Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 16
16
MORGrUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
Sigurjón Einarsson, skipstjóri - Minning
SIGURJÓN EINARSSON fædd-
ist í Gesthúsum í Hafnarfirði, 25.
janúar 1897. Foreldrar hans voru
hjónin, Sigríður Jóhsdóttir og
Einar Ólafsson. Sigríður
var fædd í Lækjarkoti í
Mosfellssveit en Einar að
Eyvindarkoti á Álftanesi. Þau
hjón hófu 1893 búskap í Gest-
húsum, þar sem nú er Vestur-
gata 16 í Hafnarfirði. í Gesthús-
um bjuggu þau hjón allan sinn
búskap og þar fæddust þeim
fimm börn og var Sigurjón
næstelztur. Einar Ólafsson
var skútusjómaður, lengi stýri-
maður, og þótti afburða sjómað-
ur og frá honum hafði sonur hans
síðar þá skoðun sina, að óaðgæzla
og kunnáttuleysi hafi fremur or-
sakaði þau tíðu sjóslys, sem
voru á kútterunum 'en það, að
skipin hafi verið svo aftaka lé-
leg sem slysin gáíu til kynna.
Þeir feðgar, Einar og Sigurjón
voru saman til sjós fyrstu ár Sig
urjóns á skútum og kastaðist
stundum í kekki með þeim feðg-
um, þegar þeim eldra fannst
kappið vera meira en forsjáin
hjá þeim yngra framan af og
urðu þessar samvistir feðganna
Sigurjóni, að hann 'sagði, sá skóli
sem hann síðar á ævinni kunni
vei að meta og jafnan gat hann
föður síns að góðu og þótti mikið
til hans koma.
En þó að kært væri með þeim
feðgum og leiðir þeirra lægju
saman í starfi um hríð var móður
minningin Sigurjóni kærari, svo
sem eðli mannsins er. Á skútutím
an-um var það siður í Hafnarfirði,
að skúturnar drógu upp flagg,
þegar þær voru lagstar á leguna,
til merkis um að allir vænu heil-
ir á húfi um borð. í landi var
beðið með mikillí eftirvæntingu
eftir því að flaggið væri dregið
upp, þegar sikúta kom inn úr
túr. Slysin á skútunum voru um
tíma svo tíð, að aldrei hefur
slysa'saga íslenzkrar sjósókna-r
verið hörm-ulegri -en um skeið á
þeim útvegi. Á hraunbarði fyrir
ofan Gesthús var gott útsýni út
fjörðinn. Sigurjón minntist
margra spora þangað sem krakki,
ýmist eftir beiðni móður sinnar
eða af eigin hvötum, að hyggja
að skútu, 'sem var seint á ferð.
Minningin frá þessum árum lifði
með honum alla tíð og fáir hafa
lofað sjómannskonuna í ræðu
sem riti og Sigurjón. Han-n segir
á einum stað:
— Þær áttu oft erfitt sjómanns
konurnar og margri þeirra var
tíðum þungt í skapi á dögum
skútualdarinnar, þegar stórviðri
geisuðu. Þeim varð ekki svefn-
samt í slíkum veðnum og stu-ndu
þá við í stormhviðunum og bilj-
unum, sem buldu á bæjarþekj-
unni. Þetta gekk inn í börnin,
þegar þaiu höfðu aldur til að
skilja það.“
Þegar Siltholm strandaði í for-
áttuveðri og þeir feðgar, Einar
og Sigurjón, voru báðir kallaðir
til að fara út á lítilli og fúinni
bátkænu til að freista þess að
bjarga áhöfninni, en hennar beið
dauðinn við klettanna vesta-n við
Hafnarfjörð, varð Sigríði að orði
við son sinn, þegar þeir feðgar
komu báðir til að búast til farar-
innar:
— Og þú líka . . .
Hún sagði ekki fleira, en alla
ævi m-undi Si-gurjón þessi orð
og fann til þeirrar hryggðar, sem
hann -olli móður sinni í þetta
skipti, þó að hann hvorki gæti
né vildi skorast undan að fara
út.
Einar Ólafsson var mikill drátt
armaður og börn hans höfðu nóg
að bíta og brenna í æsku, þó að
auðvitað stæði ekki útaf hjá þeim
í Gesthúsum fremur en áöðrum
sjómannsheimilum þeirra tíma.
