrú- legur miðað við það, að aldrei er hægt að treysta á nokkurt snjóatímabil eða stöðuga skíða- iðkun. Það er af þeim sökum að mér er það bæði ljúft og skylt að mæla með utanferð til beztu skíðastaða Evrópu þegar hennar er völ. Eitthvað á þessa leið komst Kristinn Benediktsson að orði er hamn á fundi með fréttamönnum í gær skýrði frá fyrirhuguðum hópferðum til úrvalsskíðiastaða í Sviss og sýndi kvikmynd frá Lech í Svisslandi sem orðið hef- ur fyrir valinu hjá Útsýn í vet- ur. Krisitinn sagði m.a.: Ferðaskrifstofan Útsýn hefur nú ákveðið að hefja skíðaferð- ir til skíðastaða í Evrópu og hef- ur hún leiitað til mín og beðið rriig um að skipuleggja fyrir sig þessar ferðir, þar sem ég hef síðastliðna 10 vetur dvalizt meira og minna á flestöllum bezitu skíðaStöðum Bvrópu bæði við skíðakeppnir og mér til fróðleiks. Var mér mikið gleðiefni að fá tækifæri til þess að geta kynnt þessa dásamlegu staði og íþrótt, eins og hún er iðkuð í Mið-Ev- rópu. Það færist nú mjög í vöxt að taka hluta af fríinu sínu á veturna, og kemur sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Að þessu sinni hefur orðið fyr ir valinu staður I Arlberg í Aust urríki, sem heitir Lech. Lech er einn af beztu s'kíðastöðum Ev- rópu og þaðan hafa margir af beztu skíðamönnum Austurríkis komið t.d. Egon Zimmermann og Opmar Schneider. Á þessu svæði, Arlberg, sem nefnd hefur verið „hin hvíta skíðaparadís“, er meðal annars skíðastaða Zurs, St. Christoph, Stuben, St. Anton og Lech. Milli allra þessara staða er hægt að ferðast á skíðum. Skíðailyftum er alveg sérstaklega vel fyrir kom ið og þær gera skíðaiðkendum það kleift að ferðast frá fjalli til fjalls. Til ga.mans má nefna að samanlögð lengd skíðabrautanna er ca. 150 km. Aðalástæðan til þess að þessi staður var valinn er að snjór er þar alveg öruggur á þesisum tíma og einnig mjög sólríkt. Þá hef- ur Lech einnig margt annað upp á að bjóða fyrir ferðamenn t.d. Opið bréf til Skíðasa mbands Islands EKKI þykir mér óeðlilegt þó að íslendingar séu hissa á vangetu íslenzkra skíðamanna og jafn- vel íslenzkra íþróttamanna í heild, á undanförnum Olympíu- leikum. Ég hef kynnzt mjög náið þjálf un íslenzkra skíðamanna fyrir siðustu tvo Olympíuleiki og eft- ir þá reynslu segi ég: íslenzkum skíðamönnum er alls ekki gefinn kostur á að standa sig. Það er ekki annað hægt að sjá en að stefnan sé sú að kalla saman lið tæpu ári eða ári fyrir leikana, svona til mála mynda, þá er hægt að senda nokkra úr liðinu á Olympíuleik- ana og þá kemur aðal tilgang- urinn, því hann er sá, að for- ystumenn Skíðasambandsins og Olympíunefndar geti farið sem fararstjórar og þar með séð Ol- ympíuleikana á fullu kaupi. En á síðustu vetrar Olympíuleikum munu fararstjórar hafa verið orðnir á tímabili mun fleiri en keppendur. Þess vegna spyr ég hve miklu fé hafi verið varið í íararstjórn? Einnig spyr ég for- mann Skiðasambandsins hvort hann geti virkilega ekki birt skýrslu þjálfara landsiliðsins? En hún átti að liggja frammi á síð- asta skíðaþingi, en formaður S. K.í. afsakaði það vegna anna og sagðist senda fulltrúum þings- ins hana strax að loknu þingi. Síðan hafa liðið sjö mánuðir, en skýrslan hefur enn ekki séð dags ins ljós. Einnig spyr ég stjórn S.K.f. hvort hún ætli að halda sömu stefnu gagnvart boðurn erlendra aðila til íslenzkra skíðamanna? Sem dæmi get ég nefnt að það hefur sannast að S.K.Í. hefur fengið boð um að senda göngu- roann á mót í Svíþjóð, en þau boð hafa aldrei farið lengra en til S.K.Í. og þar niður í neðstu skúffu, svo ekki sé minnst á boð- ið til íslenzfcra sfcíðamanna, um þjálfun með austurríska ungl- ingalandsliðinu um áramótin 1965—1966. En S.K.f. glopraði þessu boði til Skíðaráðs Reykjia- vífcur, en þar var það fram- kvæmt þannig að aðeins tveim utanbæjarmönnum var boðið að fara, en hin öll Reykvífcingar eða alls um niu rnanns. Þessi för varð hneyksli því aðeins utan- bæjarfólkið féfck að vera með landsliðinu, en hinum vísað frá. Á meðan sátu flestir beztu skíða menn landsins heima. Þetta varð ábyggilega efcki til heilla fyrir íþróttina svo ekki sé meira sagt. Ég hélt að S.K.