Æskiuleikvangur Sigurjóns var
fja-ran og bryggjan. Allt líf barna
sem fullorðinna á þessum stað
var bundið sjónum. Athafnalíf
var blómlegt í Hafnarfirði um
miðbik kútteratímans og þaðan
sóttu Norðmenn á línuveiðurum
og Fransmenn komiu þar oft. Síð-
ar, eink-um á öðrum áratug ald-
arinnar, eftir að Sigurjón var
sjálfur faxinn að stunda sjó,
höfðu Hollendingar, Englend-
ingar og Þjóðverja-r bækistöð
■sína í Hafnarfirði og fylgdi þeirri
útgerð mi-kil umsvif. Sigurjón
segir í ævisöguh-andriti, sem
hann lét eftir si-g:
— Það var snemma farið að
lát-a okkur börnin létta undir,
sem kallað var, í mínu ungdæmi.
Við vorum ekki gömul, þegar
við vorum send út á saltfiskreit-
ina til að vinna'að saltfisksþurrk
un og fengum 5 aura á tímann.
Kvenmannskaupið var þá 12%
eyrir, en karlmannskaupið 18
aurar um tímann. Það var talið
okkur hollara að vinna einhvern
hluta dagsins að alvarlegum
störfum með flullorðnum en það,
að allur dagurinn færi í tóm
ærs’l eða leiki.“
Það var Man-nskaðaárið 1906,
þegar Sigurjón var 9 ára gamall,
að hann fór til sjós í skjóli föð-ur
síns á Morgunstjörnunni, kútter,
en Ein-ar var þar stýrimaður.
Sigurjón var þá ekki hávaxnari
-en svo, að ha-nn varð að stök-kva
upp á nálabekkinn, ef hann ætl-
aði að sjá fisk, sem flaut við
borðs'tokkinn. Sigurjón var sjó-
veiku-r og sjóaðist seint, en hann
mátti ekki til þess h-ugsa að vera
lá-tinn í land o-g reyndi að leyna
vei-kinni eins og honum var
unnt. Hann var snemma fi'skinn
og féklk að fljóta með áfram.
Han-n var næstu árin eða fram
að ferming-u með föður sínum
fyrst þarna á Morgunstjörnunni,
en s'íðan á kútterunum, Gunnu
og Róbert. Sumarið sem hann
fermdist var hann á Ró-bert, en
fór í Flensborgans-kóla um haust-
ið 1911 og var þar veturinn 1912.
Árin 1913 og 1914 v-ar h-ann á
þýzkum togurum en síðan aftur
á kú-tter-um, þeim Akron og
Reaper. Hann fór í Stýrimanna-
skólannhaustið 1915, var um vet-
urinn 1916 á togaranum Ými með
ólafi Þórðarsy-ni og lenti þvi í
þeim mannraunum sem fylgdu
strandi togarans 1916 og víða
hefur verið sagt frá. Hann lau-k
farmannaprófi frá Stýrimanna-
skólan-um vorið 1917 og fór þá
á hákarlaveiðar um vorið, en var
stýrimaður á Ölvi, rúmlega 30
tonna báti, á síldveiðum. 1918
var hann stýrimaður á Þóri, 30
tonna mótorbáti eða svo, en á
þeim báti hafa mar-gir þekktir
menn í fiskiflotanum verið, enda
happafleyta.
Um haustið kvæntist
hann Rannveigu Vigfúsdóttur frá
Búðum á Snæfellsnesi. Þau höfðu
ky-nnzt seinna ár Sigurjóns i
skólanum og verið heitbundin
síðan.-aÞu voru gefin saman 26.
október 1918 af Árna presti
Björnssyni á Görðum á Álftanesi
„í hæg-um útsynningi“, sagði Sig-
urjón og kallaði það veðurfar
táknrænt fyrir samlíf þeirra
hjóna.
„Útsynningurinn var svo væg-
ur, að okkur kom saman um, að
ekki benti veðrið til þess að
stórviðrasamt yrði í hjúskapn-
um.“ Það varð heldur ekki. Þau
hjón áttu -g-ull'brúðkaup i haust
eins og ljóst er af framansögðu
og voru þá eins og nýtrúlofað
par. Sigurjón sagði oft að sjó-
mannsstarfið gerði hjónabandið
að samfelldu trúlofunargilli. —
Hjónin voru um margt skaplík,
bráðlynd bæði en hjartahlý, og
vafala-ust hefur hann stu-ndum
gengið á með éljum í þessari
fimmtíu ára samveru, líkt ag
gerist í útisynningi, en sólskinið
þó miklu meira og síðustu tíu
árin, eða eftir að Sigurjón kom
í la-nd var sólríkasti tíminn. Um
fjör-utíu ára s-keið höfðu þau orð
ið að þola aðskilnað langtím-um
saman, sum árin stanzaði hús-
bóndinn ekki nema nokkra daga
í landi — þeim varð því síðasti
áratugurinn nýtt trúlofunarskeið,
því bæði voru ung í andanum.
Það var lærdómsríkt að sjá þessi
öldruðu hjón koma eins og tvö
ástfangin ungmenni á leið á ball
í fyrsta skipti, en ekki það síð-
asta eins og raunin varð á. Mik-
ið hefur guð gefið slíku fólki í
veganesti.
Það var undarlegt með Sigur-
jón, en er þó ek-ki eins dæma
með sjómönnum, einkum þeim
sem miklir eru fyrir sér hvað
hann var rómantískur öðr-
um þræði, einkum í af-
stöðunni til konunnar, en
þó kom þetta víðar fram. Þennan
þátt tilfinningalífsins ha-fðí hann
varðveitt innra með sér í öllu
skútu- og togarasvalkinu. Hann
lét ekkert tækifæri ónotað til að
lofa ágæti kon-u sinnar, sem hús-
móður og eiginkonu og síðasta
ræða hans var eins konar ástar-
óður til móður han-s og eiginkon
un-nar, þessara tveggja kvenna,
sem hann hafði einar elskað í
lífinu
Það bli-kaði á tár í auga þessa
gamla togarajaxls, eins og hann
kallaði sjálfan sig stundum, ef
hann minntist móður sinnar, en
bjart og hlýtt bros breiddist yfir
andlitið, þegar honum varð litið
til konunnar við hlið sér.
Veiturinn 1919 var Sigur-
jón stýrimaður á mótorbátnum
Hermóði á línuveiðum og var að
hugsa um að stunda heldur veið
ar framvegis á mótorbátum en
togurum, en kunni ekki við sig,
en það er svo oft, hvort heldur
er um þá, sem aldir eru upp á
togurum eða hina sem alast upp
á bátum, að þeir kunna ekki við
slg á þeirri skipagerðinni, sem
þeir koma á fullorðnir. Sigur-
jón sneri sér því aftur að tog-
urunum og var á þeim óslitið
eftir það að heita mátti, að und-
anskildum nokkrum sumrum á
síld. Hann var háseti á Ymi 1919,
fór út sem háseti á Ymi í spönsku
veikinni 1918 og má nefna það
sem dæmi um það, hve þessi af-
taka pest var skæð, að Ymir
þurfti fjórar skipshafnir til að
klára túr. í eitt skiptið komst
hann ekki nema út í Flóann, þá
voru allir orðnir veikir og hann
mátti snúa til sama lands aftur
að sækja nýj-a áhöfn. Sigurjón
var á Ymi, þar til hann fór á
vertíðinni 1921 fiskiskipstjóri á
lítinn skozkan togara, Dewsland.
Þó að margt gengi með endem-
um á Dewsland, og skipið væri
bæði lítið og lélegt og m-ann-
skapurinn það af hon-um sem út-
lenit var, ekki á borð við það, sem
þá tíðkaðist á íslenzkum togur-
um, náði Sigurjón að afla sæmi-
lega og heldur hann að hann hafi
notið þessa síðar, þegar honum
var falið skip næst.
Sigurjón var nú enn á síldveið
um um sumarið á 50 tonna gufu-
báti, Hadfísi en umha-ustið fór
hann á Leif heppna til þess
fræga kappa, Gísla Oddssonar.
Alllir Ijúka upp einum munni
um það, sem voru með Gísla að
hann hafi verið afburðasjómaður
og aflamaður með afbrigðum.