Í. myndi nú vafcna til lífsins og byrja strax á þessum vetri að æfa upp lið, en þar hefur mér skjátlast, því að ekfcert hefur heyrzt um það og fjárhagsáætkm S.K.f. fyrir næsta ár efcki nema 81.000.00 fcrónur, svo allir geta séð að ekki verður mikið gert fyrir þá veltu. Forráðamenn íþróttarinnar eru ekki í vandræðum með að fegra sína hlið og prédika íþróttaand- ann við hátíðleg tækifæri, en í- þróttaandinn er nú ekki nema í orðunum hjá þessum mönnum, það er ekki svo langt síðan S.K.Í. sýndi á sér annað andlit og var það andlit íþróttamannliegt. * Ég held nú að S.K.Í. ætti að sína í verki hvað hægt er að gera Það vanitar mikið af mótum við erlenda skiðamenn hérna heima svo og erlendis, einnig þarf allt- af að vera langslið í fullri æf- ingu, lið sem er opið í báða enda, út. fyrir þá sem ekki standa sig inn fyrir efnilega skíðamenn og og auðvitað þarf að vera ráðinn þjálfari hjá S.K.f. Það væri nú gott verkefni fyr- ir S.K.f. að koma á Norðurlanda- móti á skíðum. Það væri ekki svo lítil lyftistöng fyrir íþrótt- ina að fá að halda slífct mót hér- lendis. Það þarf ekki að segja nein- um manni að handknattleikur eigi betur við íslendinga en aðr- ar íþróttir. Það er bara haldið rétt á málunum end-a hiafa þeir staðið sig glæsilega. Ég held, að aðrir íslenzfcir íþróttafrömuðir geti margt lært af þeim. Nú virðist Knattspyrnusam- bandið ætla að fara á gtað, með hinum nýkjörna formanni sín- um. Þess vegna spyr ég: Telur stjórn S.K.Í. röðina ekkert vera farna að nálgast sig? Með þökk fyrir birtinguna Hafsteinn Sigurðsson, ísafirði P. S. Þetta bréf barst nokkru fyrir jólin en varð þá að bíða vegna rúmleysis. Skíðasambandið hélt blaðamannafund skömmu fyrir jól og nú þegar er svarað nokkr- um atriðum bréfsins en rétt er að raddir lesenda komi fram og Skíðasambandið hefur frjálst rúm til svana. Sfcautaiðkanir, keiluspil, göngu- túra í sérstökum göngubrautum, kvifcmyndahús og næturlífið er mjög fjölbreytilegt. Perðin hefst föstudaginn 24. janúar og er brottför frá Kefla- vífcurflugvelli með flugvél Loft- leiða kl. 11.00 til Luxemburgar og þaðan áfram til Zúrich, sem ekur farþegum til Lech, en það er u.þ.b. 4 fclst. ferð og til Lech verður komið um miðnættið. Dvalizt verður í Lech í 8 daga, en flogið til bafca frá Zúrich til Lux- emburgar sunnudaginn 2. febrú- ar. Þeir, sem þess óska geta orð- ið leftir í Luxemburg og tekið flugvél Loftleiða nofckrum dög- um seinna, en daglegt flug er milli Luxemburgar og Keflavík- ur. Eins og áður er sagt sér Perða skrifstofan Útsýn um allan undir búning ferðarinnar og gefur einn ig allar upþlýsingar og selur far seðla. Hægt er að leigja allara Skíðaútbúnað í Lech og einnig má geta þess að hægt er að kaupa sér vegabréf, sem gildir í viku og tekið er sem greiðsla í allar Skíðalyfturnar. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur einnig á prjónunum Skipulagn- ingu skíðaferða innanlandis bæði fyrir hópa og einstaklinga um lengri eða skemmri tírraa. Skiðastaðurinn sem íslending arnir fara til. Kristinn sagði að þegar væru bókaðir í fynstu ferð 35 farþeg- ar og vonir stæðu til að áfram- hald yrði á þessum hópferðum. Ferðin kostnar nú 23.600 kr. Úrslit í gærkvöld Jafrateflisleikirnir úr 3. um- ferð í ensku bikarkeppninni sl. laugardag, voru leifcnir í vikunni og urðu þessi úrslit: Á mánudag: Millwall — Middlesbrough 1-0 Á þriðjudag: Arsenal — Cardiff City 2-0 f gærkvöldi: Crystal Palace — Charlton 2-0 Leeds Utd. — Sheffield Wed. 1-3 Leicesiter Cify —Barnsley 2-1 Kettering — Bristol Rovers 1-2 Southampton — Oxford Utd. 2-0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.