Gísli var einn af fyrstu íslenzku
togaraskipstjórunum sem var al-
inn upp á togurum og kunni full
skil á togveiðunum. Sigurjón bar
Gísla mjög gott orð, þó að ör-
lögin höguðu því svo að þeirra
samvistir yrðu ekki langar, og
við kveðjum því nú Sigurjón í
dag en ekki á Leifi í Halaveðr-
inu í febrúar 1925. Sigurjón fór
stýrimaður á togarann íslending
um veturinn 1922 en var stýri-
maður á Hugo, 74 tonna gufu-
báti á sfld um sumarið. Um haust
ið fór hann á Gylfann með Haf-
stei-ni Bergþórssyni. Og enn fór
hann á síld um sumarið og nú á
ísafold 111 tonna gufubát, en á
Gylfann aftur um haustið. Stýri
maður var hann á Hettlyerstog-
aranum General Birdwood, 1924,
um veturinn en stýrimaður á
Eugo um sumarið á síldveiðum og
síðan enn á Gylfa-nn og þar var
hann 2. stýrimaður í Haláveðr-
inu. Sumarið 1925 var Sigurjón
á þorskanetum með e.s. Paul,
línuveiðara en um haustið fór
hann á Imperialist með Tryggva
Ófeigssyni og var þar ýmist báts
maður eða stýrimaður þar til að
hann tók Surprise í maí 1927
og hófst þar með það tímabil
í sjósókn Sigurjóns, sem unnið
hefur honum frægð meðal togara
sjómanna.
Sigurjón var með Surprise til
vors 1930, að hann fór af hon-
um til að taka við Garða-ri nýj-
um, þá stærsta togara okkar. Á
Garðari átti Sigurjón sitt blóma-
skeið og var jafnan við hann
kenndur. Margar sögur lifa með
sjómönnum um afla Sigurjóns á
Garðari, end-a hæfði þar allt
hvað öðru, skipstjóri, skipið og
mannskapurinn. Sem einstakt
dæmi má nefna 1600 mála kastið
1936, en það var þá stærsta kast,
sem íslenzkt skip hafði fengið.
Frægt var það einnig, þeg-
ar Sigurjón fékk 72 poka
í 10 hölum eða 12 klukku-
stundum álls á Selvogsbanka ár
ið 1932. Mannskapurinn gerði að
þessum afla um það bil 140 tonn
um í salt á 24 tímum eða um
6 tonnum til jafn-aðar
á k'lukkustund. „Það var ekki
vandi að fiska með svona mann-
skap,“ sagði Sigurjón. En því
aðeins var nú mannskapu-rinn góð
ur og samvalinn að skipstjórinn
var aflasæll, og er svo jafnan.
Ekki varð Sigurjón með öllu
samur maður eftir að Garðar
fórst niður við Engliand vorið
1943. Hann sagði:
„Garðar átti enga veika hlið . .
eftir að Garðar fórst v-ar mér
skapi næst að láta af sjómennsku
ég vissi, að ég myndi aldrei koma
um borð í skip, sem mér þætti
jafn mikið til um og njóta mín
jafnvel u-m borð í . . Mér fannst
ég vera orðinn of gamall til að
breyta um, en þó of ungur til
að hætta og svo fór, að ég hélt
áfram í 17 ár í viðbót og var
með þessi og hin skip, en Garð-
ar skyggði á þau öl'l, hversu
góð sem þau annars voru . .
Sigurjón lét sem sé ekki deig-
-an síga og eftir að Garðar var far
inn, var Sig-urjón um hríð með
togarann Óla Garðar en næst
Faxa, sem hann gerði út að
nokkru, síðan Siglufjarðartogar
ann Elliða og þá Ask vorið 1952,
sem flotv-arpan var almennt tek-
in í notkun og þá sýndi Sigur-
jón enn einu sinni hversu glögg
ur hann var og mikill kunnáttu
maður á togveiðar, því að hann
fixaði flotvörpu um borð í Aski
eftir upplýsingum, sem hann fékk
hjá öðrum togaraskipstjórum, er
voru komnir með flotvörpuna og
farnir að róta í hana fiski á
Bankanum. Sigurjón fékk síðan
metafla í þessa vörpu sína, þó
að hann yrði að haga veiðunum
með nokkuð öðrum hætti en
þeir sem komið höfðu með Breiða
íjörðsvörpuna fulltilbúna úr landi
Síðasta skip, sem Sigurjón var
með, var togarinn Jörundur. Á
því skipi stundaði hann síldveið-
ar með síldartroili í Norðursjó
og var það nýjung hérlendis. Þó
að Sigurjón þyrfti að þreifa sig
áfram við þeSsar veiðar með nýtt
tæki á ókunnri ölóð, en þarna
eru straumar harðir, þegar dreg
ur suður í Ermasund, gaf hann
Þjóðverjunum sem voru þessum
veiðum orðnir vanir ekkert eftir
og mun hafa verið hæstur þeirra
skipa, sem veiðarnar stunduðu
frá Hamborg.
1957 um vorið lauk ferli Sig-
urjóns á sjónum og hann fór
í land til að taka við stjórn
Hrafnistu. Félagsmálaferill Sigur
jóns verður rakinn af öðrum en
mér.
Sigurjón bjargaði mörgum úr
sjávarháska og hlaut tvívegis
fyrir það verðlaun, einkum þótti
björgunin á enska togaranum er
strand-aði við Dálatanga fræki-
leg. Hann bjargaði einnig, nokkr
um einstaklin-gum einum fimm er
ég man eftir ýmist með því að
fleygja sér í sjóinn, eða með
snörum handtökum. Hér verður
að láta staðar numið við að
rekja sjómannsferiil Sigurjóns.
Margt er en-n ósagt og öllu
g-erð of lítil skiL Það
vita -allir ísl-enzkir sjómenn
að Sigurjón var einn af merkustu
mönnum sjómannastéttarinnar.
Hann var skapmikill dreng-
skaparmaður, annálaður sjósókn
ari og afl-amaður, harðduglegur
verkmaður, bráðvel greindur, og
hraustménni, ritfær vel og ræðu
maður skörulegur og í öllu hinn
ágætasti miaður.
Ásgeir Jakobsson.
f DAG verður til moldar borinn
'Sigurjón Einarsson, skipstjóri í
Hafnarfirði.
Að kvöldi þriðja þessa mánað-
ar sat hann, ásamt eftirlifandi
konu sinni, í vinahópi til þess að
minnast 75 ára amælis Skip-
stjóra- og stýrimannaféla.gsins
öldunnar. Þá kenndi hann las-
leika, svo að hann fór heim til
sín og lézt um 1-eið og þangað
kom.
Sigurjón var fæddur 25. janú-
ar 1897 að Gestshúsum í Hafn-
arfi-rði. Forel-drar hans voru þau
hjónin Sigríður Jón-sdóttir og
Einar Ólafsson skipstjóri.
Á barnsaldri fór Sigurjón á
skútu, og sjómennskan varð ævi-
starf hans í um nær hálfrar ald-
ar skeið. Árið 1917 lauk hann
prófi frá Stýrimannaskólan-um,
'þá aðeins tvítugtur að aldri, og
þremur árum -síðar, eða árið
1920, hóf hann skipstjórn, sem
hann gegndi að mestu óslitið til
ársi-ns 1957.
í s-kipstjórnarstarfi sínu var
Sigurjón farsæll. Hann var mik-
ill aflamaður, ávállt með afla-
hæstu mönnum, hvaða veiðar
sem hann stundaði. Hann átti
líka því láni að fag-na að geta
komið öðr.um til hjálpar á neyð-
arstundu og bja-rgað úr svjávar-
háska við hin erfiðustu skilyrði.
Með Sigurjóni Einarssyni er
horfinn af sjónarsviðinu einn
rismesti forystumaður sjómanna-
stéttarinnar. Hann var ávállt í
broddi fylkingar fyrir bættum
'kjör-um, öryggismálum og auk-
inni menntun sjómanna, enda
voru honum falin ótal trúaaðar-
störf af þeirra hendi. Hann var
einn aðalhvatamanna að stoifnun
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands og í stjóm þess
um árabil. í stjórn Sjómann-a-
dag-sráðs átti hann lengi sæti og
barðist fyrix stofnun þess. Auk
þess var hann fyrsti forstöðu-
maður Hrafnistu, Dvalarheimilis
aldraðra sjómann-a.
Að slysavarnarmálum vann
Sigurjón mikið -starf, ásamt konu
sinni, frú Rannveigu Vigfúsdótt-
-ur, og áttu þau -hjónin sæti í
stjórn Slysavarnarfél-ags íslands
um áraraðir. Þar -unnu þau fórri-
fúst starf, sem ber að þakka og
virða.
Sigurjón var lengi formaður
Skípstjóra- og stýrim-annafélag-S-